Blekkingarleikur á endastöð

Ég held að margir sjái hlutina í öðru ljósi eftir Kastljós kvöldsins, þar sem kom fram að margfrægar fullyrðingar Björgólfs Thors í Kompásviðtalinu í október standast ekki. Mér finnst merkilegt að það hafi tekið íslenska fjölmiðlamenn marga mánuði að komast að sannleikanum í þessu máli. Tilraun stjórnenda Landsbankans fyrir bankahrunið til að snúa hjólinu enn einn hring og halda útúrsnúningunum áfram er dæmd til að mistakast að mínu mati.

Þeir eru orðnir fáir sem trúa þessum mönnum. Trúverðugleikinn er löngu farinn og sumir reyna ekki einu sinni að halda uppi vörnum. Svikamyllan og blekkingarleikurinn hefur verið afhjúpaður. Mikil lexía var að horfa á Enron-myndina í gær. Þetta var eins og innsýn í íslenskan veruleika útrásartímans. Sukkið og græðgin í Enron er sá sami og einkenndi öll verk og viðskiptalega sýn útrásarvíkinganna hér á Íslandi.


mbl.is Fengu ekki fyrirgreiðslu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sammála hverju einasta orði.

mkv.

Ólafur Sveinn Haraldsson (IP-tala skráð) 3.3.2009 kl. 02:23

2 Smámynd: Héðinn Björnsson

Það er svo grátlegt að það þurfi ólaunaðan íslenskan bloggara til að gera það sem allt fjölmiðlabatteríið hafði ekki dug í sér til að gera; bera fullyrðingar Björgólfs undir Bretana. Friðrik Þór á heiður skilið fyrir þessar blogfærslur sínar.

Héðinn Björnsson, 3.3.2009 kl. 10:13

3 Smámynd: Óskar Arnórsson

Blekkingarnar halda aðsjálfsögðu áfram svo lengi sem þetta fólk gengur laust. Það þarf enga sérfræðinga til að sjá það.

Það verður haldið áfram að blóðmjólka Íslengskt efnhagskerfi svo lengi sem aðalmennirnir ganga lausir.

Enron kallarnir voru þó stoppaðir af. Annað enn á Íslandi. Meira ruglið...

Óskar Arnórsson, 3.3.2009 kl. 10:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband