Öryggi ráðamanna - engin friðsöm mótmæli

Ég held að það sé ekki ofsögum sagt að mótmæli stjórnleysingja undanfarna daga hafi eyðilagt friðsöm mótmæli þeirra sem hafa mætt á Austurvöll og hér á Akureyri undanfarna laugardaga kl. 15:00 og tjáð skoðanir sínar fordómalaust. Ef þeir sem mótmæla við þinghúsið og ráðherrabústaðinn telja þetta réttu leiðina eru þeir á mjög miklum villigötum. En kannski var ekki við öðru að búast. Þegar þeir hafa eyðilagt friðsömu mótmælin kemur innra eðli þeirra sem geta ekki mótmælt friðsamlega í ljós. Eftir standa einhverjir leifar af Kárahnjúkamótmælum.

Eina sem næst fram með þessum mótmælum er að öryggi ráðamanna verður hert og aðgangur að alþingishúsinu verður skertur og öryggisgæslan aukin til mikilla muna. Sennilega eru þeir tímar bráðum liðnir að hægt sé að fara á þingpalla án þess að fylgst sé með komu þeirra sérstaklega. Ég veit að ekki vildi ég vera alþingismaður eftir lætin í gær án þess að tekið væri á málum þar. Varnarleysi þeirra sem fara með völd og sitja fundi í þingsal hér er allt í einu orðið mál sem þarf að taka á. Þetta má nefnilega ekki gerast.

Ég sá að fjöldi þingmanna var skelkaður yfir látunum í gær. Held að margir þeir sem starfa þar séu hugsi. Öryggi þeirra hefur eiginlega varla verið tryggt að neinu leyti hingað til og sama gildir um þá sem gegna valdamiklum embættum. Fyrst á þessu hausti og framan af vetri eru ráðamenn með einhverja öryggisverði á eftir sér og passað upp á öryggi þeirra. Þetta er sennilega það sem koma skal núna.

mbl.is Átök við Ráðherrabústaðinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Georg P Sveinbjörnsson

Þeir eiga að verða skelkaðir og skammast sín, enda eins og heimspekingurinn Páll Skúlason orðaði það réttilega, sek um "Involuntary treason" og eiga að sjá sóma sinn í að segja af sér flestöll.

Georg P Sveinbjörnsson, 9.12.2008 kl. 16:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband