Siggi stormur rekinn af Stöš 2

Ég held aš žeir į Stöš 2 geri mistök meš žvķ aš reka Sigga storm, Sigurš Ž. Ragnarsson, vešurfréttamann. Hann er einn af žeim örfįu mönnum ķ ķslenskri sjónvarpssögu sem hefur tekist aš gera vešriš skemmtilegt sama hvernig žaš er.

Hann hefur getaš gert leišinlega vešurspį aš skemmtiefni meš śtskżringum og tjįningu um lęgšir og vešurkerfi. Man ķ seinni tķš ašeins eftir Žór Jakobssyni og Pįli Bergžórssyni sem komast nęrri Sigga stormi ķ žeim efnum.

Vešur er žurrt og fręšilegt sjónvarpsefni ķ sjįlfu sér, en allir fylgjast meš žvķ. Žeir sem geta gert žaš aš skemmtilegum og fręšandi dagskrįrliš meš tjįningu sinni og fasi eiga hrós skiliš.

mbl.is Siggi Stormur kominn į Kanann
Tilkynna um óvišeigandi tengingu viš frétt

« Sķšasta fęrsla | Nęsta fęrsla »

Athugasemdir

1 Smįmynd: ThoR-E

Tek undir žetta aš mestu leyti. Siggi stormur er meš žeim skemmtilegri vešurfréttamönnum sem sést hafa į sjónvarpsskjįnum.

Hinsvegar aš žį fór hann "yfir til samkeppnisašilana" meš žvķ aš taka aš sér eša fyrirtękiš hans tók aš sér  vešurfréttaflutning fyrir Skjį 1/Morgunblašiš.

Mašur getur svosem skiliš aš forsvarsmenn Stöšvar 2 hafi ekki veriš sįttir viš žaš. En aš reka kallinn, set spurningamerki viš žaš.

ThoR-E, 19.10.2009 kl. 16:53

Bęta viš athugasemd

Ekki er lengur hęgt aš skrifa athugasemdir viš fęrsluna, žar sem tķmamörk į athugasemdir eru lišin.

Innskrįning

Ath. Vinsamlegast kveikiš į Javascript til aš hefja innskrįningu.

Hafšu samband