Ekki átti að sýna handtöku Jón Ásgeirs á RÚV

Elín Hirst Elín Hirst, fréttastjóri Sjónvarpsins, sendi frá sér yfirlýsingu í kvöld þar sem hún segir umfjöllun DV um að starfsmenn Ríkisútvarpsins hafi beðið þess að Jón Ásgeir Jóhannesson yrði handtekinn í Leifsstöð í ágúst 2002 og sýna hafi átt hann í járnum í fréttatíma, og fréttastofan hafi átt að sitja ein að slíku, ranga. Óskar hún eftir því að blaðið biðji fréttastofuna opinberlega afsökunar á röngum fréttaflutningi.

Umfjöllun DV vekur mjög margar spurningar og mikilvægt er að Sjónvarpið svari hreint út fyrir sig, enda vegið að trúverðugleika fréttastofunnar og gefið í skyn að tengingar í innsta hring við fréttastjórann hafi skipt máli við að færa þeim slíka stórfrétt í hendurnar. Enn hefur því ekki verið svarað með vissu hvort að handtaka hafi átt Jón Ásgeir þennan dag og sýna almenningi hann í járnum sérstaklega í fréttaumfjöllun ríkisstöðvarinnar.

Slík umfjöllun er það alvarlegt mál að mikilvægt að fara í saumana á því og fá hið sanna á borðið. Einkum er gott að fréttastofa Sjónvarpsins sitji ekki þegjandi undir slíkri umfjöllun og komi með afgerandi yfirlýsingu. Áhugavert væri þó að fá svar við handtökukjaftasögunni sem slíkri, nú þegar að Sjónvarpið hefur hafnað umfjöllun Jóhanns Haukssonar.

Ef umfjöllun Jóhanns er röng að öllu leyti eða einhverju og byggð aðeins á ósönnum kjaftasögum er það auðvitað mjög alvarlegt mál.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haraldur Davíðsson

Eru íslensk sjónvarpsmál það sem þau ættu að vera? Að einhverju leyti?

Haraldur Davíðsson, 9.5.2008 kl. 02:29

2 Smámynd: Sigurbjörn Friðriksson

Þetta minnir mig óneitanlega á upphaf Hafskipsmálsins þegar forstjórar Hafskipa, Björgólfur Guðmundsson og Ragnar Kjartansson voru sóttir heim til sín og handteknir og settir í járn fyrir allar aldir, þ.e.a.s., um kl 05:00 að morgni.  Og hverjir voru mættir ásamt lögreglunni? nema; blaðamenn og ljósmyndarar Morgunblaðsins (þáverandi ritstjóri Matthías Johannessen faðir núverandi Ríkislögreglustjóra) og fréttamenn og myndbandstökumenn RÚV (Ríkissjónvarpsins).  Fréttamenn og myndatökumenn annarra fjölmiðla voru ekki boðaðir á þennan "einkafund" Lögreglu, MBL og RÚV. 

Forstjórar Hafskipa þeir Björgólfur og Ragnar voru leiddir út í lögreglubíla fyrir framan ljósmyndar og kmikmyndatökumenn og niðurlægingin var algjör.  Þessar fréttir með myndum komu svo í kvöldfréttum RÚV þá um kvöldið og Morgunblaðinu daginn eftir með myndum og ýtarlegum frásögnum.  Stuttu síðar skipti "KOLKRABBINN" (Eimskip, þáv., formaður Halldór Jónsson, kallaður formaður Íslands og fleiri) eignum Hafskipa sín á milli.  Hafskip hafði verið óþægilegur ljár í þúfu Kolkrabbans, flokkseigendur Sjálfstæðisflokksins.

Síðar kom í ljós eftir langvarandi málaferli að óþarfi hefði verið að gera Hafskip gjaldþrota, því félagið átti fyrir skuldum. 

BAUGSMÁLIÐ er bara endurtekning á því sem hefur áður gerst.  Þessir menn hjá Ríkisstjórn Íslands þegar Sjálfstæðisflokkurinn er í forsæti, Morgunblaðinu hvort sem það voru Matthías Johannessen eða Styrmir Gunnarsson sem ritstjórar og RÚV vilja ekki og geta ekki lært af þessu, því þeir eru blindaðir af valdhroka.

Kær kveðja, Björn bóndi.

Sigurbjörn Friðriksson, 9.5.2008 kl. 09:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband