Ævintýralegur lokasprettur

Langt síðan ég hef séð jafn ævintýralegan og magnaðan lokasprett í knattspyrnuleik hérna heima og var í Kópavogi í kvöld þegar FH tók þrjú stig á síðustu sekúndunum þegar Blikar höfðu náð jafntefli. Þvílíkt högg fyrir Kópavogsmenn. Alveg geggjað mark, vægast sagt. Hlýtur að vera mikil gleði í Firðinum núna.

Ég gafst upp á að horfa á ruglið og orðablaðrið, frasana í Samfylkingunni og starfsþjálfun Borgarahreyfingarinnar í valdaplotti, á Alþingi. Sá hinsvegar vinstri grænir létu höggin dynja á Samfylkingunni í Evrópuumræðunni. Þvílík niðurlæging fyrir Jóhönnu. Ekki fer mikið fyrir hjónabandssælunni.

mbl.is Söderlund tryggði FH sætan sigur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Minnir Þór Saari þig ekki á einhvern sem þú þekkir ??? hehehe hann minnir mig svo á Skarphéðinn :o)

Ólöf (IP-tala skráð) 19.5.2009 kl. 00:02

2 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

hehe hann minnir mig aðallega á Danny DeVito :)

Stefán Friðrik Stefánsson, 19.5.2009 kl. 17:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband