Obama sigrar í Virginíu - rauðu ríkin verða blá

Jæja, þá er Barack Obama búinn að sigra í Virginíu, ríki sem demókratar hafa ekki unnið síðan í stórsigri Lyndon Baines Johnson í nóvember 1964 og hefur verið eitt traustasta vígi repúblikana um margra áratuga skeið. Stórmerkileg þáttaskil eru að verða í þessum forsetakosningum sem tryggja kjör Barack Obama í Hvíta húsið. Traust rauð ríki eru orðin blá. Sögulegar vendingar í bandarískum stjórnmálum.

Nú er bara spurt hvort Obama fullkomnar niðurlægingu McCains og tekur Indiana og Flórída. Johnson var líka síðasti demókratinn sem vann í Indiana, 1964, og þar áður hafði enginn demókrati unnið þar síðan Franklin Roosevelt var endurkjörinn forseti árið 1936.

mbl.is Obama krýndur á netinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband