Engin fyrirsögn

Davíð Oddsson og Halldór ÁsgrímssonHeitast í umræðunni
Leiðtogar stjórnarflokkanna hittust á fundi í Stjórnarráðinu í gær og ræddu helsta hitamál stjórnmálanna á hásumri, fjölmiðlamálið og framgang þess á sumarþinginu. Fram kom í viðtölum eftir fundinn að stjórnarsamstarfið væri traust, fjölmiðlamálið væri ekki þess eðlis að umræða um það myndi leiða til stjórnarslita. Ber að fagna þessari niðurstöðu, það er greinilegt að trúnaðarsamband leiðtoga stjórnarflokkanna er traust. Er greinilegt að ágreiningur er innan viss hluta Framsóknarflokksins um þetta mál, en það er enginn vafi á því að farsæl niðurstaða mun koma fram í málinu og stjórnin situr áfram. Það hefur endanlega verið staðfest með yfirlýsingum forystumanna flokkanna. Er ekki gott að vita hverjir voru trúnaðarmenn vissra fjölmiðla í gær, þess efnis að það væri að slitna uppúr stjórnarsamstarfinu, eða það lægi í loftinu í gær. Fram kom í dagblöðum Norðurljósa og fréttum útvarps í hádeginu í gær að málið væri þannig statt að það leiddi til slita samstarfsins. Ef marka má yfirlýsingar gærdagsins verður það ekki, sem hlýtur að leiða hugann að því hverjir séu heimildarmenn fyrir þeim fréttum sem gengu í gær í fréttum.

Birgir Ármannsson alþingismaðurÍ gestapistli sem Birgir Ármannsson alþingismaður og nefndarmaður í allsherjarnefnd þingsins, skrifar á vef minn og birtist í dag tjáir hann sig um stöðu fjölmiðlamálsins eftir synjun forsetans og víkur að nýju frumvarpi sem til umfjöllunar er í þinginu. Orðrétt segir Birgir: "Lagasetningarvaldi Alþingis verða almennt ekki settar aðrar skorður en skýrt má ráða af ákvæðum stjórnarskrárinnar og þar er ekki að finna neinar takmarkanir í þessu veru. Í 26. gr. stjórnarskrárinnar er kveðið á um að synji forseti lagafrumvarpi staðfestingar fái það þó engu að síður lagagildi, en framtíðargildi laganna ráðist hins vegar af niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslu, sem fram skuli fara svo fljótt sem kostur sé. Ekki er að finna neinar takmarkanir gagnvart því að Alþingi samþykki lög sem felli hin fyrri úr gildi né gagnvart því að ný lagaákvæði séu sett um þau atriði, sem fjallað var um í gömlu lögunum. Samþykki Alþingi hið nýja frumvarp eru allar forsendur málsins auðvitað breyttar. Synjun forseta hefur þá ekki þá ekki raunhæft gildi lengur og sú atkvæðagreiðsla, sem leiddi af synjuninni, er óþörf eðli málsins samkvæmt. Öllum vera ljóst að ekki er nein ástæða til að efna til atkvæðagreiðslu um lög sem Alþingi hefur þegar samþykkt að eigi ekki að gilda til framtíðar."

CasablancaMeistaraverk - Casablanca
Klassísk og óviðjafnanleg óskarsverðlaunamynd sem hlotið hefur sæmdartitilinn besta kvikmynd 20. aldarinnar, og skal ekki nokkurn undra. Í Casablanca er sögð sagan af kaffihúsaeigandanum Rick Blaine, í Casablanca í Marokkó, í seinni heimsstyrjöldinni og ævintýrum hans. Af öllum búllum í öllum heiminum verður gamla kærastan hans endilega að stíga fæti sínum inn á staðinn hans með ástvini sínum, foringja í frönsku andspyrnuhreyfingunni sem er á flótta undan nasistum, og þá hefst óvænt og stórskemmtileg atburðarás. Humphrey Bogart er hér í sínu allra frægasta hlutverki fyrr og síðar sem Rick og Ingrid Bergman fer einnig á kostum í hlutverki Ilsu, samleikur þeirra er unaðslegur. Claude Rains á stórleik í hlutverki Louis Renault og fléttar húmor vel saman við alvöruna og Paul Henreid skilar sínu vel á lágstemmdum nótum í hlutverki Victor Laszlo, unnusta Ilsu. Sannkölluð gullaldarklassík gerð eftir hreint einstöku handriti og ekki síst einstaklega vel leikstýrð af Michael Curtiz. Casablanca er án nokkurs vafa ein af bestu kvikmyndum sögunnar og er persónulega sú kvikmynd sem ég met mest. Hún verður alltaf meira heillandi eftir því sem árin líða og verða atriðin í henni þess þá meira heillandi, nefni ég þá sem dæmi atriðið þar sem Rick og píanóleikarinn Sam sitja við flygilinn og Sam leikur hið undurfagra "As Time Goes By" og lokaatriði myndarinnar sem gerist á flugvellinum þar sem framtíð sambands Ricks og Ilsu ræðst endanlega. Það atriði er alveg klassík út af fyrir sig. Ég gef Casablanca þau allra bestu meðmæli sem meistaraverk verðskuldar að fá. Ég hvet alla sem ekki hafa séð hana að drífa í því hið snarasta. Allir verða nefnilega að sjá þetta meistarastykki kvikmyndasögunnar a.m.k. einu sinni. Gæti orðið "upphafið að fallegri og einstakri vináttu". Það var það svo sannarlega í mínu tilfelli.
stjörnugjöf

Áhugavert á Netinu
Alþingi getur breytt lögum sem það hefur sett - gestapistill Birgis Ármannssonar
Heimdallur hvetur til skattalækkana og aðhalds - ályktun stjórnar Heimdallar
Hvert er í raun hlutverk Lýðheilsustöðvarinnar? - pistill á Vef-Þjóðviljanum
Hverjir skyldu fara með fimmta valdið? - pistill Jóns Elvars Guðmundssonar
Leiðtogar stjórnarflokkanna segja að flokkarnir muni ná saman um fjölmiðlamálið
Fjármálaráðuneytið gagnrýnir Ríkisendurskoðun vegna nýlegrar skýrslu
Dick Cheney varaforseti Bandaríkjanna, verður varaforsetaefni Bush áfram
Alain Juppe fyrrum forsætisráðherra Frakklands, lætur af stjórnmálaforystu
Bandaríska samkvæmisdrottningin Martha Stewart dæmd í fimm mánaða fangelsi
Hillary Rodham Clinton ekki í forsetaframboð árið 2008 ef John Kerry vinnur nú
John Kerry býður Hillary Clinton að halda ræðu á flokksþinginu eftir hávær mótmæli
Schwarzenegger segir að fjárlagatillögur fari í gegn, sama hvað demókratar segi
Úrslit aukakosninga áfall fyrir Tony Blair - Blair og Howard takast á um skýrslu
Bobby Fischer fyrrum heimsmeistari í skák, handtekinn í Japan - eftirlýstur í áratug
Bandarísku forsetaframbjóðendurnir berjast harkalega um gyðingaatkvæðin
Shrek mættur aftur / Hárið sett upp á Akureyri í september / 100 undur veraldar
Viðtal við Ásdísi Höllu Bragadóttur bæjarstjóra í Garðabæ - rætt um stöðu bæjarins
Nýjar reglur varðandi Óskarinn - verðlaunin verða næst afhent 27. febrúar 2005
Seinasta hlutverk snillingsins Marlon Brando var allnokkuð frábrugðið hinum
Angels in America og Sopranos hlutu flestar tilnefningar til Emmy verðlaunanna

Dagurinn í dag
1627 Tyrkjaránið: sjóræningjar frá Alsír komu til Vestmannaeyja á þremur skipum, drápu 34 íbúa þar, tóku 242 konur og karla með sér og seldu þá í ánauð við heimkomu til Alsír
1955 Dwight D. Eisenhower forseti Bandaríkjanna, kom í stutta heimsókn til Íslands
1979 Saddam Hussein tekur við völdum í Írak. Honum var steypt af stóli í apríl 2003
1999 John F. Kennedy yngri og eiginkona hans Carolyn Kennedy, láta lífið í flugslysi
2002 Simon og Garfunkel koma saman á ný eftir 30 ára hlé - gáfu út lag í tilefni þess

Morgundagurinn
1930 Þýska loftskipið Graf Zeppelin kom til Íslands, flaug yfir sunnanvert landið
1932 Stytta af Leifi heppna afhjúpuð á Skólavörðuholti - hún var gjöf frá Bandaríkjunum
1946 Íslendingar léku sinn fyrsta landsleik í knattspyrnu, spiluðu við Dani sem unnu 3:0
1979 Einræðisstjórn Somoza felld í Nicaragua, við tók stjórn sandinista sem sat til 1990
1991 Arnór Guðjohnsen skorar fjögur mörk í landsleik og jafnar met Ríkharðs Jónssonar

Snjallyrði dagsins
Dagar og nætur segja mér
Ég mun aldrei gleyma þér
Mynd þín mun ávallt vera hér
Geymd í huga mér
Birgitta Haukdal (Eldur í mér)

Engin fyrirsögn

RíkisstjórnHeitast í umræðunni
Þung undiralda virðist nú vera innan Framsóknarflokksins í þá átt að draga eigi fjölmiðlafrumvarpið til baka og bíða með málið þar til í haust, eftir uppstokkun í ríkisstjórninni. Ef sú krafa kemur upp er með öllu ómögulegt að spá til um endalok þess máls. Ég hef talið eðlilegt að setja lög um eignarhald á fjölmiðlum og hef litið á nýtt frumvarp sem útrétta sáttarhönd til aðila málsins og hægt verði jafnvel að vinna frumvarpið lengur eftir samþykkt þess og t.d. taka þætti þess upp fyrir gildistöku árið 2007 og ræða málið enn betur í fjölmiðlanefnd með þá aðkomu stjórnarandstöðunnar, en allt vinnsluferli málsins hefur algjörlega skort efnislega umræðu af hennar hálfu og er svo enn. Ég hef sjálfur nefnt málefni Ríkisútvarpsins t.d. sem einn þátt sem verði að koma á hreint samhliða fjölmiðlalögum og lagt áherslu á að taka rekstur þess fyrir, enda með öllu óeðlilegt að undanskilja ríkisfjölmiðilinn í fjölmiðlalögum. Framsóknarmenn hafa á undanförnum mánuðum reynst nokkur ólíkindatól í samstarfinu, skemmst er að minnast þess að þeir lögðust gegn því að lagðar yrðu fram formlegar skattatillögur fyrir þinglok í vor. Vel má vera að reyni nú á stjórnarsamstarfið, en vonandi næst lausn sem kemur sér vel fyrir báða flokka. Þetta mun ráðast á næstu dögum, enda skilar allsherjarnefnd brátt af sér áliti sínu fyrir aðra umræðu fjölmiðlafrumvarps.

Björn Bjarnason dómsmálaráðherra og formaður EvrópunefndarinnarDavíð Oddsson forsætisráðherra, skipaði í gær nefnd um Evrópumál. Helsta hlutverk hennar verður að kanna framkvæmd EES-samningsins, hvort og þá hverskonar undanþágur séu veittar í aðildarsamningum að Evrópusambandinu, hvað aðild myndi kosta ríkissjóð til lengri og skemmri tíma litið og hverjir væru helstu kostir og gallar evrunnar fyrir Ísland. Í nefndinni eiga sæti fulltrúar allra þingflokka á Alþingi en Björn Bjarnason dómsmálaráðherra, er formaður nefndarinnar. Auk hans er Einar Kristinn Guðfinnsson þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, fulltrúi flokksins. Þingmennirnir Hjálmar Árnason og Jónína Bjartmarz sitja í nefndinni af hálfu Framsóknarflokksins, Össur Skarphéðinsson og Bryndís Hlöðversdóttir eru fulltrúar Samfylkingarinnar, Ragnar Arnalds formaður Heimssýnar og fyrrum ráðherra, og Katrín Jakobsdóttir varaformaður Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs eru fulltrúar VG og Brynjar Sindri Sigurðsson er fulltrúi Frjálslynda flokksins. Jákvætt skref er að þverpólitísk nefnd ræði þessi mál og fari yfir helstu álitamál þessu tengd. Ég hef verið þeirrar skoðunar lengi að Íslendingar eigi ekki að ganga í ESB, og hef verið í Heimssýn, hreyfingu sjálfstæðissinna í Evrópumálum, allt frá stofnun sumarið 2002 og tek þátt í starfinu þar. Ég tel þó nauðsynlegt að málin verði rædd og fagna því að forsætisráðherra hafi skipað nefndina og fagna málefnalegri umræðu um kosti og galla ESB-aðildar.

JFKPólitískt bíó - JFK
Eitt áleitnasta hitamál bandarískrar stjórnmálasögu á 20. öld er óneitanlega morðið á John Fitzgerald Kennedy forseta Bandaríkjanna, í Dallas í Texas, föstudaginn 22. nóvember 1963. Hann hafði þá setið á forsetastóli í Bandaríkjunum í rúmlega 1000 daga. Að margra mati er sem spurningunni um hver myrti forsetann hafi ekki verið svarað með fullnægjandi hætti. Opinber rannsóknarnefnd komst að þeirri niðurstöðu að Lee Harvey Oswald hefði framið morðið og verið einn að verki en margir aðhyllast þá kenningu að árásarmennirnir hafi verið tveir og sumir segja allt að fjórir. Einnig hafa komið fram kenningar um að mafían, bandaríska leyniþjónustan, útsendarar erlendra ríkja eða jafnvel Johnson forseti, hafi skipulagt ódæðið. Um þetta mikla hitamál var fjallað í kvikmyndinni JFK árið 1991. Allt frá unglingsárum hafði Oliver Stone fylgst með miklum áhuga með rannsókninni á morðinu á Kennedy forseta. Hann ákvað því að gera mynd um rannsóknina og þær samsæriskenningar sem fóru um allan heiminn þess efnis að stjórnvöld hefðu átt þátt í morðinu og hann gerði myndina frá sjónarhorni Jim Garrison sem fór fremstur í fylkingu þeirra sem vildu að málið yrði kannað til fulls og allar samsæriskenningarnar kannaðar og málið galopnað. Myndin varð umdeild en mögnuð lýsing á þessu þekkta morðmáli. Er fátt meira viðeigandi nú í miðri kosningabaráttunni um valdamesta embætti stjórnmálaheimsins, forsetaembættinu í Bandaríkjunum, en kynna sér þetta umdeilda sjónarhorn á morðið á einum kraftmesta stjórnmálamanni Bandaríkjanna á 20. öld, sem hvarf af sjónarsviðinu með vofeiflegum hætti fyrir rúmum fjórum áratugum.
stjörnugjöf

Áhugavert á Netinu
Umfjöllun um álit sérfræðinga á fjölmiðlafrumvarpi - pistill á Vef-Þjóðviljanum
Hvað sögðu stjórnarandstæðingar um frumvarp í maí - pistill á Vef-Þjóðviljanum
Innskot í ritdeilu framsóknarmanna og vinstrigrænna - pistill Hafsteins Þórs
Fólk sem ekki er sjálfstæðisfólk er ekki fólk - pistill Benedikts Jóhannessonar
Umdeildur pistill Árna Þórs Sigurðssonar borgarfulltrúa, um sveitarstjórnarmál
George W. Bush forseti Bandaríkjanna, ræðst að Kerry á kosningaferðalagi
Dóttir Bush forseta á kosningaferðalagi - dætur forsetans ræða við fjölmiðla
Umfjöllun í allsherjarnefnd að ljúka - búist við litlum breytingum á frumvarpi
Butler skellir ekki skuldinni á Blair vegna Íraksmálsins - Tony Blair þó rúinn trausti
Engin skólagjöld í grunnnámi, líklegt að setja skólagjöld á nemendur í framhaldsnámi
José Manuel Barroso verðandi forseti ESB, gagnrýnir harðlega Bandaríkjastjórn
Aukakosningar verða í tveim einmenningskjördæmum í Bretlandi á morgun
Hillary Rodham Clinton ekki boðið að ávarpa flokksþing demókrata í Boston
Marta Sahagun forsetafrú Mexíkó, fórnar stjórnmálaframa fyrir eiginmann sinn
Þjóðaratkvæðagreiðsla verður í Frakklandi um fyrirhugaða stjórnarskrá ESB
Með þér - sungið af Ragga Bjarna / Lifi ljósið - frábært lag úr söngleiknum Hárinu
Akureyringurinn Sveinn Heiðar byggir á Reyðarfirði - gleðiefni hversu vel gengur þar
Breskar konur hafa merkilegan smekk ef marka má þennan skondna vinsældalista
Bandarískir kjósendur telja Bush ákveðinn leiðtoga en að Kerry sé útsmoginn
Repúblikanar hættir að borða Heinz tómatsósu - borða núna í staðinn W tómatsósu

Dagurinn í dag
1953 Fjöldamorðinginn John Reginald Christie tekinn af lífi - seinasta aftakan í Bretlandi
1959 Jazzsöngkonan Billie Holliday lést í New York, 44 ára að aldri - þessi einstaka söngkona vann hug og hjörtu tónlistarheimsins á fjórða áratugnum, hún lést þó slypp og snauð
1964 Barry Goldwater öldungadeildarþingmaður útnefndur forsetaefni repúblikanaflokksins
1997 Ítalski tískukóngurinn Gianni Versace myrtur við heimili sitt í Miami í Flórída
1999 Nýja Bláa lónið í Svartsengi, formlega tekið í notkun - glæsileg heilsulind

Snjallyrði dagsins
Og ekki verður það af Ólafi Ragnari Grímssyni skafið að hann var atvinnumaður í pólitískum áróðursbrögðum og hikaði aldrei við að snúa staðreyndum á haus, ef það mætti verða til framdráttar röngum málstað.
Jón Baldvin Hannibalsson sendiherra (í ævisögu Jóns, Tilhugalífi - 2002)

Engin fyrirsögn

AllsherjarnefndHeitast í umræðunni
Allsherjarnefnd Alþingis hefur undanfarna daga fundað og haldið áfram umfjöllun um nýtt fjölmiðlafrumvarp ríkisstjórnarinnar. Leitað hefur verið álits hjá lögfróðum mönnum og sérfræðingum um efni frumvarpsins. Þar hefur komið í ljós mikill ágreiningur meðal þeirra um þetta efni, rétt eins og önnur sem tengjast fyrri frumvarpi, synjunarvaldi forseta Íslands og álitaefnum tengdum þjóðaratkvæðagreiðslum. Vart getur talist óeðlilegt að ólík sjónarmið séu í umræðunni hjá nefndinni og jafnframt í samfélaginu um hvernig beri að setja ný lög um fjölmiðla með hliðsjón af stjórnarskrá. Það hefur ekki gerst fyrr í sögu lýðveldisins að forseti synji lögum staðfestingar og engin fordæmi fyrir hendi um þessi mál. Það er því miður orðið svo fyrir löngu að umræða um fjölmiðlafrumvarpið er hætt að snúast um efnislega hlið þess, heldur marga aðra þætti. Það er sorglegt hvernig stjórnarandstaðan hefur komið fram í málinu, nýtt sér það til að slá pólitískar keilur og forðast efnislega hlið málsins, koma fram með eigin tillögur um hvað eigi að gera í þessum málum. Umræða um málið er orðin mjög pólitísk, sem staðfestir að þjóðaratkvæðagreiðsla um fjölmiðlalög hefði aldrei snúist um málið, heldur alla aðra mögulega þætti. Þjóðin er klofin í þessu máli fyrir tilverknað samfylkingartákns þjóðarinnar, stjórnmálamannsins á Bessastöðum, sem stóðst ekki freistinguna að reyna að koma höggi á fyrrum pólitíska andstæðinga.

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherraMikilvægt er samhliða þessu fjölmiðlafrumvarpi að hefja ítarlega umræðu um hlutverk ríkisfjölmiðilsins og tekið af skarið með breytingar á rekstrarfyrirkomulagi þessarar stöðnuðu stofnunar. Mjög skortir á að heildarsýn stjórnarflokkanna komi fram hvað varðar RÚV. Hef ég jafnan gagnrýnt harðlega ráðleysi stjórnarflokkanna í þeim málaflokki. Sú afstaða hefur ekki breyst, það skortir verulega á að tekið sé á því að breyta Ríkisútvarpinu, annaðhvort með því að gera það að hlutafélagi eða einkavæða það, sem væri mun heillavænlegra skref. Það afhjúpast sífellt að tímaskekkja er að ríkið reki fjölmiðla, a.m.k. með þeim formerkjum sem nú eru á þessum staðnaða rekstri. Í pistli mínum á frelsi.is þann 14. maí sl. rakti ég skoðanir mínar á RÚV og óskaði eftir því að ráðherrar míns flokks tækju af skarið í þessu máli. Er ég almennt séð mjög ósáttur við framgöngu Sjálfstæðisflokksins í þessu máli og almennt dugleysi við að reka á eftir landsfundarsamþykktum flokksins um RÚV. Það er fyrir löngu kominn tími til að forystumenn flokksins, einkum menntamálaráðherra, drífi sig a.m.k. í að vinna að þeim breytingum á rekstrarfyrirkomulaginu, sem landsfundur flokksins samþykkti í mars 2003. Það er tímaskekkja að á árinu 2004 sé ríkið enn ráðandi aðili í fjölmiðlaumhverfi landsins. Ríkið á að hætta sem fyrst afskiptum sínum í fjölmiðlarekstri og víkja þaðan, öllum til heilla, einkum einkaframtakinu.

Spider-Man 2Kvikmyndaumfjöllun - Spider-Man 2
Köngulóarmaðurinn er mættur aftur á hvíta tjaldið, í öllu sínu veldi. Tvö ár eru liðin frá því hann bjargaði New York frá grænum púka, nú þarf hann að takast á hendur það verkefni að glíma við illan vísindamann sem hefur breytt sér í vélrænt illmenni. Í dagsins önn er Köngulóarmaðurinn hinn ósköp venjulegi Peter Parker, sem er algjör andstæða hetjunnar, feiminn og óttalega klaufalegur. Meðan Köngulóarmaðurinn nær árangri í að takast á hendur hvern glæponinn á fætur öðrum á Peter í mesta brasi með einkalíf sitt, einkum ástamálin. Hann er ástfanginn uppfyrir haus í Mary Jane, sem hann hefur þekkt til fjölda ára. Hann reynir allt til að vinna hjarta hennar. Að því kemur að hann þurfi að gera upp við sig hvort hann vilji vera Köngulóarmaðurinn eða Peter Parker, er Mary Jane er í þann mund að giftast öðrum manni. Stórfengleg ævintýramynd sem ætti að heilla hvern áhugamann um glæsilegar sögur með mögnuðum tæknibrellum, upp úr skónum. Sam Raimi stendur sig gríðarlega vel í að tryggja að hver hluti heildarmyndarinnar glansi. Allar tæknibrellur eru meistaralega vel úr garði gerðar, handritið er gott og tónlistin klikkar svo sannarlega ekki. Tobey Maguire fer á kostum í hlutverki ferils síns, að mínu mati og Kirsten Dunst er heillandi í hlutverki Mary Jane. Ástarsaga Peters og Mary Jane nær miklum hæðum vegna sterks samleiks þeirra. Ég hafði alveg virkilega gaman af þessari mynd, skemmti mér konunglega og hvet alla kvikmyndaunnendur til að skella sér í bíó og sjá þessa glæsilegu ævintýramynd. Það er svo sannarlega þess virði.
stjörnugjöf

Áhugavert á Netinu
Gamla tuggan um sumarleyfi þingmanna þögnuð - pistill á Vef-Þjóðviljanum
Fjölbreytt umræða um nýtt fjölmiðlafrumvarp - pistill á Vef-Þjóðviljanum
Meiri miðstýring, betri þjónusta? - pistill Helgu Baldvinsdóttur Bjargardóttur
Óþægilegt þegar lögfræðingar eru ekki sammála - Halldór Ásgrímsson
Ósammála um túlkun lögmanna - frumvarpið til umræðu í allsherjarnefnd
Ólíkar skoðanir: Heimilt að fella lögin úr gildi - hendur forseta bundnar
Viðtal við Jón Steinar Gunnlaugsson og Dögg Pálsdóttur um fjölmiðlafrumvarpið
George W. Bush forseti Bandaríkjanna, svarar gagnrýni vegna Íraksstríðsins
Tony Blair fær Butler skýrsluna afhenda - niðurstöður um vopnaeign Saddams
Pedro Santana Lopes tekur við embætti forsætisráðherra Portúgals af Barroso
George W. Bush forseti, á kosningaferðalagi í Michigan, Minnesota og Wisconsin
Cheney segir John Kerry hafa stutt innrás í Írak og hann sé tækifærissinni
Dick Cheney vs. John Edwards: hversu sterk eru varaforsetaefnin í USA?
Bandarískir kjósendur telja Bush ákveðinn leiðtoga en að Kerry sé útsmoginn
Marta Sahagun forsetafrú Mexíkó, ætlar ekki í forsetaframboð árið 2006
Framkvæmdastjórn ESB höfðar mál gegn sænska ríkinu, vegna áfengislaga þar
Fjölskylduhátíð um helgina í Hrísey / demókratar undirbúa sig fyrir flokksþing
Skjár einn skrifar undir og fær enska boltann - sumar lýsingar verða á ensku
100 ára gamall maður setur heimsmet er hann hleypur 100 metra á 30 sekúndum
Hálf öld liðin frá dauða mexíkönsku listakonunnar Fridu Kahlo - hennar minnst

Dagurinn í dag
1954 Mexíkóski listmálarinn Frida Kahlo deyr, 47 ára að aldri. Sagt var frá litríkri ævi hennar og listferli í kvikmyndinni Frida árið 2002. Salma Hayek fór á kostum við túlkun á henni
1960 John F. Kennedy öldungadeildarþingmaður, formlega útnefndur forsetaefni demókrataflokksins, á flokksþingi þess í New York - hann vann sigur í forsetakosningunum síðar sama ár og varð yngsti forseti landsins í sögu þess. Kennedy féll fyrir morðingjahendi í Dallas í Texas, 22. nóvember 1963, hann hafði þá setið rúma 1000 daga í embætti
1984 Walter Mondale forsetaefni demókrata, útnefnir Geraldine Ferraro sem varaforsetaefni sitt - Ferraro var fyrsta konan sem var í framboði í forystu í forsetakjöri í Bandaríkjunum
1985 Live Aid tónleikarnir haldnir í London, til styrktar hinum hungruðu í Afríku
2000 Víetnam og Bandaríkin undirrita viðskiptasamning - tímamót í samskiptum þeirra

Snjallyrði dagsins
Imagine no possessions
I wonder if you can
No need for greed or hunger
A brotherhood of man
Imagine all the people
Sharing all the world...

You may say I'm a dreamer
But I'm not the only one
I hope someday you'll join us
And the world will be as one
John Lennon (Imagine)

Engin fyrirsögn

DagblöðHeitast í umræðunni
Mjög áhugavert var að lesa skrifin á Vef-Þjóðviljanum um helgina, þar sem fjallað var um undarlega fréttamennsku Fréttablaðsins. Ráðlegg ég öllum að lesa þessi skrif og kynna sér þar fréttamat blaðsins undanfarna 50 daga. Túlkun á skoðanakönnun Fréttablaðsins í gær vakti athygli mína. Ljóst er, að það olli andstæðingum Sjálfstæðisflokksins (í ritstjórn blaðsins sem og stjórnarandstæðingum) verulegum vonbrigðum, að flokkurinn mældist stærstur í könnuninni og við fengum þó þessa mælingu eftir þá orrahríð sem yfir samfélagið hefur gengið gegn þeirri ákvörðun ríkisstjórnarinnar að setja lög um eignarhald á fjölmiðlum. Annars breyttist ekkert um helgina í þessu máli, stjórnarandstaðan er enn í felum efnislega séð í þessu máli og litlar líkur á að tillögur hennar um eignarhald fjölmiðla og lagasetningu á því liggi fyrir á næstunni. Eins og ég hef bent á eru forystumenn á þeim væng stjórnmálanna að hengja sig utan í allt nema efnislega umræðu um málið og reyna að slá pólitískar keilur. Það er vissulega mjög bagalegt að fræðimenn á sviði lögfræði séu ósammála um öll atriði málsins. Ég tek undir með utanríkisráðherra, en hann sagðist í dag alltaf hafa litið svo á að löggjafarvaldið væri hjá Alþingi og löggjafarsamkundan geti bæði numið lög úr gildi og sett ný lög. Það er greinilegt að pólitík setur mikið mark sitt á fræðimennina og hvernig þeir meta þessi efni, það er það versta af öllu. En við því er mjög fátt hægt að gera. Meirihluti þingsins getur bæði sett lög og afnumið þau, það er afdráttarlaus skoðun mín.

Alfreð Þorsteinsson pólitískur leiðtogi R-listansAlfreð Þorsteinsson, sem verið hefur pólitískur leiðtogi R-listans sem formaður borgarráðs eftir að Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur var steypt af stóli í desember 2002, tjáði sig í gær um fjölmiðlamálið og hvernig það sneri að honum sem stuðningsmanni og trúnaðarmanni Framsóknarflokksins í stjórnmálum. Það vakti þó óneitanlega athygli mína að heyra ein ummæli hans, þess efnis að þingmenn ættu alltaf að fylgja samvisku sinni og sannfæringu í málum. Tek ég undir það, en undrast að þessi orð komi frá Alfreð af öllum mönnum. Það hafa vonandi fáir gleymt því hvernig Alfreð sem pólitískur leiðtogi R-listans meinaði borgarfulltrúum vinstri grænna í samstarfinu, sérstaklega varaborgarfulltrúanum Steinunni Birnu Ragnarsdóttur, að tjá sannfæringu sína í fjölda mála, t.d. hvað varðar Austurbæjarbíó. Aðför Alfreðs og Þórólfs Árnasonar borgarstjóra, að málfrelsi Steinunnar og tillögurétti í meirihlutanum, leiddi til afsagnar hennar úr nefndum tengdum R-listanum og sem varaborgarfulltrúa. En það er gott að Alfreð virðist hafa skilið mikilvægi þess að sannfæringin ráði. Hann hefði mátt komast á þá skoðun fyrr, hvað varðar samstarfsfólk hans í borgarstjórnarmeirihlutanum, sem hefur hröklast frá vegna afskipta hans af tjáningu þeirra á mikilvægum málum.

Stefán Friðrik StefánssonForsetakosningar í Bandaríkjunum
Kosningabaráttan vegna forsetakosninganna í Bandaríkjunum, þriðjudaginn 2. nóvember nk. er tekin að harðna nokkuð og mun hún brátt ná hámarki. Styttist nú í flokksþing stóru stjórnmálaflokkanna þar sem stefna framboða forsetaefnanna og baráttuþema þeirra verður endanlega mótuð og forseta- og varaforsetaefni hyllt af flokksmönnum, venju samkvæmt. Flokksþing demókrata verður haldið í Boston í Massachusetts-fylki, heimavígi John Kerry forsetaframbjóðanda flokksins og öldungadeildarþingmanns, 26. - 29. júlí nk. Framboð Kerry og Edwards virkar sterkt, en ef eitthvað eitt er umfram allt talið veikleiki framboðs Kerry og Edwards er það án nokkurs vafa skortur á trúverðugleika, en Kerry hefur margoft í kosningabaráttunni verið staðinn að því að hafa margoft skipt um skoðanir og eða áherslur. Er þetta jafnan siður vinstrimanna í stjórnmálum, en hvort það gagnast Kerry eða verður fótakefli að lokum ræðst í nóvember. George W. Bush forseti Bandaríkjanna, er ótvíræður leiðtogi Repúblikanaflokksins og þurfti ekki að heyja forkosningabaráttu til að hljóta útnefningu flokksins, enda einn í kjöri af hans hálfu. Það er því nokkuð ljóst að flokksþing repúblikana sem haldið verður í New York 30. ágúst – 2. september verði kraftmikil samkunda fyrir Bush og kosningabaráttu hans, sökum sterkrar stöðu hans í flokknum. Ég fjalla um kosningabaráttuna í Bandaríkjunum í ítarlegum pistli á frelsi.is í dag.

Áhugavert á Netinu
Helgarpistill Björns Bjarnasonar dómsmálaráðherra - 10. júlí 2004
Spennandi kosningabarátta í USA - pistill Stefáns Friðriks Stefánssonar
Einhliða fréttaumfjöllun Fréttablaðsins í 50 daga - pistill á Vef-Þjóðviljanum
Sjálfstæðisflokkurinn stærstur í könnun Fréttablaðsins - Framsókn minnst
Möguleiki á að forsetakosningum í USA verði frestað vegna hryðjuverkaógnar
Thomas Klestil fyrrum forseti Austurríkis, var jarðsunginn á laugardag
Vangaveltur um hvort Dick Cheney verði áfram varaforsetaefni Bush
Ron Reagan styður John Kerry og mun ávarpa demókrataþing í Boston
Tony Blair íhugaði alvarlega afsögn í júní - hann ætlar sér nú að halda áfram
Junichiro Koizumi situr áfram við völd í Japan þrátt fyrir kosningatap í gær
Dick Cheney vs. John Edwards: hversu miklu máli skipta varaforsetaefnin?
Pólitísku óvinirnir Ariel Sharon og Shimon Peres að mynda stjórn í Ísrael
Umfjöllun um bókina sem John Kerry vill að enginn stjórnmálaspekúlant lesi
Umdeild bók um dauða Ron Brown árið 1996 selst mjög vel í Bandaríkjunum
Kosningaloforð framboðs John Kerry yrðu dýrkeypt fyrir bandaríska kjósendur
Hvalveiðar við Ísland hafa ekki dregið úr aðsókn í hvalaskoðunarferðir við landið
Matvælaverð hækkar nokkuð í Póllandi í kjölfar aðildar að Evrópusambandinu
Spiluðu sama lagið í 6 tíma / afmælistónleikar Grafík á Ísafirði um helgina
Amtsbókasafnið á Akureyri fær verðlaun fyrir góða þjónustu - eiga það skilið
Presley kemst á breska vinsældalistann með gamlan smell, 27 árum eftir dauðann
Marlon Brando, dó forríkur, en ekki fátækur eins og margir héldu eftir lát hans

Dagurinn í dag
1862 Bandaríska þingið samþykkir einróma stofnun nýrrar orðu, Heiðursorðunnar
1951 Óskar Halldórsson útgerðarmaður, afhenti ríkinu 18 vaxmyndir af þekktu fólki
1953 Grafarkirkja á Höfðaströnd í Skagafirði vígð - eitt af minnstu guðshúsum landsins
1974 Einn sigursælasti knattspyrnustjórinn í sögu knattspyrnunnar, Bill Shankly, hættir störfum hjá Liverpool, eftir glæstan feril þar. Shankly varð bráðkvaddur í september 1981
1997 Safn Ríkharðs Jónssonar myndhöggvara, opnað á Djúpavogi, en hann var þaðan

Snjallyrði dagsins
It's the friends you can call up at four a.m. that matter.
Marlene Dietrich (1901-1992)

Málefnaþing SUS - 2004


Engin fyrirsögn

Stefán Friðrik StefánssonSunnudagspistillinn
Að þessu sinni fjalla ég um fjölmiðlamálið og atburðarásina í því frá því að ríkisstjórnin ákvað að afturkalla fjölmiðlalögin og leggja fram nýtt fjölmiðlafrumvarp. Stjórnarandstaðan forðast nú sem fyrr í þessu máli að taka efnislega afstöðu og fer marga hringi til að forðast það, fer ég yfir nokkra anga af þeim stórundarlega hráskinnaleik sem stjórnarandstaðan beitir í málinu og vinnubrögðum forystu stjórnarandstöðuflokkanna. Erfitt er að spá um hvert verði framhald málsins, þó er greinilegt að stjórnarandstaðan mun leggjast gegn öllum tillögum til breytingar á fjölmiðlafrumvarpinu, sama um hvað þær snúast. Það hefur sést á umræðu vikunnar. Hún telur hag í því að setja allt í strand með óbilgirni og tilraunum til að sundra störfum á þingi og umræðu í samfélaginu. Ábyrgðarlaus framkoma stjórnarandstöðunnar mun koma henni mjög í koll þegar á hólminn kemur. Það er greinilega vonlaust að búast við því að hún muni leggja fram efnislegar tillögur í þessu máli. Að lokum fjalla ég um gagnlegan leiðtogafund Davíðs Oddssonar og George W. Bush, sem fram fór í Hvíta húsinu í vikunni, þar sem aðallega var rætt um varnir Íslands og tvíhliða varnarsamning landanna.

Marlon Brando (1924-2004)Marlon Brando (1924-2004)
Óskarsverðlaunaleikarinn Marlon Brando lést í Los Angeles, 1. júlí 2004. Í ítarlegri umfjöllun á kvikmyndir.com fer ég yfir ævi og leikferil hans. Brando átti þá að baki einn litríkasta leikferil kvikmyndasögunnar og var ímynd töffarans í kvikmyndum um miðja 20. öldina, goðsögn í lifanda lífi, hiklaust ein af skærustu stjörnum Hollywood á gullaldarárunum. Árið 2001, sama ár og hann lék hlutverk Max í The Score, sem varð hans seinasta kvikmyndahlutverk, varð staða hans í forystu kvikmyndaheimsins á 20. öld endanlega staðfest er hann varð annar í vali á leikara aldarinnar. Aðeins Humphrey Bogart þótti eftirminnilegri fulltrúi karlleikara á öldinni. Ferill Brando er sennilega einstakur, það er líklegt að aldrei komi til viðlíka sterk stjarna, leikari sem heillar allar kynslóðir og hefur meiri áhrif en hinn litríki Brando. Nú, þegar tjaldið fellur klappa allir áhorfendur. Þeir hafa orðið vitni að merkum leiksigri. Snillingur hefur kvatt leiksviðið hinsta sinni. Marlon Brando var og verður aldrei talinn venjulegur leikari. Hann markaði þáttaskil.

Dagurinn í dag
1911 Konur fengu fullt jafnrétti til menntunar og embætta við staðfestingu laga um rétt kvenna til embættisnáms, námsstyrks og embætta. Hannes Hafstein flutti frumvarpið á þingi
1972 Einvígi aldarinnar í skák hófst í Reykjavík. Bobby Fischer og Boris Spassky kepptu um heimsmeistaratitil alþjóða skáksambandsins (FIDE) í skák - Fischer vann að lokum einvígið
1989 Óskarsverðlaunaleikarinn Sir Laurence Olivier, deyr, 82 ára að aldri. Einn af fremstu leikurum Breta á 20. öld og hlaut óskarinn fyrir túlkun sína á Hamlet í kvikmynd sinni 1948
1993 Debut, fyrsta plata Bjarkar Guðmundsdóttur, kom út - fór beint á toppinn í Bretlandi
1998 Hvalfjarðargöngin opnuð fyrir umferð af Davíð Oddssyni - þau eru 5.484 metra löng - styttu hringveginn um alls 42 kílómetra. Fyrsta sólarhringinn fóru alls 12.000 bílar um göngin

Snjallyrði dagsins
But of all these friends and lovers,
There is no one compares with you,
And these memories lose their meaning
When I think of love as something new.

Though I know I'll never lose affection
For people and things that went before,
I know I'll often stop and think about them,
In my life I'll love you more.
John Lennon - Sir Paul McCartney (In My Life)

Engin fyrirsögn

AlþingiHeitast í umræðunni
Alltaf verður merkilegra að fylgjast með stjórnarandstöðunni. Eins og flestum ætti að vera kunnugt snerist kjarninn í gagnrýni hennar og fleiri aðila á stjórnarflokkana í vor um þá málsmeðferð sem viðhöfð var vegna fjölmiðlamálsins. Meðal röksemda þeirra var t.d. að umsagnarfrestur hefði ekki verið nægilegur. Í meðförum allsherjarnefndar nú kemur á óvart að stjórnarandstaðan leggur mikla áherslu á hraða málsmeðferð og að sem flestir sérfræðingar fái að koma fyrir nefndina til að segja álit sitt á því hvort framlagning frumvarps ríkisstjórnarinnar væri í samræmi við ákvæði stjórnarskrár. Á þá tillögu stjórnarandstöðunnar var fallist. Athyglisvert er hinsvegar að stjórnarandstaðan leggi til stuttan umsagnarfrest, fram á mánudag eða þriðjudag. Fulltrúar stjórnarflokkanna í nefndinni lögðu til lengri frest, en það studdi stjórnarandstaðan ekki. Nefndur var t.d. vikufrestur, það fannst stjórnarandstöðunni of langur tími. Í ljósi umræðunnar nú getur stjórnarandstaðan því ekki haldið því fram að stjórnarflokkarnir vilji keyra málið áfram með miklum hraða. Stjórnarandstaðan er reyndar á flótta að mörgu leyti, hún fæst enn engan veginn til að ræða efnisatriði málsins. Þeir eru í vondri stöðu hvað það varðar, enda hafa bæði formenn vinstri grænna og frjálslyndra lýst sig samþykka efnisatriðum þess í fyrri umræðum á þingi. Þeir vilja nú bara ræða um þjóðaratkvæðagreiðsluna. Óhætt er að segja að þessir forystumenn stjórnarandstöðu séu komnir á hálan ís.

Sólarlag við Kaldbak í EyjafirðiÞað er heitt víðar en í pólitíkinni hér heima þessa dagana. Hitabylgja er að ganga yfir hér á Norðurlandi og allir gleðjast. Veðrið er eiginlega of gott þessa dagana til að vera að pæla mikið í stjórnmálum. Ég fór í gærkvöldi til Dalvíkur og hitti þar góðan hóp fólks á kaffihúsinu Sogni, þar var setið úti og fengið sér veitingar, ennfremur horft út fjörðinn á kvöldsólina, það er eiginlega varla hægt að lýsa svo fagurri sjón með orðum. Bendi hér á þessa fallegu mynd sem er mjög lík þessari sjón, en hún var tekin við sumarsólstöður í Eyjafirði að kvöldi 21. júní í fögru veðri. Í dag fékk ég gesti í heimsókn, ætlunin er að fara á morgun til Mývatns og sýna þeim fegurð þess glæsilega staðar, ennfremur verður haldið austur að Ásbyrgi og fleirum fallegum stöðum. Ég hef lofað þessum góða hópi fólks að helstu umræðuefnin: t.d. fjölmiðlafrumvarp, ríkisstjórn og pólitík, verði tekið af dagskrá og þess í stað talað um önnur málefni. Enda veðrið of gott til að pæla í svona hlutum eiginlega, en ég get þó lofað gestum vefsins að sunnudagspistill birtist á sunnudag venju samkvæmt, þrátt fyrir sumar og sól.

Áhugavert á Netinu
Ekki allt sem sýnist með þjóðarmótmæli - pistill á Vef-Þjóðviljanum
Neitunarvald og vantraust á forsetann - pistill Benedikts Jóhannessonar
Frelsi til að fá að vera einsog maður vill vera - viðtal við Illuga Gunnarsson
Tveir lagaprófessorar ósammála um fjölmiðlafrumvarp ríkisstjórnarinnar
Hitabylgja á Norðurlandi í dag - hitastig fór vel yfir 20°C í dag á Akureyri
John Kerry of upptekinn við að skemmta sér til að finna tíma fyrir verkin
Eru Kerry-Edwards draumateymi? - John Edwards lítt vinsæll heima fyrir
Kerry neitar að afhenda upptöku af skemmtun þar sem ráðist var að Bush
Kosningateymi Bush forseta vill fá upptöku af skemmtikvöldi John Kerrys
Tom Daschle neitar fréttum þess efnis að hann hafi faðmað Michael Moore
Mikill gleðidagur í Fjarðabyggð í gær - umfjöllun um fyrstu skóflustunguna
Stjórnarandstaðan forðast efnislega umræðu - nóg af hlátrasköllum í staðinn
Reynt að hræða enska kjósendur frá því að hafna fyrirhugaðri stjórnarskrá ESB
Dagsetning ákveðin á forsetakosningar í Afganistan - verða haldnar 9. október
Ariel Sharon missir þingmeirihlutann - þarf að leita samstarfs við fleiri flokka
100 ára gömlum manni forðað frá fangelsisvist - hann myrti eiginkonu sína
Danska konungsfjölskyldan gefur listasafninu málverk eftir Jón Stefánsson
Jennifer Lopez kann ekki að leika, skv. fréttum - engin stórtíðindi þar á ferð
Porsche sem Ástþór Magnússon auglýsti sem tombóluvinning er ekki til
Grafarþögn í 11. sæti á bókalista í Svíþjóð - skyldulesning fyrir spennufíkla

Dagurinn í dag
1850 Zachary Taylor 12. forseti Bandaríkjanna, deyr - við embætti tók Millard Fillmore
1982 Óboðinn gestur, Michael Fagan, kemst inn í svefnherbergi drottningar. Henni tókst að gera viðvart um óboðna gestinn, atvikið leiddi til uppstokkunar á öryggisreglum í höllinni
1992 Bill Clinton ríkisstjóri í Arkansas og forsetaframbjóðandi demókrata, tilkynnir að Al Gore öldungadeildarþingmaður, verði varaforsetaefni hans. Saman mynduðu þeir sterkt framboðsteymi og unnu kosningarnar, samstarf þeirra þó brokkgengt væri entist í átta ár
1994 Síldarminjasafnið opnað á Siglufirði - minningarsafn um gullna tíma þar
2002 Óskarsverðlaunaleikarinn Rod Steiger deyr í Los Angeles, 77 ára að aldri

Morgundagurinn
1970 Dr. Bjarni Benediktsson forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, eiginkona hans Sigríður Björnsdóttir og dóttursonur Benedikt Vilmundarson, fórust í eldsvoða á Þingvöllum. Bjarni fæddist 30. apríl 1908, á löngum stjórnmálaferli sínum var hann borgarstjóri í Reykjavík, utanríkisráðherra, dómsmálaráðherra, menntamálaráðherra, heilbrigðisráðherra, iðnaðarráðherra og loks forsætisráðherra. Hann var formaður Sjálfstæðisflokksins í 9 ár
1970 Ríkisstjórn Jóhanns Hafstein tók við völdum við andlát Bjarna Benediktssonar forsætisráðherra - stjórnin sat í rúmt ár, til valdatöku vinstristjórnarinnar, 14. júlí 1971
1980 Viðskipti með kort frá Eurocard hófust á Íslandi - fyrstu Visa kortin komu árið eftir
1985 Rainbow Warrior, skip Greenpeace, sprengt upp í Auckland-höfn í Nýja Sjálandi
2004 Thomas Klestil fyrrv. forseti Austurríkis, jarðsunginn í Vín - var forseti 1992-2004

Snjallyrði dagsins
I don't know the key to success, but the key to failure is trying to please everybody.
Bill Cosby

Engin fyrirsögn

John Kerry og John EdwardsHeitast í umræðunni
John Kerry forsetaframbjóðandi Demókrataflokksins í Bandaríkjunum, tilkynnti á þriðjudag, að hann hefði valið John Edwards öldungadeildarþingmann frá Norður Karólínu, sem varaforsetaefni sitt. Kerry og Edwards voru keppinautar fyrr á þessu ári um útnefningu flokksins sem forsetaefni hans, en Kerry vann þann slag með afgerandi hætti er á hólminn kom. Ekki var löng stund liðin frá tilkynningu Kerrys, þar til repúblikanar voru farnir að ráðast að Edwards og tala um reynsluleysi hans á vettvangi stjórnmála. Það er staðreynd að enginn hefur fyrr verið útnefndur varaforsetaefni með jafnskamman pólitískan feril að baki, hann var kjörinn í öldungadeildina árið 1998 og á því aðeins sex ára setu þar að baki. Er kjörtímabili hans þar að ljúka, en hann gefur ekki kost á sér til endurkjörs í öldungadeildina, mun einbeita sér að framboðinu með Kerry, ólíkt Joe Lieberman sem var í kjöri til öldungadeildarinnar árið 2000, samhliða framboði sínu með Al Gore. Hvað svo sem segja má um reynsluleysi Edwards, deilir enginn um að hann er hörkuduglegur og fylginn sér og hefur víðtækan stuðning demókrata. Kerry og Edwards virðast vega hvorn annan upp og verða sterkt teymi, ekki ósvipað síðasta viðlíka framboðsteymi af hálfu demókrata, John F. Kennedy og Lyndon B. Johnson árið 1960, sem voru líkt og Kerry og Edwards samstarfsmenn í öldungadeildinni og fulltrúar Norðurríkjanna og Suðurríkjanna. Það er alveg ljóst að spennandi kosningabarátta er framundan í Bandaríkjunum.

Gleðidagur í ReyðarfirðiFyrsta skóflustungan var tekin í dag að álveri Alcoa í Reyðarfirði. Það voru Valgerður Sverrisdóttir iðnaðar- og viðskiptaráðherra, Guðmundur Bjarnason, bæjarstjóri í Fjarðabyggð, Bent Reitan forstjóri frumvinnslu Alcoa og Andy Graig, yfirmaður námu- og málmasviðs Bechtels, aðalverktaka álversbyggingarinnar, sem tóku fyrstu skóflustunguna. Áætlað er að fyrsti áfangi jarðvegsvinnu hefjist um miðjan júlímánuð, er stefnt að því að jarðvegurinn verði notaður sem uppfyllingarefni í nýja höfn sem áætlað er að verði tilbúin til notkunar eftir tæpt ár, sumarið 2005. Jarðvegsvinnu mun verða lokið á næsta ári, í apríl 2005 mun verða byrjað á að steypa kerskála álversins. Höfnin mun verða tilbúin til notkunar í janúarmánuði 2007 og álverið mun opna í apríl 2007 formlega. Um er að ræða stóran dag hjá Austfirðingum og reyndar okkur öllum í Norðausturkjördæmi, þessi framkvæmd auk virkjunarframkvæmda við Kárahnjúka hafa jákvæð áhrif á stöðu kjördæmisins í heild. Mjög ánægjulegt er að sjá hversu mikil og góð uppbygging er að eiga sér stað á Reyðarfirði og í öllum byggðakjörnum Fjarðabyggðar. Í ferð minni austur á firði í síðasta mánuði sá ég vel þessar miklu breytingar og uppganginn sem þar er. Samgleðst ég með fólki þar.

The ContenderPólitískt bíó - The Contender
The Contender er ein af þeim pottþéttu pólitísku kvikmyndum, sem alltaf er gaman að horfa á. Í henni er sögð sagan af því er Jackson Evans forseti Bandaríkjanna, tekur þá örlagaríku ákvörðun að tilnefna fyrstu konuna, öldungadeildarþingmanninn Laine Hanson, sem varaforsetaefni sitt er sitjandi varaforseti Bandaríkjanna fellur frá rétt fyrir lok seinna kjörtímabils forsetans. Hann sér í því tvö möguleika, báða mjög góða fyrir sig og arfleifð sína. Hann yrði með því fyrsti forseti Bandaríkjanna til að útnefna konu sem varaforseta sinn og hann yrði með því öruggur partur af stjórnmálasögu sinnar samtíðar. Er val forsetans á Laine sem varaforseta hefur verið tilkynnt opinberlega koma fram gögn sem greina í smáatriðum frá afar frjálslegum kynferðislegum athöfnum hennar á yngri árum sínum og með því kemst allt í uppnám þar sem Öldungadeild Bandaríkjaþings (sem þarf að staðfesta varaforsetaefni sitjandi forseta) telur slíkt vart hæfa tilvonandi varaforseta Bandaríkjanna. Meðal þeirra sem ganga lengst fram í andúð sinni á vegtyllu hennar er repúblikaninn Shelly Runyon, en honum er mjög í nöp við hana og ekki síst fortíð hennar. Hann ákveður að reyna hvað sem hann getur til að spilla fyrir framavonum hennar. Við tekur óvæginn og vægðarlaus hráskinnaleikur sem getur tekið á sig allar myndir og það kemur að því að enginn er óhultur. Allt smellur saman til að skapa hina einu sönnu pólitísku spennumynd. Aðall myndarinnar er leikur þriggja leiksnillinga. Joan Allen fer á kostum í hlutverki varaforsetaefnisins, Gary Oldman sem pólitíski klækjarefurinn Runyon og Jeff Bridges sem Evans forseti. Ómissandi mynd fyrir alla þá sem hafa gaman af ekta pólitískum myndum, með viðeigandi plotti og pælingum sem fylgir pólitík.
stjörnugjöf

Áhugavert á Netinu
Málefnaþing SUS verður haldið á Selfossi, 3. - 5. september 2004
Fúkyrðaflaumur á Alþingi Íslendinga - pistill Hafsteins Þórs Haukssonar
Nokkur orð um skólakerfið á Íslandi - pistill Stefáns Ottós Stefánssonar
Fyrsta skóflustungan tekin að álveri Fjarðaáls - hefur starfsemi í apríl 2007
Fyrstu umræðu um fjölmiðlafrumvarpið lokið - farið í umræðu í allsherjarnefnd
Lífstíðardómi yfir morðingja Önnu Lindh fv. utanríkisráðherra Svíþjóðar, snúið
al-Qaeda undirbýr hryðjuverkaárás á Bandaríkin - vill hafa áhrif á kosningarnar
Hnitmiðaðar kosningaauglýsingar frá Bush forseta: Priorities - First Choice
Myndasýning til minningar um Ronald Reagan - Bush og Cheney minnast Reagan
Geta ekki sleppt hvor öðrum - Drudge Report gerir gys að Kerry og Edwards
Hillary Clinton og John McCain voru fyrstu kostir Kerrys, ekki John Edwards
Kenneth Starr segir Bill Clinton sniðganga eðlilegar staðreyndir í ævisögu sinni
Heinz Fischer tekur við forsetaembættinu í Austurríki - Thomas Klestil syrgður
Kenneth Lay fyrrum yfirmaður Enron, ákærður - segist alveg saklaus af ákærunum
Dómari í máli viðskiptakonunnar Mörthu Stewart neitar henni um ný réttarhöld
40 ár liðin frá frumsýningu Bítlamyndarinnar ógleymanlegu A Hard Day's Night
Kommarnir í Kína telja kvikmyndaprinsinn Harry Potter stórhættulegan æsku landsins
Rúmar þrjár vikur í gleðihátíð ársins: Þjóðhátíð í Eyjum - Þjóðhátíðarlagið 2004
Skiptir hár forsetaframbjóðenda í Bandaríkjunum máli? - merkilegar vangaveltur
Rafn Jónsson jarðsunginn í dag á Ísafirði - mikill merkismaður fallinn í valinn

Dagurinn í dag
1965 Lestarræninginn Ronald Biggs sleppur úr varðhaldi - gaf sig fram árið 2001
1986 Kurt Waldheim fv. framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, verður forseti Austurríkis
1987 Ríkisstjórn Þorsteins Pálssonar tekur við völdum - hún sprakk í beinni útsendingu í sjónvarpi í septembermánuði 1988 í kjölfar ósættis milli leiðtoga stjórnarflokkanna
1992 Thomas Klestil sendiherra, verður forseti Austurríkis. Klestil lést 6. júlí 2004
2003 Írönsku síamstvíburarnir Ladan og Laleh Bijani deyja eftir aðgerð í Singapore

Snjallyrði dagsins
For most folks, no news is good news; for the press, good news is not news.
Gloria Borger

Engin fyrirsögn

AlþingiHeitast í umræðunni
Halldór Blöndal forseti Alþingis, úrskurðaði í upphafi þingfundar í morgun að nýtt frumvarp ríkisstjórnarinnar um eignarhald á fjölmiðlum væri þinglegt. Höfðu formenn þingflokka stjórnarandstöðunnar farið fram á þennan úrskurð. Hófst fyrsta umræða um frumvarpið að lokinni umræðu um fundarstjórn forseta þar sem þingmenn stjórnarandstöðunnar réðust harkalega að ríkisstjórninni. Voru harkaleg átök á þingi og tækifærismennska stjórnarandstöðunnar heldur áfram, af enn meiri krafti en áður, og þótti þó mörgum nóg um áður. Í gærkvöldi ræddu Sigurður Kári Kristjánsson alþingismaður, og Steingrímur J. Sigfússon formaður VG, þetta mál. Minnti Siggi Kári á ræðu Steingríms á þingi frá 3. maí sl. þar sem hann minnist á að málið myndi líta allt öðruvísi út ef um væri að ræða að hámarkseignarhluti markaðsráðandi fyrirtækja í fjölmiðlafyrirtæki yrði hækkaður úr 5% í 10% og kosningar færu fram fyrir gildistöku laganna. Þessum kröfum hefur eins og kunnugt er, verið mætt nú í nýju frumvarpi ríkisstjórnarinnar. Samt hamast Steingrímur gegn þessum tillögum og lætur eins og óður maður sé. Framkoma Steingríms vekur athygli, enda sást vel í fyrrnefndu viðtali að hann fór undan í flæmingi við að svara Sigga og reyndi að eyða talinu. Trúverðugleiki Steingríms sem stjórnmálamanns hefur dalað mjög seinustu mánuði, má í raun segja að hann hafi gengið gegn öllu sem hann hefur sagt og opinberast hefur að hann hefur litla stjórn á sér. Það er skondið að formaður róttækra vinstrimanna á Íslandi sé orðinn talsmaður auðvaldsins eða nokkurra stóreignarmanna í þessu fjölmiðlamáli. Já, það er margt skondið í henni veröld.

Thomas Klestil (1932-2004)Thomas Klestil forseti Austurríkis, lést í gærkvöldi, 71 árs að aldri. Hann var fluttur á sjúkrahús í Vín á mánudagsmorgun eftir að hafa fengið hjartaáfall á heimili sínu í Vín. Fljótt varð ljóst að hann lægi banaleguna, enda tilkynntu læknar að mikilvæg líffæri forsetans væru að gefa sig. Hann komst aldrei til meðvitundar eftir hjartaáfallið. Wolfgang Schüssel kanslari, tók við forsetaembættinu af Klestil á mánudagsmorgun og gegndi embættinu þar til Klestil lést. Forseti austurríska þingsins mun gegna embættinu til hádegis á morgun er Heinz Fischer, er kjörinn var forseti Austurríkis í apríl, mun taka formlega við embættinu. Thomas Klestil forseti, fæddist í Vín, 4. nóvember 1932. Hann var hagfræðimenntaður og gegndi störfum í utanríkisþjónustunni til fjölda ára, var t.d. sendiherra Austurríkis hjá Sameinuðu þjóðunum. Hann var kjörinn forseti Austurríkis í apríl 1992 og tók við embætti 8. júlí 1992. Austurríska forsetaembættið er valdalítið að eðlisfari, en áhrifamikið. Forseti landsins er oftast tengdur stjórnmálaflokkunum, semsagt pólitísk kosning, og forsetinn hefur oft verið fyrrum stjórnmálamaður, en hefð er fyrir því að forsetinn blandi sér ekki í málefni þingsins eða þjóðmál með beinum hætti. Klestil var alla tíð mjög hægrisinnaður og fulltrúi hægriafla í forsetakosningunum 1992 og 1998, sem hann sigraði í. Hann fór þó ekki leynt með andúð sína á stjórnarmyndun hins hægrisinnaða Þjóðarflokks (sem hann tilheyrði) og Frelsisflokks Jörg Haider, árið 2000. Telja má líklegt að afstaða hans hafi leitt til þess að Haider varð ekki ráðherra í stjórninni. Klestil átti að láta af embætti á morgun, hann bauð sig ekki fram í forsetakjöri í apríl, enda má forseti Austurríkis í mesta lagi sitja tvö sex ára kjörtímabil. Þjóðarsorg er í Austurríki vegna fráfalls forsetans.

A Streetcar Named DesireMeistaraverk - A Streetcar Named Desire
A Streetcar Named Desire eftir Tennessee Williams er ein þekktasta skáldsaga 20. aldarinnar. Árið 1947 færði kvikmyndaleikstjórinn Elia Kazan söguna á svið á Broadway og hlaut mikið lof fyrir. Fjórum árum síðar gerði hann kvikmynd eftir sögunni. Útkoman var ein eftirminnilegasta kvikmynd 20. aldarinnar. Mögnuð saga sem segir frá fegurðardísinni Blanche sem kemur í heimsókn til systur sinnar Stellu og mannsins hennar, Stanley. Smám saman komast þau að raun um að Blanche segir ekki alltaf satt. Hver er munurinn á sjálfsblekkingu og draumaveröld? Lánleysið blasir allsstaðar við og það eina sem hægt er að binda vonir við, eru þráin, girndin og ástin. Í aðalhlutverkum voru Vivien Leigh, Kim Hunter, Karl Malden og nýstirnið Marlon Brando, sem hafði slegið í gegn, 23 ára gamall, í hlutverki Stanley á Broadway í sýningunni 1947. Brando átti leiksigur í hlutverki Stanley Kowalski og varð stórstjarna í kvikmyndaheiminum á einni nóttu, varð einn frægasti leikari 20. aldarinnar. Vivien Leigh, Kim Hunter og Karl Malden fengu öll óskarinn fyrir leik sinn og Kazan var tilnefndur fyrir leikstjórn og Brando fyrir magnaðan leik sinn. Ég hvet alla kvikmyndaunnendur til að sjá þetta magnaða meistaraverk ef þeir eiga tök á því, betri mynd er vart hægt að sjá. Eitt af gullaldarmeistaraverkum Hollywood, að mínu mati besta kvikmyndin með snillingnum Marlon Brando, sem lést í síðustu viku.
stjörnugjöf

Áhugavert á Netinu
Ekkert bólar á tillögum stjórnarandstöðunnar? - pistill á Vef-Þjóðviljanum
Einn helsti sérfræðingur þjóðarinnar - pistill Jóns Hákons Halldórssonar
Rætt við Davíð Oddsson um leiðtogafundinn - umfjöllun um fund Davíðs og Bush
Blaðamannafundur Bush og Davíðs - gagnlegur umræðufundur í Hvíta húsinu
Halldór Ásgrímsson ræðir um varnarmálin og leiðtogafundinn í Washington
Halldór Blöndal forseti Alþingis, úrskurðar að fjölmiðlafrumvarpið sé þinglegt
Fjörugar umræður um fjölmiðlafrumvarp ríkisstjórnarinnar á Alþingi í morgun
Ef forseti skrifar ekki undir nú vakir eitthvað annað fyrir en áður - Geir Haarde
Thomas Klestil forseti Austurríkis, látinn, 71 árs að aldri - æviágrip Klestil
Kosningabarátta Kerry-Edwards hefst formlega - halda í kosningaferðalag
John Kerry gagnrýndur fyrir að hafa valið nær óreyndan stjórnmálamann
John Kerry og John Edwards hitta fréttamenn - 4 mánuðir í forsetakosningar
John Kerry tilkynnir formlega val sitt á varaforsetaefni - viðbrögð við því
Fischler ítrekar að engar undanþágur fáist frá sjávarútvegsstefnu ESB
Nýdönsk með tónleika með Sinfóníunni, en án Daníels Ágústs Haraldssonar
Michael Moore íhugar að gera 'heimildarmynd' um Tony Blair á næstunni
Bandaríski söngleikurinn Hárið, frumsýndur í Austurbæ í kvöld - á alltaf vel við
Real Madrid býður í Milan Baros, tékkneska knattspyrnumanninn hjá Liverpool
Ralf Schumacher skrifar undir þriggja ára samning við Toyota - fer frá Williams
Lík Brando brennt eftir kveðjuathöfn þar sem nánustu ættingjar komu saman

Dagurinn í dag
1917 Ríkisstjórn kommúnista mynduð í Rússlandi, eftir að keisaranum var steypt
1954 Lag með Elvis Presley spilað í fyrsta skipti í útvarpi - tónlist Elvis markaði þáttaskil
1967 Óskarsverðlaunaleikkonan Vivien Leigh deyr í London, 53 ára að aldri. Á 30 ára leikferli sínum hlaut hún tvisvar óskarsverðlaun: fyrir túlkun sína á Scarlett O'Hara í Gone with the Wind og Blanche í A Streetcar Named Desire. Var um tíma gift leikaranum Sir Laurence Olivier
1983 Ray Charles, konungur soultónlistarinnar, hélt tónleika á Íslandi - hann lést 2004
1996 Vesturfarasetrið opnað á Hofsósi - safn um vesturferðir Íslendinga á 19. öld

Snjallyrði dagsins
Television has proved that people will look at anything rather than each other.
Ann Landers bandarískur pistlahöfundur (1918-2002)

Engin fyrirsögn

Davíð Oddsson og George W. Bush í Hvíta húsinuHeitast í umræðunni
George W. Bush forseti Bandaríkjanna, og Davíð Oddsson forsætisráðherra, áttu gagnlegan fund í forsetaskrifstofunni í Hvíta húsinu í dag. Ræddust þeir við í rúman hálftíma ásamt embættismönnum sínum og svöruðu að fundinum loknum spurningum fréttamanna. Var sýnt beint frá fundinum á CNN, skömmu eftir blaðamannafund John Kerry forsetaframbjóðanda Demókrataflokksins, þar sem hann tilkynnti val á varaforsetaefni sínu, John Edwards. Aðalefni fundar leiðtoganna voru varnarmálin. Sagði Davíð að viðræðurnar hefðu þokast í rétta átt á fundinum og þær hefðu verið mjög opinskáar. Hafi þeir gert grein fyrir sínum sjónarmiðum og farið yfir þær. Lagði Bush forseti, áherslu á að öllu væri haldið opnu og ekkert ákveðið án samráðs við ríkisstjórn Íslands. Stjórn sín mæti mikils samstarf landanna og söguleg samskipti þeirra í gegnum tíðina. Er mjög ánægjulegt að forsetinn og ríkisstjórn hans, hlusti á sjónarmið forsætisráðherra og ríkisstjórnar hans. Það er eins og ég hef oft bent á í skrifum mínum, mikilvægt að tvíhliða varnarsamningur verði virtur og ekkert ákveðið nema í fullu samráði og komið í veg fyrir einhliða aðgerðir í takt við þær sem beita átti í maí 2003. Er greinilegt að fundurinn hefur treyst samskipti landanna og það er tákn um vinarhug í garð okkar að forsetinn bjóði forsætisráðherra til þessara viðræðna og sé svo opinn fyrir farsælli lausn málsins, eins og kom fram á þessum fundi.

AlþingiÓðagot, ráðleysi og tækifærismennska eru einkunnarorð framgöngu stjórnarandstöðunnar núna. Í gær sýndi formaður vinstri grænna, slíka óvirðingu að nota sóðakjaft í sjálfum þingsalnum og virtist stjórnlaus. Í gærkvöldi kom varaformaður Samfylkingarinnar í sjónvarpssal og sagði flokk sinn tilbúinn til að ræða málin og ekkert væri því til fyrirstöðu að fara yfir málið og setja lög um fjölmiðla. En í næstu setningu fór hún undan í flæmingi og sagði nauðsynlegt að horfa til alls málsins, ekki bara um eignarhald á fjölmiðlum. Það er alveg ljóst að flokkurinn hefur enga stefnu um eignarhaldið og vill engin lög um það, það er allavega ekkert sem bólar á tillögum í þá átt eða komið fram með marktækar tillögur, bara talað út í eitt. Svo vakti eitt athygli mína, stjórnarformaður Norðurljósa segir engu skipta hvort frumvarpið taki gildi eftir þrjú ár í stað tveggja og að hámarkseign markaðsráðandi fyrirtækja sé hækkuð úr 5% í 10%. Þetta er merkilegt í ljósi þess að Baugur sagðist eitt sinn ætla að eiga fyrirtækið stuttan tíma en setja það svo á markað. Það rekst hvað á annars horn þarna eins og hjá stjórnarandstöðunni.

As Good as it GetsKvikmyndaperla - As Good as it Gets
Það var mjög notalegt í gærkvöldi að setjast niður fyrir framan sjónvarpið og horfa á sannkallaða klassamynd á Stöð 2, kvikmyndina As Good as it Gets. Fjallar um rithöfundinn Melvin Udall, mann sem allir elska að hata. Hann er sérlega óforskammaður í háttum, með eindæmum ókurteis í tilsvörum og hefur yfirleitt allt á hornum sér. Eina manneskjan sem honum virðist líka sæmilega við er Carol Connelly, gengilbeinan á veitingahúsinu þar sem Melvin snæðir hádegisverðinn sinn, enda hefur hann margoft neyðst til að sitja á sér til að verða ekki vísað endanlega út af staðnum fyrir ókurteisi og frekju. Hann vill ekki að neinn annar en Carol þjóni sér til borðs. Í húsinu sem hann býr, búa m.a. nágranni hans, Simon, og hundurinn hans Verdell, Melvin til stöðugs ama, enda hikar hann ekki við að láta þá báða fá það óþvegið hvenær sem hann telur þörf á - sem er reyndar alltaf þegar færi gefst. Þegar Simon lendir á sjúkrahúsi eftir líkamsárás, neyðist Melvin, fyrir kaldhæðni örlaganna, til að taka rakkann í fóstur og fyrr en varir taka hlutirnir óvænta stefnu, enda hefur Carol sitthvað til málanna að leggja. Sonur hennar, Spencer þarf á læknishjálp að halda vegna ofnæmissýkingar, og til að Carol geti unnið sem fyrr á veitingastaðnum við hornið, borgar Melvin allan lækniskostnað stráksins, og þá fyrst fara hlutirnir að breytast hjá Melvin. Hlutirnir taka óvænta og góða stefnu, bæði fyrir hann og alla í kringum hann... Hér er allt til að skapa hina ógleymanlegu stórmynd. Handritið er afbragð, leikstjórn James L. Brooks fagmannleg, myndatakan og tónlistin er hreinasta afbragð. En aðall þessarar óviðjafnanlegu myndar er stórleikur þeirra Jack Nicholson og Helen Hunt sem hlutu óskarsverðlaun fyrir leik sinn. Þetta er gæðamynd, fyndin og skemmtileg og sérlega vel leikin. Var sannkallaður yndisauki á góðu sumarkvöldi.
stjörnugjöf

Áhugavert á Netinu
Brellufrétt um ekki neitt - pistill Björns Bjarnasonar dómsmálaráðherra
Ingibjörg vill setja fjölmiðlalög, hvar eru tillögurnar? - pistill á Vef-Þjóðviljanum
Hver á að greiða löggæslukostnað á landsmóti? - pistill Bjarka Más Baxter
Leiðtogafundur Davíðs Oddssonar og George W. Bush í Hvíta húsinu í dag
Breytingar kippa botninum undan málflutningi forseta Íslands - Geir H. Haarde
Halldór Blöndal forseti Alþingis, mun úrskurða um lögmæti nýs fjölmiðlafrumvarps
John Kerry velur John Edwards öldungadeildarþingmann, sem varaforsetaefni sitt
Umfjöllun um John Edwards - Er Edwards rétti kosturinn fyrir John Kerry?
New York Post veðjaði á rangt varaforsetaefni hjá Kerry - taldi Gephardt líklegastan
Hver er John Edwards? - tilkynning framboðs Kerrys um varaforsetaefni
Heilsu Thomasar Klestil forseta Austurríkis, hrakar - forsetaskipti á fimmtudag
Silvio Berlusconi eykur mjög völd sín - verður einnig fjármálaráðherra Ítalíu
Réttarhaldi yfir Slobodan Milosevic verður framhaldið 14. júlí nk. í Haag
Engin jarðarför eða minningarathöfn fyrir Brando, samkvæmt óskum hans
Sir Paul McCartney ætlar að flytja til Bandaríkjanna, fyrir frama konu sinnar
Paul Newman að verða áttræður - í fínu formi en vildi vera mun yngri
Hljómsveitin Nýdönsk mun spila á tónleikum með Sinfóníuhljómsveitinni
BBC heldur upp á hálfrar aldar afmæli sjónvarpsfréttamennsku fyrirtækisins
12,9 milljón manns horfðu á úrslitaleikinn á EM á sunnudaginn, í Bretlandi
Elísabet Englandsdrottning, vígir minningargosbrunn um Díönu prinsessu
Drottningin lofar Díönu í ávarpi við vígsluna - myndir frá vígsluathöfninni

Dagurinn í dag
1917 Hersveitir Araba, leiddar af T.W. Lawrence, hertaka Aqaba og sigra Tyrki í orrustu
1921 Nancy Davis Reagan fyrrum forsetafrú Bandaríkjanna, fæðist í New York. Starfaði sem leikkona til ársins 1958 - var ríkisstjórafrú í Kaliforníu 1967-1975 og forsetafrú 1981-1989
1946 George W. Bush 43. forseti Bandaríkjanna, fæðist í New Haven í Connecticut
1971 Ein helsta goðsögn jazztónlistar á 20. öld, Louis Armstrong deyr, 69 ára að aldri
1998 Einn frægasti kúreki sögunnar, leikarinn Roy Rogers, deyr í Kaliforníu, 86 ára

Snjallyrði dagsins
A bank is a place that will lend you money if you can prove that you don't need it.
Bob Hope (1903-2003)

Engin fyrirsögn

AlþingiHeitast í umræðunni
Alþingi kom saman að nýju í dag. Við upphaf þingfundarins voru lögð fram tvö frumvörp. Annarsvegar var um að ræða nýtt frumvarp um eignarhald á fjölmiðlum, hitt var frá stjórnarandstöðunni og fjallar um fyrirkomulag á þjóðaratkvæðagreiðslu, sem áætlað var að fram myndi fara í næsta mánuði um fjölmiðlalögin. Var því um að ræða hinn svokallaða útbýtingarfund þar sem mál eru lögð fram og gerð fyrir þeim grein. Fundinum lauk með uppnámi um hálfri klukkustundu eftir upphaf hans er Halldór Blöndal forseti Alþingis, sinnti ekki kröfum þingmanna stjórnarandstöðunnar um að fá að ræða fundarstjórn forseta og sleit fundi. Á fundinum fór fram umræða um þá ákvörðun ríkisstjórnarinnar í gær að fella fjölmiðlalögin úr gildi og koma fram með annað frumvarp. Vændu stjórnarandstæðingar þingmenn stjórnarflokkanna um að hafa réttinn um þjóðaratkvæðagreiðslu af landsmönnum. Málflutningur stjórnarandstöðunnar er nú sem fyrr mjög ótrúverðugur. Þegar þeim býðst að ræða efnisatriði um eignarhald á fjölmiðlum og koma fram með raunhæfa stefnu í þessum málum mætir sama þvermóðskan og vitleysisgangurinn á ný. Erfitt er að skilja öskrin í þingmönnum stjórnarandstöðunnar. Þeir vilja greinilega engin lög um eignarhaldið, stefna þeirra í málinu er á flökti og tækifærismennskan skín úr hverju verklagi þeirra. Hvað vill stjórnarandstaðan í málinu? Afhverju er ekki hægt að fá það fram, fyrst málið er þeim svo mikilvægt og virðist vera. Svar óskast!

AlþingiÞað er greinilegt að stjórnarandstaðan er föst í sama hjólfarinu og var í umræðunni um fyrra fjölmiðlafrumvarpið, er algjörlega ómögulegt fyrir hana að halda sig við efnisatriði og tjá sig um þau. Reynt er að þyrla upp sem mestu moldryki og látum og mögulegt er. Sífellt verður ljósara að stjórnarandstaðan ætlaði að nota þetta mál til að vega að stjórnarmeirihlutanum og vinnubrögðum þingræðisins í umræðu um þjóðaratkvæðagreiðsluna. Pólitískur fóstursonur forseta Íslands, formaður Samfylkingarinnar, var greinilega algjörlega æfur yfir þeim breytingum sem orðið höfðu á málinu er rætt var við hann í fréttum sjónvarps í gærkvöld. Helgast það eflaust af því að hann og flokkur hans vildi slá pólitískar keilur, bæði í umræðu um lögin og þjóðaratkvæðagreiðsluna. Það er greinilegt að hann og flokkur hans ætla að halda áfram að koma fram með sama ótrúverðuga hættinum og eru ennfremur í mikilli fýlu með þessar breytingar. Vissi hann vart í hvorn fótinn skyldi stigið í viðtalinu og var sýnilega mikið niðri fyrir. Það sást svo í dag að formaður vinstri grænna hafði enga stjórn á sér eftir lok þingfundar og gekk bölvandi og ragnandi úr þingsalnum og öskraði að forseta þingsins. Þessi vinnubrögð lýsa öll vanstillingu stjórnarandstöðunnar.

Flatey á SkjálfandaSumarferð
Á laugardag fóru sjálfstæðismenn í Norðausturkjördæmi í árlega sumarferð sína. Að þessu sinni var haldið í Flatey á Skjálfanda. Var komið til Flateyjar seinnipartinn eftir tæplega tveggja tíma siglingu. Þar tóku á móti okkur gestgjafar okkar: Sigríður Ingvarsdóttir fyrrum alþingismaður, systir hennar Jóhanna Ingvarsdóttir og faðir þeirra Ingvar Hólmgeirsson. Foreldrar Siggu bjuggu í Flatey allt þar til eyjan fór í eyði árið 1968 og fara þau oft á sumrin til dvalar á heimili sínu þar, Grund. Fórum við í göngutúr um eyjuna. Í kirkjunni áttum við saman góða stund, þar ávörpuðu Sigga og Ingvar hópinn og fóru yfir sögu eyjunnar. Var sérstaklega áhugavert að heyra Ingvar lýsa byggðinni þar, meðan hún var sem blómlegust í kringum 1940. Eftir göngutúrinn buðu Sigga og ættingjar hennar til grillveislu að Grund, og var glaðasólskin meðan við gæddum okkur á grilluðu lambakjöti með öllu tilheyrandi og drukkum rauðvín með. Eftir gott spjall yfir matnum tókum við lagið saman. Ingvar tók sér nikkuna í hönd og spilaði ásamt Alfreð Almarssyni á gítar fjölda góðra laga og allir tóku undir. Halldór kom í lokin með góða vísu um húsráðendur að Grund, gestrisni þeirra og landslagið sem skartaði sínu fegursta. Það er eiginlega varla hægt að lýsa þeirri upplifun að koma í Flatey, sjálfur hafði ég ekki farið þangað áður en lengi viljað fara, enda kynnt mér flestalla staði á Norðurlandi. Ég vil sérstaklega þakka Siggu og fjölskyldu hennar fyrir einstaklega höfðinglegar móttökur. Þessi dagur verður lengi í minnum hafður. Ég segi nánar frá ferðinni í sunnudagspistli mínum í gær.

Áhugavert á Netinu
Þingvellir á heimsminjaskrá - pistill Björns Bjarnasonar dómsmálaráðherra
Hvar er fjölmiðlafrumvarp stjórnarandstöðunnar? - pistill á Vef-Þjóðviljanum
Er líf handan 26. greinar stjórnarskrárinnar? - pistill Ragnars Árna Sigurðarsonar
Fjölmiðlalögin afturkölluð og nýtt frumvarp lagt fyrir sumarþing - engin kosning
Hlutur markaðsráðandi fyrirtækja verði 10% í nýju frumvarpi í stað 5% áður
Forseti Íslands ætti að geta skrifað undir ný fjölmiðlalög - Halldór Ásgrímsson
Geir H. Haarde og Steingrímur J. ræða fjölmiðlafrumvarpið og atburði seinustu daga
Stjórnarandstaðan sakar stjórnarflokkana um svik og pretti í umræðu á Alþingi
Læti á þingi er komið er saman til að ræða nýtt fjölmiðlafrumvarp og framgang þess
Kemur ekki til greina að fresta til hausts - Davíð Oddsson forsætisráðherra
John Kerry tilkynnir varaforsetaefni sitt formlega á blaðamannafundi á morgun
Skrifað undir svokallaðan vaxtarsamning fyrir Eyjafjörð, á Akureyri í dag
José Manuel Durão Barroso forsætisráðherra Portúgals, segir af sér embætti
Umdeildur hershöfðingi vann fyrri umferð forsetakosninganna í Indónesíu
Réttarhöldum yfir Milosevic frestað vegna veikinda forsetans fyrrverandi
Klestil forseti Austurríkis, alvarlega veikur - átti að láta af embætti 8. júlí
Umfjöllun um tónleika Metallicu - mikil upplifun en loftleysið nokkuð áberandi
Óskarsverðlaunaleikarinn Sir Sean Connery vinnur að ritun sjálfsævisögu sinnar
Idol-poppstjarnan Fantasia kemst beint á toppinn með smáskífu sinni, I Believe
Grikkir komast á spjöld knattspyrnusögunnar - verða Evrópumeistarar í fótbolta
Allt um EM í knattspyrnu 2004 - einkar glæsilegu knattspyrnumóti lokið í Portúgal

Dagurinn í dag
1080 Ísleifur Gissurarson, fyrsti biskupinn yfir Íslandi, lést - hafði verið biskup í 24 ár
1851 Þjóðfundurinn var settur í Lærða skólanum í Reykjavík - fundurinn stóð í mánuð
1954 BBC býður í fyrsta skipti upp á kvöldfréttatíma í bresku sjónvarpi
1983 George Bush þáverandi varaforseti Bandaríkjanna, kemur í opinbera heimsókn til Íslands. Bush var forseti Bandaríkjanna 1989-1993, elsti sonur hans George, varð forseti árið 2001
1993 Jóhanna Sigurðardóttir segir af sér varaformennsku í Alþýðuflokknum - varð upphaf að harðvítugum valdaátökum sem enda með klofningi flokksins, árið eftir

Snjallyrði dagsins
Happiness is not achieved by the conscious pursuit of happiness; it is generally the by-product of other activities.
Aldous Huxley (1894-1963)

Engin fyrirsögn

StjórnarráðiðFjölmiðlalög dregin til baka
Ríkisstjórnin kom saman til fundar kl. 18:00 í kvöld. Fyrir fundinum lá að ganga endanlega frá lausum þáttum tengdum frumvarpi til laga um þjóðaratkvæðagreiðslur og að ná samkomulagi um frumvarp sem lagt skyldi fram á þingfundi á morgun. Þess í stað var samþykkt á fundinum að afturkalla fjölmiðlalögin sem samþykkt voru á Alþingi, 24. maí sl. og Ólafur Ragnar Grímsson forseti Íslands, synjaði um samþykki sitt 2. júní sl. og leggja þess í stað fram nýtt frumvarp um eignarhald á fjölmiðlum á sumarþinginu sem hefst á morgun. Eftir ríkisstjórnarfundinn hófust fundir í þingflokkum Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks og þar voru samþykktir ríkisstjórnar afgreiddar af hálfu flokkanna. Með þessu er frestað að taka fyrir lagasetningu um þjóðaratkvæðagreiðslur, sem átti upphaflega að verða eina umfjöllunarefni sumarþingsins og hætt við þjóðaratkvæðagreiðslu um fjölmiðlalögin, sem fram átti að fara í næsta mánuði. Málið hefur því á einum dagparti breyst algjörlega. Að mínu mati er hér tekin hárrétt ákvörðun. Með þessu er hægt að vinna málið betur, taka það betur fyrir og ígrunda betur lagasetningu um eignarhald á fjölmiðlum. Er það jákvætt skref.

Stefán Friðrik StefánssonSunnudagspistillinn
Að þessu sinni fjalla ég um atburði dagsins, en ríkisstjórnin og þingflokkar stjórnarflokkanna samþykktu í kvöld að afturkalla fjölmiðlalögin sem sett voru í vor, og forseti Íslands synjaði um samþykki sitt fyrir rúmum mánuði og munu þess í stað leggja fram nýtt frumvarp um eignarhald á fjölmiðlum á sumarþinginu sem hefst á morgun. Í nýju frumvarpi verður hlutfall, sem markaðsráðandi fyrirtæki í öðrum rekstri geta átt í ljósvakamiðli hækkað úr 5% í 10%. Gert er ráð fyrir að lögin taki gildi eftir næstu þingkosningar, haustið 2007. Með þessu hafa öll vopn verið slegin úr höndum forseta Íslands. Einu rök hans fyrir því að synja þessum lögum eru nú horfin og hann hlýtur því að nálgast málið með öðrum hætti þegar til þess kemur að hann verði að taka afstöðu til þess. Það ætti þá að koma fram með mun afgerandi hætti en fyrir rúmum mánuði hvort forseti taki ákvarðanir útfrá einkahagsmunum og þrýstingi pólitískra velvildarmanna við ákvarðanatöku eða metur málið út frá öðrum forsendum. Ennfremur minnist ég stuttlega á eftirmála forsetakosninganna og það að æ fleiri viðurkenna breytt hlutskipti forsetaembættisins. Að lokum skrifa ég um sumarferð okkar sjálfstæðismanna í Norðausturkjördæmi í gær, en við héldum að þessu sinni í Flatey á Skjálfanda. Dagurinn verður lengi í minnum hafður. Að auki bendi ég á pistil minn frá því í dag um þjóðaratkvæðagreiðslur.

In memoriam
En ár og fjarlægð skilja okkur að
og engin getur komið í þinn stað
þó skal minning þín lifa
á meðan lifi ég
og, ég þakka vil
þá dýru gjöf
að lífið leit til mín
og leiddi mig til þín
Friðrik Erlingsson

Dagurinn í dag
1685 Halldór Finnbogason var brenndur á báli á Þingvöllum, fyrir að snúa Faðirvorinu upp á andskotann. Var síðasta galdrabrennan á Íslandi. 21 voru teknir af lífi með þessum hætti
1776 Bandaríki Norður Ameríku stofnuð - hefur síðan verið þjóðhátíðardagur landsins
1918 Kommúnistar taka keisarafjölskylduna í Rússlandi af lífi - lengi var deilt um afdrif dóttur keisararans, Anastasíu, en almennt er þó talið að hún hafi verið líflátin með þeim
1939 Hafnaboltakappinn frægi Lou Gehrig spilar sinn síðasta leik, hann varð að hætta á toppnum vegna hrörnunarsjúkdóms. Kvaddi aðdáendur sína í tilfinningaþrunginni ræðu
1995 John Major sigrar með afgerandi hætti í leiðtogakjöri í breska Íhaldsflokknum

Snjallyrði dagsins
Most human beings have an almost infinite capacity for taking things for granted.
Aldous Huxley (1894-1963)

Engin fyrirsögn

StjórnarráðiðHeitast í umræðunni
Í dag er mánuður liðinn frá því að Ólafur Ragnar Grímsson synjaði fjölmiðlalögunum, fyrstur forseta sem hafnaði lögum frá þinginu um samþykki sitt. Hefur þessi sögulegi atburður leitt af sér röð pólitískra atvika og sviptinga í þjóðfélaginu og náði sú atburðarás hámarki um seinustu helgi er rúmur fimmtungur kjósenda skilaði auðu í forsetakosningunum og 40% kjósenda sátu heima. Alþingi kemur saman á mánudag til að setja lög um þjóðaratkvæðagreiðslur, hefur slíkt ekki verið gert í 60 ár þó fram komi í stjórnarskrá að forseti hafi synjunarrétt á lögum frá þinginu. Er stórundarlegt að ekkert hafi verið gert í þessum málum í allan þennan tíma. Helgast það eflaust að mestu af því að enginn átti von á að þessu valdi yrði beitt eða forseti gengi gegn þinginu. Hefur þetta leitt til breytinga á stöðu forsetaembættisins og kreppu á vettvangi stjórnmálanna. Engin samstaða virðist vera milli flokkanna um reglur og skilyrði sem setja eigi samhliða þessu og meira að segja deilt um hvort setja eigi almennar reglur eða hvort lögin eigi einungis að gilda um þessa einu kosningu. Virðast vera átök innan ríkisstjórnarinnar um þetta mál og deilt um hvaða skilyrði eigi að setja, bendir þó flest til þess að samstaða náist um lagafrumvarp um helgina, fyrir þingfundinn. Fjarvera leiðtoga stjórnarflokkanna hefur leitt til þess að vinnan við lagasmíðina fór seint af stað. Mitt mat á þessu hefur legið fyrir, ég tel að setja verði mörk og lögin eigi að vera almenns eðlis um þjóðaratkvæðagreiðslur. Það gengur engan veginn að setja aðeins reglur um þessa einu kosningu, líta þarf á málið í heild.

EM 2004Óhætt er að fullyrða að mikið af óvæntum úrslitum hafi verið á Evrópumeistaramótinu í fótbolta. Þau lið sem helst voru talin sigurstrangleg eru dottin út og mikil uppstokkun framundan á þeim flestum, samhliða þjálfaraskiptum en margir þjálfarar eru á útleið eftir mótið. Nægir þar að nefna Rudi Völler, Iñaki Sáez og Giovanni Trapattoni. Grikkir hafa komið öllum á óvart og slegið út Tékka og Frakka. Leikur gærkvöldsins þar sem Tékkar urðu að lúta í gras eftir silfurmark Grikkjanna markaði þáttaskil í sögu mótsins. Úrslitaleikurinn, verður endurtekning á upphafsleik mótsins, þar sem Grikkir mættu Portúgölum. Þar unnu Grikkir óvæntan sigur, þann fyrsta á mótinu og langt í frá þann seinasta. Mikil þáttaskil verða í sögu fótboltans ef Grikkir vinna mótið, en Portúgalar hljóta fyrirfram að teljast sterkari aðilinn sögunnar vegna. En það er eins og sannast hefur á mótinu, óhætt að hætta að horfa í sögubækurnar, enda öll söguviðmið í úrslitunum fallin um sjálf sig. Vonandi verður úrslitaleikurinn spennandi, þó svo að ég og fleiri sjáum mjög eftir uppáhaldsliðunum okkar og vonum að þau komi sterkari til leiks á heimsmeistaramótinu eftir tvö ár.

Marlon BrandoMarlon Brando látinn
Óskarsverðlaunaleikarinn Marlon Brando lést í gær, áttræður að aldri. Hann átti að baki einn litríkasta leikferil kvikmyndasögunnar og var ímynd töffarans í kvikmyndum um miðja 20. öldina, goðsögn í lifanda lífi, ein af skærustu stjörnum Hollywood á gullaldarárunum. Brando fæddist í Nebraska, 3. apríl 1924, og kom frá vandræðaheimili, móðir hans var drykkfelld, en faðir hans kvensamur úr hófi fram. Brando var rekinn úr nokkrum skólum, þ.á.m. herskóla, áður en hann hélt til New York, til að leggja stund á leiklistarnám. Hann sló í gegn á leiksviði 1947, 23 ára, í hlutverki Stanley Kowalski í Sporvagninum Girnd eftir Tennessee Williams. Hann hlaut heimsfrægð fyrir leik sinn í kvikmyndaútgáfu Elia Kazan af A Streetcar Named Desire árið 1951. Í kjölfarið fylgdu stórmyndir á borð við Viva Zapata! og The Wild One. Brando hlaut óskarinn fyrir stórleik sinn í hlutverki Terry Malloy í On the Waterfront árið 1955. Meðal helstu mynda hans að auki eru Guys and Dolls, Sayonara, Mutiny on the Bounty, Bedtime Story og The Chase. Hann hlaut óskarsverðlaunin árið 1972 fyrir magnþrunginn leik á ættarhöfðingjanum Vito Corleone í The Godfather. Í stað þess að mæta á óskarshátíðina, og taka við verðlaununum, sendi hann stúlku í indíánabúningi, sem afþakkaði verðlaunin fyrir hönd Brandos, og húðskammaði forystusveit Hollywood fyrir að rægja bandaríska indíána í kvikmyndum sínum. Hann fékk metupphæð fyrir að leika vitfirrtan hershöfðingja í blálok Apocalypse Now árið 1979. Meðal annarra mynda hans hin seinni ár voru Superman, A Dry White Season og Don Juan De Marco. Seinasta kvikmyndahlutverk hans var í The Score árið 2001. Sama ár varð Brando annar í kosningu um eftirminnilegustu leikara 20. aldarinnar. Nú, þegar tjaldið fellur klappa allir áhorfendur. Snillingur hefur kvatt leiksviðið hinsta sinni.

Áhugavert á Netinu
Óskarsverðlaunaleikarinn Marlon Brando, látinn í Los Angeles, áttræður að aldri
Litríkum kvikmynda- og æviferli leikarans Marlon Brando lýst í nokkrum myndum
Kvikmyndastjörnur minnast Marlon Brando við fráfall hans - viðbrögð almennings
Stjórnarflokkarnir hafa ekki enn náð samkomulagi um þjóðaratkvæðagreiðsluna
Magur Saddam Hussein kemur fyrir dómara og segist enn vera forseti Íraks
Líkamstjáning Saddams Husseins í réttarsal vakti mikla athygli fréttamanna
Saddam Hussein neitar að virða lögsögu dómstólsins sem mun rétta yfir honum
Mikið rætt um framkomu Saddams í réttarsal - orðaskipti í réttarsalnum
Þingfundur verður á mánudag - ekki bein útsending frá þingi vegna viðgerða á húsinu
George W. Bush forseti, heldur upp á 40 ára afmæli réttindalöggjafarinnar
40 ára afmæli réttindalöggjafar Lyndons B. Johnson fagnað í Hvíta húsinu
Geimfarið Cassini nær loks að komast um sporbaug til Satúrnus eftir 7 ár
Gert klárt fyrir Metallicu - rokkgoðin í hljómsveitinni halda bráðlega tónleika hér
50 ára afmæli rokksins - hálf öld liðin frá útgáfu fyrsta rokklags Elvis Presley
Rúmlega 2/3 landsmanna horfa á boltann á Evrópumeistaramótinu í fótbolta
Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra vígir nýjan innritunarsal í Leifsstöð í Keflavík
Marlon Brando látinn - umfjöllun um leikferil og ævi hans - Marlon Brando minnst
Verk miðaldra tónlistarmanna virðast seljast best á afþreyingarvefnum tónlist.is
Grikkir vinna mjög óvæntan sigur á Tékkum í framlengingu á EM - komast í úrslit
Allt um EM í fótbolta 2004 - vangaveltur um úrslitaleikinn á EM á sunnudaginn

Dagurinn í dag
1874 Þjóðhátíð haldin í Eyjafirði til að minnast þúsund ára afmælis Íslandsbyggðar
1907 Tveir þýskir menn drukkna á Öskjuvatni - enn í dag er málið hin mesta ráðgáta
1961 Nóbelsskáldið Ernest Hemingway sviptir sig lífi í Idaho, hann var 61 árs að aldri
1964 Lyndon B. Johnson forseti Bandaríkjanna, undirritar réttindalöggjöfina
1997 Óskarsverðlaunaleikarinn James Stewart deyr í Los Angeles, 89 ára að aldri

Morgundagurinn
1921 Hin íslenska fálkaorða var stofnuð - veitt af forseta Íslands frá árinu 1944
1928 Farið í fyrsta skipti á bíl yfir Öxnadalsheiðina, þá tók ferðin frá Akureyri til Blönduóss rúma 15 tíma. Öllu greiðlegra er nú að aka leiðina, eða 2 tíma og vegurinn er mun skárri
1971 Jim Morrison aðalsöngvari Doors, deyr úr hjartabilun í París, 27 ára að aldri
1986 Sjálfvirkt farsímakerfi Landssímans formlega tekið í notkun - mikil þáttaskil
1987 Fjöldamorðinginn Klaus Barbie dæmdur í lífstíðarfangelsi - hann lést árið 1991

Snjallyrði dagsins
We should be taught not to wait for inspiration to start a thing. Action always generates inspiration. Inspiration seldom generates action.
Frank Tibolt

Engin fyrirsögn

Davíð OddssonHeitast í umræðunni
Tilkynnt var í dag að George W. Bush forseti Bandaríkjanna, og Davíð Oddsson forsætisráðherra, myndu hittast á fundi í forsetaskrifstofunni í Hvíta húsinu, í næstu viku, þriðjudaginn 6. júlí, degi eftir að Alþingi kemur saman til að ræða fjölmiðlalögin og þjóðaratkvæðagreiðslu sem fyrirhuguð er um málið eftir synjun forseta Íslands á lögunum. Á þeim fundi leiðtoganna mun verða rætt um alþjóðamál og samskipti Íslands og Bandaríkjanna. Án nokkurs vafa mun þar bera hæst varnarsamstarf landanna og hvernig varnarsamningi þjóðanna verði háttað á næstu árum, en þau mál hafa verið í mikilli óvissu í rúmt ár, eða frá því að bandarísk yfirvöld vildu í maí 2003, einhliða stokka upp viðbúnað sinn á Keflavíkurflugvelli. Bandaríkjastjórn kom þá fram með einhliða yfirgang og frekjuköst sem ekki voru liðin, samhliða þessu kom fram verulegur dómgreindarbrestur af hálfu bandaríska varnarmálaráðuneytisins sem forseti Bandaríkjanna stöðvaði síðar af og dró fyrri ákvörðun ráðuneytisins til baka. Hefur frá þeim verið þreifað sig áfram með endanlega lausn málsins, enda þarf að semja um allar breytingar á stöðu Varnarliðsins, miðað við tvíhliða varnarsamning landanna. Vonandi er að á leiðtogafundi Davíðs og Bush náist einhverskonar viðunandi samkomulag sem bæði lönd geta sætt sig við og getur tryggt endanlegan stöðugleika í málinu, sem hefur skort áþreifanlega, sem kæmi í stað þeirrar miklu og óþolandi óvissu sem ríkt hefur allt frá einhliða ákvörðunum Bandaríkjastjórnar fyrir rúmu ári.

StjórnarráðiðÍ gær kynnti 'Þjóðarhreyfingin' álit sitt á þjóðaratkvæðagreiðslu og hvernig standa eigi að kosningu. Eitt meginatriði skýrslu þeirra er að halda verði utankjörfundaratkvæðagreiðslu. Get ég tekið undir það álit þeirra, reyndar er það eðlilegt fyrst farið er í þetta á annað borð að hafa slíka kosningu samhliða. Fyrst forsetinn ákvað að velta á ríkissjóð kostnað upp á tæpar 200 milljónir króna vegna þessarar kosningar er það eðlilegt skref að hafa kosningu utan kjörfundar, annað gengi varla. Hitt sem fram kemur af þeirra hálfu er undarlegt, þau vilja engin mörk setja um kosningaþátttöku eða hafa þak á henni, til að tryggja að vilji meirihluta landsmanna kæmi fram, en ekki bara skoðun örfárra eða lítils hluta þjóðarinnar. Er óskiljanlegt að þetta fólk setji fram slíka skoðun, en margt af þessu fólki er hálært fræðifólk sem virðist því miður blindast sýn á vegferð sinni í umræðu um þjóðaratkvæðagreiðslu beint og miðar allt við þetta eina mál, líkt og virðist vera með stjórnarandstöðuna. Hér þarf að setja lög um þjóðaratkvæðagreiðslu, en ekki miða eingöngu við fjölmiðlalögin. Ef fólk ætlar að vera trúverðugt og halda fræðiheiður sinn verður að líta á málið í heild, en ekki miða við pólitíska hagsmuni og stundarávinning tengdan þessu eina máli sem kosið verður um í sumar. Um er að ræða kosningu á máli frá þinginu, það verður að vera góð kosningaþátttaka að mínu mati og afdráttarlaus vilji meirihluta þjóðarinnar ef hnekkja á ákvörðun þingsins.

Annie HallMeistaraverk - Annie Hall
Árið 1977 gerði Woody Allen sína þekktustu og jafnframt eftirminnilegustu kvikmynd, hina mögnuðu Annie Hall. Er óhætt að segja að hún hafi verið tímamótaverk á ferli hans, einkum vegna þess að þrátt fyrir að í henni séu kómískir þættir má finna fyrir alvarlegum undirtón og í henni má finna skemmtilega sýn á nútímaástarsamband þess tíma. Er sjálfsævisöguleg úttekt á sambandi Allens og Diane Keaton en þau eru bæði tvö hreint ómótstæðileg í myndinni. Hér er nóg af hinum venjulegu en alltaf óvæntu Allenbröndurum og pælingum um ástina en líka dýpri og innilegri íhuganir, enda er Annie Hall persónulegasta mynd Allens fyrr og síðar, gerð af einstakri hlýju og miklum skilningi og ógleymanlegum húmor. Fjallar um stormasamt ástarsamband grínista og söngkonu sem á sér háleit markmið í lífinu og mikla drauma. Inn á milli fljóta hressilegir brandarar og snjallar athugasemdir um lífið og tilveruna að hætti Woody Allen. Diane Keaton hlaut óskarinn fyrir leik sinn og myndin var valin besta kvikmynd ársins og Allen hlaut leikstjóraóskarinn. Klassísk kvikmynd sem verður sífellt meira meistaraverk með hverju áhorfi. Frábær mynd sem ég horfi reglulega á. Ávallt viðeigandi.
stjörnugjöf

Áhugavert á Netinu
Um stórkostlegan sigur og hrærðan forseta - pistill Hjörleifs Pálssonar
Hugleiðingar um þjóðaratkvæðagreiðslu - pistill Helgu Guðrúnar Jónasdóttur
Davíð Oddsson forsætisráðherra, boðaður á fund George W. Bush forseta
Saddam Hussein framseldur til Íraka og kemur fyrir dómara á morgun
Írakar glaðir yfir því að Saddam Hussein sé kominn í vörslu landsmanna
Paul Martin og stjórn hans tapar miklu fylgi í kosningunum í Kanada
'Þjóðarhreyfingin' telur allar takmarkanir í kosningu ólýðræðislegar
Upphlaup Ólafs Ragnars er gamaldags pólitík - umfjöllun um skrif í Mogganum
Sjálfstæðisflokkurinn í Hafnarfirði gagnrýnir meirihluta Samfylkingarinnar
Félögum í breska Verkamannaflokknum hefur fækkað í valdatíð Blair
Paul Bremer feginn að vera laus við valdaábyrgðina í Írak, eftir valdaskiptin
Umfjöllun um kosningaslaginn í Bandaríkjunum sem bráðlega nær hámarki
Kerry hvílir sig á kosningabaráttu - býr sig undir flokksþing demókrata
Þrýst á John Kerry að ljóstra upp um skilnaðargögn sín og fyrri eiginkonu sinnar
Kerry og Bush jafnir í Flórída samkvæmt nýjustu skoðanakönnunum
Líklegt að stríðsfangar í Guantanamo verði fluttir til Bandaríkjanna á næstunni
Popparinn David Bowie hættir við að fara á Hróarskelduhátíðina í Danmörku
Mikið fjölmenni á Akureyri vegna ESSO knattspyrnumóts á KA vellinum
Aðdáandi Michael Douglas og Catherine Zeta-Jones biður þau afsökunar
Mörg andlit Köngulóarmannsins - nýrri mynd tekið vel í Bandaríkjunum
Umfjöllun um kvikmyndina Spider Man 2 sem verður bráðlega frumsýnd
Tilkynnt um titil sjöttu bókarinnar um Harry Potter eftir J.K. Rowling
Mikil spenna fyrir undanúrslitaleik Hollands og Portúgals á EM í kvöld

Dagurinn í dag
1936 Gone with the Wind eftir Margaret Mitchell, gefin út - varð ein vinsælasta skáldsaga aldarinnar og varð uppistaðan í einni bestu kvikmynd aldarinnar, sem gerð var árið 1939
1968 dr. Kristján Eldjárn þjóðminjavörður, kjörinn forseti Íslands, með 67% greiddra atkvæða - hann sigraði mótframbjóðanda sinn, dr. Gunnar Thoroddsen, með miklum yfirburðum
1984 Skáldkonan Lillian Hellman, deyr, 79 ára að aldri - hún var ein fremsta skáldkona Bandaríkjanna á 20. öld og skrifaði t.d. bækurnar Little Foxes og Watch on the Rhine
1992 Margaret Thatcher fyrrum forsætisráðherra Bretlands, tekur sæti í lávarðadeildinni
2002 Brasilía vinnur heimsmeistaratitilinn í fótbolta, eftir sigur á Þjóðverjum

Snjallyrði dagsins
The only way to make a man trustworthy is to trust him.
Henry Stimson (1867-1950)

Engin fyrirsögn

BessastaðirHeitast í umræðunni
Allt frá því að úrslit forsetakosninganna lágu fyrir hefur Ólafur Ragnar Grímsson reynt að snúa út úr þeim skilaboðum sem þjóðin var að senda honum, og kenna öllum öðrum en sjálfum sér um þá staðreynd að hann hlaut minnihluta atkvæða kjósenda í kosningunum. Staðreynd málsins blasir við, að þjóðin hefur klofnað í pólitískar fylkingar vegna ákvörðunar hans 2. júní sl. og eðli forsetaembættisins breyst og virðingin sem meirihluti landsmanna hefur borið fyrir því og þeim sem situr á forsetastóli er ekki lengur til staðar. Gjá hefur myndast milli forsetans og meirihluta landsmanna. Úrslit kosninganna endurspegluðu það. Ég hef ekki farið leynt með að ég skilaði auðu í þessum kosningum, var mjög óánægður með verk sitjandi forseta og gat ekki hugsað mér heldur að kjósa neinn mótframbjóðenda hans. Með atkvæði mínu tel ég mig hafa sent forsetanum afdráttarlaus skilaboð, og það sama gildir eflaust um þá 27.626 sem gerðu slíkt hið sama. Ef það er eitthvað við túlkun forsetans á úrslitunum sem mér hefur mislíkað meira en annað, eru það viðbrögð hans við atkvæði mínu og þeirra sem skiluðu einnig auðu. Hann lætur sem þau séu ekki til og í þeim hafi engin skilaboð falist til handa honum. Forsetinn getur ekki ætlast til þess að hann sé óumdeildur leiðtogi þjóðarinnar meðan hann hagar sér með þeim barnalega hætti að sniðganga þau skilaboð sem rúmur fimmtungur þjóðarinnar sendi honum með því að skila auðu. Túlkun forsetans á veruleika úrslitanna hefur sannað að hann veldur ekki því hlutverki að vera sameiningartákn þjóðarinnar.

StjórnarráðiðStarfshópur ríkisstjórnarinnar um tilhögun þjóðaratkvæðagreiðslu, kynnti í gær niðurstöðu sína. Þar kemur fram að eðlilegt sé að setja einhver skilyrði um lágmarksþátttöku eða hvert hlutfall atkvæðisbærra manna þurfi til að fella lög frá Alþingi. Fram kemur í niðurstöðunni að rétt sé að ekki líði minna en mánuður frá því forseti synjar lögum staðfestingar þar til kosning fer fram og ekki meira en tveir mánuður. Ég tek undir með niðurstöðum skýrslunnar og fagna því að skýrslan liggi fyrir og hvet alla til að lesa hana. Persónulega finnst mér vel við hæfi að til þurfi að koma skilyrði um að 44% atkvæðisbærra manna verði að greiða atkvæði gegn fjölmiðlalögunum eigi þau að falla úr gildi, og setja eigi það sem viðmið um þjóðaratkvæðagreiðslu almennt, við þær aðstæður að kosið er um lagafrumvarp frá þinginu. Gallup könnun í gær um þetta mál staðfestir að þessi tala er langt í frá of stór eða gangi of langt, enda vilji fólk almennt kjósa um þetta mál, fyrst kosið er. Afstaða stjórnarandstöðunnar vekur hinsvegar verulega athygli og leiðir hugann að því hvort fólk þar telji sig vera með það vondan málstað í þessu máli að hún geti ekki samþykkt slík skilyrði, sem hljóta að teljast sjálfsögð mörk í stöðunni.

Plan of AttackBókalestur
Undanfarna daga hef ég verið að lesa athyglisverða bók, Plan of Attack eftir Bob Woodward. Bókin fjallar um aðdraganda innrásar Bandamanna í Írak og eftirmála falls stjórnar Saddams Husseins í apríl 2003. Bókin er virkulega vönduð og skemmtileg til lestrar og fræðandi. Fer Woodward yfir marga þætti tengda málinu og veltir upp atriðum og staðreyndum sem ekki lágu fyrir áður. Fjallar hann um málið frá hlið bæði þeirra sem voru hlynntir og andvígir innrásinni í Írak og kemur með athyglisverðan vinkil á málið. Woodward er einn þekktasti blaðamaður og fréttaskýrandi Bandaríkjanna. Woodward er kunnastur fyrir að hafa ásamt félaga sínum á The Washington Post, Carl Bernstein, náð að vekja athygli á þætti nánustu aðstoðarmanna Nixons Bandaríkjaforseta, í innbrotinu í Watergate-bygginguna í júní 1972, sem lauk með því að Richard Nixon sagði af sér embætti forseta Bandaríkjanna, fyrstur manna, í ágúst 1974. Sú saga var sögð í verðlaunamyndinni All the President's Men, árið 1976. Ég hvet alla til að kynna sér feril Woodwards með því að horfa á myndina og ekki síður lesa bókina, sem er mögnuð heimild um eitt mesta hitamál seinustu ára á vettvangi alheimsstjórnmála.

Áhugavert á Netinu
Merkilegar túlkanir á 26. greininni - pistill á Vef-Þjóðviljanum
Aðeins 42% kosningabærra kusu Ólaf Ragnar Grímsson í forsetakjöri
Forseti með grátstafinn í kverkunum - pistill Benedikts Jóhannessonar
Af nýju forsetaembætti - pistill Þorbjargar Helgu Vigfúsdóttur
Um jafnréttishugtakið - pistill Helgu Baldvinsdóttur Bjargardóttur
Írösk stjórnvöld fá Saddam Hussein formlega í sína vörslu á morgun
Réttarhöld yfir Saddam hefjast á fimmtudag - búist við dauðarefsingu
Auðvelt að rökstyðja 44% skilyrðið - Björn Bjarnason dómsmálaráðherra
'Þjóðarhreyfingin' vill engar takmarkanir á kosningarétti í fjölmiðlakosningu
Súrsætur kosningasigur hjá Paul Martin í kanadísku kosningunum
Hákon krónprins og Mette Marit fara í heimsókn til Siglufjarðar
93% þjóðarinnar hefur áhuga á að kjósa um fjölmiðlalögin í ágúst
Sameining Akureyrarbæjar og Hríseyjarhrepps samþykkt á laugardag
KEA tilbúið að leggja allt að 100 milljónir króna í Vaðlaheiðargöng
Jose Durao Barroso forsætisráðherra Portúgals, tilnefndur forseti ESB
Vinkona Önnu Lindh segir mögulegt að morðinginn hafi elt hana
Gosbrunnur vígður í Hyde Park 6. júlí til minningar um Díönu prinsessu
Góðar fréttir - Óttar Felix Hauksson lækkar plötuverðið í sumar
Það vantar einn í hópinn! - átak gegn umferðarslysum hefst
Margrét Eir Hjartardóttir syngur lagið Í næturhúmi (Moonlight Shadow)
Æviminningar Bill Clinton fyrrum forseta Bandaríkjanna, slá í gegn
Tilkynnt um titil sjöttu bókarinnar um Harry Potter eftir J.K. Rowling
Scarlett Johansson leikur í næstu kvikmynd leikstjórans Woody Allen

Dagurinn í dag
1952 Ásgeir Ásgeirsson bankastjóri og fyrrv. forsætisráðherra, kjörinn forseti Íslands. Ásgeir hlaut 48% greiddra atkvæða og sigraði naumlega sr. Bjarna Jónsson dómkirkjuprest
1974 Isabel Peron tekur við embætti forseta Argentínu, af eiginmanni sínum, Juan Peron, vegna veikinda hans. Hún tók formlega við embættinu við lát hans 1. júlí 1974. Henni var komið frá völdum í valdaráni árið 1976 og stjórn hennar sökuð um óstjórn og glundroða í landinu
1980 Vigdís Finnbogadóttir kjörin forseti Íslands, hún hlaut tæp 34% greiddra atkvæða og sigraði Guðlaug Þorvaldsson sáttasemjara, naumlega. Vigdís Finnbogadóttir varð fyrsta konan í heiminum sem kjörin var þjóðhöfðingi í lýðræðislegum forsetakosningum, sögulegur áfangi
1996 Ólafur Ragnar Grímsson þingmaður, kjörinn forseti Íslands, með 41% greiddra atkvæða
2003 Óskarsverðlaunaleikkonan Katharine Hepburn deyr, í Old Saybrook í Connecticut, 96 ára að aldri. Á 60 ára leikferli sínum hlaut hún fjórum sinnum óskarsverðlaun og var tilnefnd til verðlaunanna 12 sinnum. Hefur enginn hlotið fleiri óskarsverðlaun fyrir leik. Árið 2001 var Katharine Hepburn kjörin leikkona 20. aldarinnar af bandaríska kvikmyndaritinu Empire

Snjallyrði dagsins
Ólafur Ragnar Grímsson hefur endurnýjað frasa sinn frá því fyrir átta árum og sagst taka úrslitum kosninganna „af auðmýkt". Í hverju felst sú auðmýkt hans? Með því að gera ekkert úr því hvernig tugþúsundir Íslendinga ráðstafa atkvæði sínu? Með því að gera ekkert úr því hversu fáir koma til þess að lýsa stuðningi við hann, og það þrátt fyrir að hann sjálfur telji mikla atlögu hafa verið að sér gerða? Með því að gera ekkert úr því að þrátt fyrir átta ára setu í virðulegasta embætti landsins, er hann fjarri því að fá stuðning meirihluta kjósenda?
Úr Helgarsproki Vef-Þjóðviljans, 27. júní 2004

Engin fyrirsögn

Ólafur R. GrímssonHeitast í umræðunni
Ólafur Ragnar Grímsson hefur reynt að bera sig vel eftir að úrslit forsetakosninganna lágu fyrir, þrátt fyrir að hafa sem sitjandi forseti hlotið atkvæði minnihluta landsmanna í forsetakjöri. Það skín þó í gegn biturð hans í garð Sjálfstæðisflokksins, Morgunblaðsins og fleiri aðila sem hann virðist saka beinlínis um að hafa beitt sér í því skyni að fólk gagnrýndi hann og verk hans með því að skila auðu eða mæta ekki á kjörstað. Allt slíkt tal hjá forsetanum ber vott um örvæntingarfullar tilraunir til að dreifa umræðunni og snúa út úr staðreyndum. Nú sem fyrr talar forsetinn í sama tón og forysta Samfylkingarinnar. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir varaþingmaður, hefur í viðtölum í fjölmiðlum reynt að dreifa talinu, snúa umræðunni frá staðreyndum um úrslit kosninganna og beina henni að því að forysta Sjálfstæðisflokksins hafi beitt sér í málinu. Það er ekkert nýtt að Ingibjörg stundi slíkan málflutning og varnarhjal hennar fyrir forsetann er eflaust hluti af varnarvirkjum Samfylkingarinnar fyrir forsetann eftir geðþóttaákvörðun hans fyrr í mánuðinum. Reyndar ætti forseti að átta sig á þeirri staðreynd að ákvörðun hans hefur gert forsetaembættið berskjaldað fyrir pólitískri gagnrýni og framganga hans nú mun ekki minnka óánægjuöldur í kringum hann og komu vel fram í þessum kosningum, heldur þvert á móti efla þær og gera embættið mun virkara pólitískt tákn og baráttuafl gegn ríkisstjórninni en verið hefur almennt í sögu landsins.

BessastaðirÓneitanlega hefur verið skondið að sjá hvernig Gunnar Smári Egilsson ritstjóri Fréttablaðsins, setti sér mælistiku á þolmörk fylgis Ólafs Ragnars Grímssonar í leiðara í blaðinu á laugardag en hafði kúvent algjörlega í þeirri skoðun í sunnudagsblaðinu, þegar meginlínur í atkvæðatalningu í kosningunum lágu nokkuð skýrar fyrir. Í greininni á laugardag sagði Gunnar Smári: "Markmið þeirra hlýtur að vera að berja stuðninginn við Ólaf undir 50 prósent af öllum atkvæðabærum mönnum; það er til dæmis 71,5 prósent atvæða í kosningum með 70 prósenta kjörsókn. Ef Ólafi Ragnari tekst að verjast þessu getur hann túlkað það sem varnarsigur. Ef hann nær atkvæðum fleiri en 55 til 58 prósenta atkvæðabærra manna - í kringum 80 prósentum atkvæða í kosningum með 70 prósenta kjörsókn - getur hann túlkað niðurstöðuna sem mikinn sigur". Í blaðinu daginn eftir sagði sami ritstjóri: "Þótt það séu ekki góð tíðindi fyrir forseta að hátt í fimmtungur kjósenda skili auðu í mótmælaskyni eru niðurstöður þessara kosninga hins vegar nokkur sigur fyrir Ólaf Ragnar." Þetta eru merkileg skilaboð frá ritstjóra Fréttablaðsins og ekki gott samræmi á milli þess sem fram kemur, sé mið tekið af hvernig forsetinn kom út úr fyrri mælingu ritstjórans.

The LadykillersKvikmyndaumfjöllun - The Ladykillers
Coen bræður, Ethan og Joel, eru án nokkurs vafa snillingar í kvikmyndagerð og hafa sannað þá snilli í meistaraverkum á borð við t.d. Fargo, Raising Arizona, The Man Who Wasn't There, O Brother, Where Art Thou?, The Big Lebowski og Barton Fink. Óneitanlega er mikið verkefni að ætla sér að endurgera klassíska gamanmynd á borð við The Ladykillers, sem var gerð árið 1955, og skartaði í aðalhlutverkum, Sir Alec Guinness, Peter Sellers og Cecil Parker. Í flestum tilfellum sannast hin gullna regla að annaðhvort heppnast slík djörfung algjörlega eða mistekst hrapallega. Í endurgerðinni er sagt frá prófessornum G.H. Dorr sem leigir herbergi hjá Mörvu Munson, aldraðri konu í smábæ. Henni líst vel á hann, enda er hann nokkuð heillandi við fyrstu sýn. En það er ekki allt sem sýnist, enda er prófessorinn ásamt félögum sínum að undirbúa rán með því að grafa göng yfir í nálægt spilavíti sem þeir ætla að ræna. En brátt kemur þó í ljós að þeir mæta ofjarli sínum í leigusalanum, hinni öldnu Mörvu. Tom Hanks fer eins og venjulega á kostum í aðalhlutverkinu og ekki er Irma P. Hall síðri sem fröken Munson. Coen-bræður hafa markað sér þann stíl að í myndum þeirra er sagt frá skrautlegum karakterum og þar koma fyrir hin skondnustu atvik. Þeir hafa jafnan náð að laða fram hið besta frá leikurum sínum. Tónlistin er hér sem venjulega í myndum þeirra alveg fullkomin. Sem aðdáandi Sellers og Guinness og þ.a.f.l. gömlu myndarinnar verð ég að viðurkenna að ég var ekki sáttur við handrit myndarinnar og hluta úrvinnslu myndarinnar. Engu að síður er The Ladykillers hin ágætasta skemmtun fyrir bíóáhugafólk.
stjörnugjöf

Áhugavert á Netinu
Gjá milli forseta og þjóðarinnar - pistill Stefáns Friðriks Stefánssonar
Helgarpistill Björns Bjarnasonar dómsmálaráðherra - viðbót við pistli
Úrslit kosninganna eru áfall fyrir Ólaf Ragnar - pistill á Vef-Þjóðviljanum
Úrslit forsetakosninganna 2004 - máttlítið umboð Ólafs R. Grímssonar
Ólafur R. Grímsson tjáir sig um úrslit forsetakosninganna 2004 og fleiri efni
Hyldýpisgjá milli forseta og þjóðar - viðbrögð Davíðs Oddssonar við úrslitunum
Lítil kosningaþátttaka vekur athygli - viðbrögð Halldórs Ásgrímssonar við úrslitum
Sólveig Pétursdóttir, Valgerður Sverrisdóttir og Ingibjörg Sólrún ræða úrslitin
Ólafur R. Grímsson snýr út úr úrslitunum - sakar Morgunblaðið um að hafa beitt áróðri
Ritstjórn Morgunblaðsins svarar fullyrðingum Ólafs Ragnars í leiðara blaðsins
Ólafur Ragnar og tengsl hans við Sigurð G. Guðjónsson - pistill á Vef-Þjóðviljanum
Hinn huldi frambjóðandi - Gunnar Smári kúvendir í skoðunum um túlkun forsetakjörs
Starfshópur skilar niðurstöðu - gerir ráð fyrir að sett verði skilyrði um kjörsókn
Mat starfshóps - atkvæði 25-44% atkvæðisbærra þurfi til að ganga gegn vilja Alþingis
Formleg valdaskipti í Írak - heimamenn taka við stjórn landsins af Bandamönnum
Hákon krónprins Noregs, og Mette Marit eiginkona hans, í opinberri heimsókn
Valdas Adamkus kjörinn forseti Litháens - sigraði í kjörinu með yfirgnæfandi hætti
Jose Manuel Durao Barroso forsætisráðherra Portúgals, verður næsti forseti ESB
Hægrimaðurinn Boris Tadic kjörinn forseti Serbíu - sigraði Tomislav Nikolic naumlega
David Beckham ræðst að Real Madrid - Perez svarar Beckham fullum hálsi
Grikkir koma mjög á óvart og slá út Evrópumeistara Frakka, öllum að óvörum
Hollendingar slá Svía út á EM eftir daufan leik en magnaða vítaspyrnukeppni
Tékkar glansa í enn einum leiknum og tóku Dani í gegn og sigra með yfirburðum

Dagurinn í dag
1914 Franz Ferdinand hertogi, myrtur ásamt eiginkonu sinni, Sophie, af Gavrilo Princip, í Sarajevo. Morðið á þeim leiddi til upphafs deilna og að lokum fyrri heimsstyrjaldarinnar
1919 Versalasáttmálinn er undirritaður - lauk með því fyrri heimsstyrjöldinni sem stóð í 5 ár
1991 Margaret Thatcher tilkynnir að hún gefi ekki kost á sér í bresku þingkosningunum 1992 eftir 33 ára þingferil - hún lét af embætti sem forsætisráðherra Bretlands í nóvember 1990
1997 Mike Tyson dæmdur úr leik í hnefaleikabardaga við Evander Holyfield, í kjölfar þess að hann bítur bita úr eyra Holyfields. Þeir voru að keppa um heimsmeistaratitil í boxi í þungavigt
2001 Slobodan Milosevic fv. forseti Júgóslavíu, framseldur til stríðsglæpadómstólsins í Haag

Snjallyrði dagsins
History will be kind to me for I intend to write it.
Sir Winston Churchill forsætisráðherra Bretlands (1874-1965)

Engin fyrirsögn

Ólafur R. GrímssonForsetakjör 2004
Úrslit forsetakosninganna 2004 lágu fyrir á sjöunda tímanum í morgun er lokatölur komu úr Norðvesturkjördæmi. Ólafur Ragnar Grímsson var endurkjörinn forseti Íslands, hann hlaut 67,9% greiddra atkvæða, Baldur Ágústsson hlaut 9,9% og Ástþór Magnússon 1,5%. Á kjörfundi í gær kusu 133.616 kjósendur, eða 62,56%. Hefur kjörsókn ekki verið lélegri í kosningum í 60 ára sögu lýðveldisins, en rúmlega 80.000 kjósendur mættu ekki á kjörstað. Auðir seðlar voru 27.627 eða 20,7% atkvæða. Séu úrslit kosninganna einungis reiknuð sem hlutfall af kjósendum á kjörskrá hlaut Ólafur Ragnar Grímsson atkvæði 42,5% kjósenda, Baldur 6,2% og Ástþór 0,9%. Í þremur stærstu kjördæmunum var þetta hlutfall Ólafs Ragnars minna eða 40,4%. Þegar litið er á úrslit kosninganna vekur óneitanlega mikla athygli hversu mjög Ólafur Ragnar fær veikt umboð frá þjóðinni til setu á forsetastóli næstu fjögur ár. Meirihluti kjósenda kýs annan frambjóðanda í kosningunum, skilar auðu eða situr heima, vegna áhugaleysis um kosningarnar. Úrslit kosninganna endurspegla vilja almennings að tjá óánægju með embættisverk forseta Íslands. Þetta kemur skýrast fram í því að rúmur fimmtungur þjóðarinnar mætir á kjörstað og skilar auðu. Fyrir þessu eru engin fordæmi í sögu kosninga á Íslandi. Auðu seðlana er vart hægt að túlka öðruvísi en sem óánægju með forsetann og nýlega ákvörðun hans.

Stefán Friðrik StefánssonSunnudagspistillinn
Að þessu sinni fjalla ég um úrslit forsetakosninganna 2004 og túlka þau. Óneitanlega vekur athygli að aðeins minnihluti kjósenda hafi kosið Ólaf Ragnar Grímsson í kosningunum, mjög merkilegt er að forsetinn reyni að beina sjónum að öðrum þáttum en framgöngu sinni að undanförnu þegar kemur að því að túlka úrslit kosninganna. Sú atburðarás sem leiddi til þess að þjóðin sundraðist og ákvað að skipa sér í fylkingar með og á móti forsetanum í pólitískri deilu hófst á Bessastöðum þann 2. júní sl. er forsetinn synjaði lagafrumvarpi staðfestingar. Þar eru ræturnar að því að þjóðin ákvað að mótmæla forsetanum og skila auðu eða hreinlega sitja heima og taka ekki afstöðu í kosningunum. Forseti ætti að líta í eigin barm áður en hann túlkar úrslitin með því að kenna öðrum en sjálfum sér um stöðu mála er úrslitin liggja fyrir, í kosningum þar sem almenningur sýndi andúð sína á forsetanum. Framtíð forsetaembættisins virkar mjög óljós að loknum þessum kosningum, enda stendur embættið ótraustum fótum og er berskjaldað fyrir pólitískri gagnrýni vegna ákvarðana forsetans. Að lokum fjalla ég um sameiningarkosninguna sem fram fór samhliða forsetakjörinu, á Akureyri og í Hrísey, en hún var samþykkt með afgerandi hætti.

Dagurinn í dag
1905 Uppreisn á flotaskipinu Potempkin hefst formlega
1950 Bandaríkin ákveða að senda herlið til Kóreu í svokallað Kóreustríð
1979 Muhammad Ali hættir keppni í hnefaleikum - var einn litríkasti boxari 20. aldarinnar
1991 Júgóslavneski herinn ræðst inn í Slóveníu eftir sjálfstæðisyfirlýsingu landsins
2001 Óskarsverðlaunaleikarinn Jack Lemmon deyr, 76 ára að aldri. Hann var einn af þekktustu leikurum Bandaríkjanna á 20. öld og þótti jafnvígur á dramatískan og gamansaman leik

Snjallyrði dagsins
There are worse things in life than death. Have you ever spent an evening with an insurance salesman?
Woody Allen leikstjóri og leikari

Engin fyrirsögn

BessastaðirHeitast í umræðunni
Íslenska þjóðin gengur að kjörborðinu á morgun í forsetakjöri. Er þetta í sjötta skiptið sem forsetakjör fer fram í 60 ára sögu lýðveldisins. Fyrsti forseti Íslands, Sveinn Björnsson, var kjörinn af Alþingi, 17. júní 1944 og var sjálfkjörinn í embætti uns hann lést í janúar 1952. Í fyrsta almenna forsetakjörinu í júní 1952 sigraði Ásgeir Ásgeirsson alþingismaður, frambjóðanda stjórnarflokkanna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks, sr. Bjarna Jónsson, naumlega. Í forsetakjöri í júní 1968, sigraði dr. Kristján Eldjárn þjóðminjavörður, dr. Gunnar Thoroddsen sendiherra og fyrrum ráðherra, með yfirgnæfandi hætti og hlaut hann 2/3 atkvæða í kosningunni. Í forsetakjöri í júní 1980 sigraði Vigdís Finnbogadóttir leikhússtjóri, þrjá karlmenn, litlu munaði þó á henni og Guðlaugi Þorvaldssyni sáttasemjara, er yfir lauk. Árið 1988 bauð Sigrún Þorsteinsdóttir sig fram gegn Vigdísi. Var það í fyrsta skipti sem sitjandi forseti hlaut mótframboð. Hlaut Vigdís yfirburðafylgi og rúm 90% atkvæða. Árið 1996 fór forsetakjör fram fimmta sinni og var Ólafur Ragnar Grímsson alþingismaður, kjörinn til forsetasetu og sigraði mótframbjóðendur sína með nokkrum mun. Sá sigur var almennt að mestu eignaður þáverandi eiginkonu hans, Guðrúnu Katrínu Þorbergsdóttur, sem varð mjög ástsæl meðal landsmanna. Hún lést úr hvítblæði 12. október 1998.

BessastaðirÍ pistli á heimasíðu minni í dag fjalla ég um frambjóðendur til embættisins og tjái mínar skoðanir á þeim og þessari kosningabaráttu almennt, sem hefur verið frekar litlaus og lítt spennandi. Hvað svo sem fólki finnst um forsetaefnin og málefnin sem þeir hafa lagt áherslu á, er eitt mikilvægara en annað, nú þegar forsetakjör fer fram sjötta sinni í sögu lýðveldisins. Það er að mæta á kjörstað og nýta sinn mikilvægasta rétt sem borgari í landinu. Atkvæðisrétturinn er mikilvægasta verkfæri okkar landsmanna til að tjá okkar skoðanir og hafa áhrif á gang mála. Með honum getum við haft áhrif á gang mála, sent ráðamönnum skýr skilaboð og tjáð okkar innri hug til mikilvægra mála. Á morgun er mikilvægt að allir þeir sem eru óánægðir með verk sitjandi forseta og geðþóttaákvörðun hans 2. júní sl. mæti og kjósi annaðhvort annan mótframbjóðanda hans eða skili auðu. Hið síðarnefnda er að mínu mati réttara í stöðunni. Ég persónulega hef tekið þá afstöðu og tjáð hana margoft hér að undanförnu. Ég hvet kjósendur til að skila auðu á morgun og senda forsetanum afdráttarlaus skilaboð með því. En mikilvægast er að allir noti kosningaréttinn á morgun.

Áhugavert á Netinu
Kosningaþættir: Ástþór Magnússon - Baldur Ágústsson - Ólafur Ragnar Grímsson
Góðráð til kjósenda á kjördegi í forsetakosningum - pistill á Vef-Þjóðviljanum
Ýkjur og skammsýni forræðishyggjumanna - pistill Kristins Más og Snorra
Engin stemmning fyrir forsetakosningunum - pistill Jóns G. Haukssonar
Samstaða um Árna Þór sem forseta borgarstjórnar - Alfreð áfram formaður
Umfjöllun Morgunblaðsins um sjávarútvegsráðstefnu SUS á Eskifirði, 20. júní 2004
Veður getur bæði haft allnokkur áhrif á úrslit kosninga eða kosningaþátttöku
Meirihluti landsmanna er andvígur aðild að Evrópusambandinu skv. skoðanakönnun
Monica Lewinsky segir að Bill Clinton fari með ósannindi um ástarsamband þeirra
Baugur Group neitar að birta ársreikninga sína - lögum samkvæmt skal það þó gert
Meðalneysla íslenskrar vísitölufjölskyldu nemur 300.000 krónum á mánuði
Bensíndropinn glæpsamlega dýr á landsbyggðinni - tölur staðfesta það
Straumur ferðamanna að Kárahnjúkum til að fylgjast með framkvæmdum þar
Bush forseti fer til Írlands - mikil öryggisgæsla vegna komu forsetans þangað
Al Gore ræðst að Bush forseta vegna Íraks - Cheney varaforseti reiðist
Fantasia Barrino hefur feril sem stórstjarna eftir sigur í American Idol 2004
Miklar deilur um víkingasverð á hringtorginu við Þjóðminjasafnið í Reykjavík
Umfangsmeiri Idol - stjörnuleit á Stöð 2 í vetur - meira lagt í keppnina nú en í fyrra
Vandaður vefur um leikstjóraferil og ævi óskarsverðlaunaleikstjórans Woody Allen
Portúgalar slá út Englendinga af EM eftir æsispennandi leik og vítaspyrnukeppni
Allar upplýsingar um EM 2004 - Beckham áfram fyrirliði - Inaki Saez segir af sér

Dagurinn í dag
1244 Flóabardagi, eina sjóorrusta Íslendinga var háð á Húnaflóa. Bardaginn var á milli Sturlunga (undir forystu Þórðar kakala) og Ásbirninga (undir forystu Kolbeins unga).
1809 Danski ævintýramaðurinn Jörgen Jörgensen tók sér völd á Íslandi og lét fangelsa Trampe stiftamtmann og fleiri. Hann lýsti sig verndara landsins og hæstráðanda til sjós og lands. Hann sat á valdastóli í tæpa tvo mánuði. Enskur skipstjóri batt enda á valdaferil hans 22. ágúst
1985 Reynir Pétur Ingvarsson vistmaður á Sólheimum í Grímsnesi, lauk styrktargöngu sinni hringinn í kringum landið fyrir Sólheima - gangan var 1.411 km. og tók mánuð
1988 Vigdís Finnbogadóttir endurkjörin forseti Íslands - hún sigraði Sigrúnu Þorsteinsdóttur með yfirburðum í kosningu og hlaut tæplega 93% greiddra atkvæða. Var það í fyrsta skipti sem sitjandi forseti Íslands fékk mótframboð og varð að heyja kosningabaráttu. Vigdís Finnbogadóttir var fyrst kjörin forseti Íslands í júní 1980 og sat í embætti til 1. ágúst 1996
1990 Elísabet II Englandsdrottning og Filippus hertogi, komu í opinbera heimsókn til Íslands

Morgundagurinn
1855 Gufuskip kom til Reykjavíkur í fyrsta skipti, það var danska gufuskipið Thor, nákvæmlega tveim árum síðar kom fyrsta gufuskipið til Akureyrar, þrímastrað dampskip, H.M.S. Snake
1885 Öxar við ána, ljóð Steingríms Thorsteinssonar við lag Helga Helgasonar, var flutt í fyrsta skipti við upphaf Þingvallafundar - er án vafa eitt fremsta ættjarðarljóð Íslendinga
1963 John F. Kennedy forseti Bandaríkjanna, flytur eftirminnilega ræðu við Berlínarmúrinn og lætur hin fleygu orð, Ich bin ein Berliner, falla. Kennedy forseti, var myrtur síðar sama ár
1990 Popptónlistarmaðurinn Bob Dylan hélt ógleymanlega tónleika í Laugardalshöll
2003 Strom Thurmond fyrrum öldungadeildarþingmaður, deyr, 100 ára að aldri - hann sat í öldungadeild Bandaríkjaþings lengur en nokkur annar þingmaður, í rúma hálfa öld

Snjallyrði dagsins
Nýja umræðuflóran er ótrúlega fjölbreytt og hún þrífst ekki nema vegna þess, að eigendur síðnanna finna, að þær gefa bæði þeim og öðrum nokkuð. Það er mun skemmtilegra að kynna sér það, sem er að gerast og gerjast á blog-síðunum en að fylgjast með nauðhyggjumönnunum neikvæðu og nafnlausu, sem setja mestan svip á málverja og aðra spjallþræði um stjórnmál.
Björn Bjarnason dómsmálaráðherra

Engin fyrirsögn

Baldur ÁgústssonHeitast í umræðunni
Baldur Ágústsson forsetaframbjóðandi, var gestur á báðum sjónvarpsstöðvum í gærkvöldi og ræddi stefnumál sín og áherslur. Rauði þráðurinn í öllum yfirlýsingum og stefnu Baldurs er að endurheimta glataðan virðuleika forsetaembættisins og stöðu þess sem sameiningartákns. Að mörgu leyti er Baldur á sömu slóðum í stefnu og forsetaframboð Péturs Kr. Hafsteins árið 1996, mikill samhljómur er með stefnumálum þeirra við fyrstu sýn. Báðir vildu hafa forsetaembættið sem ígildi friðarhöfðingja og virðulegs sameiningartákns án inngripa í stjórnmálabaráttu, sem er allt annað en núverandi forseti hefur gert, einkum nú á seinustu vikum. Þegar nánar er skoðað er þó ljóst að Baldur leggur áherslu á að forseti beiti sér í málefnum aldraðra og fleiri samfélagshópa og þrýsti á hitt og þetta. Það atriði á ekkert sameiginlegt við það hlutverk sem Pétur lagði áherslu á, árið 1996, og er ekki partur af hlutverki forsetaembættisins. Baldur gengur því fram með þær yfirlýsingar að embættið eigi að vera virðingartákn en hann ætli samt sem áður að þrýsta á deilumál og vera talsmaður hópa í samfélaginu með virkum hætti. Þetta fer ekki saman, nema með áherslubreytingum á embættinu af svipuðu tagi og núverandi forseti hefur gert. Ennfremur eru undarlegar yfirlýsingar frambjóðandans að hann ætli að stöðva af ákvarðanir sitjandi forseta, við embættistöku ef hann næði kjöri. Hversu sem okkur er illa við ákvörðun Ólafs verður henni ekki breytt og þó svo Baldur ynni kosningarnar, yrði málið ekki stöðvað úr því ferli sem það er í, í ágúst. Það er því örvæntingarfullt að beita því í kosningabaráttunni. En Baldur hefur margt gott við sig og stendur sig ágætlega í kosningabaráttunni. En ég mun ekki greiða honum atkvæði mitt, þrátt fyrir það.

EM 2004Um fátt er meira rætt í samfélaginu þessa dagana en forsetakosningarnar á laugardag, málefni tengd væntanlegri lagasetningu um þjóðaratkvæðagreiðslur og fótboltann. Óneitanlega er seinastnefnda umræðuefnið skemmtilegast og sameinar flesta í líflegum umræðum. Það hefur verið alveg gríðarlega skemmtilegt að horfa á kraftmikla og góða leiki seinustu kvöld. Leikirnir hafa sameinað stóran hóp fólks og verið gott umræðuefni daginn eftir þar sem hópar fólks safnast saman. Allir virðast fylgjast með, meira að segja það fólk sem hafði áður sagt að það fylgdist ekkert með boltanum, ótrúlegt en satt! Leikur Englendinga og Króata á mánudag var virkilega góður og gaman að sjá Rooney blómstra með glæsilegum hætti í þeim leik. Öllu verra var þó að sjá Þjóðverja senda heim í gær, enda hef ég almennt haldið með þeim á stórmótum. En Tékkarnir eru að spila magnaðan bolta og eiga skilið sitt góða gengi. Leikur kvöldsins, viðureign Englendinga og Portúgala verður svo spennandi. Lengi lifi boltinn!

It Happened One NightMeistaraverk - It Happened One Night
It Happened One Night er ein af hinum gullnu meistaraverkum kvikmyndasögunnar og telst ein besta kvikmynd fjórða áratugarins. Segir í myndinni frá hinni ofdekruðu Ellie Andrews sem flýr undan ofríki föður síns sem vill ekki leyfa henni að giftast glaumgosa einum. Á leiðinni í rútu til New York kynnist hún útbrenndum blaðamanni Peter Warne. Þegar rútan bilar á leiðinni lenda þau í vandræðum enda hætta á að faðir hennar komist að því hvar hún er, blaðamaðurinn þekkir auðmannsdótturina og vonast til að þarna sé komið efni í stórfrétt sem kemur honum á sporið aftur í bransanum. Vandræðin hefjast þó fyrir alvöru er þau verða ástfangin á leiðinni til New York. Stórfengleg kvikmynd sem hlaut 5 óskarsverðlaun 1934, sem besta kvikmynd ársins, fyrir leik Clark Gable og Claudette Colbert, fyrir leikstjórn Frank Capra og handritið. Var It Happened One Night fyrsta kvikmyndin sem hlaut óskarinn í 5 stærstu flokkunum; kvikmynd, leikstjórn, bestu aðalleikarar og handrit. Aðeins tvær myndir hafa náð þeim árangri frá 1934, One Flew Over The Cuckoo´s Nest 1975 og The Silence of the Lambs 1991. Ég hvet alla kvikmyndaunnendur til að sjá þetta magnaða meistaraverk ef þeir eiga tök á því, betri mynd er vart hægt að sjá.
stjörnugjöf

Áhugavert á Netinu
Synjun forseta - pistill Hannesar Hólmsteins Gissurarsonar prófessors
Vangaveltur um úrskurð Samkeppnisstofnunar - pistill á Vef-Þjóðviljanum
R-ifrildislistinn í Reykjavík - pistill Þorbjargar Helgu Vigfúsdóttur
Framboð til embættis forseta Íslands - pistill Heiðrúnar Lindar Marteinsdóttur
Fimmtungur landsmanna ætlar að skila auðu í forsetakosningunum um helgina
Dómur fellur í Landssímamálinu - skaðabótakröfu Símans vísað frá dómi
Baldur segir embættið ekki bara skraut - studdur í Betlehem! - Ólafur í kyrrþey
Menntamálaráðherra leggur fram aukafjárveitingu til reksturs framhaldsskólanna
Stjórnarflokkarnir bæta við sig fylgi í skoðanakönnun - Samfylking dalar
Fyrsta skóflustungan tekin að nýrri verslunarmiðstöð á Reyðarfirði, Molanum
Metaðsókn í Verkmenntaskólann á Akureyri á næstu haustönn skólans
Hæsti tindur landsins, Hvannadalshnjúkur, lækkar - mælist nú 2111 metrar
Manmohan Singh heitir efnahagsumbótum fyrir almenning á Indlandi
Ralph Nader hvetur John Kerry til að velja John Edwards sem varaforsetaefni sitt
Bill Clinton viðurkennir í viðtali við NBC að honum hafi orðið verulega á í einkalífinu
Staða Bush og Kerry í kosningaslagnum er víða jöfn, einkum í Pennsylvaníu
Flestir ráðherrar ríkisstjórnarinnar eru fjarverandi eða þá á leið úr landi
Pentagon neitar að Saddam Hussein fyrrum forseti Íraks, hafi verið pyntaður
Poppgoðið Bob Dylan gerður að heiðursdoktor við háskóla í Skotlandi
Þjóðverjar tapa fyrir Tékkum og falla úr leik á EM - Hollendingar sigra Letta
Rudi Völler segir af sér sem þjálfari þýska fótboltalandsliðsins eftir slakt gengi á EM
Allar upplýsingar um EM 2004 - enska landsliðið reiðubúið að mæta hinu portúgalska

Dagurinn í dag
1000 Kristin trú var lögtekin á Alþingi á Þingvöllum - átök höfðu verið milli kristinna og heiðingja um þessar breytingar en Þorgeir Þorkelsson Ljósvetningagoði, úrskurðaði að allir menn skyldu verða kristnir og friður yrði að ríkja milli hreyfinga, sátt varð um þá niðurstöðu
1865 Keisaraskurði beitt í fyrsta skipti á Íslandi - barnið lifði aðgerðina en móðirin ekki
1886 Góðtemplarar stofnuðu Stórstúku Íslands til að berjast fyrir bindindi á áfenga drykki
1934 Gunnar Thoroddsen var kjörinn til þingsetu - hann var þá 23 ára gamall og er enn í dag yngstur þeirra sem hafa hlotið kjör til Alþingis - Gunnar varð einn virtasti stjórnmálamaður 20. aldarinnar. Hann varð borgarstjóri, fjármálaráðherra, félagsmálaráðherra, iðnaðarráðherra og varaformaður Sjálfstæðisflokksins. Hann var forsætisráðherra 1980-1983. Hann lést 1983
1994 Jóhanna Sigurðardóttir sagði af sér embætti félagsmálaráðherra, vegna pólitísks ágreinings við Jón Baldvin Hannibalsson en hún hafði tapað formannskjöri innan Alþýðuflokksins við Jón skömmu áður. Afsögn Jóhönnu leiddi til klofnings flokksins, myndunar nýs flokks Jóhönnu, Þjóðvaka, og endaloka stjórnarsetu Alþýðuflokksins í apríl 1995

Snjallyrði dagsins
We must learn to be still in the midst of activity and to be vibrantly alive in repose.
Indira Gandhi forsætisráðherra Indlands (1917-1984)

Engin fyrirsögn

BessastaðirHeitast í umræðunni
Umfjöllun um forsetakosningarnar á laugardag er hafin með umræðuþáttum á báðum sjónvarpsstöðvum þar sem rætt er við frambjóðendur og kynnst áherslum þeirra og stefnumálum. Frekar er þessi umfjöllun þó litlaus og allt að því leiðinleg. Áberandi er slæmt að ekki verði sameiginlegir kosningafundir með frambjóðendum fyrr en að kvöldi föstudags, eða rúmum 12 klukkutímum áður en kjörstaðir opna. Er greinilegt að forseti Íslands vill helst ekki mæta meðframbjóðendum sínum á sama vettvangi fyrr en skömmu fyrir kosninguna. Er það allundarlegt og hefur viss neikvæð áhrif á málefnalega umræðu um forsetakosningarnar. Er greinilegt á skoðanakönnunum að fólk sýnir kosningunum mjög lítinn áhuga, annaðhvort hefur ákveðið sig eða mun einfaldlega sitja heima á kjördag. Greinilegt er á nýjustu könnuninni að tæplega fjórðungur landsmanna mun fara á kjörstað og taka þá afstöðu að skila kjörseðlinum auðum til baka. Þeir sem það gera tjá sig þó með afgerandi hætti og láta í ljósi óánægju með þá geðþóttaákvörðun forseta Íslands sem enn hefur ekki verið rökstudd með afgerandi hætti að synja lagafrumvarpi frá réttkjörnum þingmeirihluta um staðfestingu sína. Það er hið eina rétta í stöðunni að tjá óánægju sína með því að fjölmenna á kjörstað og hafa seðilinn auðan, það eru sterkustu skilaboðin til forsetans á þessum tímapunkti. Þessi forseti verðskuldar ekkert annað en að fá slíkt umboð að fjórðungur kjósenda eða meira mæti á kjörstað og skili auðu til að lýsa andstöðu við verk hans.

Ástþór MagnússonÁstþór Magnússon forsetaframbjóðandi, var gestur á báðum sjónvarpsstöðvum í gærkvöldi og ræddi stefnumál sín og áherslur. Friðarstefnumál hans hafa nú sem fyrr verið umdeildar og tekist á um hvort hann sé þess megnugur að standa undir því sem hann talar um. Ástþór vill ef hann yrði kjörinn forseti gera forsetaembættið að sameiningartákni, ekki bara allra landsmanna heldur alls heimsins. Þetta markmið er nú ansi veglegt, einkum í ljósi þess að honum tekst ekki einu sinni að sameina þjóðina að baki sér, líkt og sitjandi forseti sem hefur sundrað þjóðinni margoft. Ekki er ég mjög sammála Ástþóri í þessum friðarmálum, fyrir það fyrsta tel ég forsetann ekkert umboð hafa til slíks og hann máttlausan til að verða eitthvert alheimssameiningartákn á þessum vettvangi án afskipta þings og ríkisstjórnar. Athygli mína vakti í gærkvöldi dómsdagsspár frambjóðandans um kjarnorkusprengju og fleira á næstu árum. Mér finnst merkilegt að forsetaefni á Íslandi hafi engin önnur stefnumál en alheimsmál sem koma þessu embætti ekkert við, nær væri að líta heim á við og sinna málefnum Íslands beint. Málflutningur Ástþórs er nú sem fyrr óttalega þunnur þrettándi, þó hann eigi hrós skilið fyrir að hafa velgt forsetanum undir uggum og gagnrýnt hann harkalega að undanförnu.

Eternal Sunshine of the Spotless MindKvikmyndaumfjöllun - Eternal Sunshine of the Spotless Mind
Stórfengleg kvikmynd sem hittir beint í mark. Segir frá Joel og Clementine sem hafa átt í stormasömu ástarsambandi sem endar með því að þau fara til læknis til að láta þurrka hvort annað út úr minni sínu. Að því kemur að þau hugleiða hvort þau hafi tekið rétta ákvörðun, enda þróast atburðarás í allt aðra átt en stefnt var að. Aðalhandritshöfundur myndarinnar er hinn einstaki Charlie Kaufmann, sem gerði handritin að meistaraverkunum Being John Malkovich og Adaptation. Hann fer hér á kostum við að segja sögu sem okkur er mjög kær, athygli áhorfandans er nú sem fyrr algjörlega á atburðarásinni, hann nær að fanga athygli fólks með kraftmiklum stíl sínum. Jim Carrey og Kate Winslet fara á kostum í aðalhlutverkunum. Winslet er glæsileg leikkona sem hefur sannað snilli sína margoft og enginn efast um að Carrey er einn öflugasti leikari samtímans. Þau túlka vel aðalpersónurnar. Elijah Wood, Mark Ruffalo, Kirsten Dunst og Tom Wilkinson eiga einnig góðan leik í myndinni. Valdís Óskarsdóttir klippti myndina og gerir það meistaralega vel. Þessi mynd er nálægt því að vera fullkomin, flestallt gengur upp: handrit, leikur, tónlist og úrvinnsla öll á heildarmyndinni er til mikillar fyrirmyndar. Eternal Sunshine of the Spotless Mind er skylduáhorf fyrir alla sanna kvikmyndaunnendur.
stjörnugjöf

Áhugavert á Netinu
Ólafur Ragnar Grímsson fer með rangfærslur - pistill á Vef-Þjóðviljanum
Frjáls landbúnaður er allra hagur - pistill Stefáns Ottós Stefánssonar
Sumarferð Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi verður laugardaginn 3. júlí
Fyrirhuguð stjórnarskrá ESB dregur verulega úr líkum á aðild Íslands og Noregs
Skipulagsstofnun fellst á 1.400 tonna þorskeldi Eskju á Eskifirði
Verulegur skortur á upplýsingum um ýmsa þjónustuaðila á Internetinu
14 hrefnur af þeim 25 sem veiða á í vísindaskyni eru komnar á land
Iyad Allawi forsætisráðherra Íraks, hótað á segulbandsupptöku frá al-Qaeda
Ísland er dýrasta land heims - samgönguráðherra vill lækka áfengisskattinn
George W. Bush forseti Bandaríkjanna, hefur áhyggjur af hvalveiðum Íslendinga
Kerry hittir John Edwards - flest bendir til að Edwards verði varaforsetaefni Kerrys
Tony Blair og Michael Howard takast á í breska þinginu um heilbrigðismál
Þögn Veronicu Berlusconi rofin - ævisaga forsætisráðherrafrúarinnar kemur út
Bestu kvikmyndalög sögunnar valin af AFI - Over the Rainbow valið það besta
Félagar í hljómsveitinni Deep Purple komnir til landsins, komu áður árið 1971
Pólitískar ævisögur eru almennt vel seljanlegar, en eru þær góðar eða vondar?
Jafntefli í leik Danmerkur og Svíþjóðar - Ítalir vinna Búlgari en detta samt út
Ítalir æfir vegna úrslitanna og saka Dani og Svía um að hafa samið um jafntefli
Allar upplýsingar um EM í fótbolta 2004 - sviptingar á EM - Pele hrósar Rooney

Dagurinn í dag
1926 Jón Magnússon forsætisráðherra, deyr sviplega á Norðfirði, 67 ára að aldri. Hann hafði fylgt Kristjáni 10. Danakonungi í ferð um Norður- og Austurland. Jón varð fyrst forsætisráðherra 1917 og sat til 1922 og aftur frá 1924. Eftirmaður hans varð Jón Þorláksson
1974 Mesti hiti sem mælst hefur á Akureyri, 29,4°C - þetta met í hita á Akureyri stendur enn
1977 Þjóðveldisbærinn í Þjórsárdal opnaður - reistur í tilefni 1100 ára afmælis Íslandsbyggðar
1985 Boeing 747 flugvél springur í loft upp yfir Írlandi - 329 manns láta lífið í slysinu
1995 Björgunarþyrlan TF-Líf kom til landsins - markaði þáttaskil í björgunarmálum hérlendis

Snjallyrði dagsins
Furðulegasti forseti sem ég hef kynnst á ævinni.
Ástþór Magnússon forsetaframbjóðandi (sagt um Ólaf R. Grímsson eftir að Ólafur reyndi að fara undan í flæmingi í Efstaleiti á laugardag, við spurningum hans)

Engin fyrirsögn

Ólafur R. GrímssonHeitast í umræðunni
Ólafur Ragnar Grímsson var í gærkvöldi í tveim sjónvarpsviðtölum og fór yfir kosningabaráttuna (ef baráttu skyldi kalla) og ákvörðun sína að synja lögum frá Alþingi staðfestingar. Það er ljóst af framgöngu hans í báðum viðtalsþáttunum að ákvörðun hans frá 2. júní var geðþóttaákvörðun og engin rök lágu að baki henni. Það er a.m.k. ekki annað hægt að sjá, enda hefur hann engin marktæk rök nefnt fyrir fjölmiðlasirkus sínum bæði fyrir og eftir synjun á lögunum. Í spjallþætti hjá Sjónvarpinu kom meira að segja skýrt fram að eftir heimastjórnarafmælið virtist hann ekki treysta meirihluta hins réttkjörna þings og taldi rétt að vera heima og fresta ferð í brúðkaup krónprins Danmerkur, því hann gæti ekki treyst á að málþóf stjórnarandstöðu myndi endast, og handhafar forsetavalds gætu skrifað undir þau í millitíðinni. Í næstu setningu gaf Ólafur svo í skyn að hann væri ekki að lýsa yfir vantrausti á þing og ríkisstjórn, slíkt væri fjarstæða að halda fram. Ólafur Ragnar getur varla ætlast til þess að fólk sé svo skyni skroppið að halda að hann hafi ekki verið að vanvirða þingið og réttkjörinn meirihluta þess með ákvörðunum sínum. Það er óneitanlega barnalegt að taka útskýringar hans um þetta trúanlegar og hann hafi með ákvörðun sinni ekki verið að taka afstöðu til synjunar hans á fjölmiðlalögunum, við blasir að um geðþóttaákvörðun og fýlukast við þing og ríkisstjórn var að ræða. Útskýringar forseta halda hvorki vatni né vindum. Barnalegri eru þó tilburðir hans við að neita að Norðurljós tengist beint framboði hans og peningalegri stöðu þess í gegnum tíðina. Tengslin eru augljós og var allt að því hlægilegt að sjá hann reyna að bera á móti þeim. Fréttamenn sem ræddu við Ólaf eiga hrós skilið fyrir að hafa þorað að taka hann í alvöru yfirheyrslu, þó svo hann hafi reynt eftir fremsta megni að klóra sig frá því að svara þeim.

SUSÍ dagblaðinu DV er í dag látið í veðri vaka að stofnanir innan Sambands ungra sjálfstæðismanna eða forysta SUS hafi tekið afstöðu með forsetaframboði Baldurs Ágústssonar og vinni skipulega að framboði hans. Er það algjör fjarstæða og óskiljanlegt að blaðið komi fram með slíkar fullyrðingar eða gefi slíkt í skyn. "Frétt" blaðsins ber yfirskriftina "Ungsjallar hringja út fyrir Baldur". Vel má vera að einhverjir aðilar innan SUS eða fólk hægramegin í pólitík sem er flokksbundið styðji framboð þessa manns eða telji rétt að vinna fyrir framboðið með því að hringja eða auglýsa hann. Það er öllu fólki frjálst að taka afstöðu í þessum kosningum eftir eigin skoðunum á frambjóðendum og stefnumálum þeirra. Það er hinsvegar alrangt að SUS sé að vinna að framboði Baldurs eða stefni að því að taka afstöðu með honum, reyndar hefur SUS enga beina stefnu mótað í því eða hvatt ungliða í flokknum til að kjósa eitt umfram annað. Það er svosem í takt við annað hjá þessu sorpriti að koma fram með slíkar fullyrðingar. Ég persónulega hef ekki farið leynt með þá afstöðu mína að skila auðu í kosningunum og ég hvet alla til að gera það. En fólk tekur ákvörðun um hvað það kýs sjálft.

Merkir ÍslendingarMerkir Íslendingar
25. maí sl. voru 75 ár liðin frá stofnun Sjálfstæðisflokksins. Í tilefni afmælisins hefur Samband ungra sjálfstæðismanna gefið út þættina Merkir Íslendingar á DVD mynddiski. Um er að ræða þrjá þætti byggða á viðburðarríkum lífsferlum þriggja fyrrverandi formanna Sjálfstæðisflokksins, þeirra Jóns Þorlákssonar, Ólafs Thors og dr. Bjarna Benediktssonar, en þeir gegndu allir embætti forsætisráðherra Íslands. Þættirnir voru áður gefnir út á myndbandi fyrir tæpum áratug, en höfundur handrits er dr. Hannes Hólmsteinn Gissurarson prófessor við Háskóla Íslands. Ennfremur er á disknum úrval af ræðum Ólafs Thors, með inngangsorðum Davíðs Oddssonar forsætisráðherra og formanns Sjálfstæðisflokksins, en það kom áður út á geisladiski árið 1992. Diskurinn er því mjög vandaður og vegleg eign fyrir þá sem vilja kynna sér ævi forystumanna flokksins og heyra leiftrandi ræður Ólafs Thors, en hann var sannkallaður ræðusnillingur. Þættir Hannesar eru mjög fræðandi og farið er ítarlega yfir ævi og stjórnmálaferil Jóns, Ólafs og Bjarna. Þetta er vandaður heildarpakki og vegleg afmælisgjöf hjá SUS til flokksins á þessum merku tímamótum og minnisvarði um merkismenn.

Áhugavert á Netinu
Vindhanabragur á Samfylkingunni - pistill á Vef-Þjóðviljanum
Ólafur Ragnar kominn úr þagnarbindindinu - pistill á Vef-Þjóðviljanum
Um græðgi og þarfir fólksins - pistill Kristins Más Ársælssonar
Þjóðaratkvæðagreiðsla gæti kostað á bilinu 150-200 milljónir
Tvennar sameiningarkosningar samhliða forsetakjöri á laugardag
Clinton skammar fjölmiðlana vegna umfjöllunar um hneykslismál sín
Bandarískur ríkisstjóri segir af sér embætti vegna hneykslismáls
Spennandi kosningar framundan í Kanada - kosið eftir 6 daga
Ævisaga Bill Clinton komin út - selst mjög vel en fær slæma dóma
Gagnrýni á CNN um ævisögu Bills Clintons fyrrum Bandaríkjaforseta
Íraskir uppreisnarsinnar taka af lífi suður kóreskan gísl í Bagdad
Kosningabarátta að ná hámarki í Bandaríkjunum - Bush og Kerry takast á
Ronald Reagan mun virtari forseti í hugum Bandaríkjamanna en Clinton
Bill Clinton kennir Yasser Arafat um að friður náðist ekki í M-Austurlöndum
Borgarstjórnarflokkur Sjálfstæðisflokksins gagnrýnir breytingar á þjónustu
Umfjöllun um Edward R. Murrow frumkvöðul á sviði útvarpsfréttamennsku
Fjölskylduvefurinn - ítarlegur og fræðandi upplýsingavefur á Netinu
Fyrsta plata Fantasiu Barrino kemur út - Fantasia syngur Summertime
Mikið fjör á EM í fótbolta 2004 - Rooney fer á kostum í frábærum leik

Dagurinn í dag
1906 Óskarsverðlaunaleikstjórinn Billy Wilder fæðist í Póllandi - hann lést árið 2002
1939 Mesti hiti sem þá hafði mælst á Íslandi, 30,5°C, mælist í Berufirði - metið stóð til 1976
1941 Nasistar ráðast inn í Sovétríkin - náðu fyrst miklum árangri þar en hörfuðu síðan frá
1963 Páll VI kjörinn páfi í kosningu kardinála - hann sat á valdastóli til ársins 1978
1987 Óskarsverðlaunaleikarinn Fred Astaire deyr í Los Angeles, 88 ára að aldri

Snjallyrði dagsins
There is no free lunch.
Milton Friedman

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband