Fogh hættir og fer til NATO - Løkke tekur við

Fogh
Mér líst mjög vel á að Anders Fogh Rasmussen verði framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins. Bæði er hann mjög traustur valkostur og svo er kominn tími til að Norðurlönd fái yfirstjórn í NATÓ. Fogh hefur gegnt embætti forsætisráðherra Danmerkur með miklum sóma síðustu átta ár og er mjög vel að þessu embætti kominn. Ég tel að NATÓ verði mjög öflug stofnun undir forystu hans, enda hefur hann sem forsætisráðherra sýnt mjög mikla leiðtogahæfileika, bæði með forystu sinni í ráðherraráði Evrópusambandsins og hvernig hann stýrði málum í Múhameðsdeilunni.

Litlu munaði að Tyrkir létu Múhameðsmálið verða til þess að stöðva útnefningu Fogh sem framkvæmdastjóra NATÓ. Í því máli lét hann sannfæringuna ráða og kom fram traust og flott. Hann varði þar eitt mikilvægasta frelsi sérhvers manns, sjálft tjáningarfrelsið, og lét ekki hafa sig út í það að biðjast afsökunar á tjáningu annarra. Stefnufesta hans og forystuhæfileikar komu þar mjög vel í ljós - þeir kostir munu nýtast honum vel í embætti og NATÓ mun njóta þess að hafa öflugan leiðtoga í forystusætinu þegar kemur að mikilvægum ákvörðunum sem þurfa trausta forystu.

Mikið pólitískt tómarúm verður hinsvegar með brotthvarfi Fogh. Hann hefur verið risi í dönskum stjórnmálum allan þennan áratug, sem verður auðvitað í sögubókum nefnd Fogh-tímabilið, rétt eins og tíundi áratugurinn tilheyrir Nyrup og sá níundi Schlüter. Lars Løkke Rasmussen bíður ekki öfundsvert verkefni þegar hann tekur við forystunni í ríkisstjórn borgaralegu aflanna. Fogh hefur stýrt málum innan stjórnarinnar fumlaust og traust - hann hefur verið vægðarlaus verkstjóri og vandað sig við verkið en um leið verið ákveðinn og haldið vel utan um samstarfið.

Skondnast af öllu er að þriðji forsætisráðherrann í röð í Danmörku ber ættarnafnið Rasmussen. Bæði Poul Nyrup Rasmussen og Anders Fogh Rasmussen voru forsætisráðherrar í átta ár og hafa leikið lykilhlutverk í danskri stjórnmálasögu. Nú verður að ráðast hvernig Løkke gengur og hvort lukkan verði honum hliðholl eða hvort hann verði aðeins millibilsleiðtogi áður en jafnaðarmenn taka við með Helle í fararbroddi. Stóra spurningin er hvort Løkke tekst að halda krötunum frá stjórn landsins.


mbl.is Forsætisráðherraskipti í Danmörku
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hann ætlar að biðjast afsökunar á teikningunum og leggja niður útvarpsstöð Kúrda.  Það var í samningnum við Tyrki.

Það virðist allt vera til sölu.

Ólafur Sveinsson (IP-tala skráð) 5.4.2009 kl. 14:04

2 identicon

 Tilviðbótar hér að ofan:

http://www.berlingske.dk/article/20090405/verden/90405030/

Ólafur Sveinsson (IP-tala skráð) 5.4.2009 kl. 14:20

3 identicon

Fleiri fréttir af Lars Løkke: http://avisen.dk/loekke-anklages-for-magtmisbrug_10971.aspx

Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 5.4.2009 kl. 19:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband