Heimilt að selja eignir án aðkomu Ríkiskaupa

Frá gamla varnarsvæðinu Það er áhugavert að lesa skýrslu Ríkisendurskoðunar um umdeild mál á fyrrum varnarliðssvæðinu. Það sem vekur mesta athygli mína er það mat að heimilt hafi verið að selja eignir þar án aðkomu Ríkiskaupa, ekki hafi þurft að bjóða þær út og að Árni Sigfússon, bæjarstjóri í Reykjanesbæ, hafi ekki verið vanhæfur.

Það er á nokkrum stöðum talað um að hitt og þetta hafi verið óheppilegt og hafi vakið spurningar en það er samt ekki talið rangt eða óheimilt. Því er niðurstaða skýrslunnar á þá leið að ekki hafi verið óheimilt eða óviðeigandi í ákvörðunum sem fylgdu nýju skipulagi fyrrum varnarsvæðisins.

Það er líka merkilegt að töluð er niður sú saga vissra stjórnmálamanna að óheppilegar tengingar hafi verið milli fjármálaráðherrans og bróður hans sem tók þátt í kaupum á svæðinu. En þetta er merkileg skýrsla og áhugaverð til lestrar, sérstaklega fyrir þá sem hafa fylgst mikið með málinu.

mbl.is Ekki skylda að bjóða eignir út
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haraldur Haraldsson

er buið að lesa skirsluna,er samt efins!!!!!!/Halli gamli

Haraldur Haraldsson, 26.3.2008 kl. 18:33

2 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

JÁ . FLOTT AÐ FÁ ÞETTA Á HREINT?...en samt hvers vegna er aþað ekki RÍKINU í hag að bjóða út???

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 26.3.2008 kl. 18:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband