Tómleg stefnuræða á örlagatímum þjóðarinnar

Ég varð fyrir vonbrigðum með stefnuræðu Geirs H. Haarde, forsætisráðherra. Hún var í besta falli tómleg á örlagatímum heillar þjóðar. Nú í kvöld var þörf fyrir innihaldsríka og öfluga ræðu með skýrum stefnumiðum og áætlunum til að taka á þeirri grafalvarlegu stöðu sem uppi er. Þau leiðarstef sem þörf var á voru því miður ekki í ræðunni, aðeins það sem við höfum heyrt áður og vissum svosem vel fyrir.

Þetta eru þannig tímar að traust forysta þarf að vera til staðar. Í þeim efnum dugar ekkert hálfkák og blaður um annað. Verkefnið framundan er alveg augljóst, en það þarf líka að hafa leiðtoga sem tala afgerandi og traust til landsmanna og ná tiltrú þeirra. Allir landsmenn finna á eigin skinni hvert stefnir.

Orð eru að mörgu leyti góð, það þarf að tala kraft og kjark í þjóðina við þessar aðstæður. Ég skil vel að stjórnarandstaðan geti talað út og suður, en það skiptir minna máli. Þeir sem fara með völdin í landinu þurfa að ná tiltrú þjóðarinnar og tala þannig að fólk telji að eitthvað verði gert. Þetta vantaði í kvöld.

Stefnuræða forsætisráðherrans var þó vissulega full af ágætis vangaveltum og stefnumálum. Farið var yfir verksvið ráðuneytanna. Mér fannst það ágætt að heyra stefnumálin. En í raun skipta þau litlu máli meðan krónan er í frjálsu falli og landsmenn stefna í þrot. Þar þarf að tala um lausnir á vandanum.

Ef pólitíska forystan nær ekki tökum á stöðunni fyrir landsmenn alla mun illa fara. Ég neita að trúa því að stefnuleysið sé svo algjört sem raun ber því miður vitni í þessum umræðum um tómlegu stefnuræðuna.

mbl.is Glitnisaðgerð ekki endapunktur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Ég bjóst ekki við miklu Geir og fannst ræðan nokkuð betri en ég átti von á.  Ekki verður sagt að Ásta Möller hafi bætt nokkru efnislega við innihaldsrýra ræðu forsætisráðherra en hún flutti ræðuna samt sem áður lipurlega.

Sigurjón Þórðarson, 2.10.2008 kl. 21:14

2 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Sammála þessu að mörgu leiti/en ræðan hans Illuga bætti þetta allt upp/Halli gamli

Haraldur Haraldsson, 2.10.2008 kl. 23:17

3 identicon

Kíktu á hugmyndir mínar Stebbi. Þar eru þó hugmyndir, sem heyrði ekki frá GHH.

Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 3.10.2008 kl. 08:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband