Áramótakveðja

Flugeldar
Í þessari síðustu bloggfærslu minni á árinu 2008 vil ég færa lesendum vefsins og vinum mínum og kunningjum, nær og fjær, mínar innilegustu nýárskveðjur, með þakkir fyrir allt hið gamla og góða. Óska ég þeim farsældar á nýju ári og þakka þeim samfylgdina á árinu sem er að líða. Þeim sem ég hef kynnst á árinu vil ég þakka fyrir notaleg kynni.

Kærar þakkir fyrir allt hið góða. Hafið það gott á nýju ári - vonandi verður það okkur öllum gjöfult og gott!

nýárskveðjur frá Akureyri
Stefán Friðrik Stefánsson


Nú árið er liðið í aldanna skaut
og aldrei það kemur til baka,
nú gengin er sérhver þess gleði og þraut,
það gjörvallt er runnið á eilífðar braut,
en minning þess víst skal þó vaka.

En hvers er að minnast? Og hvað er það þá,
sem helst skal í minningu geyma?
Nú allt er á fljúgandi ferð liðið hjá,
það flestallt er horfið í gleymskunnar sjá.
En miskunnsemd Guðs má ei gleyma.

Hún birtist á vori sem vermandi sól,
sem vöxtur í sumarsins blíðum,
í næðingum haustsins sem skjöldur og skjól,
sem skínandi himinn og gleðirík jól
í vetrarins helkuldahríðum.

Hún birtist og reynist sem blessunarlind
á blíðunnar sólfagra degi,
hún birtist sem lækning við böli og synd,
hún birtist þó skærast sem frelsarans mynd,
er lýsir oss lífsins á vegi.

Nú Guði sé lof fyrir gleðilegt ár
og góðar og frjósamar tíðir,
og Guði sé lof, því að grædd urðu sár,
og Guði sé lof, því að dögg urðu tár.
Allt breyttist í blessun um síðir.

Ó, gef þú oss, Drottinn, enn gleðilegt ár
og góðar og blessaðar tíðir.
Gef himneska dögg gegnum harmanna tár,
gef himneskan frið fyrir lausnarans sár
og eilífan unað um síðir.

Valdimar Briem


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Huld S. Ringsted

Gleðilegt ár Stefán

Huld S. Ringsted, 1.1.2009 kl. 01:11

2 Smámynd: Erna Hákonardóttir Pomrenke

Gleðilegt ár Stefán og þakka þér fyrir góða pistla. Þú skrifar oftast nákvæmlega það sem ég vildi hafa sagt. Hlakka til að heyra í þér á nýja árinu.

Erna Hákonardóttir Pomrenke, 1.1.2009 kl. 01:39

3 Smámynd: Bjarni G. P. Hjarðar

Þakka þér fyrir.  Það var gaman að  hafa þig sem bloggara.

Bjarni G. P. Hjarðar, 1.1.2009 kl. 03:52

4 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Já gleðilegt ár og þakka það gamla,með von um allt gott á nýu ári,Þetta er fallegt eins og allt sem Valdimar Briem gerði,Hann var prófdómari í 'Arkógarskóla þegar eg var i Kálfskinni 1943-1945 og Jóhannes Óli Sæmundsson skólastjóri og kennari/Kveðja Halli gamli

Haraldur Haraldsson, 1.1.2009 kl. 11:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband