Spunameistararnir leita að göllum á Söru Palin

Sarah Palin Spunameisturum demókrata hefur gengið illa að finna eitthvað misjafnt um Söru Palin þó þeir hafi reynt að leita ansi djúpt síðustu dagana. Reynt er að finna minnstu smáatriði og gera stórmál úr því. Helst sýnist mér að reynt sé að fjalla um að hún sé nú kona sem hafi bara verið í stjórnmálum í litlu fylki og hafi því ekki neina reynslu. Samt hefur hún meiri stjórnunarreynslu en aðrir frambjóðendur stóru flokkanna í þessum kosningum.

Viss karlremba hefur verið í sumum ummælunum í garð Söru Palin. Einn fréttamaður CNN, John Roberts, missti út úr sér að henni væri nú nær að hugsa um litla barnið sitt en vera að fara í framboð á landsvísu í þessum kosningum. Efast um að svona hefði verið talað um karlkyns forseta- eða varaforsetaframbjóðanda sem er nýbúinn að eignast barn. Man allavega ekki eftir svona ummælum. En þetta þykir kannski fínt og flott hjá einhverjum.

Mér fannst ómerkilega sótt að Hillary Rodham Clinton í baráttunni. Í og með sást vel að hún var kona. Þó hún væri reynd og vel gefin, mjög vönduð kona með góða ferilskrá, hafði það ekkert að segja fyrir hana. Reynslan var frekar tröðkuð niður hjá henni en mikið gert úr henni. Mikill rembutónn var yfir ummælum í hennar garð og mörgum fannst það ekki viðeigandi að hún yrði frambjóðandi flokksins því hún væri kona. Enn var þessi umræða lifandi eftir öll þessi ár.

Reyndar finnst mér demókratar hafa lítið á Söru Palin. Ef á að fara að gera mál úr hugsjónum hennar og hvort dóttir hennar sé ólétt er greinilega lítið að hjá henni. Reyndar voru demókratar kjaftstopp þegar valið á Söru var kynnt. Þeir voru með heilt vopnabúr gegn Romney og Pawlenty en höfðu ekkert fram að færa nema draga fram umræðu um reynsluleysi og þekkingarleysi á utanríkismálum sem varð algjört sjálfsmark hjá talsmönnum Obama, sem er ekki með mikla reynslu og hefur t.d. aldrei stjórnað einu né neinu.

Mér finnst Sarah Palin vera röggsöm og flott kona. Hún hefur sínar pólitísku hugsjónir sem er virðingarvert og mér finnst það flott hjá John McCain að velja unga og frambærilega konu, vonarstjörnu fyrir flokkinn. Ef hann hefði valið miðaldra karlmann með sér hefðu allir talað um að þeir væru of líkir kandidatarnir. Þeir sem hæst tala gegn þessu vali eru frústreraðir demókratar sem voru fúlir með að Obama valdi ekki Hillary. Þeir fengu mesta bömmerinn.

En meira að segja Obama varð að viðurkenna sögulegan sess Söru í þessari baráttu. Hún er konan í framboði. Ef Obama væri með Hillary með sér hefði hann ekki þurft að vera í svona miklum bömmer. Held að hann og demókratar sjái gríðarlega eftir því að velja ekki Hillary með sér. Þá væru þeir ekki í svona miklum vanda við að tækla varaforsetaval McCain.

mbl.is 17 ára dóttir Palin á von á barni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorvarður Ragnar Hálfdanarson

Þú ert ekki að fylgast með Stefán. Ekki bara að Palin sé staðin að því að misbeita valdi sínu og reka eða reynt að reka embættismenn s.s. fyrrum lögreglustjóra Anchorage og Wasello ásamt bókasafsnstjóra Wasello, þá virðist hún einnig klassískur fyrirgreiðslupólítíkus. Hvað finnst þér svo um afstöðu hennar til global warming?

Vakna Stefán!

Þorvarður Ragnar Hálfdanarson, 1.9.2008 kl. 20:34

2 identicon

Sarah Palin er sennilega frambærilegur kandidat.  Hins vegar finnst þessi áhersla hennar að meina konum að fara í fóstureyðingu ef þær hafa orðið barnshafandi eftir nauðgun og sifjaspells vera frekar óaðlaðandi. Svo er hún einnig fylgjandi dauðrefsingum.  Ekki beint minn tesopi, eins og bretinn segir.

H.T. Bjarnason (IP-tala skráð) 1.9.2008 kl. 21:05

3 identicon

Þetta er alls ekki svona mikið issue hjá demókrötum. Ef þú lest fréttir vandlega þá sérðu líka að Obama er harður á því að vera ekki að blanda fjölskyldumálum inn í kosningabaráttuna, og segir að móðir sín hafi átt sig þegar hún var 18 ára. Þetta með "spunameistara demókrata" er því ansi hart. Og sérstaklega í ljósi þess að spunameistarar repúblikana eru ekkert skárri.

Það var mikið talað um reynsluleysi Obama í utanríkismálum og val hans á Biden sem varaforsetaefni hafi staðfest það, en svo kemur McCain með konu sem alls enga reynslu hefur í utanríkismálum ... af hverju er það ekki nauðsynlegt, fyrst þeir gagnrýndu Obama fyrir það?

Þú velur besta kandídatinn í þetta embætti af þinni bestu samvisku, það gerði Obama og eflaust McCain líka. En ef hann hefur valið konu ... bara til að velja konu ... þá er það alvarlega rangur hugsunarháttur. Það er ekkert verið að "tækla" varaforsetaval McCain frekar en repparnir að tækla varaforsetaval Obama.

Palin hefur sínar "pólitísku hugsjónir" og þér finnst það virðingarvert ... segðu mér þá: hafa Biden og Obama ekki slíkar hugsjónir líka?

Það er alla vega mikil repúblikanalykt af þessari færslu

Sjálfur er ég eitilharður stuðningsmaður Obama og Biden og vona svo sannarlega að heimurinn þurfi ekki að líða það öllu lengur að Bandaríkjunum sé stjórnað af mönnum sem eru eins og brúskurinn.

Doddi - Þorsteinn G. Jónsson (IP-tala skráð) 1.9.2008 kl. 23:45

4 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

H: Hún hefur sínar lífsskoðanir. Mér finnst það miklu betra að vita hvaða skoðanir hún hefur og hugsjónir heldur en að fólk sé tilbúið til að breyta sér fyrir framboðið og hafi engin prinsipp. Stóri gallinn við Obama að mínu mati er að mér finnst hann vera tilbúinn til að selja hugsjónir sínar. Hann hefur gefið ansi margt eftir og blaktir til og frá. Neita því ekki að Obama hefur valdið mér vonbrigðum. Sjálfur vildi ég alltaf Hillary sem forsetaefnið, einkum vegna þess að hún hafði meiri reynslu, rétt eins og ég vildi McCain hjá repúblikunum vegna mikillar reynslu hans.

Doddi: Repúblikanalykt? Ég skrifa nú mjög vel um Hillary í þessari færslu og fjalla um skoðanir mínar á henni og hvernig sótt var að henni bara vegna þess að hún var kona. Hinsvegar neita ég því ekki að mér finnst McCain hæfari frambjóðandi en Obama. Mér finnst það galli á Obama að mér finnst hann hafa samið af sér hugsjónir sínar og vera á miklu flökti. Ég skrifaði mjög vel um Obama í upphafi og hafði miklar væntingar til hans. Hann hefur svolítið verið að veðrast upp síðustu mánuði. Því verður ekki neitað:

Allir hafa þessir frambjóðendur hugsjónir. Mér finnst samt mest um vert að fólk standi og falli með þeim hugsjónum en selji þær ekki fyrir slikk þegar mest á reynir. Sá var nú punkturinn. Svo finnst mér árásir gegn konum í framboði vera leiðinlegar, vegna þess að þær séu annaðhvort of reyndar eða eigi að vera of reynslulausar og geti ekki valdið verkefnum, þó t.d. Palin hafi stjórnunarreynslu og verið ríkisstjóri, sem er mikið embætti.

Mér fannst t.d. ummæli Roberts sem ég vitnaði til fyrir neðan allar hellur og vildi sérstaklega vitna til þeirra.

Stefán Friðrik Stefánsson, 1.9.2008 kl. 23:57

5 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Þorvarður: Enginn kemst í gegnum pólitík án þess að verða umdeildur og taka á sig brotsjó. Þetta er partur af programmet bara. Palin er einn vinsælasti ríkisstjóri í Bandaríkjunum nú og hefur mælingar á um 80%. Palin réðst á valdakerfið í Alaska og bauð því byrginn. Ekki aðeins felldi hún sitjandi ríkisstjóra flokksins síns í forkosningum heldur líka fyrrum ríkisstjóra demókrata í kosningum. Mér finnst það virðingarvert. Einhver mál eru umdeild í fylkinu og þau verða að hafa sinn gang. Ég ætla ekki að dæma þau. Í þessu eru væringar innan fjölskyldunnar og orð gegn orði. Ætla ekki að dæma hvað er rétt eða rangt í því. Veit ekki betur en þau mál séu í sínum farvegi. Reyndar finnst mér virðingarvert að Obama hefur nú gefið út yfirlýsingu þar sem hann fordæmir árásir á Palin, bæði um óléttu dótturinnar og fleira. Finnst það mjög flott yfirlýsing.

Stefán Friðrik Stefánsson, 2.9.2008 kl. 00:15

6 Smámynd: Þorvarður Ragnar Hálfdanarson

Nú veit ég ekki hvort ég var ritskoðaður eða þá að færsla mín slilaði sér ekki vegna eigin klaufaskaps. Ég sé nokkra meinbugi á útnefningu Palin.

1. Hún er grunuð um valdníðslu og brottrekstur embættismanna í hennar heimahéraði og það er tíundað vel á margvíslegum fréttaveitum (kallað Troopergate af gárungum).

2. Hún afneitar því að global warming sé af mannavöldum.

3. Hún hefur ýjað að því að kenna beri sköpunarsöguna til jafns við kenningar þróunarsinna í skólum Alaska.

4. Hún er fyrirgreiðslupólitíkus.

5. Síðast en ekki síst, hennar eina reynsla í utanríkismálum er sú að búa steinsnar frá gamla sovét.

Hvað finst þér um það Stefán?

Þorvarður Ragnar Hálfdanarson, 2.9.2008 kl. 00:16

7 Smámynd: Þorvarður Ragnar Hálfdanarson

Fyrirgefðu ásakanir um ritskoðun - sá ekki að komment mitt var komið inn. :) Vinsældir Palin í Alaska eru nokkuð orðum auknar en þær voru farnar að dala áður en hún var tilnefnd. Þetta er svona svipað eins og að tala um vinsældir the GOP í Mississippi þar sem Alaska er með rauðari ríkjum Bandaríkjanna. Palin hefur nú orðið uppvís um að vera tvísaga í svokölluðu Bridge to Nowhere máli en þar virðist hún hafa hagað sér sem argasti fyrirgreiðslupólitíkus þó hún sverji það nú af sér.

Ég óska henni þó til hamingu með verðandi barnabarn og tel hana mun betri efnivið í góða ömmu en nokkurn tíman stjórnmálamann á heimssviðinu.

Þorvarður Ragnar Hálfdanarson, 2.9.2008 kl. 00:21

8 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Það varð bara einhver pikkles með póstinn minn, Þorvarður, og ég fékk ekki póstinn með kommentinu þínu fyrr en bara rétt áðan, á meðan ég skrifaði svarkommentin. Veit ekki hvernig stóð á því en ég staðfesti kommentið um leið og ég hafði svarað hinum og fór svo í það verkefni að svara því. Hef ekki verið við tölvu í dag og var bara að fara yfir þessi komment nú um miðnættið.

En hvað með það. Þú hefur bara þína skoðun á Palin og ég mína. Ekkert nema gott um það að segja. Ekkert skyldumál að vera sammála. Fór aðeins yfir þessi mál í fyrra kommenti, sem var sent örskömmu áður en þú skrifaðir seinna kommentið. Vil taka það fram að Palin er ekki fullkomin, ekkert af þeim sem eru í framboði eru fullkomin. Þau verða að standa og falla með skoðunum sínum og það gildir um Palin.

Palin er jafnmikið óskrifað blað í utanríkismálum og Barack Obama. Obama valdi Biden vegna reynsluleysis og til að lyfta framboðinu upp í utanríkismálum. McCain hefur mikla þekkingu á þessum málum, enda talað mikið um utanríkismál og verið framarlega í flokki í vangaveltum um þau mál. Svo að hann er frambjóðandi reynslunnar eins og Biden á meðan Palin og Obama eru með mun minni reynslu í alþjóðastjórnmálum. Hvaða reynslu hefur Obama í því?

Það er hægt að vega þetta og meta endalaust. Niðurstaðan er alltaf sú að demókratar völdu frambjóðanda breytinga en höfnuðu reynslunni í forkosningunum. Repúblikanar höfðu þetta þveröfugt. Varaforsetaefnin eru eftir því. Nú reynir á Palin. Hún er lítið þekkt og sjóast í ólgusjó eflaust eins og Obama. Þetta er mikið verkefni að halda haus í þessum bransa.

Stefán Friðrik Stefánsson, 2.9.2008 kl. 00:27

9 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Takk fyrir afsökunarbeiðnina. Eins og ég sagði áðan að þá ertu velkominn til að tjá þig hér. Bara besta mál að heyra í þér. Heimurinn væri hundleiðinlegur ef allir væru sammála.

Stefán Friðrik Stefánsson, 2.9.2008 kl. 00:40

10 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Stefán  hún er andvíg hjónaböndum samkynheigðra,

meðmælt dauðarefsingum

hún er frá 1700 0g súrkál

Hólmdís Hjartardóttir, 2.9.2008 kl. 02:14

11 Smámynd: Jón Valur Jensson

Vel skrifaður pistill hjá þér, Stefán, og leikinn ertu í svörunum; menn koma sannarlega ekki að tómum kofunum hjá þér um þessi mál. Sjálfur á ég nokkrar stuttar færslur um Söru Palin hér á nýjum bloggslóðum:

Sarah Palin og dóttir hennar standa án sjálfsvorkunnar vörð um lífið

Sarah Palin var samkvæm sjálfri sér – stóð með sínu ófædda barni

og sú elzta: Vinsæll ríkisstjóri, 5 barna móðir, fegurðardís hlynnt siðferðisgildum, er varaforsetaefni McCains

Jón Valur Jensson, 2.9.2008 kl. 03:36

12 identicon

Mér finnst skrif sr. Baldurs segja allt sem segja þarf. Samkvæmt þessu er Sarah Palin hvorki röggsöm eða flott. Lífsskoðanir hennar hugnast mér ekki.

Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 2.9.2008 kl. 10:43

13 Smámynd: Þorvarður Ragnar Hálfdanarson

Það er að sjálfsögðu ekkert nema gott að segja um þá ákvörðun Palin að eignast sitt barn og að standa að baki dóttur sinni í hennar meðgöngu og held ég að fáir finni nokkuð að því. Ég deili ekki lífsgildum hennar með henni og það er í lagi. Það hefur þó sýnt sig að að gildi Palin eru nokkuð á skjön við gildi Bandaríkjamanna yfirleitt, ekki síst er kemur að kynfræðslu unglinga en þar boðaði Palin abstinence sem er eitt af pet-projectum hvítahússafglapans og hefur sýnt sig vera gagnslítið. Augljóslega hlustaði Bristol ekki á mömmu sína.

Það virðist af nógu öðru að taka og víst er að McCain sinnti ekki þeirri skyldu að kanna bakgrunn Palin sem skyldi (s.k. vetting). Daily Kos er með skoðanakönnun sem spyr hvort Palin endist fram að kosningum eða hvort hún dragi sig til baka og New York Times spyr hvort ekki hafi allt verið í lagi með "the vetting process".

Þorvarður Ragnar Hálfdanarson, 2.9.2008 kl. 15:51

14 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Takk fyrir kommentið Jón Valur.

Þorvarður: Mér finnst málefni dóttur Palin ekki skipta nokkru máli og tek undir yfirlýsingar Barack Obama. Ef þetta á að verða issue í kosningabaráttunni er hún komin á lágt plan. Lít á þetta sem einkamál Palin-fjölskyldunnar. Systir mín átti barn yngri en þessi stelpa og því þekki ég þetta vel. Þetta er ekki pólitík að mínu mati.

Stefán Friðrik Stefánsson, 2.9.2008 kl. 15:57

15 Smámynd: Þorvarður Ragnar Hálfdanarson

Ég er sammála þér Stefán að þessum fjölskyldumálum ber að halda utan kastljóssins. Það er nú bara samt svo að vegna íhaldssamra gilda hennar þá er hún auðvelt skotmark. Augljóslega verður alltaf um mud slinging að ræða í bandarískum stjórnmálum en þá list hafa Repúblíkanar fullkomnað að mati sumra þó Demókratar gefi þar lítt eftir.

Nú hefur komið í ljós að Todd Palin var tekinn fullur er hann var 22 ára (smáatriði í þessu samhengi) og að Sarah Palin var meðlimur í Alaska Independence Party sem m.a. hefur lagt til aðskilnað Alaska og BNA. Alvarlegast fyrir utan kannski Troopergate (sem vera má að sé stormur í vatnsglasi) eru hugsanleg tengsl hennar við hinn útúrspillta GOP þingmann Ted Stevens. Allt svona hefði McCain átt að vera búinn að kanna fyrir fram.

Þorvarður Ragnar Hálfdanarson, 2.9.2008 kl. 16:16

16 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Hef aldrei litið svo á að Sarah Palin sé heilög. Ekkert okkar er heilagt í þessum heimi. Minni reyndar á að það komst upp á lokaspretti kosningabaráttunnar 2000 að Bush hafði verið tekinn fullur á áttunda áratugnum við stýrið. Held að það hafi verið rætt bara á síðustu tveim eða þrem dögum baráttunnar. Þrátt fyrir það varð Bush forseti Bandaríkjanna. Það þarf að leita ansi lengi að heilagri manneskju sem er í framboði. Öll erum við mannleg.

Stefán Friðrik Stefánsson, 2.9.2008 kl. 16:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband