Er þetta ekki aðeins of langt gengið?

Mér finnst það nú eiginlega einum of að trufla starfsmenn Seðlabankans á árshátíð sinni sem haldin er í kvöld, en hafði áður verið frestað í nóvember vegna bankahrunsins. Þetta er einum of langt gengið. Eðlilegt er að fólk hafi skoðanir, en eru skilaboðin til starfsfólks þessara stofnana þau að ekki megi skemmta sér eða eiga einhverja góða stund? Hver eru mörkin.

mbl.is Mótmælum hætt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég veit eiginlega ekki hvernig best er að svara þér Stefán, ég er svo gáttaður á þessari færslu. :|

Að trufla árshátíð seðlabankans með trommuslætti - of langt gengið? Stjórn seðlabankans hefur ekki axlað ábyrgð á gjörning sínum. Hvar dregur þú mörkin? Það er forvitnilegri spurning. Þetta er eins friðsælt og það gerist. Og nei, á meðan landið er að sökkva þá eiga starfsmenn seðlabankans ekki að skemmta sér. 

Óskar Örn Arnarson (IP-tala skráð) 25.1.2009 kl. 01:24

2 identicon

Jú það er of langt gengð að þetta lið sé að skemmta sér á okkar kostnað eftir allt klúðrið.

DoctorE (IP-tala skráð) 25.1.2009 kl. 01:30

3 Smámynd: Björgvin Gunnarsson

Mér finnst þetta bara besta mál. Hefur Seðlabankinn einhverja ástæðu til að gleðjast? Og á hvaða kostnað gleðjast Seðlabankamenn? Borgum við ekki fyrir skemmtanahaldið með skattpeningum okkar, ég bara spyr?

Björgvin Gunnarsson, 25.1.2009 kl. 01:35

4 identicon

Nei, aldeilis ekki Stefán.

Það verður að hamra járnið, á sem flestum vígstöðvum, þar til ríkisstjórninni er það fullljóst að stjórnarslit er eini kosturinn í stöðunni.  Trúnaðarbresturinn , sem orðið hefur á milli þjóðar og yfirvalda, er algjör og óafturkræfur!

Mörkin eru vissulega óljós en áðurnefndur trúnaðarbrestur veldur því að tíðni og styrk mótmælafunda verður að viðhalda, og jafnvel auka, þar til hin vanhæfa ríkisstjórn er fallin um sjálfa sig.  Það er óumflýjanleg staðreynd, því miður.  Það mun hafast á lokasprettinum; einungis spurning um daga trúi ég.

Gísli (IP-tala skráð) 25.1.2009 kl. 01:39

5 identicon

Öfugsnúni gaularinn hefur engin velsæmismörk - hvorki í þessu né sóðaskapnum sem hann lætur útúr sér. Sama gildir um visna hönd hallgríms Helgasonar.

Og veikir dósaberjandi vesalingar elta -er ekki kominn tími á almenning að fara á móti þessu liði - eða eiga þau að fá að yfirtaka borgina með ofbeldi sínu?

Ólafur I Hrólfsson

Ólafur I Hrólfsson (IP-tala skráð) 25.1.2009 kl. 01:42

6 identicon

Alveg rétt Stebbi. VG hálfvitarnir ættu að fara að hugsa sinn gang.

Bjössi (IP-tala skráð) 25.1.2009 kl. 01:48

7 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Hverju er þetta fólk annars að fagna? Góðum árangri í starfsemi bankans á liðnu ári eða hvað???

Guðmundur Ásgeirsson, 25.1.2009 kl. 02:25

8 identicon

Segð þú mér endilega, hver eru mörkin?

- Að þér finnst.

Eylífur (IP-tala skráð) 25.1.2009 kl. 02:35

9 identicon

Nei Stefán Friðrik þetta er sko alls ekki of langt gengið. Í það minnsta er þaðmín skoðun. Það er mikill misskilningur hjá þér að mótmælendur hafi þá skoðun að almennt starfsfólk Seðlabankans megi ekki skemmta sér. Skoðun mótmælenda á sómatilfinningu stjórn seðlabankans, eða öllu heldur skort á sómatilfinningu, að sjá það ekki sjálf að henni er ekki stætt á að sitja áfram ,er rótinn af þessum mótmælum. Þetta hefur ekki nokkurn skapaðan hlut með það að gera að hinn almenni starfsmaður Seðlabankans megi ekki skemmta sér.

Sigurður Eðvaldsson (IP-tala skráð) 25.1.2009 kl. 02:54

10 identicon

of langt gengið? er það ekki frekar of langt gengið að sömu menn sitji fast í stjórnarsætum sínum... mörkin eru skýr burt með spillinguna, þar til þeim mörkum er náð þá verða læti...

þessi mótmæli fóru friðsamlega fram, það voru engar skemmdir... finnst þú skrítinn fugl :)

Kleópatra Mjöll Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 25.1.2009 kl. 03:07

11 identicon

Ætli þetta snúist ekki um það að þeir séu að fagna versta ári sögunar í rekstri seðlabankanns/þjóðarinnar, einnig er ákaflega líklegt að seðlabankinn/við séum að borga fyrir þennan gleðskap. Meðan heimilin lepja dauðann úr skel er þetta fólk sem á stórann hluta í þessu hruni þjóðarinnar að sötra rauðvín og éta dýrindis steikur á Hótel Nordica.

Just saying ?

Finnur Kári (IP-tala skráð) 25.1.2009 kl. 03:21

12 identicon

Nú kemur holskefla af athugarsemdum.

Elvar Geir Sævarsson (IP-tala skráð) 25.1.2009 kl. 06:05

13 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Þau kunna sér ekki hóf.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 25.1.2009 kl. 06:11

14 identicon

Mikið er ég sammála.

Steinunn (IP-tala skráð) 25.1.2009 kl. 07:04

15 identicon

NEI! ÞAÐ PASSAR EKKI NÚNA AÐ VERA MEÐ HÁTÍÐ ÞEGAR  ALT ER AÐ FARA TIL FJANDANS.

Johannes (IP-tala skráð) 25.1.2009 kl. 08:24

16 Smámynd: Haraldur Rafn Ingvason

Það kæmi mér ekki á óvart þó sumir þessara starfsmanna hefðu í aðra röndina haft gaman af þessum ófriðsömu en ofbeldislausu (appelsínugulu) mótmælum gegn stjórnvöldum og yfirstjórnum banka og stofnana.

Það gleymist nefnilega oft í þessari umræðu að þetta almenna starfsfólk hefur líka fengið/eða sér fram á skell, alveg eins og aðrir landsmenn. Þetta fólk er því væntanlega ekkert sáttara en aðrir.

Þetta á við um bankamenn.

Þetta á við um lögreglumenn.

Þetta á við um almenna starfsmenn embættisstofnanna.

Og marga marga fleiri...

Haraldur Rafn Ingvason, 25.1.2009 kl. 11:55

17 Smámynd: Guðjón Ólafsson

Mér fynnst ekkert að þessu að mótmæla þarna.

En í Rúv fréttum sjónvarps áðan var sýnt að verið  var að hjálpa manni inn bíl sem var dauðadrukkinn að koma af þessari árshátíð og liktist Davíð mikið ég sá ekki framan í hann.´

Því hefur ekki heyrst eða sést til Davíðs síðan fyrir Jól ?

Mér var sagt að hann sé búinn að vera fullur síðan um Jól með einhverjum Eggert vini sínum.

Guðjón Ólafsson, 25.1.2009 kl. 12:40

18 identicon

Þessi grein þín er "stórkostleg", þú gætir örugglega samið eitthvað gott fyrir "Spaugstofudrengina"   ;-)

Páll A Þorgeirsson (IP-tala skráð) 25.1.2009 kl. 20:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband