Vinstrisveifla - sögulegt afhroð Sjálfstæðisflokks

Úrslit kosninganna eru gríðarlegur rassskellur fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Hann glataði trausti landsmanna á síðustu tólf mánuðum og fær að mörgu leyti verðskuldaðan skell, sem er skellur fyrrum forystu flokksins og tilheyrir röngum ákvörðunum og siðleysi hans eins og ég hef áður farið yfir í bloggfærslu hér. En í myrkri sögulegs afhroðs felast samt mikil tækifæri sem þarf að nýta. Nú reynir á nýja forystu og leiðsögn hennar til flokksmanna og hvort henni tekst að endurvinna traust til flokksins.

Samfylkingin vinnur sögulegan sigur, sigur sem að mínu mati er persónulegt afrek Jóhönnu Sigurðardóttur. Hún dró vagninn fyrir flokk sinn og uppsker mjög ríkulega. Landsmenn treysta henni og vilja fela henni leiðsögn. Nú reynir á hina 67 ára gömlu Jóhönnu og hvort hún stendur undir umboðinu og hafi styrkleika til að færa þjóðinni trausta forystu.

Vinstri grænir ná ekki þeim sigri sem var í kortunum fyrir þá lengst af. Þeir klúðruðu sínum málum í lokavikunni. Enn einu sinni mistekst þeim að klára kosningarnar sér í vil. Steingrími J. mistekst ætlunarverkið þó hann hafi unnið stóran sigur hér á heimavelli. Þetta er súrsætur sigur fyrir hann í raun.

Framsókn stimplar sig inn og fer nærri því að endurheimta þann styrk sem Halldór Ásgrímsson hafði í kosningunum 1999 og 2003. Sigmundur Davíð fær umboð á höfuðborgarsvæðinu sem er honum og flokknum mikilvægt.

Borgarahreyfingin fær umboð á höfuðborgarsvæðinu en mistekst að stimpla sig inn á landsbyggðinni - Frjálslyndi flokkurinn deyr. Simple as that. En við bíðum leiðarlokanna. Enn getur margt gerst.

Heildarmyndin er þó skýr. Vinstristjórn tekur við með afgerandi umboð, en nú reynir á gamalgróna liðið í forystunni þar. Þau voru þreytulegt vinstraparið í kvöld og ekki líkleg til afreka.

mbl.is Þorgerður: Tvö til hægri og eitt til vinstri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

Sorry Stefán...veit að þú ert heiðarlegur og líka mikið af fólki xD!  Gott að sja´að þú lítur á þetta sem áskorun...enda áskorun fyrir flokk sem hefur verið 18 ár samfleitt i stjórn að vera nokkur ár í andstöðu...það gefur auga leið í lýðræðissamfélagi!

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 26.4.2009 kl. 03:35

2 identicon

Stefán,

Sem sjálfstæðismaður frá blautu barnsbeini, sem kaus xD ekki í þetta sinnið, þá er mér í huga málstækið sem við notum í laxveiðinni í Borgarfirði. Eftir miklar rigningar þá glæðist veiðin ekki fyr en "áin hefur skolað sig."

Fylgi xD mun ekki aukast fyrir en forysta flokksins hefur skolast af þeim meinum sem þar er að finna. Davíð Oddson, tákngoð þess hroka, frekju og valdafíknar sem landsmenn hafa réttilega snúið við baki, þarf alfarið að skolast burt úr forystu, flokknum og helst landi. Hannes Hómsteinn má bera töskurnar fyrir hann. Kjartan Gunnarsson mé keyra út á flugvöll og laumast með í farangursrými.

Kristján Gunnarsson (IP-tala skráð) 26.4.2009 kl. 18:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband