Málefni Akureyrarflugvallar rædd á Alþingi

Akureyrarflugvöllur Ég fagna því að málefni Akureyrarflugvallar hafi verið rædd á Alþingi í dag. Það var svo sannarlega þörf á því eftir nýjustu ákvarðanir um flug til Akureyrar, en Iceland Express hefur nú ákveðið að hætta vetrarflugi milli Kaupmannahafnar og Akureyrar vegna þess að völlurinn hefur ekki enn verið lengdur og aðstaðan stenst ekki þeirra grunnmarkmið varðandi þjónustu að vetri.

Það er mikilvægt að framkvæmdir tali í stað gagnslausra orða. Það hefur verið talað um lengingu Akureyrarflugvallar um þónokkuð skeið, en ekkert gerst í þeim efnum. Nú hafa Akureyrarbær og KEA boðið flýtifjármögnun til að hægt sé að lengja brautina á vellinum, eins og fram kom í hádegisfréttum Bylgjunnar. Það eru mikil vonbrigði að aðstæður séu með þeim hætti að Iceland Express treystir sér ekki lengur til að halda úti vetrarmillilandaflugi til bæjarins. Grunnforsenda þess að hafa millilandaflug er að lengja brautina.

Það er gleðiefni að þverpólitísk samstaða sé um stöðu mála. En orð megna sín mjög lítils ef þeim fylgja ekki sýnilegar efndir. Þeirra hefur verið beðið lengi frá Sturlu Böðvarssyni, samgönguráðherra. Það er vonandi að þessi ráðherra sé þess megnugur að standa við stóru orðin og koma þessu máli úr umræðugírnum og á vegferð framkvæmda. Það er það sem skiptir máli, ekki innihaldslaust blaður.

mbl.is Lenging flugbrautar á Akureyrarflugvelli rædd á Alþingi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hlynur Hallsson

Ég held því miður að samgönguráðherra Sjálfstæðisflokksins komi ekki til með að gera neitt í málinu. Hann hefur hummað það fram af sér í þrjú ár og frekar staðið í vegi fyrir beinu millilandaflugi til og frá Akureyri. Í svari við fyrirspurn frá mér á þinginu fyrir tveim árum kom glögglega í ljós áhugaleysi hans og hroki í málinu.

Þessi ríkisstjórn hefur einnig frestað framkvæmdum við bílastæði flugvallarins vegna þenslu! Svo nú er megnið af því eitt forarsvað. Það þarf að skipta um samgönguráðherra og ríkisstjórn. Þegar Vinstri græn komast í ríkisstjórn mun þessum hlutum verða kippt í lag og flugbrautin lengd og Vaðlaheiðargöng boruð.

Bestu kveðjur,

Hlynur Hallsson, 15.11.2006 kl. 21:36

2 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Sturla Böðvarsson má skammast sín fyrir það hvernig hann hefur hummað þetta fram af sér. Ég hef aldrei orðið var við það að þessi samgönguráðherra hafi notið velvildar okkar hér. Hann var settur þarna til verka eftir að Halldór Blöndal var settur þar út af Davíð Oddssyni árið 1999 og hefur verið þekktur fyrir að hlusta sem minnst á okkur hér. En mér finnst koma mjög vel fram í þessu máli að við Akureyringar eigum engan þingmann og lifandi málsvara. Kristján Möller og Halldór Blöndal töluðu okkar máli á þingi í dag en þessi ráðherra er gjörsamlega metnaðalaus og duglaus í þessu máli, sem mörgum öðrum. Það þarf að skipta honum út og við Akureyringar þurfum að tryggja að við eigum öfluga málsvara á þingi að vori.

Stefán Friðrik Stefánsson, 15.11.2006 kl. 21:40

3 Smámynd: Hlynur Hallsson

Sæll aftur Stefán,

sem betur fer eigum við Akureyringar öfluga málsvara á þingi og ég held að þú sért að gleyma Steingrími J. sem tók einmitt til máls í þessari umræðu. Bendi þér á að kíkja á ræðuna á http://althingi.is/ 

Annar er ég þer fullkomlega sammála.

Bestu kveðjur, 

Hlynur Hallsson, 15.11.2006 kl. 21:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband