Undirskriftasöfnunin fer vel af stað

Íslenska þjóðin hefur heldur betur sent sterk skilaboð með undirskriftasöfnuninni á netinu gegn Bretum. Þó að Landsbankinn sé ekki lengur flokkaður með Al-Qaeda er mikilvægt að halda áfram baráttunni og tala hreint út við bresk yfirvöld. Sumir hafa reyndar sent mér tölvupóst eftir fyrri skrif og sagt að undirskriftasöfnunin sé ekki fullkomin. Vel má vera, en hún er hinsvegar gott framtak af hálfu íslensku þjóðarinnar á þeim tímum þar sem hryðjuverkalögum er beint að okkur.

Við verðum öll sem eitt að láta í okkur heyra og tjá skoðanir okkar. Þessi síða er besta leiðin til þess, tel ég. Og vonandi skilar hún þeim árangri að allir Bretar viti að við erum ekki úrþvætti heimsins.

mbl.is Breska heimsveldið hörfaði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband