Geir kveður

Geir H. Haarde
Vissulega eru það tímamót í íslenskum stjórnmálum þegar Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, kveður starfsvettvang sinn á Alþingi síðustu 22 árin og víkur af hinu pólitíska sviði. Geir hefur verið mjög áberandi í pólitískri þátttöku sinni síðustu þrjá áratugina, fyrst sem formaður SUS og síðar sem alþingismaður og forystumaður innan Sjálfstæðisflokksins, auk þess að vera ráðherra samfellt í rúman áratug.

Sjálfstæðisflokkurinn stendur á pólitískum krossgötum nú þegar Geir Haarde kveður pólitíska forystu og Alþingi Íslendinga, sem hefur verið vinnustaður hans og vettvangur í rúmlega tvo áratugi. Hvað svo sem segja má um Geir Hilmar Haarde og forystuhæfileika hans er varla hægt að deila um að hans stjórnmálaferill er bæði viðburðaríkur og glæsilegur.

Geir hefur verið mikill áhrifamaður í íslenskum stjórnmálum á löngum stjórnmálaferli og verið lykilþátttakandi í bæði farsælum og umdeildum verkum í forystusveit ákvarðanatöku í eldlínunni. Endalok ferilsins voru erfið fyrir hann og fjölskylduna, en ég vona að hann muni ná að sigrast á því meini sem hann berst við.

Fróðlegt verður að sjá hver pólitísk arfleifð Geirs Hilmars Haarde verði í sögubókum framtíðarinnar. Að mörgu leyti mun hún ráðast af niðurstöðu rannsóknarnefndar um bankahrunið og því hvernig gert verður upp við hina örlagamiklu tíma í vetur þegar samfélagið tók á sig höggið mikla.

Allra augu hljóta nú að beinast að því hvað taki við hjá Geir, sem stendur á krossgötum rétt eins og flokkurinn sem hann hefur staðið í fylkingarbrjósti fyrir. Ég óska honum allra heilla.


mbl.is Geir kvaddi á Alþingi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Mikið sammála þessu/Kveðja Halli gamli

Haraldur Haraldsson, 25.3.2009 kl. 17:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband