Þórhallur reynir að halda í Jóhönnu Vilhjálms

Þórhallur og JóhannaÞórhallur Gunnarsson, dagskrárstjóri Sjónvarps og ritstjóri Kastljóss, reynir nú allt sem getur til að halda Jóhönnu Vilhjálmsdóttur í Kastljósi. Tilkynningin í gær um að hún væri hætt í þættinum vakti mikla athygli og flestir töldu að ástæða brotthvarfs hennar væri umfjöllun um föður hennar Vilhjálm Þ. Vilhjálmsson, fyrrverandi borgarstjóra, og var mikið skrafað um það.

Annarskonar fjölskylduaðstæður munu ráða för hjá Jóhönnu, en hún vill vera meira með syni sínum, sem fæddist á síðasta ári. Þórhallur mun ætla að reyna að halda í Jóhönnu með öllum tiltækum ráðum. Það er skiljanlegt að hann vilji halda henni hjá Sjónvarpinu. Eins og ég sagði hefur Jóhanna sýnt og sannað með verkum sínum að hún er ein besta sjónvarpskona landsins og hefur staðið sig vel í verkum sínum; verið beitt sem spyrill og heiðarleg í umfjöllun.

Þórhallur og Jóhanna hafa starfað saman í mörg ár; byrjuðu saman með því að taka við stjórn morgunþáttarins sáluga Íslands í bítið árið 2001 og sáu um dægurmálaþáttinn Ísland í dag á árunum 2003-2005. Þegar að Þórhallur var settur yfir hið nýja Kastljós Sjónvarpsins árið 2005 fór Jóhanna með honum af Stöð 2. Þau þekkjast því vel og eðlilega er það mikilvægt fyrir Þórhall að halda þessari öflugu sjónvarpskonu í Efstaleiti. Vonandi tekst honum það.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Ég vona að hún komi aftur. Þetta er flott og frambærileg stelpa.

Ásdís Sigurðardóttir, 14.2.2008 kl. 00:05

2 Smámynd: Gísli Bergsveinn Ívarsson

Kíktu á síðuna mína og segðu hvað þér finnst um NOVA auglýsinguna

Gísli Bergsveinn Ívarsson, 14.2.2008 kl. 00:34

3 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Engin veit hvað átt hefur fyrr en mist hefur" segir máltækið/Jóhanna er frábær/Halli gamli

Haraldur Haraldsson, 14.2.2008 kl. 00:45

4 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Hvað með að gera Jóhönnu að borgarstjóra og senda nafna minn Þ. í Kastljósið?  Hin röggsama og skarpa sjónvarpskona mun þó örugglega snúa aftur.

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 14.2.2008 kl. 08:02

5 Smámynd: Guðríður Haraldsdóttir

Vonandi verður hún áfram! Hún er mjög fín sjónvarpskona.

Guðríður Haraldsdóttir, 14.2.2008 kl. 11:46

6 identicon

Hjálpum Pabba hennar Jóhönnu að ákveða sig.

Hvetjum hann til að hætta.

http://www.petitiononline.com/villbles

Siggi (IP-tala skráð) 14.2.2008 kl. 15:49

7 Smámynd: Erna Friðriksdóttir

Flott stelpa hún Jóhanna og góður sjónvarpskona. Hún getur ekki að því gert hvað aðrir úr hennar fjölskyldu eru að gera finst mér og kemur það ekkert þessu máli við. Hún er eigin persóna sem sannarlega á að fá að njóta sín eins og hún hefur gert. Hvað pabbi hennar gerir, amma hennar eða einhver annar á ekki að bitna á henni. 'afram stelpa , vona að við landsmenn fáum að njóta þín áfram , því að þú ert virkilega skemmtilegur spyrill og ákveðinn. Láttu ekki deigan síga 

Erna Friðriksdóttir, 14.2.2008 kl. 16:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband