Bjarni Benediktsson kjörinn formaður

Bjarni Benediktsson hefur nú verið kjörinn formaður Sjálfstæðisflokksins á landsfundi hér í Laugardalshöll. Ég vil óska honum innilega til hamingju með glæsilega kosningu. Formannsslagur Bjarna og Kristjáns Þórs var góður fyrir flokkinn, tel ég. Hann gerði landsfundinn enn meira spennandi en ella og tryggði lífleg en snörp málefnaleg átök.

Þetta er styrkleikamerki fyrir Sjálfstæðisflokkinn að öllu leyti og við fylkjum okkur nú að baki forystunni, sem hefur enn traustara og öflugra umboð en ella. Kristján Þór stóð sig vel í sinni kosningabaráttu og getur verið stoltur af sínum árangri, þó ekki hafi sigur náðst. Ræða hans áðan var mjög traust og honum til mikils sóma.

Bjarni er tákn nýrra tíma í stjórnmálum. Hann verður næstyngsti flokksleiðtoginn í komandi kosningum, skýr valkostur þeirra sem vilja uppstokkun í pólitíkinni.

Þetta verður snörp og spennandi barátta næstu vikurnar - Sjálfstæðisflokkurinn heldur sterkari til þeirrar baráttu en ella eftir svo líflegan landsfund.


mbl.is Bjarni kjörinn formaður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég held að nú hafir þú rangt fyrir þér Stefán. Menn mega ekki endalaust falla í stafi yfir foringjadýrkun í flokknum. Það er vandamál hans í hnotskurn. Það sjá allir að með kosningu Bjarna er verið að halda í ákveðna fortíðarhyggju og hefðir, sem eru úreldar eins og þjóðfélagið er í dag. Kristján Þór hefði verið miklu sterkari kostur til að leiða flokkinn samkvæmt upphafsgildum og í átt að framtíðarsýn sem íslenskt þjóðfélag þarf. 42% voru sammála því sem þýðir að jafnmikið hlutfall verður ekki ánægt innan flokksins. Ég er hræddur um að útkoma flokksins í næstu kosningum verður ekki eins góð. Landsfundurinn var líflegur en skoraði ekki mikið út í samfélaginu.

Einar Áskelsson (IP-tala skráð) 29.3.2009 kl. 19:22

2 Smámynd: Stefanía

Hver er að tala um foringjadýrkun ?

Ótrúlegt hvað fólki eru lögð orð í munn.

Þó að það ríki þokkaleg samstaða um forystu flokks, táknar það ekki " foringjadýrkun" !

Maður...líttu þér nær.

Stefanía, 30.3.2009 kl. 00:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband