8.2.2010 | 10:00
Stjórnarsamstarfið felur feigðina í sér
Stjórnarsamstarf vinstriflokkanna virðist á endastöð eftir aðeins 53 vikur. Öllum má ljóst vera að þegar þeir eru farnir að leita að þriðja hjóli undir vagninn hefur samstarfið ekki gengið upp. Sundurlyndi vinstrimanna er reyndar rómað og margfrægt.
Sumir töldu þó að hreinn þingmeirihluti vinstrimanna myndi færa þeim meiri tækifæri til samstarfs. Öllum var jú talin trú um að fengju þeir þingmeirihluta gætu þeir unnið mál samhent og vel. Þeir hafa ekki staðið undir því trausti landsmanna.
Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, er farin í frí á undarlegasta tíma, þegar stjórnin sligast og vandræðagangur hennar eykst dag frá degi. Hún er orðin örmagna og þreytt, búin með sitt pólitíska kapítal og væntanlega á útleið.
Enn hefur ekkert verið gefið upp um hver gegni embætti forsætisráðherra meðan Jóhanna er í leyfi. Vandræðagangurinn er algjör. Á meðan Jóhanna er úti er reynt að tryggja undirstöður þessarar löskuðu stjórnar.
En þetta stjórnarsamstarf felur feigðina í sér. Allar líkur eru á nýjum kosningum fljótlega. Ef þessi stjórn getur ekki höndlað verkefnin og staðið undir trausti landsmanna á hún að fara frá og rjúfa þing.
Sumir töldu þó að hreinn þingmeirihluti vinstrimanna myndi færa þeim meiri tækifæri til samstarfs. Öllum var jú talin trú um að fengju þeir þingmeirihluta gætu þeir unnið mál samhent og vel. Þeir hafa ekki staðið undir því trausti landsmanna.
Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, er farin í frí á undarlegasta tíma, þegar stjórnin sligast og vandræðagangur hennar eykst dag frá degi. Hún er orðin örmagna og þreytt, búin með sitt pólitíska kapítal og væntanlega á útleið.
Enn hefur ekkert verið gefið upp um hver gegni embætti forsætisráðherra meðan Jóhanna er í leyfi. Vandræðagangurinn er algjör. Á meðan Jóhanna er úti er reynt að tryggja undirstöður þessarar löskuðu stjórnar.
En þetta stjórnarsamstarf felur feigðina í sér. Allar líkur eru á nýjum kosningum fljótlega. Ef þessi stjórn getur ekki höndlað verkefnin og staðið undir trausti landsmanna á hún að fara frá og rjúfa þing.
![]() |
Biðla til Framsóknarmanna |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
7.2.2010 | 15:14
Lukkuriðill fyrir KSÍ - spennandi leikir
Deila má um hvort íslenska karlalandsliðið sé heppið með riðilinn sinn í undankeppni EM 2012, en þetta er lukkudráttur fyrir Knattspyrnusamband Íslands peningalega. Það verður eflaust sneisafullt á Laugardalsvelli þegar íslenska liðið mætir því portúgalska og fær Ronaldo, einn vinsælasta knattspyrnumann heims í heimsókn.
Ekki amalegt fyrir íslenska knattspyrnumenn að fá Ronaldo, Riise, Agger og Deco í heimsókn í undankeppninni. Okkur hefur aldrei tekist að vinna Dani í landsleik og kominn tími til. Þetta verður spennandi og KSÍ getur vel við unað peningalega með þennan pakka.
Ekki amalegt fyrir íslenska knattspyrnumenn að fá Ronaldo, Riise, Agger og Deco í heimsókn í undankeppninni. Okkur hefur aldrei tekist að vinna Dani í landsleik og kominn tími til. Þetta verður spennandi og KSÍ getur vel við unað peningalega með þennan pakka.
![]() |
Mæta Norðurlöndum og Portúgal |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
7.2.2010 | 02:17
Traustur sigur hjá Heru Björk í Eurovision
Sigur Heru Bjarkar í Eurovision er fjarri því óvæntur. Lagið hafði allan pakkann sem hæfir Eurovision og er standard Júrópopp... traust blanda með reyndri söngkonu sem þarf ekki mikið fyrir þessu að hafa. Söngkona sem ber lagið traust og vel, enda öryggið uppmálað og er sviðsvön.
Þetta er blanda sem gæti gengið vel. Höfundurinn hefur farið út áður og söngkonan verið í íslenska hópnum í keppninni áður, en nú sem aðalrödd, og hennar tími sem slíkur kominn og gott betur en það.
Þetta er blanda sem gæti gengið vel. Höfundurinn hefur farið út áður og söngkonan verið í íslenska hópnum í keppninni áður, en nú sem aðalrödd, og hennar tími sem slíkur kominn og gott betur en það.
![]() |
Hera Björk fulltrúi Íslands |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Tónlist | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.2.2010 | 21:02
Samfylkingin á flótta frá samningum Svavars
Seint og um síðir hefur Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, loksins lýst yfir efasemdum á valinu á Svavari Gestssyni sem aðalsamningamanni í Icesave-málinu, þó ekki segi hún það vera mistök. Þetta eru mikil tíðindi, eftir margra mánaða vörn stjórnarflokkanna við þann lélega samning sem Svavar og sendifulltrúar vinstri grænna komu með heim. Þetta er kjaftshögg fyrir vinstri græna sem hafa aldrei viljað viðurkenna mistökin með valinu á Svavari.
Þetta kalda mat þarf þó ekki að koma að óvörum, enda blasir við að þjóðin muni henda þessum samningi út í hafsauga í þjóðaratkvæðagreiðslu í næsta mánuði. Samfylkingin er komin á flótta frá samningnum á meðan VG leggur allt púður sitt í að verja læriföður Steingríms - þeirra pólitíska fulltrúa í samningaferlinu.
Þessi samningur er á ábyrgð vinstri grænna, þeir völdu samningamanninn og þeir tóku málið úr því ferli sem það hafði verið. Allt á ábyrgð Samfylkingarinnar sem leyfði þeim að vinna málið áfram. Einhver verður að taka pólitíska ábyrgð á þessum afleita samningi ef tveir þriðju þjóðarinnar synja eins og kannanir sýna.
Nú á þjóðin valið - hún á að henda þessum samningi út í hafsauga. Enda vorum við með lélega samningamenn og klúðruðum málinu með lélegum stjórnmálamönnum á vaktinni og mistökum þeirra. Nóg er komið af þessu rugli. Þjóðin hefur nú valdið og á að senda skýr skilaboð.
Þetta kalda mat þarf þó ekki að koma að óvörum, enda blasir við að þjóðin muni henda þessum samningi út í hafsauga í þjóðaratkvæðagreiðslu í næsta mánuði. Samfylkingin er komin á flótta frá samningnum á meðan VG leggur allt púður sitt í að verja læriföður Steingríms - þeirra pólitíska fulltrúa í samningaferlinu.
Þessi samningur er á ábyrgð vinstri grænna, þeir völdu samningamanninn og þeir tóku málið úr því ferli sem það hafði verið. Allt á ábyrgð Samfylkingarinnar sem leyfði þeim að vinna málið áfram. Einhver verður að taka pólitíska ábyrgð á þessum afleita samningi ef tveir þriðju þjóðarinnar synja eins og kannanir sýna.
Nú á þjóðin valið - hún á að henda þessum samningi út í hafsauga. Enda vorum við með lélega samningamenn og klúðruðum málinu með lélegum stjórnmálamönnum á vaktinni og mistökum þeirra. Nóg er komið af þessu rugli. Þjóðin hefur nú valdið og á að senda skýr skilaboð.
![]() |
Skynsamlegt að fá erlendan samningamann |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
1.2.2010 | 17:28
Steingrímur Hermannsson látinn

Steingrímur Hermannsson var að mínu mati frambærilegasti stjórnmálamaður sinnar kynslóðar, stjórnmálamaður níunda áratugarins án vafa, og ég bar alla tíð mikla virðingu fyrir honum, þó ekki hafi ég alltaf verið sammála honum eða því sem Framsóknarflokkurinn hafði fram að færa í verkstjórn hans.
Ég mat alltaf mjög mikils einlægni hans og hversu traust hann talaði máli íslensku þjóðarinnar. Hann var mannlegur og virðulegur stjórnmálamaður. Ég votta fjölskyldu Steingríms innilega samúð mína.
![]() |
Steingrímur Hermannsson látinn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
1.2.2010 | 15:02
Forsetinn fyllir upp í pólitískt tómarúm
Enginn vafi leikur á því að forseti Íslands hefur fyllt upp í pólitískt tómarúm á Íslandi með forystu sinni síðustu vikurnar, bæði er hann synjaði Icesave-lögunum og þegar hann tók til við að tala máli Íslands á alþjóðavettvangi í kjölfarið. Forsetinn hefur setið einn að því verkefni, enda hefur vinstristjórnin verið algjörlega máttlaus að öllu leyti, bæði við að verja hagsmuni Íslands og tala máli þjóðarinnar, eða taka á nokkrum þeim verkefnum sem við henni blasa. Þessi vandræðagemlingur er víst ársgamall í dag, hefur ekkert afrekað á heilu ári, er enn að bisa við að klúðra málum.
Vinstrimenn töldu sig eiga hvert bein í forsetanum og hann myndi aldrei þora að leggjast gegn málum þeirra, hugsa öðruvísi eða vinna gegn þeirra málum. Því eru þeir mjög ráðalausir að horfa á Ólaf Ragnar taka forystuna af máttlausri ríkisstjórn þeirra, t.d. á fundinum í Davos. Með framgöngu sinni hefur Ólafur Ragnar styrkt stöðu sína, styrkt stöðu forsetaembættisins enda er augljóst að meirihluti þjóðarinnar hefur viljað að einhver talaði máli Íslands.
Ólafur Ragnar er kamelljón, öll framganga hans síðustu áratugi sannar það svo ekki verður um villst. Hann er nú í hlutverki þess sem ræður för á Íslandi - hann er maðurinn sem fyllti upp í pólitískt tómarúm í glundroðanum sem einkennir íslensk stjórnmál. Vinstriflokkarnir stóðu ekki undir því trausti sem þjóðin veitti þeim í síðustu þingkosningum og horfir í aðrar áttir eftir forystu.
Vinstrimenn töldu sig eiga hvert bein í forsetanum og hann myndi aldrei þora að leggjast gegn málum þeirra, hugsa öðruvísi eða vinna gegn þeirra málum. Því eru þeir mjög ráðalausir að horfa á Ólaf Ragnar taka forystuna af máttlausri ríkisstjórn þeirra, t.d. á fundinum í Davos. Með framgöngu sinni hefur Ólafur Ragnar styrkt stöðu sína, styrkt stöðu forsetaembættisins enda er augljóst að meirihluti þjóðarinnar hefur viljað að einhver talaði máli Íslands.
Ólafur Ragnar er kamelljón, öll framganga hans síðustu áratugi sannar það svo ekki verður um villst. Hann er nú í hlutverki þess sem ræður för á Íslandi - hann er maðurinn sem fyllti upp í pólitískt tómarúm í glundroðanum sem einkennir íslensk stjórnmál. Vinstriflokkarnir stóðu ekki undir því trausti sem þjóðin veitti þeim í síðustu þingkosningum og horfir í aðrar áttir eftir forystu.
![]() |
Taktu leikhlé, herra forseti" |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |