Samfylkingin í upplausn - gjá milli landshluta

isg aoa
Ég er ekki hissa á því að gjá sé á milli Samfylkingarfólks í afstöðu til ríkisstjórnarinnar og verkefna næstu hundrað dagana, fram að alþingiskosningum. Meiri ábyrgð virðist í tali landsbyggðarfólks í Samfylkingunni en þeirra á höfuðborgarsvæðinu. Mér finnst margir sem hafa talað og verið mest áberandi innan Samfylkingarinnar síðustu dagana ekki vilja taka ábyrgð á stjórn landsins og hlaupa frá verki á erfiðum tíma, þegar þarf að taka erfiðar ákvarðanir og sýna trausta forystu á umbrotatímum.

Augljóst er að upplausn er innan Samfylkingarinnar á mörgum sviðum. Ingibjörg Sólrún er límið sem heldur flokknum saman. Fjarvera hennar hefur veikt flokkinn. Greinilegt er að Ágúst Ólafur Ágústsson, varaformaður, er mjög veikur í sessi og hefur ekki umboð og traust formannsins til að vera staðgengill hennar. Hún valdi hann ekki til ríkisstjórnarsetu fyrir tveim árum í stjórn með Sjálfstæðisflokknum og í aðdraganda síðustu kosninga þurfti Ágúst að fara í slag við samherja um sætið sem hann vildi.

Ég hef verið að reyna að velta fyrir mér hver Samfylkingin sé í raun. Mjög ólíkir hópar eru innan flokksins og hafa þær fylkingar komið æ betur í ljós að undanförnu. Mér finnst sérstaklega merkilegt hvað flokkurinn er brothættur án Ingibjargar Sólrúnar. Fjarvera hennar hefur afhjúpað veikleika flokksins algjörlega og um leið sýnt hversu mikilvæg hún er flokknum sem forystumaður. Landsfundur flokksins, sem verður væntanlega í mars, verður örugglega merkilegt að því leyti hvað verði um varaformanninn.

Raddir sem ég hef heyrt eru á þá leið að skipt verði um varaformann. Óvissan um pólitíska framtíð Ingibjargar Sólrúnar er enn nokkur en hún heldur opnu að fara í þingkosningarnar í vor ólíkt Geir H. Haarde sem ætlar ekki að taka þátt í stjórnmálum eftir kosningarnar og hefur þegar gefið út yfirlýsingu um að hann verði í mesta lagi á pólitíska sviðinu fram á vorið. Slík yfirlýsing vekur athygli miðað við veikindi Ingibjargar Sólrúnar en sýnir líka hversu mikilvæg hún er í flokksstarfinu. Hún telji sig ekki geta farið.

Samfylkingin þarf að sýna á næstu dögum hvort flokkurinn ræður við ástandið í þjóðmálum og getur fundið innri frið í komandi átökum, ekki aðeins við aðra flokka heldur innbyrðis. Alls óvíst er að flokkurinn haldi saman um megináherslur og forystuna, sem virðist ekki vera samstíga heldur tala í ólíkar áttir.

mbl.is Meiri biðlund á landsbyggðinni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Stefán, ég hef áreiðanlegar heimildir fyrir að Samfylkingin sé klofin í þrjá parta en meirihluti þingmanna sé fyrir að slíta ríkisstjórnarsamstarfinu en ISG sé ekki sammála því að svo stöddu. Þetta hangir á bláþræði.

Sigurður Þórðarson, 25.1.2009 kl. 00:46

2 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Já, ég hef heyrt það sama. Á endanum mun þetta ráðast af afstöðu Geirs og Ingibjargar, hvort þau geti klárað næstu 100 daga. Þau hafa verið límið sem heldur þessu samstarfi áfram og ef það heldur áfram mun það hanga saman á því lími. En það þarf að semja nýjan stjórnarsáttmála ef halda á áfram. Sjálfur er ég efins um þessa stjórn en vil að hún klári það verk sem hún ákvað að gera fyrir tæpum tveimur árum. Þó er það ekki sjálfgefið og ræðst af viðræðum á næstu dögum.

Stefán Friðrik Stefánsson, 25.1.2009 kl. 00:54

3 Smámynd: Rúnar Már Bragason

Samfylkingin virðist vera samansafn af tækifærissinum sem þurfa að hlaupa út um leið og formaðurinn snýr sér í hina áttina. Ábyrgðarleysi þingmanna flokksins er algert og þeim væri nær að eyða kröftum sínum í bæta ástandið í landinu.

Hvaða ákvörðun sem flokkurinn tekur þá verður það vont fyrir flokkinn því þeir alls ekki að þeirra tími er liðinn.

Rúnar Már Bragason, 25.1.2009 kl. 01:57

4 Smámynd: Héðinn Björnsson

Ingbjörg heldur ekki uppi samstarfi við Sjálfstæðisflokkinn gegn vilja meirihluta félagsmanna Samfylkingarinnar án þess að það hafi afleiðingar. Ef Samfylkingin ekki velur sér algerlega nýja forustu á komandi landsfundi þýðir það að þessi hluti félagsmanna og kjósenda Samfylkingarinnar hefur ákveðið að leita annað. Nú er að gerast fyrir Samfylkinguna það sem gerðist fyrir Framsókn þegar þeir voru í samstarfi við Sjálfstæðisflokkinn; algert hrun. Eins og fyrir Framsókn er eina leiðin út úr því alger endurnýjun forustunnar.

Héðinn Björnsson, 25.1.2009 kl. 02:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband