Pólitískar ofsóknir gegn Vigdísi í ASÍ

Framkoma Gylfa Arnbjörnssonar, forseta ASÍ, við Vigdísi Hauksdóttur, þegar hann neitaði henni um launalaust leyfi vegna framboðs hennar, er lágkúruleg í alla staði. Þetta eru pólitískar ofsóknir af grófu tagi. Fjöldi vinstrisinnaðra starfsmanna ASÍ hafa farið í þingframboð og ekki hefur verið hróflað við þeim. Svo virðist vera sem það sé allt í lagi fyrir fólk á kontórnum hjá ASÍ að fara í framboð fyrir Samfylkinguna, en þeir eigi ekki séns hafi þeir flokksskírteini í öðrum flokkum upp á vasann og vilji pólitískan metnað þar.

Aumt yfirklór Gylfa í dag er ekki trúverðugt. Varla er hægt að afsaka ákvörðunina um að láta Vigdísi velja milli framboðs og starfsins síns á forsendum þess að leiðtogasæti Framsóknarflokksins í Reykjavík suður sé öruggt þingsæti. Jónína Bjartmarz, fyrrverandi umhverfisráðherra, var síðast í þessu leiðtogasæti og tókst ekki að komast á þing þó sitjandi ráðherra væri. Framsókn getur ekki gengið að neinu vísu í Reykjavík, þó þeir séu í borgarstjórnarmeirihluta. Framboð þar er alltaf áhætta.

Ekki er hægt að útskýra þessa niðurstöðu öðruvísi en sem það sé óeðlilegt fyrir starfsmenn ASÍ að hafa áhuga á framboði fyrir aðra flokka en Samfylkinguna. Þetta feilskot Gylfa færir okkur nýja sýn á hið margfræga lýðræði í Samfylkingunni. Hræsnin er mikil í því lýðræði.


mbl.is Leit á þátttöku sem uppsögn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Eggert Hjelm Herbertsson

Gylfi er ekki Samfylkingin....mjög vafasöm rök að bendla aðgerðir einstaklinga við flokk - þó hann sé meðlimur. Það eru 50-60 þúsund manns í stjórnmálaflokkum - þetta er hæpin umræða. Þarna vísa ég sérstaklega til síðustu málsgreinar þinnar.

Eggert Hjelm Herbertsson, 25.3.2009 kl. 21:21

2 Smámynd: Hörður Einarsson

Það þarf að vera krati til að fá launalaust leyfi hjá ASÍ til að fara í framboð, (er ekki viss um að það verði einu sinni launalaust ef þú ert krati).

Hörður Einarsson, 25.3.2009 kl. 23:10

3 Smámynd: Helgi Kr. Sigmundsson

Gylfi verður að svara þessu!  Voru einhverjar faglegar forsendur fyrir þessari skyndilegu ákvörðun?

Takk fyrir að benda á þetta.  Heyrumst síðar!

Helgi Kr. Sigmundsson, 26.3.2009 kl. 00:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband