Klúðrar ríkisstjórnin kærunni gegn Bretum?

ISG og GHH
Eftir að hafa horft á íslensk stjórnvöld mánuðum saman leika sér að því að klúðra kærunni gegn breskum stjórnvöldum vegna Icesave-málsins er manni farið að gruna allískyggilega að þau séu að fela eitthvað. Er einhver slóð sem ekki má rekja í þessu máli sem á að reyna að fela með dugleysinu? Ef svo er þarf að fara yfir það og gera málið upp.

Máttleysi ríkisstjórnarinnar við að fara í mál við Bretana er orðið pínlega áberandi og er Geir og Ingibjörgu báðum til háborinnar skammar. Ef ekki verður tekið á þessum málum nú strax eftir jólahátíðina er ljóst að eitthvað er verið að fela. Þá þurfa foringjar ríkisstjórnarinnar að svara fyrir það að hafa klúðrað því, viljandi eða óviljandi.

mbl.is Fresturinn að renna út
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Steingrímur Helgason

Alltaf jafn gaman hef ég af því þegar þú skrifar um máttleyzi Sjallanna þinna.

BjörnGeir & Ingibjörg ?

Góða nótt með þeirra ljúfheit...

Steingrímur Helgason, 5.1.2009 kl. 01:06

2 Smámynd: Friðrik Þór Guðmundsson

Ef þetta er ekki hreinn og klár aulaskapur, sem svo sem kemur til greina, þá er eitthvað ljón í veginum sem við fáum ekki að vita um. Eitthvað verulega skuggalegt. Veit ekki hvor skýringin er betri/verri - hvað finnst þér?

Friðrik Þór Guðmundsson, 5.1.2009 kl. 01:42

3 Smámynd: hilmar  jónsson

Hverju ætlar ríkisstjórnin EKKI að klúðra ?

hilmar jónsson, 5.1.2009 kl. 14:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband