Alþjóðlegur fjárfestingabanki opnar á Akureyri

Saga Capital Það er ánægjulegt að fjárfestingabankinn Saga Capital hafi hafið starfsemi hér á Akureyri. Ekki aðeins er þetta nyrsti fjárfestingabanki landsins heldur og vonandi upphaf á nýjum og skemmtilegum tíma hér á Akureyri. Það er ánægjulegt að menn hafi þann kraft og áhuga að byrja með svo metnaðarfullan bissness hér í heimsbænum Akureyri og skapi eitthvað nýtt og ferskt.

Það er sérstaklega ánægjulegt auðvitað að sjá gamla góða barnaskólann vakna til lífsins aftur, gamla skólann sem Hanna amma og hennar kynslóð nam sín gullnu fræði í og var lykilmenntastofnun hér um áraraðir. Þetta hús var því miður engan veginn jafn reisulegt hin seinni árin og það á að vera. Því hefur nú verið breytt og er nú miðstöð viðskipta og nýsköpunar. Yfir því gleðjumst við hinir sönnu Akureyringar.

Ég vil óska aðstandendum Saga Capital góðs gengis og vona að þeim muni ganga vel í sínum bransa, en forstjórinn, Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson, er gamall félagi úr ungliðapólitíkinni en hann var einn forvera minna sem formaður Varðar og var virkur í ungliðastarfinu hér fyrir rétt um tveim áratugum og í SUS, skömmu áður en ég gekk í flokkinn. Það er gott að hann komi aftur hingað og byggi svo metnaðarfullt fyrirtæki upp. Þetta er sannkallaður gleðidagur hér á Akureyri.

mbl.is Nýr fjárfestingabanki opnaður á Akureyri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Það er auðvitað ekkert gefið í viðskiptum. Það er allt þar áhætta ef út í það er farið. Áhættan er sjaldan meiri en í bissness. En það lýsir krafti, kjarki og áræðni að leggja út í þetta og það á Akureyri. Finnst þessir fjórir menn sem starta þessu öflugir og vona að þeim muni ganga vel. Það er jú gleðiefni að svona nýsköpun eigi sér stað á landsbyggðinni, ný tækifæri. Þau á ekki að tala niður.

Stefán Friðrik Stefánsson, 24.8.2007 kl. 21:29

2 Smámynd: Baldur Sveinbjörnsson

Saga Capital er langt frá því að vera nyrsti fjárfestingabanki í heimi !! Náðu þér í Atlas og kíktu á www.tromsofinans.no og www.snn.no og fleiri mætti telja. Akureyringar halda líka að þeir eigi nyrzta golfvöll í heimi en ég hef spilað a.m.k. 5 velli sem eru norðar, þar af 2 18 holu velli í heimsklassa. Óska samt lúlla og Co til hamingju með flott framtak !!

Baldur Sveinbjörnsson, 24.8.2007 kl. 21:42

3 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Já, það er rétt Baldur. Hafði heyrt þetta í dag en þetta er ekki rétt. Sjálfsagt að laga það. Þakka þér fyrir að leiðrétta það. Vonum að þeim muni já ganga vel.

Jamm, Guðmundur, þetta var vægast sagt svaka flugeldasýning sem var boðið upp á áðan. Sá þetta vel héðan úr Þórunnarstrætinu, já og heyrði líka auðvitað hehe.

mbk.

Stefán Friðrik Stefánsson, 24.8.2007 kl. 22:14

4 Smámynd: Hreiðar Eiríksson

Nei, akkúrat ekki.  Í fyrsta lagi eru þarna á ferðinni nokkrir bornir og barnfæddir Akureyringar.  Í öðru lagi eru nú allir kappsamir og ötulir menn viðurkenndir sem Akureyringar áður en þeir eru búnir að taka upp búslóðina sína.  Jóhannes Jónsson er t.d. "kaupmaðurinn á horninu" okkar Akureyringa.

Hreiðar Eiríksson, 24.8.2007 kl. 22:41

5 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Ég hef enga fordóma gagnvart þeim sem vilja flytja hingað og öðlast ný tækifæri í lífinu. Það hefur aldrei einkennt minn karakter allavega. Hinsvegar eru þessir menn sem starta Saga Capital allir með rætur hér, gengu hér í skóla og tóku þátt í félagsstarfi árum saman og öllum þekktir hér. Þannig að þeir fá engan utanbæjarmannastimpil hér hjá neinum, eða ég get ekki ímyndað mér það. Finnst allir hér vera stoltir af því að þeir vilji byggja eitthvað nýtt og spennandi hér upp.

Stefán Friðrik Stefánsson, 25.8.2007 kl. 15:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband