Viðræður Sjálfstæðisflokks við Samfylkingu hafnar?

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Þær kjaftasögur ganga fjöllunum hærra að óformlegar viðræður séu hafnar milli Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar um myndun nýrrar ríkisstjórnar. Eftir því sem sagan segir eigi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, varaformaður Sjálfstæðisflokksins, að vera í forsvari óformlegra viðræðna við Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur, formann Samfylkingarinnar. Ljóst er að hópur þingmanna vilji láta reyna á viðræður við Samfylkinguna og talað sé mjög áberandi saman.

Enn hefur ekkert verið ákveðið sem túlkast gæti sem endapunktur stjórnarsamstarfs Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks. Það er þó ljóst að óvissa er yfir stöðunni, enn meiri en áður hefur talist. Ljóst er af fundi þingflokks Framsóknarflokksins að þar er andi óvissu yfir hópnum og erfitt að lesa í stöðuna. Guðni Ágústsson, varaformaður Framsóknarflokksins, sagði fyrir þann fund að loft væri lævi blandið en hefur ekki viljað útskýra það neitt frekar.

Það er ljóst að mjög líður að örlagastund í ákvarðanatöku um það hvort meiri alvara komist á viðræður stjórnarflokkanna um áframhaldandi samstarf eða hvort haldið verði í aðrar áttir umræðna um stjórnarmyndun. Það hefur ekki farið framhjá neinum kjaftasögur um að þreifingar séu uppi um myndun stjórnar og greinilegt að allir angar eru úti sérstaklega innan Sjálfstæðisflokksins þar sem menn kanna hug manna og ræða saman, svo sem eðlilegt hlýtur að teljast.

Greinilegar efasemdir hafa komið fram innan Sjálfstæðisflokksins og koma vel fram í fréttaskrifum í dag. Það má ljóst vera að brátt verður staða mála vissari og meira hægt að fullyrða í þessum efnum. Það er ljóst að spenna er í lofti og flestum stjórnmálaáhugamönnum langar til að vita meira en hálfkveðnar vísur. Eflaust er stutt í að staða mála skýrist meira en það sem kjaftasögur mögulega segja.

mbl.is Framsóknarmenn vilja ekki ræða um fundinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Kemur ekki á óvart :-)

Jón Ingi Cæsarsson, 17.5.2007 kl. 14:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband