Skerpa þarf á fyrirvörum - góð ábending InDefence

Augljóst er að skerpa þarf á fyrirvörum við Icesave-samninginn eða athuga að þeir haldi í það minnsta áður en Alþingi samþykkir málið, sem er eitt hið stærsta í lýðveldissögunni. Mikilvægt er að standa vörð um góða ábendingu InDefence-hópsins, sem hefur lagt margt gott til málanna, hvað varðar níundu grein frumvarpsins.

Til að eyða óvissu um gildi fyrirvara við ríkisábyrgð samkvæmt breskum lögum er æskilegt að gera eftirfarandi breytingu á texta gildistökuákvæðis laganna:

Í 9. grein frumvarpsins falli út textinn „Lög þessi öðlast þegar gildi“ og í stað hans komi textinn:

"Lög þessi öðlast gildi eftir að Bretland og Holland hafa viðurkennt þá fyrirvara um ríkisábyrgð sem fram koma í lögum þessum. Viðurkenni annað ríkið fyrirvara laganna um ríkisábyrgð taka lögin gildi gagnvart viðkomandi lánasamningi."


mbl.is Ekki hægt að afgreiða málið í núverandi mynd
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Alli

Ég held að ef InDefens og ekki síður Framsóknarflokkurinn hefðu ekki haldið uppi stanslausri baráttu gegn þessum samningi væri búið að samþykkja hann, þjóðinni til stórs skaða.

Hafi þau þökk fyrir.

Nú má bara alls ekki samþykkja neitt fyrr en það er kristaltært að fyrirvarar alþingis standist fyrir breskum og hollenskum dómstólum.

Alli, 21.8.2009 kl. 14:11

2 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Það kemur ekki í ljós fyrr en búið er að afgreiða málið hvort fyrirvarar halda. Ef á að bíða til efsta dags með að afgreiða málið getum við alveg eins lýst landið gjaldþrota strax.. fyrr gerist nákvæmlega ekkert...

Jón Ingi Cæsarsson, 21.8.2009 kl. 15:20

3 identicon

Mikið rétt Stefán Friðrik. 

Þessi ábending InDefence er svo hárrétt.  Vonandi rofar til í kollinum á sumum.

Sigrún G. (IP-tala skráð) 21.8.2009 kl. 21:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband