Skandall í Chicago - Obama vill afsögn Blago

Blago og Obama
Ég er ekki hissa á því að Barack Obama hafi farið fram á afsögn Rod Blagojevich. Skandallinn kringum hann skaðar stórlega Obama og Demókrataflokkinn almennt á meðan hann situr í embætti og hefur valdið til að skipa eftirmann Obama í öldungadeildinni. Auðvitað er ótrúlegt til þess að hugsa að hann hefði getað skipað öldungadeildarþingmann úr fangelsinu í gær og hefði haft til þess full völd og pólitíska stöðu. Hver dagur sem Blago situr í embætti í viðbót með sín miklu pólitísku völd dregur hann Obama með sér í svaðið - demókratar verða að losa sig við hann úr embætti.

Í gær ætlaði Obama að slá sér upp með blaðamannafundi þar sem Al Gore, fyrrum varaforseti Bandaríkjanna og sá sem fékk flest atkvæði í forsetakosningunum 2000 án þess þó að verða forseti nokkru sinni, var gestur hans ásamt Joe Biden, verðandi varaforseta. Umræðuefnið var loftslagsmál og mikið talað um hvort Gore yrði hluti af ríkisstjórninni. Svo varð ekki. Ekkert var talað um loftslagsmálin en í staðinn varð Obama að svara spurningaflaumi um Blago og pólitíska spillingu hans. Gore sat til hliðar eins og illa gerður hlutur, var sannarlega á röngum stað á röngum tíma sýndist manni.

Allt frá kjördegi 4. nóvember hefur Obama verið í pólitískri sæluvímu, haft sterka stöðu og raðað upp ráðherrum sínum og undirbúið valdaskiptin eftir tæpar sex vikur. Hann hefur sótt sér mun meiri áhrif en aðrir kjörnir forsetar í biðinni eftir forsetastólnum frá kjördegi til embættisskiptanna. Í raun hefur atburðarásin í Chicago minnt meira á það sem ætti að gerast í Washington. Hlutverk Obama er mjög mikið og áhrifamáttur hans óumdeildur þó formlega sé hann ekki orðinn forseti Bandaríkjanna.

Spilling Blago varpar skugga á það verk og skaðar forsetann verðandi. Hann verður að fjarlægja sig honum fljótt og fumlaust eigi hann ekki að skaðast á þessum skandal sjálfur og það meira að segja áður en hann verður forseti. Því verða demókratar í Illinois að höfða mál til embættismissis gegn Blago og svipta hann völdum til að skipa í þingsætið.

mbl.is Reynt að tengja Obama við ríkisstjórahneykslið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband