Hasar í Reykjanesbæ - handtaka á Röstinni

Röstin Það er gott að heyra að lögreglan hafi handtekið einn þeirra sem grunaður er um hina fólskulegu árás í Keilufellinu um síðustu helgi. Það er mikilvægt að þeir verði allir handteknir og svari til saka. Held að flestum hafi fundist nóg um lýsingarnar á ofbeldinu sem grasserar í samfélaginu og hvernig viss hópur Pólverja kúgar samlanda sína hérlendis.

Það hefur merkilega lítið verið fjallað um þessa klíku í fjölmiðlum áður en kom að þessari árás. Það er vissulega til of mikils ætlast að allir þeir innflytjendur sem hingað koma séu hvítþvegnir englar en það verður að taka á málum þeirra sem ráðast að öðru fólki og standa að klíkumyndun til að vega að öðrum innflytjendum eins og er í þessu tilfelli. Mér finnst þetta mjög dapurleg þróun og á henni verður að taka með öllum tiltækum ráðum.

Það er sjálfsagt að bjóða innflytjendur velkomna til landsins og það ber að varast að dæma þá alla eftir svörtu sauðunum í hópi þeirra. En því er ekki að neita að þetta er ekki góð þróun - það er að verða einum of mikið af ofbeldisverkum sem tengja má við innflytjendur. Oftast nær er þetta mjög gróft og brútalt ofbeldi og kynferðisafbrot. Þetta eru einum of mörg mál til að þau gleymist og um fátt er meira talað en þessa vondu þróun.

Keilufellsmálið er dæmi um gróft ofbeldisverk sem ber að fordæma og uppræta. Við lifum ekki í saklausu samfélagi lengur og ofbeldið er að verða meira og grimmara en við höfum áður upplifað. Á því verður að taka og mér finnst lögreglan vera að standa sig vel í sínum verkum.

mbl.is Einn handtekinn eftir húsleit
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta tilvik er alveg dæmigert fyrir mafíustarfsemi (allavega samkvæmt amerískum bíómyndum). Þú borgar mér svo og svo mikið fyrir að passa upp á að ekkert komi fyrir þig. Annars geri ég þér tilboð sem þú getur ekki hafnað.

Aldeilis gott mál að lögreglan skuli vera á góðri leið með að handtaka hyskið allt. Hitt er svo ekki jafn gott að nú eru fordæmi fyrir því að þegar hópur manna ræðst á hóp manna, þá eru allir saklausir (nema kannski einn) af því að ekki verður á milli greint hver sló hvert höggið eða hver sparkaði hitt sparkið. Ég sé ekki annað en að dæma beri allan hópinn samsekan bara fyrir þátttökuna í vopnaðri árás. Og hana nú ....... 

sleggjudómarinn (IP-tala skráð) 25.3.2008 kl. 23:11

2 identicon

Algjört aukaatriði í málinu, en óskaplega er leiðinleg málýska á þessari frétt á Moggavefnum. "Sérsveit ríkislögreglustjóra framkvæmdi í kvöld húsleit ," eins og þar stendur. Einfaldara væri og betra væri að segja: Sérsveit lögreglunnar leitaði í húsi í Reykjanesbæ og handtók þar mann. Fáránlegt að flækja einfalda frétt, með upphöfnum kansellístíl.

sbs

Sigurður Bogi Sævarsson (IP-tala skráð) 25.3.2008 kl. 23:38

3 Smámynd: Helga Guðrún Eiríksdóttir

Stefán minn, þetta er bara brot af því "gotteríi" sem fylgir fjölmenningarstefnunni. Vilji menn hana þá verða þeir líka að sætta sig við það sem fylgir henni. Glæpaklíkur, nauðganir, árásir og morð. Mafían að innheimta verndarpening. Þetta er bara barnaleikur miðað við það sem koma mun. Sýnishorn til að venja menn við.

Helga Guðrún Eiríksdóttir, 25.3.2008 kl. 23:42

4 Smámynd: Óskar Arnórsson

Lögreglan hefur vissulega stapip sig vel í þessu máli. En það er langt í land að það sé búið að ná þeim sem gefa skipanirnar í ofbeldis- og fíkniefnamálum sem oftast eru ná tengd. Mætti alveg auka fjæarveitingar til lögreglu, í stað þess að skera hana niður..

Óskar Arnórsson, 26.3.2008 kl. 01:29

5 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Lögreglan er að standa sig eftir efnum og ástæðum.
Þeir eru of fámennir í öllum bæjarfélögum landsins, það þarf að stokka þetta allt upp lög og tollgæslu.
Það er ekki eðlilegt að tollarar landsins séu í því að taka saklausa borgara
sem fara til útlanda og kaupa eitthvað smávegis framyfir 50.000 kallinn
meðan þessir grófustu sleppa.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 26.3.2008 kl. 11:34

6 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Maður er alveg sammála þessu sem hún Kolbrún Sig. er að segja þarna/hefði ekki orðað þetta betur/Halli gamli

Haraldur Haraldsson, 26.3.2008 kl. 16:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband