Allir að skrá sig á indefence.is - flott framtak

Ég hvet alla Íslendinga til að senda skýr skilaboð til Bretlands með því að skrifa nafnið sitt á indefence.is - flott framtak hjá þeim sem standa að þessu. Mér finnst það afleitt að Bretar haldi að Íslendingar séu upp til hópa óheiðarlegt og ómerkilegt fólk og því mikilvægt að koma öðrum skilaboðum á framfæri. Uppsetning til síðunnar og öll umgjörð hennar er vel gerð - fagmannlega af þessu staðið.

Þegar ég skráði mig um tvöleytið höfðu rúmlega fimm þúsund manns skráð sig og ég sé að nú tveim tímum síðar hefur bæst meira en helmingur við. Betur má ef duga skal. Allir að skrá sig!

Tek annars undir með Ólafi Elíassyni tónlistarmanni, í viðtali við vísir.is:
"Við elskum Bretland. Við höfum átt yndislegar stundir í Bretlandi og eigum mikið af yndislegum breskum vinum". "Að láta einhvern pólitískan drullusokk (Brown) eyðileggja vináttusamband okkar við Breta kemur ekki til greina."

mbl.is Til varnar Íslandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Má nú deila um formerkin við þessa yfirlýsingu.

Myndirnar á síðunni þar sem yfirlýsinguna er að finna bera blak af manngreinarálitum. Brown og Darling er bent á að hryðjuverkamenn „líti ekki svona út."

Þessar myndir fylgja óneitanlega með sem hluti yfirlýsingarinnar. Það get ég ekki skrifað undir. Hitt er svo annað mál að Bretarnir brugðust of harkalega við.

Bendi annars á þennan ágæta pistil: http://ses.blog.is/blog/ses/entry/683537/

Henrý (IP-tala skráð) 22.10.2008 kl. 19:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband