Samstarfi Sjálfstæðisflokks og Framsóknar lokið

JSGHH Stjórnarsamstarfi Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks, sem staðið hefur í tólf ár, er lokið. Geir H. Haarde, forsætisráðherra, og Jón Sigurðsson, viðskiptaráðherra, eru að ræða þau mál á blaðamannafundi á þessari stundu. Sjálfstæðisflokkurinn mun ræða fyrst samstarf við Samfylkinguna, eins og ég greindi frá hér fyrir stundu.

Það kemur ekki að óvörum að svona hafi farið. Það hefur blasað við í dag að þessu samstarfi væri í raun lokið. Ég skrifaði hér nokkuð ítarlega færslu um málið eftir fréttaskrif Morgunblaðsins og skrifaði áðan færslu um væntanlegar viðræður við Samfylkinguna.

Nú tekur við að mynda nýja ríkisstjórn í landinu. Nú mun Geir H. Haarde, forsætisráðherra, ganga á fund Ólafs Ragnars Grímssonar, forseta Íslands, og segja af sér formlega. Viðræður við Samfylkinguna eru þegar hafnar og halda nú áfram.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Já, ég tel að þetta muni verða mjög farsælt og gott.

mbk.

Stefán Friðrik Stefánsson, 17.5.2007 kl. 16:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband