Sá hlær best sem síðast hlær

Ég verð að viðurkenna að mér fannst það kómískt og fjarstæðukennt í meira lagi þegar sjáandinn Lára spáði jarðskjálfta fyrir nokkrum dögum og nefndi meira að segja tímasetningu. Skjálftinn kom nokkrum dögum síðar og á tólfta tímanum eins og Lára spáði fyrir um. Sá hlær best sem síðast hlær, var eitt sinn sagt.

Veit svosem ekki hverju skal trúa. Gert hafði verið grín að Láru eftir að í ljós kom að maður hennar var að selja svokölluð skjálftahús og það sett í samhengi. Mér finnst nú samt sem Lára hafi spáð sterkari skjálfta, ef marka mátti dramatíska spá hennar. En hvað með það. Lára er eflaust í skýjunum á meðan við hin veltum fyrir okkur hvort þetta var auglýsingatrix eða raunverulegur spádómur.

mbl.is Snarpur jarðskjálfti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Finnur Bárðarson

Þetta var skemmtilegt en hún klikkað á einu. Hún átt að segja eitthvað á þá leið að hún reiknað út vitlausan dag en ekki verða hissa

Finnur Bárðarson, 1.8.2009 kl. 14:53

2 identicon

Látum okkur sjá.. það er jarðskjálftahrina á svæðinu og hefur verið í nokkurn tíma... Lára spaír jarðskjálftum á virku skjálftasvæði..

Sá sem síðast hlær hugsar hægast

DoctorE (IP-tala skráð) 2.8.2009 kl. 00:30

3 identicon

Ég spái því að fljótlega fari að rigna, og mikið djöfull skal ég hlægja.

P.S.  spái því líka að kólni í vetur, jafnvel frystir á láglendi. Og þá held ég bara áfram að flissa.

drilli (IP-tala skráð) 2.8.2009 kl. 10:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband