Táknræn bankamótmæli á Akureyri

Ég verð að viðurkenna að ég brosti út í annað þegar ég heyrði að sjóræningjafáni hafi verið dreginn við hún við Landsbankaútibúið hér á Akureyri í nótt. Þetta er sennilega listrænn gjörningur af sama tagi og átti sér stað um daginn í útibúinu þegar kona, sem var í viðskiptum hjá Landsbankanum og tapaði pening á reikningi sínum, ákvað að taka stól traustataki úr útibúinu og hélt með hann beina leið út úr húsinu og mætti þar laganna vörðum. Öryggisvörður hefur verið í útibúinu vegna þess.

Ég veit mjög vel að konan sem tók stólinn ætlaði ekki að eiga hann eða ræna honum. Þetta var fyrst og fremst táknrænn gjörningur, mjög vel heppnaður og hefur vakið verðskuldaða athygli. Sama gerist nú með sjóræningjafánann en mikil skilaboð felast í honum á þessum stað.

mbl.is Sjóræningjafáni við Landsbankann á Akureyri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Heidi Strand

Þetta var alveg við hæfi.

Heidi Strand, 16.11.2008 kl. 19:59

2 Smámynd: Gunnar Níelsson

Tók hún ekki höfðustólinn ?

Gunnar Níelsson, 16.11.2008 kl. 22:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband