Trúverðugleiki Reynis stórlega skaddaður

Ég held að allir þeir sem fylgjast með fjölmiðlum hljóti að sjá að trúverðugleiki Reynis Traustasonar sem fjölmiðlamanns hefur skaddast verulega eftir uppljóstranir Jóns Bjarka Magnússonar í Kastljósi kvöldsins. Man satt best að segja ekki eftir svona skúbbi og opinberri niðurlægingu eins og þeirri sem fylgja þessari hljóðupptöku mjög lengi. Þetta er allavega fjölmiðlun sem vekur athygli - Kastljósinu tókst að slá við Kompás, sem var með mjög athyglisverða fréttaskýringu þar, sem hafði mikið verið auglýst mjög upp.

Eftir öll orð Reynis Traustasonar um það hversu ótrúverðugur þessi blaðamaður ætti að vera og ómerkilegur fær hann þetta allt framan í sig. Segir meira að segja í spjallinu að Jón Bjarki sé einn af þeirra bestu mönnum. Þvílík niðurlæging. En þessi uppljóstrun vekur spurningar um hversu óháðir og frjálsir fjölmiðlar eru, sérstaklega DV sem löngum hefur flaggað þessu slagorði, allavega síðan Jónas og Ellert voru þar við stjórnvölinn fyrir margt löngu.

Litli landsímamaðurinn varð landsþekktur í fréttaskrifum Reynis Traustasonar fyrir nokkrum árum. Greinilegt er að litli maðurinn á DV sem fékk nóg hefur heldur betur látið til sín taka og sýnt mátt sinn í baráttunni við ritstjórann, sem er stórlega skaddaður á eftir. Hann hefði frekar átt að segja hið rétta í dag en fara ekki í þennan feluleik sem lauk með uppljóstruninni miklu í Kastljósi.

mbl.is Upptaka af útskýringum ritstjóra DV
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: HP Foss

Já, menn hitta fyrir sjálfa sig stundum.
Gott hjá þessum unga blaðamanni.

HP Foss, 15.12.2008 kl. 22:47

2 identicon

Ekki gleyma því að Jóni Trausta fannst sjálfsagt mál að birta alla prívatpósta Jónínu Ben en verður síðan brjálaður að Jón Bjarki birti samtal þeirra. Hver er munurinn?

Ef eitthvað er þá er tölvupóstmálið sýnu verra af því að Jón Bjarki var þó annar aðilinn í þessu máli, en í tölvupóstunum átti Reynir Traust hvergi aðild að neinu nema að birta þá í óþökk allra sem tölvupóstarnir voru ætlaðir.

Reynir Trausta er hræsnari og ætti að líta sér nær!

Magnús Ó. (IP-tala skráð) 15.12.2008 kl. 22:53

3 Smámynd: Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir

Sammála.

Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, 15.12.2008 kl. 23:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband