Bílslysið við Borgarbraut

Það var ekki fögur aðkoman að bílslysinu við Borgarbraut í hádeginu. Ég átti leið þarna um skömmu eftir að slysið átti sér stað og óraði ekki fyrir öðru en fólkið í bílnum hefði slasast mikið. Vona að þeim heilsist vel eftir slysið og nái sér að fullu. Enn og aftur verð ég þó að minnast á þessar myndbirtingar á bílslysunum. Það er varla liðinn hálftími til klukkutími frá umferðarslysi þar til að myndir eru komnar á vefinn af öllum aðstæðum, bílflökum og öllu sem við kemur alvarlegu slysi.

Finnst þetta vera algjörlega óþarfar myndbirtingar og undrast þær enn og aftur. Það virðist vera sem að fjölmiðlar telji það helst þurfa að sýna bílinn í nærmynd til að geta sagt fréttir af slysum af þessu tagi. Eitt er að segja fréttir af slysum, annað er að sýna bílflökin og allt sem tengist slysinu beint. Allavega þetta er eitt af því í fjölmiðlun sem stingur mig svolítið og mér finnst vera mjög óviðeigandi.

Það er greinilegt á viðbrögðum við skrifum hér og pósti til mín, þar sem ég hef heyrt mjög margar sögur frá fólki sem hafa fyrst frétt af andláti náins ástvins og ættingja með myndbirtingu af vettvangi slyssins á netinu, og ýmsar aðrar sögur af slysum þar sem fólk þekkir bílflökin og veit hver lenti í slysinu, að fólki finnst þetta mjög óviðeigandi og tekur undir skrif mín.

mbl.is Þrjú flutt á sjúkrahús eftir umferðarslys á Akureyri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Sammála þér með myndbirtingar

Hólmdís Hjartardóttir, 9.4.2008 kl. 14:02

2 Smámynd: Helga skjol

150% sammála þér með myndbirtingar.

Helga skjol, 9.4.2008 kl. 15:20

3 Smámynd: Anna Lilja

Ég er mjög sammála þessu, svona á ekki að fara að þessu.

Anna Lilja, 9.4.2008 kl. 15:41

4 Smámynd: Birgir Þór Bragason

Hvers vegna í ósköpunum var fólkið ekki í beltum?

Birgir Þór Bragason, 9.4.2008 kl. 17:49

5 Smámynd: Ragnheiður

Alveg sammála þér með myndbirtingarnar, alveg óhæfa.

Ragnheiður , 9.4.2008 kl. 19:12

6 Smámynd: Dunni

Er algerlega sammála um myndbirtingarnar.

Verð bara að segja eins og er að eftir að hafa búið í útlöndum í nokkur ár finnst mér hreint ótrúlegt hvað umferðaslysin er þó fá ef miðað er við akstursvenjur Íslendinga.   Er sanfærður um að það væri þó hægt að fækka þeim um meira en helming ef bæði ökumenn og gangandi virtu umferðareglur svo ég tali nú ekki um umferðamerki.

GÞÖ

http://orangetours.no/ 

Dunni, 9.4.2008 kl. 19:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband