Jón Ásgeir er gjörsamlega búinn að spila sig út

Mér finnst Jón Ásgeir Jóhannesson gjörsamlega vera búinn að spila sig út með ummælum sínum um Ágúst Ólaf Ágústsson, varaformann Samfylkingarinnar. Hvað heldur maðurinn að hann sé? Ætlar hann með hótunum að reyna að fjarstýra verkum viðskiptanefndar Alþingis og senda út skipanir um að svona og hinsegin eigi hlutirnir að vera? Veit hann ekki að Ágúst Ólafur nýtur þinghelgi á meðan hann er alþingismaður og hefur sína stöðu sem réttkjörinn fulltrúi almennings. Telur hann að Ágúst Ólafur eigi að hugsa aðeins um hagsmuni sína?

Ég verð að segja eins og er að ég er búinn að fá gjörsamlega nóg af hrokanum og yfirganginum í þessum manni. Þessi yfirlýsing mun ekki afla honum stuðnings. Gott ef hún gerir ekki endanlega út af við sterka stöðu hans í gegnum fjölmiðlana og þá ímynd sem byggð var upp af ímyndarsérfræðingum í átökunum í Baugsmálinu. Held að margir fari nú að hugsa sitt ráð, og ekki er það seinna vænna.

Ég spyr þó bara; hvað er það sem má ekki komast upp varðandi stöðu mála hjá Jóni Ásgeiri? Eitthvað er það meira en lítið fyrst maðurinn lætur svona. Hvað hefur hann að fela?

mbl.is Fallið verði frá kröfu um upplýsingagjöf
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Á Grétarsson

Hvað hefur Ágúst að fela?  Ég veit ekki betur en að flestir þingflokkar neiti að upplýsa um sín fjármál.  Af hverju ættu aðrir að gera það?

Þeir flokkar sem eru kosnir af okkur (eða ekki) ættu að ganga undan með því fordæmi að upplýsa um fjármál sín.

Ekki hafa þeir gert það.

Þetta eru þeir flokkar sem hefðu átt að setja einhverjar leikreglur um útrásina og frjálsa verslun áður en þeir slepptu bönkunum lausum.

Eru þessir flokkar stikkfríir?

Jón Á Grétarsson, 13.11.2008 kl. 00:14

2 identicon

Það er spurning hvort fólk sé nú ekki farið að sjá í gegnum geiskabauginn. Ég segi bara eins og ég hef alltaf sagt um Baugsmálið; er ekki allt í lagi að fyrirtæki standist skoðun?

Síðast þegar ég vissi vildi Jón Ásgeir ekki þekkja mun munin á debet og kredit.

sandkassi (IP-tala skráð) 13.11.2008 kl. 00:24

3 identicon

Hvað, blasir þetta ekki við að þingmaðurinn er að óska eftir upplýsingum sem bönkunum er óheimilt að veita. Hvers vegna gerir þingmaðurinn það? Þekkir hann ekki lögin? Lög er lög, þó bankar séu í eigu ríkisins.

Teitur Þorkelsson (IP-tala skráð) 13.11.2008 kl. 01:11

4 Smámynd: Haraldur Hansson

Ef Jón Ásgeir er búinn "að spila sig út" hefur það lítið með þetta mál að gera. Þetta er spurning um að fara að lögum.

Kaupin eru háð samþykki samkeppnisstofnunar. Ef Ágúst Ólafur hefur Jón Ásgeir grunaðan um að fjármagna þau á óeðlilegan hátt er sjálfsagt að rannsaka það. En þá þarf að fara eftir leikreglunum. Þó að Jón Ásgeir sé úthrópaður sem skúrkur, eins og allir útrásarvíkingarnir, gefur það engum leyfi til að fara á svig við reglurnar. Maður brýtur ekki reglur við að koma lögum yfir meinta lögbrjóta.

Er það rétt leið að nota Viðskiptanefnd Alþingis til að kalla á bankastjóra og krefjast upplýsinga um viðskipti tiltekinna viðskiptavina? Er það heimilt? Ég spyr vegna þess að ég veit það ekki.

Þó að hlutabréfin í nýju bönkunum séu nú á hendi ríkisins breytir það ekki þeim lögum sem bönkum ber að starfa eftir. Ef sú leið sem Ágúst Ólafur ætlar að fara er ekki í samræmi við lög þá ber að mótmæla henni. Stoppa hana. Jafnvel þó þjóðin öll sé reið í garð auðmanna þessa stundina. Það er sama hversu réttlát reiðin er, menn mega ekki blindast af henni og tapa skynseminni.

Æðstu menn í stjórnkerfinu mega aldrei komast upp með geðþóttaákvarðanir, allar síst í skjóli þinghelgi. Þá er orðið stutt í bananalýðveldið. Það er ljót þróun og vond.

Haraldur Hansson, 13.11.2008 kl. 02:06

5 Smámynd: Marinó Már Marinósson

Svo má spyrja sig líka hvort það sé ólöglegt að spyrja eins og Ágúst Ólafur hefur gert?   Ætlar Jón að kæra Ágúst fyrir að spyrja?   

Marinó Már Marinósson, 13.11.2008 kl. 08:21

6 Smámynd: Ragnar Gunnlaugsson

Kanske oppnar þetta augu Samfylkingarinnar.

Ragnar Gunnlaugsson, 13.11.2008 kl. 11:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband