Mun ESB-hnútukastið verða stjórninni að falli?

Mér finnst nú svolítið sérstakt ef umræðurnar á milli aðilanna í Ráðherrabústaðnum um efnahagsaðgerðir séu að snúast upp í hnútukast um Evrópusambandsaðild og Evruna. Mér sýnist sem aðilar séu að reyna að læða þeim tillögum inn í pakkann, sem skiptimynt fyrir aðild sína að viðræðum. Því má búast við að mikil ólga sé á fundinum og tekist á um áherslur ef það á að vera leið til niðurstöðu málsins.

Ég velti því fyrir mér hvort ríkisstjórnin muni kannski springa á ESB-talinu. Hvað gerist ef Samfylkingin setur þetta sem skilyrði. Er þá ekki stjórnin sprungin miðað við afstöðu Sjálfstæðisflokksins? Ef það gerist er VG komið í oddastöðu í íslenskum stjórnmálum.


mbl.is Tekist á um ESB-tillögu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Aðild að ESB er ekki hnútukast. Ef til vill er ekkiaðildarviðræður trúaratriði en ég sé þetta sem útleið fyrir GHH ef þetta er einróma afstaða aðila vinnumarkaðins. Í pólitík gildir að vera sveigjanlegur og það vantar á sumum stöðum. Stjórnin er ekki að sprynga. Ekki einu sinni sprungur.

Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 4.10.2008 kl. 18:31

2 identicon

Það er nú ekki hægt að fara fram á minna en stöðugan þegar þá að fórna hagnaði lífeyrissjóðanna og skattfé til þessa að bjarga tapi eftir útrásarævintýri einkareknu banka.

Ef svo er ekki þá þyrfti a.m.k að breyta lögunum um fólk væri ekki skyldugt til þess að borga í lífeyrisjóði og að krónan ásamt seðlabankastjóranum yrði sett á elliheimili.

Mér skilst að þingmenn fái víst góð lífeyrisréttindi í dag, geti jafnvel unnið svolítið með lífeyrinum til þess að eiga meira á milli handana.

Davíð Halldór Lúðvíksson (IP-tala skráð) 4.10.2008 kl. 18:58

3 Smámynd: Fannar frá Rifi

Hrægammarnir nýta sér tækifærið. Nú á að koma þjóðinni inn í ESB með illu. Sturlungaöld II er greinilega hafin. Hér áður vildum við ekki ganga á hönd Noregskonungs. Núna viljum við ekki ganga á hönd skrifræðissins í Brussel.

Nú eins og þá. á bara að berja okkur til hlýðni.

Fannar frá Rifi, 4.10.2008 kl. 20:16

4 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

ég trúi því seint að Sjálfstæðisflokkurinn sé slík risaeðla að sjá heiminn í sama ljósi og VG... en hver veit

Jón Ingi Cæsarsson, 4.10.2008 kl. 20:52

5 Smámynd: Jónas Tryggvi Jóhannsson

Sæll Stebbi. Last þú ekki frétttina í þetta skiptið? Þarna eru það aðilar vinnumarkaðarins - bestu vinir sjálfstæðisflokksins - sem eru að setja fram þá tillögu (eða kröfu) að sótt verði um aðild að Evrópusambandinu, Samfylkinging kemur þar ekkert nálægt þrátt fyrir að vera með sömu skoðun. Ég gat ekki lesið annað út úr fréttaskýringu á eyjunni að lífeyrissjóðirnir væru að setja þá kröfu inn í lánapakkann sinn til ríkisins, og þess vegna er þetta mál komið á borð Sjálfstæðisflokksins.

Það er óþægilegt fyrir Sjálfstæðisflokkinn að hafa myndað sér svona undarlega skoðun á Evrópusambandinu, og þurfa síðan að bakka með það allt á þessari helgi til að bjarga efnahag landsins frá hruni; en ég held að þetta sé bara rétt hjá ASI, SA og Lífeyrissjóðunum - það er ekki hægt að bíða eftir því að íhaldsarmur Sjálfstæðisflokksins horfist í augun við raunveruleikann! Nú er það bara að duga eða drepast.

Ég vonast eftir umsókn í Evrópusambandið fyrir opnun markaða á mánudaginn - og ég vona að Sjálfstæðisflokkurinn sé nógu öflugur flokkur til að ráða við það að taka þátt í því - því það væri fáranlegt að vera hætta framtíð efnahags íslands frekar vegna fordóma einhverra aðila innan flokksins.

Jónas Tryggvi Jóhannsson, 4.10.2008 kl. 20:59

6 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Bernska margs Samfylkingarfólk er áberandi.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 4.10.2008 kl. 21:10

7 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Heimir.... þeir sem eru í bernsku eiga framtíðina fyrir sér og eiga heim framtíðarinnar, hinir eru á lokasprettinum.

Sjálfstæðisflokkurinn er í vanda og ef hann spilar rangt úr þeim spilum sem hann hefur á hendi gæti hann hrunið saman og klofnað. Nú reynir á hvort er sterkara í þeim flokki... hagsmunir þjóðarinnar og landsmanna eða kreddur og arfur Davíðs Oddssonar sem er að verða að alvarlegu innanmeini í flokknum. Geir Haarde og þeir sem nú ráða þar geta bjargað flokknum með skynsamlegum viðbrögðum og ákveðni... annars gæti farið illa.

Jón Ingi Cæsarsson, 4.10.2008 kl. 21:23

8 Smámynd: Bjarni Kjartansson

Vars þú ekki vakandi. þegar Finnar sögðu HALLO við erum hér líka?????

Það segir meira en lagnar ræður um hver ræður þegar til á að taka í ESB, bæði um peninga og AUÐLINDIR.

Eki láta þer detta í hug, í eina mínútu, að eitthvað annað verði uppi ef um aðulindir ESB veður að ræða.

Miðbæjar......æ þú veist

Bjarni Kjartansson, 4.10.2008 kl. 21:35

9 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

"....landsmanna eða kreddur og arfur Davíðs Oddssonar sem er að verða að alvarlegu innanmeini í flokknum"

Bernskan spyr ekki að aldri í pólitík:-)

Heimir Lárusson Fjeldsted, 4.10.2008 kl. 21:43

10 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Sammála þessu Stefán Friðrik!!!!,þetta gæti kostað stjórnarslit/Halli gamli

Haraldur Haraldsson, 4.10.2008 kl. 22:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband