365 fært á milli vasa á Jóni Ásgeiri

Ég veit ekki hvort maður eigi að vera undrandi á því að Jón Ásgeir Jóhannesson sé að færa 365 á milli vasa á sér og kaupa upp alla einkareknu fjölmiðla landsins án þess að nokkur kippi sér upp við það. Ég spyr þó bara hvort Samkeppniseftirlitið sé algjörlega marklaus og handónýt stofnun. Nýlega hefur það gerst að bæði stóru dagblöð landsins fóru undir sama hatt og nú hefur það gerst að allir einkareknu fjölmiðlarnir eru á sömu hendi nema Skjár einn og Viðskiptablaðið.

Enda er ekki nema von að spurt sé hvort ástæðan fyrir því að allir stærstu fjölmiðlarnir voru steinsofandi á meðan allt fór á versta veg í samfélaginu hvort að þeir hafi aðeins sinnt hagsmunagæslu fyrir eigendur sína. Eitt er þó orðið alvarlegt mál og það er að auðmennirnir eiga fjölmiðlana og kaupa sér mikinn frið.

Því hefur það verið þannig að fjölmiðlarnir, sem áttu að vera vakandi, voru handónýtir þegar á þeim þurfti að halda. Yfirborðsmennskan þar er líka pínlega áberandi. En kannski þarf maður ekki að vera hissa að auðmenn safni öllum fjölmiðlunum á sömu hendi og hafi þar með þetta mikilvæga afl í lófa sér og stýra fréttaflæðinu óbeint.

Mikið hafa þeir annars á samviskunni þeir sem stöðvuðu fjölmiðlalögin af. Þau voru mikilvægt mál á sínum tíma en voru stöðvuð af forseta Baugsveldisins, manninum sem hefur farið heimsreisuna með útrásarvíkingunum sem settu þjóðina á hausinn.

mbl.is Félag Jóns Ásgeirs keypti fjölmiðla 365
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldór Jóhannsson

Sammála þér....hvað segir forsetinn nú.....um þetta....?

Halldór Jóhannsson, 2.11.2008 kl. 14:13

2 identicon

Fyrirsögnin þín böggaði mig aðeins.... segir... 365 fært á milli vasanna á Jóni Ásgeiri... en ætti kannski að vera... 365 fært á milli vasa Jóns Ásgeirs. Smá pointer... en ágætis pælingar...

Frelsisson (IP-tala skráð) 2.11.2008 kl. 14:24

3 identicon

Ég er enn að bíða eftir frumvarpi Þorgerðar Katrínar. 

H.T. Bjarnason (IP-tala skráð) 2.11.2008 kl. 14:42

4 Smámynd: Salvör  Kristjana Gissurardóttir

Góð skrif hjá þér. Tek undir þessi orð

Salvör Kristjana Gissurardóttir, 2.11.2008 kl. 14:55

5 Smámynd: Theódór Norðkvist

Samþjöppun eignarhalds á fjölmiðlamarkaði er áhyggjuefni.

Verra er að menn sem eru búnir að gera heila þjóð gjaldþrota með því að koma himinháum spilaskuldum sínum yfir á herðar hennar gangi lausir og fái að leika sér óáreittir áfram í spilavítinu.

Theódór Norðkvist, 2.11.2008 kl. 16:45

6 identicon

Fjölmiðlalögin voru hrákasmíð. Reikna með því að þú hafir ekki lesið þau.

Anna (IP-tala skráð) 2.11.2008 kl. 17:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband