Baldvin Halldórsson látinn

Baldvin Halldórsson Baldvin Halldórsson, leikari, er látinn, 84 ára ađ aldri. Međ honum er fallinn í valinn einn ástsćlasti leikari og leikstjóri ţjóđarinnar á 20. öld. Hann setti sterkan svip á íslenskt leikhúslíf í áratugi og var áberandi auk leiks á sviđi í útvarps- og sjónvarpsverkum og kvikmyndum á löngum leikferli sínum. Baldvin fćddist 23. mars 1923. Hann nam leiklist í upphafi í leiklistarskóla Lárusar Pálssonar en síđan fór hann í framhaldsnám í sviđsleik til Royal Academy of Dramatic Art í London, rétt eins og Gunnar Eyjólfsson, sem var ţar á svipuđum tíma en hóf nám sitt ári áđur en Baldvin.

Baldvin helgađi Ţjóđleikhúsinu ćvistarf sitt á sviđi og fór ţar međ fjöldamörg ógleymanleg hlutverk. Hann var ekki í hópi fyrstu fastráđinna leikara Ţjóđleikhússins en var samofinn sögu ţess ţó frá fyrsta degi, enda lék hann í fyrstu sýningunum; Nýársnótt, eftir Indriđa Einarsson, og Íslandsklukkunni, eftir Halldór Kiljan Laxness. Hann var fastráđinn leikari viđ Ţjóđleikhúsiđ frá árinu 1953 og var ţar nćr samofiđ á sviđi fram á tíunda áratuginn. Lék hann rétt um tvö hundruđ hlutverk á glćsilegum ferli ţar. Ţótti hann mjög sterkur dramatískur leikari, en var jafnvígur á húmoríska undirtóna.

Nćgir ţar ađ nefna hlutverk hans í leikritum á borđ viđ: Jón Arason biskup, Óvćnt heimsókn, Sem yđur ţóknast, Carvallo, Tyrkja Gudda, Skugga Sveinn, Valtýr á grćnni treyju, Góđi dátinn Svejk, Sumar í Týról, Dagbók Önnu Frank, Kirsuberjagarđurinn, Blóđbrullaup, Kardemommubćrinn, Dýrin í Hálsaskógi, Edward sonur minn, Horfđu reiđur um öxl, Andorra, Gísl, Mutter Courage, Lukkuriddarinn, Marat/Sade, Lukkuriddarinn, Deliríum Búbonis, Mörđur Valgarđsson, Eftirlitsmađurinn, Fást, Svartfugl, Höfuđsmađurinn frá Köpernick, Óţelló, Kabarett, Lýsistrata, María Stúart, 7 stelpur, Brúđuheimili, Oliver Twist, Hús skáldsins, Hótel Paradís og Uppreisn á Ísafirđi.

Baldvin leikstýrđi mörgum stórum leikverkum á leikstjóraferli sínum og var einn af helstu leikstjórum Ţjóđleikhússins í áratugi. Međal ţeirra verka sem hann leikstýrđi voru: Viđ kertaljós, Antígóna, Ćtlar konan ađ deyja?, Djúpiđ blátt, Dagbók Önnu Frank, Horfđu reiđur um öxl, Í Skálholti, Beđiđ eftir Godot, Tvö á saltinu, Engill horfđu heim, Biedermann og brennuvargarnir, Sautjánda brúđan, Lćđurnar, Hver er hrćddur viđ Virginíu Woolf?, Járnhausinn, Síđasta segulband Krapps, Prjónastofan Sólin, Á rúmsjó, Uppstigning, Íslandsklukkan, Bangsímon, Allt í garđinum, Ţjóđníđingur, Don Juan í helvíti, Mćđur og synir, og Máttarstólpar ţjóđfélagsins. Baldvin leikstýrđi tvisvar hjá Leikfélagi Akureyrar; Vakiđ og syngiđ, á sjötta áratugnum, og Sjálfstćtt fólk, um 1980.

Baldvin var ennfremur mjög ötull viđ ađ leikstýra verkum í útvarpi og leika á ţeim vettvangi. Hann lék í nokkrum kvikmyndum og er sérstaklega eftirminnilegur fyrir túlkun sína á séra Jóni Prímusi í kvikmyndaútfćrslu Guđnýjar Halldórsdóttur viđ Kristnihald undir jökli, verki föđur hennar, Halldórs Kiljans Laxness, áriđ 1989. Hann ţótti ná vel bćđi dramatískum og kómískum hliđum Jóns. Hann lék skólastjórann mjög vel í kvikmyndinni Punktur, punktur, komma, strik, (sem ţví miđur hefur falliđ í einum of mikla gleymsku) viđ sögu Péturs Gunnarssonar áriđ 1981. Varđstjórinn í Börnum náttúrunnar er ógleymanlegur í túlkun Baldvins Halldórssonar. Friđrik Ţór Friđriksson valdi Baldvin aftur í hlutverk varđstjóra í Englum alheimsins tćpum áratug síđar.

Hlutverk Baldvins í sjónvarpsmyndum urđu fjöldamargar. Persónulega fannst mér hann alveg magnađur í hlutverki móttökustjórans á hótelinu í sjónvarpsmyndinni Róbert Elíasson kemur heim frá útlöndum, eftir Davíđ Oddsson, seđlabankastjóra og fyrrum forsćtisráđherra, áriđ 1977. Húmor móttökustjórans er algjörlega magnađur og ţađ er hrein unun ađ horfa á ţetta leikverk. Húmorískir taktar höfundar komast vel til skila og Baldvin var hárrétti leikarinn til ađ ná ţeim svipbrigđum alvöru og hárbeittu kómíkar sem einkenna móttökustjórann. Auk ţess er hann mér eftirminnilegur í sjónvarpsmyndinni Emil og Skundi á níunda áratugnum, en ţar fór hann mjög vel međ hlutverk smiđsins Jósa.

Baldvin Halldórsson hlaut silfurlampann, leiklistarverđlaun veitt árlega af félagi leikdómara, fyrir túlkun sína á Schultz í Kabarett og gćslumanninnum í 7 stelpum í Ţjóđleikhúsinu. Verđlaunin voru afhend eftir sýningu á Kabarett. Eins og flestum er kunnugt afţakkađi Baldvin verđlaunin, en hann var sá sextándi til ađ hljóta lampann (ţrjár konur hlutu silfurlampann). Viđ svo búiđ voru verđlaunin lögđ niđur og voru eiginleg leiklistarverđlaun ekki til stađar í ţrjá áratugi, eđa ţar til ađ Grímuverđlaunin komu til sögunnar.

Fólk af minni kynslóđ og ţeirri nćstu á undan, og eflaust ţeim nćstu á eftir minni, minnast hans sennilega einna helst fyrir ađ hafa túlkađ Martein skógarmús í Dýrunum í Hálsaskógi á frćgri plötu međ verkinu og í sýningu Ţjóđleikhússins og sömuleiđis fyrir ađ túlka Jesper í Kardemommubćnum međ sama hćtti. Ţessar túlkanir Baldvins og allra annarra sem voru í ţessum leikgerđum munu lifa međ ţjóđinni alla tíđ.

Viđ leiđarlok er Baldvin Halldórsson kvaddur međ söknuđi. Hann var í senn ógleymanlegur leikari og leikstjóri sem vann af krafti í íslensku leikhúsi, framkallađi oft sanna töfra í verkum sínum.

mbl.is Baldvin Halldórsson látinn
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband