Lögreglan leitar að fingralöngum ökumanni

Fingralangur ökumaður Það er ekki á hverjum degi sem löggan dreifir á fjölmiðlana mynd af ökumanni sem hefur sér það til frægðar unnið að gefa fuck you merki auk þess að keyra of hratt. Fannst merkilegast við myndina að við hlið fingralanga ökumannsins var strákur og andlit hans hafði verið hulið líka. Sýnist mér á fréttum að löggan nefni það sérstaklega að ökumaðurinn hafi verið vond fyrirmynd stráksins.

Það er eflaust að verða ný stefna hjá löggunni að birta myndir af þessu tagi. Þetta gerist fjarri því reglulega að svona sé gert. Kannski er þetta góð leið til að draga úr hraða, hver veit. Annars er nær vonlaust að greina hver ökumaðurinn er og auðvitað hefur verið máð út andlit mannsins og stráksins auk bílnúmersins. Þessi Subaru-bifreið er ekki það einstök að hún gefi upp hver ökumaðurinn sé. En þetta er visst statement sem felst í myndbirtingunni.

Eflaust eru þessar umferðarmyndavélar þarfaþing. Það er mikilvægt að fylgjast vel með hraða, við upplifum það flest að umferðarþunginn er mikill og það er oft gefið vel í. Það vill eflaust enginn verða fyrirsæta á svona mynd svo að kannski hugsa einhverjir sitt ráð, á meðan að flestir kíma út í eitt yfir þessari mynd og fingramerkinu.

mbl.is Huldi númerið og ók of hratt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Ég sé ekkert broslegt við að gefa fökkmerki í umferðinni, heinræktaður dónaskapur.

Greta Björg Úlfsdóttir, 5.12.2007 kl. 22:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband