Virðingarverð afstaða - sannfæring og samviska

Mér finnst að aðrir þingmenn geti lært nokkuð af yngsta þingmanni þjóðarinnar, Ásmundi Einari Daðasyni, sem lætur ekki kúga sig til fylgilags og stendur vörð um sannfæringu sína, þorir að skamma formenn stjórnarflokkanna, sérstaklega formann flokksins síns, í ræðustól og vera alveg ófeiminn við það. Svona á að gera það, hafa sannfæringu og samvisku og láta hana ráða för. Þetta er virðingarverð afstaða. Sannfæring þingmanna á ekki að vera aukaatriði. Þeir sem hafa mest talað um sannfæringu þingmanns en vilja brjóta hana niður nú með þessum hætti eru aumkunnarverðir hræsnarar.
mbl.is Ásmundur farinn í heyskap
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óðinn Þórisson

Þessi ríkisstjórn er sammála um að vera ósammála í öllum stórum málum - það sem Ásmundur gerði er enn ein staðfestingin á því að þessi stjórn helst saman á völdum og engu öðru - þetta getur ekki endað með örðu en stjórnarslitum.

Óðinn Þórisson, 10.7.2009 kl. 22:31

2 Smámynd: Eysteinn Þór Kristinsson

Sæll Stefán og takk fyrir að hafa opið á athugasemdir. Svo ætla ég að benda á eftirfarandi: Þingmaðurinn er búinn að samþykkja hina leiðina. Í stjórnasáttmálanum stendur eftirfarandi: "Ákvörðun um aðild Íslands að Evrópusambandinu verði í höndum íslensku þjóðarinnar sem mun greiða atkvæði um samning í  þjóðaratkvæðagreiðslu að loknum aðildarviðræðum. Utanríkisráðherra mun leggja fram á  Alþingi tillögu um aðildarumsókn að Evrópusambandinu á vorþingi"

Þetta eru þingflokkar VG og SF búnir að samþykkja! Framkoma þingmannsins og virðingaleysið gagnvart Alþingi er algjört. Hvað heldur maðurinn að hann sé. Geti bara hlaupið úr vinnunni þegar honum sýnist! Hýrudraga kappann fyrir að skrópa í vinnunni.

Eysteinn Þór Kristinsson, 11.7.2009 kl. 01:33

3 identicon

Einar er enginn aukvisi! hann er búmaður og mikill fjárbóndi...góður fjárbóndi er glöggur og kann að skylja kjarnan frá hisminu...það er hann að gera með sessari afstöðu sinni....og ég tek ofna fyrir honum....loxins einhver sem þorir og segir það sem hann meinar!  loxins einhver rödd sem segir manni að ungur og dugandi bóndi og bóndasonur sættir sig ekki við innmötun og þægð við aðalinn..hvað er hann að segja okkur hinum sem erum ekki á þingi? hann er að segja að hann vilji fá hlutlaust mat þjóðarinnar á sem einfaldasta veg...leyfa okkur að kjósa um hvort Össur eða Skessa fái að nauðga þjóð og lýð!  Strigakjafturinn og orðhákurinn  frá Mikla-mynni...Steingrímur J Sigfússon er farin að japla eins og hrætt folald gerir þegar æsingur grípur um sig í stóðinu...skyldi nokkurn furða? búin að éta ofan í sig alla frekjuna í kratahyskinu!....Hverjum reyðast goðin er hraunið brennur?  Afhverju eru glæpamenn og ræningjar að gambla með banka og fyrirtæki...hvar er þessi ofur áhersla Vinstri grænna og Samfylkingar að stöðva útrásar aðalain?  Af hverju er léð máls á að afskrifa skuldir stórmennana....hver er nú Jóhanna af Örk og skrýpakallin sem hún notaði til að sýna sjónhverfingar? hvar er nú þetta flokksbundna  búsáhalda billtingar lið sem hélt sig vera svo einart að geta talið þjóðinni trú um að það væri her almúgans?...nei þetta var sérsveit Jóhönnu og Skallagríms til að refsa einum manni!  svo fáronlegt sem það er nú....forsetinn sem hefur klyfið hæðstu tinda stjórnmálanna verið eins og þeytispjald milli flokka til að komast að.....hann er höfundur ....hann er frumkvöðull...hann er flakkari á kostnað ríkisins....afhverju má ekki fækka sendiráðum ...fækka afætunum....fækka fólkinu sem vinnur ekki vinnuna sína...fækka ráðaneytum...fækka aðstoðarmönnum þingmanna og ráðherra? Er þetta blessað fólk sem vels á þing svo ósjálfbjarga að það þurfi  viðhlæjanda til að geta lagt sér lið við að vakna til vinnu?  Einar bóndi þarf ekki á svona löguðu að halda...hann veit sinn vitjunartíma og veit hvaða mánuður er í það skiptið...hann veit líka hvenær hagstæðast er að slá og heyja túnin...hann veit líka hvenær grös falla og beytarþolið minkar...hann er bara bóndi sem yrkir akurinn...hann er ekki miðbæjarrotta í 101...og situr glaseygður á kaffihúsi og telur sig vera að leysa heimsmálin....gott að hann vekur athygli....gott að hann segir umbúðarlaust hvað hann vill...drama drottningarnar og menningarhirðin í miðbænum ættuð kanski að veita því athyggli að fólk út á landi hugsar líka...hugsar fyrir heildina en ekki fyrir tækifærið og spennu-þrungið  steingelt hlutabréf!

geiri (IP-tala skráð) 11.7.2009 kl. 05:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband