Fyllt upp í eyðurnar í pólitíska hluta bankahrunsins

Ekki þarf að efast um að bók Guðna Th. Jóhannessonar um bankahrunið verði metsölubók. Þar er í fyrsta skipti fyllt upp í eyðurnar á atburðarásinni bakvið tjöldin þegar pólitísk upplausn varð í ofanálag við sjálft hrun íslenska efnahagskerfisins. Sú saga hefur ekki enn verið skrifuð með markvissum hætti með upplýsingum sem varpa ljósi á mesta hitann og þungann í því ferli sem ekki aðeins fylgdi pólitískum hluta hrunsins heldur og endalokum og upplausn ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar.

Dramatíkina vantar ekki í þau reikningsskil og eflaust kominn tími til að varpa ljósi á það sem gerðist bakvið tjöldin. Undarlegast af öllu er að það liggi fyrir áður en heildarmyndin kemur fram í rannsókninni á hruninu og áður en skýrslur og gögn verða opinber. Sem minnir mann á það að gegnsæið er fyrir löngu orðið týnd í sukkinu. Þessi ríkisstjórn hefur algjörlega brugðist því hlutverki að upplýsa þjóðina og tala við hana á mannamáli. Hún er eiginlega verri en síðasta ríkisstjórn í þeim efnum.

Forsætisráðherrann þá var allavega með blaðamannafundi og talaði á ensku við alþjóðapressuna. Þögnin og leyndin er hálfu meiri núna - skortur á aðgerðum og pólitískri forystu er allavega ekki skárri hjá þeim sem eru á vaktinni núna. Skipbrot íslenskra stjórnmála í miðju hrunsins er reyndar staðreynd.

Verst af öllu er að enginn virðist rísa yfir meðalmennskuna og aumingjaskapinn, í haust og eins núna þegar uppgjörið við fortíðina þarf að fara fram. Það uppgjör er ekki síst pólitískt. Er á hólminn kemur virðist lærdómurinn enginn og pólitískur glundroði er algjör.

Er ekki aðalverkefnið á næstunni að reyna að skapa stöðugleika - þjóðin verður að krefjast þess að talað sé við hana hreint út og ekki spilað með hana enn eina ferðina.

mbl.is Mesta umrót síðan í stríðinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sævar Finnbogason

Láttu ekki svona Stebbi, leyndin og pukrið hálfu meira núna?

Ég man ekki betur en að honum Geira þínum hafi fyrst dottið í hug að segja okkur frá að hér væri EKKI allt í sómanum fyrr en allt var gersamlega komið í klessu og lauk ræðunni á orðunum gvöð blessi íslenska þjóð.

Þetta hefur líklega farið framhjá þér

Sævar Finnbogason, 3.6.2009 kl. 01:22

2 Smámynd: Arinbjörn Kúld

Sátt næst ekki fyrr en þjóðin fær ræettlæti. Svo einfalt er það.

Arinbjörn Kúld, 3.6.2009 kl. 02:20

3 Smámynd: Arinbjörn Kúld

Réttlæti átti það að vera.

Arinbjörn Kúld, 3.6.2009 kl. 02:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband