Birna og krabbameinið

Veikindi Birnu Einarsdóttur skipta að mínu mati engu máli þegar talað er um hvort hún sé hæf viðskiptalega séð til að stjórna einum af stærstu bönkum landsins. Auðvitað er vonandi að hún nái sér alveg af veikindunum en ekki er spurt um þau þegar kemur að getu hennar til forystu í Glitni, verðandi Íslandsbanka, hvort heldur sem er nú eða í framtíðinni.

Reyndar sýnist mér mjög ólíklegt að hún verði áfram bankastjóri þar. Bæði hún og Elín Sigfúsdóttir eru of umdeildar og tengdar liðnu tímunum í forystu bankanna í útrásartíðinni til að þær geti leitt bankana án þess að landsmenn hneykslist á því. Þar þarf nýja forystu, alvöru nýja tíma, ekki næsta bæ við spillinguna sem mótmælt er.

mbl.is Stríddi við krabbamein frá sumri að aðalfundi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Guðný

Enda finnst mér fólk gera í því að misskilja þessa frétt. Það er enginn að tala um að hún eigi ekki að æxla ábyrgð. En staðreyndin er nú samt sú að ef þú ert að ganga í gegnum krabbmeinsmeðferð, þá er bara ekki hægt að ætlast til að þú sért að hugsa um mikið annað á meðan. Og því er það ekkert skrýtið að hún hafi ekki verið að hugsa um þessi kaup, ef hún hefur haldið að allt væri í lagi.

Hafðu það gott

Anna Guðný , 20.12.2008 kl. 19:58

2 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Stefán

Þessi skýring Birnu skiptir að mínu miklu máli varðandi skýringar á því af hverju hlutabréfakaupin fóru ekki í gegn. Mikið af því sem skrifað hefur verið um þessi kaup eru afkáranleg í ljósi þessara skýringa. Nú veit ég ekki hvaða bankamenn eru vanhæfir að mati fólks til þess að gegna stöðum sínum áfram. Ekki eru allir bankamenn glæpamenn.

Sigurður Þorsteinsson, 20.12.2008 kl. 20:04

3 Smámynd: Sverrir Einarsson

Sammála þér Stefán. Þetta er liðið sem vildi fá að spila með en var einhverra hluta vegna ekki komið nógu langt. Og þykist nú tja........bara næstum ekki hafa vitað hverjir stjórnuðu. Þetta lið er sett þarna til að vernda ákveðna einstaklinga fyrir að lenda í "dómstól götunnar". Það lítur alla vega þannig út þrátt fyrir að reynt sé að telja okkur trú um annað.

Sverrir Einarsson, 20.12.2008 kl. 21:06

4 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Stefán

Lákúrublogg hjá þér!

Sigurður Þorsteinsson, 20.12.2008 kl. 21:51

5 identicon

Enda var það aðalatriðið í viðtalinu. Smáborgari.

Hallgerður Pétursdóttir (IP-tala skráð) 20.12.2008 kl. 23:45

6 identicon

Hvað hugsar fólk þegar það veikist alvarlega, örugglega allt en líka hver verður afkoma barna  minna og hvað er til allavega flestir nema Birna. En vonandi batnar henni en sem sem bankastjóri á hún ekki að sitja

Guðrún gg (IP-tala skráð) 20.12.2008 kl. 23:58

7 Smámynd: Hlédís

Sammála þér, Stefán! Sjúkrasaga Birnu kemur ekki hinum svokölluðu mistökum í hlutabréfaskráningu frekar við, en veikindu Ingibjargar Sólrúnar komu því við, að hún réð aðstoðarmann sinn sendiherra - einmitt þegar ákveðið var að fækka á í þeirri stétt. Nú skilst mér að veikindi barns Menntamálaráherra eigi að duga til að ekki þurfi að svara því hvort HÚN OG EIGINMAÐUR hafii tekið milljóna hundraða LÁN sem meiningin sé að láta hlutafélag "eyða" í gjaldþroti. Mér "liggur við" að halda að veikindi teljist afsaka gerðir þessarra þriggja kvenna á einhvern hátt. Eyði ekki orðum í slíka firru!

Hlédís, 21.12.2008 kl. 00:21

8 Smámynd: Sveinbjörn Kristjánsson

Sæll

Þetta er það ósmekklegasta sem ég hef séð frá þér. Veikindi sem snúast um líf og dauða skipta máli. Skoðaðu hug þinn og breyttu þínu hugarfari.

Kv.

Sveinbjörn

Sveinbjörn Kristjánsson, 21.12.2008 kl. 03:26

9 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Ekki lét Landsbankinn sig á sínum tíma veikindi mín sig nokkru skipta, þegar ég endurgreindist með krabbamein, - hann hélt áfram að rukka mig eins og ekkert hefði í skorist. - Þannig að alla vega í því tilviki komu veikindi peningamálum ekkert við - en ég var heldur ekki háttsett í banka, hvað þá bankastjóri eða ráðherra.

Greta Björg Úlfsdóttir, 21.12.2008 kl. 10:55

10 identicon

Ekki sé ég lágkúruna í þessu bloggi hjá Stefáni.

Getur Björgólfur Thor ekki alveg eins komið með að hann hafi verið með kvef þegar hann ryksugaði hirslur Landsbankans. Kannski með í maganum þegar hann notaði Icesave peningana til að kaupa hlutabréf í eigin fyrirtækjum.

Lélegt yfirklór. Gott að sjá að hvíta-Birna náði sér af veikindum sínum ... en að nota það til þess að afsaka svona siðleysi og spillingu... það er ámælisvert.

EE (IP-tala skráð) 21.12.2008 kl. 14:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband