Semur Bubbi lag gegn FL Group og Hannesi?

Bubbi er ósáttur við stöðuna, eins og svo margir aðrir. Ætlar þó að gera eitthvað annað en rífa kjaft um það. Tók eftir því í kvöld að hann vill sækja Hannes Smárason og yfirmenn í FL Group til saka fyrir sín verk, mennina sem voru á vaktinni í þessu stóra fyrirtæki í umboði Jóns Ásgeirs Jóhannessonar. Bubbi tapaði víst stórpeningum á verkum þessara manna og virðist aðallega sár vegna þess.

Ætli hann semji ekki lag gegn þessum stórbissnessmönnum og hvernig þeir stóðu sig í þessu stóra fyrirtæki? Held að fáir geti samið listrænan óð um þetta allt saman. Allavega er Bubbi í þannig stuði að geta samið lag gegn þessum mönnum.

Veit ekki hvort mótmælin hans Bubba ná samhljómi. Þjóðin virðist á síðustu stigum hafa orðið æ meira ósammála Bubba og áherslum hans. Kannski súmmerar hann andstöðuna upp með lagi gegn þeim sem fóru illa með peningana hans.

mbl.is Bubbi boðar til mótmæla
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hallgrímur Egilsson

Það versta við alla þessa blessaða milljónatugi sem Bubbi tapaði, er að þessir sömu menn og Bubbi "hatar" í dag höfðu margfaldað peninginn hans áður en allt hrundi.

En "mikill" vill meira, Bubbi varð gráðugur og vildi fleiri milljónatugi í vasann og tapaði öllu.

Hallgrímur Egilsson, 3.10.2008 kl. 00:04

2 identicon

Hver í ósköpum er munurinn á því að rífa kjaft og rífa kjaft með undirleik tónlistar?

H.T. Bjarnason (IP-tala skráð) 3.10.2008 kl. 09:41

3 identicon

Jú, jú, Bubbi tapaði stórt - en - hver er hann þessi Davíð sem er einn orsök fyrir ríkisgjaldþroti Íslands, og einnig ábyrgur fyrir risagjaldþrotum banka vítt um heimsbyggðina ?? !! Já, hver er hann eiginlega þessi voðamaður ??  !!

Kalli Sveinss (IP-tala skráð) 3.10.2008 kl. 14:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband