Mikilvægt samstarf löggæslusveitanna

Mér finnst það sniðugt hjá lögreglunni að nota þyrlu Landhelgisgæslunnar í umferðareftirlit. Þetta samstarf löggæslusveitanna tveggja er að mínu mati mikilvægt, enda full þörf á að virkja öflugt umferðareftirlit og taka það traustum tökum, sérstaklega á heitum sumardögum þegar hraðinn er oft einum of mikill.

Þetta er góðs viti, enda tel ég að flestir vilji í raun hafa umferðina góða og tryggja að farið sé eftir hraðamörkum.

mbl.is Hraðamælingar úr lofti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Er umferðin ekki venjulega of mikil á svona dögum?

=þyngri umferð = hægari umferð?

Mr. Jón Scout Commander (IP-tala skráð) 4.7.2009 kl. 16:55

2 identicon

Var ekki verið að tala um að það yrði að fækka flugvöktum í sambandið við fólksbjörgun ?

Hver fjármagnar þessari aðgerð ? Hvar verður dregið úr svo að þessir menn geta farið í herleik ?

einar (IP-tala skráð) 4.7.2009 kl. 20:32

3 identicon

Landhelgisgæslan hefur greinilega allt of mikin tíma á höndum sér fyrst þeir geta verið að eyða þyrlutímum í þessa vitleysu.  Það hlýtur auk þess að vera fokdýrt.  Þið getið kallað mig gamaldags en mér finnst að lögreglan eigi að sinna löggæslustörfum og landhelgisgæslan að sinna sínum störfum.

Kári Þór Samúelsson (IP-tala skráð) 4.7.2009 kl. 20:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband