Skeytasendingar milli Íslands í dag og Kastljóss

Ţórhallur GunnarssonHvassyrtar skeytasendingar ganga nú á milli Steingríms Sćvarrs Ólafssonar, ritstjóra Íslands í dag á Stöđ 2, og Ţórhalls Gunnarssonar, ritstjóra Kastljóss, um vinnubrögđ hjá Ríkisútvarpinu. Steingrímur sakađi á vef sínum í dag Ţórhall sem ritstjóra Kastljóss og dagskrármála Ríkissjónvarpsins um ađ standa í hótunum viđ fólk. Ţórhallur hefur svarađ fullum hálsi í fjölmiđlum nú eftir hádegiđ og segir skrif Steingríms vera tilhćfulaus međ öllu.

Ţetta eru mjög merkileg skot sem ganga ţarna á milli. Steingrímur Sćvarr ítrekar orđ sín eftir ummćli Ţórhalls og ţarna er stál í stál og hvorugur gefur eftir. Ţađ er skiljanlegt ađ ţađ sé kalt á milli ađila, enda eru ţetta ţćttir í samkeppni um áhorf. Ţeir eru ţó ekki á nákvćmlega sama tíma en dekka báđir tímann fyrir og eftir kvöldfréttatíma stöđvanna á milli sjö og átta. Ţađ er auđvitađ ekkert nýtt ađ tekist sé á um viđmćlendur en ţetta er nokkuđ nýtt sjónarhorn ađ yfirmađur annars ţáttarins beri ţađ á borđ ađ viđmćlendum sé beinlínis hótađ.

Ţađ er ólíklegt ađ Steingrímur Sćvarr og Ţórhallur verđi sammála um ţessi mál. Ţađ er ţó greinilegt ađ harkan milli ţáttanna er ađ aukast og ekki viđ ţví ađ búast ađ friđarandi sé ţar á milli, en ţetta er ţó ansi hörđ deila sýnist manni.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband