Stelpurnar geta verið stoltar þrátt fyrir útkomuna

Ísland hefur nú lokið keppni á EM í Finnlandi. Þrátt fyrir þrjá tapleiki í dauðariðlinum geta stelpurnar verið stoltar af sínum árangri. Verkefnið var erfitt og augljóst að mikil spenna var í hópnum í fyrsta leiknum, sem tapaðist stórt. Við ramman reip var að draga. En þær áttu bestu augnablik sín í keppninni í síðasta leiknum, á móti Þjóðverjum.

Mér finnst það giska gott að hafa náð að halda í við þær þýsku sem eru í fremstu röð - eina markið í leiknum var ódýrari sortinni vægast sagt. En tap og vondur skellur eru alltaf mikið áfall, sama þó íslenska liðið eigi enga sögu í úrslitakeppni stórmóts í fótbolta.

En þetta er mikilvæg lexía í reynslusjóðinn þegar byggja þarf til framtíðar. Mikil tækifæri eru til staðar í íslenskum kvennabolta og það þarf að vinna enn betur til að byggja upp á þeim tækifærum.

mbl.is Eins marks tap gegn Þjóðverjum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband