Alvarlegt ástand í Byrginu

Byrgið Það var sláandi að horfa á fréttaskýringaþáttinn Kompás nú fyrr í kvöld. Það er greinilegt að pottur er svo sannarlega mjög brotinn hvað varðar málefni Byrgisins. Mér fannst gögnin og allt sem þar var borið á borð stóralvarlegt mál og það verður að rannsaka Byrgið og öll mál þar tengd Guðmundi Jónssyni. Staða mála er of óviss eins og er í ljósi þessara háalvarlegu gagna til að hægt sé að horfa framhjá því.

Í ljósi þess að Byrgið á að reka sem meðferðarheimili fyrir langt leidda fikla og drykksjúklinga og rekið á kristilegum grunni er þessi orðrómur mjög slæmur og skaðandi fyrir allt starf þar. Það er ekki óeðlilegt í ljósi þessa alls að félagsmálaráðuneytið hafi fyrirskipað rannsókn á öllum hliðum mála í Byrginu, enda ekki við öðru að búast en að þetta verklag leiði til þess að ríkið hætti að greiða til starfseminnar þar, ef rétt reynist.

Mér finnst staða mála með þeim hætti að ríkið verði að öllu leyti að hætta að koma að rekstri Byrgisins og setja þar peninga í.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta er háalvarlegt mál en mér finnst að það eigi frekar að láta Guðmund fara og halda rekstri Byrgisins áfram þar sem það er mikil þörf fyrir það, hlýtur að vera hægt að halda þessu gangandi án Guðmundar.

Gullý (IP-tala skráð) 18.12.2006 kl. 00:57

2 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Sæll Stebbi.

Það hlýtur eitthvað að hrökkva í gang hjá hinu opinbera eftir þessa umfjöllun annað getur ekki verið.

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 18.12.2006 kl. 01:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband