Góður þáttur hjá Spaugstofunni

Ég má til með að hrósa Spaugstofunni fyrir frábæran þátt í kvöld. Úttekt þeirra á stöðu Íslands undir yfirskriftinni Icetanic var alveg frábær. Uppsetningin og umgjörðin virkilega góð og brandararnir ansi góðir, sérstaklega hvað varðaði auðmennina sem voru að spila með peninga alþýðunnar. Kaldhæðið grín allavega.

Spaugstofan hefur jafnan verið best í stuttum þáttum með heilsteyptum brag um eitt lykilmál í kastljósi fjölmiðlanna - þáttur unninn í hraða stórmálanna. Ég hef stundum gagnrýnt Spaugstofuna þegar ég hef verið ósáttur við þá en hrósa þeim núna.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband