21.6.2004 | 15:18
Engin fyrirsögn

Ólafur Ragnar Grímsson rauf þögnina á föstudag með viðtali við DV (nema hvað), útvarpsviðtali ásamt öðrum frambjóðendum og viðtali við Fréttablaðið og DV á laugardag og ennfremur viðtali við Morgunblaðið á sunnudegi. Þótti mér fróðlegt að heyra útvarpsviðtalið og lesa blaðaviðtölin þar sem ég var staddur í sumarfríi á Austurlandi um helgina. Það er vissulega jákvætt að forseti tjái sig loks um mál málanna og þá atburði sem gerst hafa eftir ákvörðun hans um að synja lögum frá Alþingi. Það var löngu kominn tími til að hann gerði það og hafði ég t.d. margoft bent á mikilvægi þess á vefum mínum að hann myndi stíga fram og tjá sig í fjölmiðlum. Eini gallinn á gjöf Njarðar í þessu máli er sá að forsetinn rökstyður enn ekki ákvörðun sína, hann tjáir sig ekki efnislega um ástæður þess að hann rauf 60 ára gamla hefð um hlutleysi forseta og ákvað að breyta eðli forsetaembættisins og stöðu þess. Ekkert liggur enn fyrir um þessi atriði og forseti hyggst ekki reyna með nokkrum hætti að tjá þá hlið mála fyrir forsetakosningarnar á laugardag. Í kvöld var forseti í yfirheyrslu á Stöð 2 og þar reyndi hann að snúa enn og aftur út úr staðreyndum málsins og virðist telja að almenningur sé orðinn minnislaus um tengsl forsvarsmanna framboðs hans við Norðurljós. Þykir mér miður að forseti hafi enn ekki náð að koma saman rökstuðningi fyrir ákvörðun sinni. 5 dagar eru til forsetakosninga, sú ákvörðun mín að skila auðu í kosningunum stendur óbreytt og ég sé ekki að neitt breyti henni. Þessir þrír frambjóðendur eru ekki vænlegir að mínu mati til setu á þessum stóli og ég mun ekki styðja neinn þeirra. Hvet ég alla til að skila auðu í kosningunum. Það væru mikilvæg skilaboð til forseta Íslands á þessari stundu, að mínu mati þau táknrænustu, að fólk skilaði auðu í kosningunum.



Að þessu sinni var pistillinn skrifaður í sumarleyfi á Austfjörðum. Nóg af umfjöllunarefnum á heitu pólitísku sumri. Í pistlinum fjalla ég um þá valdþreytu og forystuleysi sem einkennir borgarstjórnarmeirihluta R-listans og er öllum sýnileg hvort sem um er að ræða stuðningsmenn valdabandalagsins eða andstæðinga þess, minni ég t.d. á stöðu Þórólfs Árnasonar sem fyrirfram er ekki vænleg með tilliti til forystu í bandalaginu. Ennfremur fjalla ég um umræðu um ákvörðun Vigdísar Finnbogadóttur að afhenda ekki leiklistarverðlaun vegna tengsla styrktaraðila þeirra við núverandi forseta samhliða fjölmiðlalögunum og minni ennfremur á mikilvægi þess að forseti sé krafður svara. Ráðist er nú að Vigdísi fyrir að hafa skoðanir og taka þá afstöðu að vilja ekki tengja sig þessu fyrirtæki á þessum tímapunkti að svo greinilegt er að forseti gengur erinda velvildarmanna við ákvarðanatöku. Athygli vekur ennfremur að hinir sjálfskipuðu vinstrisinnuðu spekingar sem gagnrýna að ráðist sé að Ólafi Ragnari Grímssyni í ljósi þess að hann sé forsetinn og ekki sé viðeigandi að yrða á hann eða svara því sem frá honum kemur nema með virðingaglampa og háæruverðugum húrrahrópum, ráðast nú harkalega að forvera hans, Vigdísi Finnbogadóttur og reyna að grafa undan trúverðugleika hennar og þeim sjálfsagða rétti hennar að hafa skoðanir og taka ákvarðanir fyrir sig með þeim hætti sem hún gerði. Að lokum skrifa ég um þá kraftmiklu uppbyggingu sem á sér stað á Austfjörðum samhliða álvers- og virkjunarframkvæmdum.
Áhugavert á Netinu
Gildi umræðna - pistill Björns Bjarnasonar dómsmálaráðherra
Mikilvægt að einkavæða Ríkisútvarpið - pistill Snorra Stefánssonar
Heimdallur og jafnréttismál - pistill Maríu Margrétar Jóhannsdóttur
Velkominn aftur í pólitík hr. forseti - grein Atla Rafns Björnssonar
Pétur Kr. Hafstein hættir í Hæstarétti og hyggur á sagnfræðinám
Ólafur Ragnar Grímsson segist ekki verða var við stjórnarfarskreppu
Kjósendum hefur fjölgað um 9,7% frá síðasta forsetakjöri 1996
Jón Steinar Gunnlaugsson íhugar að sækja um dómarastarf hjá Hæstarétti
Javier Solana og Bertie Ahern m.a. nefndir sem forsetaefni hjá ESB
Gloria Arroyo endurkjörin til setu á forsetastóli á Filippseyjum
Dauðarefsing vofir yfir Saddam Hussein fyrrum forseta Íraks
Bill Clinton segir að óþekktir djöflar hafi leitt til framhjáhalds síns
Tony Blair hefur kosningabaráttu fyrir stjórnarskrárkosningu ESB
Jarðgöng milli Fáskrúðsfjarðar og Reyðarfjarðar langt komin
Ólafur Ragnar gerir ekki ráð fyrir því að kjósa um fjölmiðlalögin í ágúst
Kristján Þór Júlíusson bæjarstjóri, opnar nýjan veg, Dalsbrautina á Akureyri
Bill Clinton fyrrum forseti Bandaríkjanna, reiðist í viðtali við BBC
Bók Clintons fær slaka dóma þrátt fyrir afhjúpanir hans um einkalífið
Gott framtak - undirskriftalisti gegn hléum í kvikmyndahúsum
Ray Charles kvaddur hinsta sinni með gleðiríkri minningarathöfn
Mikið fjör á EM í fótbolta 2004 - magnaður leikur (leikur mótsins?)
Dagurinn í dag
1959 Sigurbjörn Einarsson vígður biskup - hann sat til ársins 1981, lengst allra á öldinni
1973 Þjóðgarðurinn í Jökulsárgljúfrum, var stofnaður - nær frá Dettifossi niður að Ásbyrgi
1991 Perlan í Öskjuhlíð, útsýnishús Hitaveitu Reykjavíkur, var formlega tekið í notkun
1999 Keizo Obuchi forsætisráðherra Japans, kom í opinbera heimsókn til Íslands, fyrstur forsætisráðherra landsins - Keizo Obuchi lést af völdum heilablóðfalls tæpu ári síðar
2000 Síðari Suðurlandsskjálftinn ríður yfir - hann mældist 6,6 stig á Richter, fyrri skjálftinn var 17. júní 2000. Gríðarlegt tjón varð víða á Suðurlandi vegna þessara náttúruhamfara
Snjallyrði dagsins
Remember, always give your best. Never get discouraged. Never be petty. Always remember, others may hate you. But those who hate you don't win unless you hate them. And then you destroy yourself.
Richard Nixon forseti Bandaríkjanna (1913-1994)
Breytt 18.9.2006 kl. 08:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.6.2004 | 14:19
Engin fyrirsögn

Í dag eru liðnir sex áratugir frá því að hin íslenska þjóð tók sín mál í eigin hendur og hélt til móts við framtíðina á eigin vegum, frjáls og engum háð í eigin málum. Það skref sem stigið var á Þingvöllum í rigningardembunni þann 17. júní 1944 var stórt og mikið í langri sögu fámennrar þjóðar sem vildi bæði standa á eigin fótum og marka sér framtíð í eigin nafni og án afskipta annarra þjóða. Þjóðin var fámenn og vildi þrátt fyrir að vera fámenn horfa fram á veginn á eigin forsendum. Í rauninni ættu þeir 130.000 Íslendingar sem stóðu að stofnun lýðveldis árið 1944 flestum öðrum fremur skilið að fá sameiginlega mestu bjartsýnisverðlaun sem hægt væri að veita. Úrlausnarefnin voru mörg á þessum tímapunkti og viðsjárverðir tímar í sögu Íslands.
Heimsstyrjöldinni var þá ekki enn lokið og landið hersetið, atvinnulíf var mjög einhæft, samgöngukerfið í molum, tækja- og húsbúnaður stóð mjög að baki nágrannaþjóðum okkar og við höfðum misst hlutleysi okkar í utanríkismálum. Þjóðin lét þetta ekki á sig og hélt fram á veginn óviss um hvar hann endaði. Eitt var þó ljóst, Íslendingar skyldu vera sjálfs síns herrar og engum háðir. Þessi ákvörðun eins áhættusöm og hún gat verið, reyndist rétt skref á réttum tíma í sögu þjóðarinnar. Verkefnið sem virtist of stórt fyrir fámenna þjóð heppnaðist og gangan til framtíðar reyndist sigurför þjóðarinnar. Miklar breytingar hafa orðið hérlendis á sex áratugum: engin þjóð er nú tæknivæddari, engir eru nýjungagjarnari í þeim efnum en Íslendingar, íslenskur efnahagur hefur blómstrað, fjölbreytni þess eykst sífellt. Ísland er miðað við fólksfjölda í forystu ríkja í víðri veröld.
Ísland og fólkið sem býr landið hefur staðið undir hverju því verkefni sem tekist var á hendur með lýðveldisstofnuninni árið 1944. Sá mikli árangur sem náðst hefur á sex áratugum í sögu þjóðar er framúrskarandi vitnisburður um þrautseigju landsmanna og einbeittan vilja þeirra í því að verða í forystu og standa sig í hverju því sem tekist er á hendur. Nú þegar minnst er þessara merku tímamóta leitar hugurinn ósjálfrátt til brautryðjendanna sem mörkuðu veginn, leiddu þjóðina í átt að þessari ákvörðun sem tekin var fyrir sex áratugum og þeirra sem tóku við forystu þjóðarinnar við lýðveldisstofnun. Jón Sigurðsson var sjálfstæðishetja okkar. Án hugsjónar hans, hugrekkis og framsýni værum við eflaust ekki í þeim sporum að fagna þessum merkisáfanga. Fyrir hans tilstilli öðluðust Íslendingar trú á eigin getu. Forysta hans var Íslendingum mjög dýrmæt og farsæl.
Sjálfstæðisstefnan hefur alla tíð verið hin rétta stefna í stjórnmálum: með henni voru markaðir tveir höfuðþættir íslensks samfélags: sjálfstæði þjóðarheildarinnar og sjálfstæði einstaklinganna. Allt frá fyrsta degi hefur Sjálfstæðisflokkurinn barist fyrir frelsinu, frelsi almennings og þjóðarinnar og var ötult forystuafl í því að lýðveldi skyldi stofnað. Enginn vafi er á því einstaklingsfrelsið er það dýrmætasta sem við eigum. Við teljum sjálfstæði þjóðarheildarinnar og það frelsi sem markað hefur verið sjálfsagt. Er það vitnisburður um það að Íslendingar eru í eðli sínu sjálfstætt fólk og vill stjórna eigin málum og vera í forystu af sinni hálfu við ákvarðanatöku. Til er þó það fólk sem vill færa völd frá Íslandi til erlends bákns og veita öðrum og óþekktum aðilum forystu í okkar málum. Það er ekki heillavænlegt skref og vonandi verður það aldrei að veruleika.
Ég og fleiri sem aðhyllumst frelsið og sjálfstæðisstefnuna fögnum sérstaklega í dag þessum merku tímamótum. Framtíð Íslands er björt og allt bendir til að næstu áratugir og aldir verði farsæl og gjöful Íslendingum, ef rétt verður á haldið í forystu landsins. Íslendingar geta verið stoltir og glaðir yfir því glæsilega verki sem unnist hefur á sex áratugum í ævi þjóðarinnar. Staða Íslands er mjög sterk og enginn vafi leikur á að við erum í fremstu röð, forystuþjóð í frjálsum heimi. Okkur eru allir vegir færir á framtíðarbrautinni.
Innilega til hamingju með daginn!
Þjóðhátíðarávarp Davíðs Oddssonar forsætisráðherra
Dagurinn í dag
1811 Jón Sigurðsson forseti, fæðist við Hrafnseyri við Arnarfjörð - Jón varð sjálfstæðishetja Íslendinga og leiddi þjóðina fyrstu skrefin í átt að fullu sjálfstæði. Hann lést árið 1879
1911 Háskóli Íslands formlega stofnaður á aldarafmæli Jóns Sigurðssonar forseta
1941 Alþingi kaus Svein Björnsson sendiherra, fyrsta og eina ríkisstjóra Íslands
1944 Lýðveldi stofnað á Lögbergi á Þingvöllum - Sveinn Björnsson var kjörinn fyrsti forseti Íslands. Stjórnarskrá lýðveldisins var samþykkt. Ísland hafði tekið forystu í eigin málum
1994 50 ára afmæli íslenska lýðveldisins var minnst á glæsilegri hátíð á Þingvöllum
Snjallyrði dagsins
Lýðræðið og frelsið eru hinir jákvæðu örlagavaldar og erum við þá ekki aðeins að nefna til sögu háleit orð og hugsjónir, heldur sjálft hreyfiafl allra framfara eins og dæmin sanna. Hundrað ára heimastjórn, með fullveldiskaflann og lýðveldiskaflann innan borðs, er samfelldasta sigurganga sem íslensk saga kann frá að greina. Þeir, sem einhvern tímann kynnu að halda því að íslenskri þjóð að henni muni best farnast fórni hún drjúgum hluta af fullveldi sínu, munu ganga á hólm við sjálfa þjóðarsöguna. Ekki er erfitt að spá fyrir um þau leikslok.
Davíð Oddsson forsætisráðherra (í þjóðhátíðarræðu sinni árið 2002)
Breytt 18.9.2006 kl. 08:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.6.2004 | 20:31
Engin fyrirsögn

Vigdís Finnbogadóttir fyrrverandi forseti Íslands, hefur ákveðið að afhenda ekki verðlaun á leiklistarverðlaununum Grímunni í kvöld. Ástæða ákvörðunar hennar mun vera að hún vilji ekki minna á forsetaembættið í ljósi þess að Baugur Group er styrktaraðili verðlaunaafhendingarinnar. Ennfremur hefur Vigdís látið í ljósi þá skoðun sína að núverandi forseti hefði mun frekar átt að synja lögum um Kárahnjúkavirkjun staðfestingar en fjölmiðlalögunum, fyrst hann vildi færa embættið á þá braut sem hefur verið gert. Enginn vafi leikur á því að ummæli Vigdísar og ákvarðanir tengdar þessu máli segir margt um hennar persónulegu skoðanir á embættisverkum Ólafs Ragnars Grímssonar að undanförnu. Það að hætta við að afhenda verðlaunin er ábending um að hún telji ekki viðeigandi að forsetaembættið sé auglýst á menningarsamkundu í boði Baugs og aðila þeim tengdum. Það eru kraftmikil skilaboð, en jafnframt látlaus. Það að Vigdís finni beint að ákvörðun Ólafs segir líka að hún er ekki hlynnt því hvernig eftirmaður hennar hefur höndlað embættið og breytt því. Það sjá allir að Vigdís mótaði embættið með allt öðrum hætti en Ólafur, hann hefur bæði gert það pólitískara og berskjaldaðra fyrir gagnrýni og árásum beint. Það að fyrrum forseti og leikhússtjóri LR sjái sér ekki fært að afhenda leiklistarverðlaun í ljósi þess hvernig eitt fyrirtæki tengist sitjandi forseta og ákvörðunum hans, sýnir mjög vel að fyrrum forseti er í senn bæði ósátt við hvernig embættið hefur verið notað og breytt með ákvörðunum tengdum því.

Þögn forseta um fjölmiðlalögin og ákvörðun sína hefur nú staðið í hálfan mánuð. Hann lofaði á blaðamannafundi fyrir hálfum mánuði að tjá sig um málið, en hefur ekki enn staðið við það, en honum verður varla stætt á öðru en tjá sig um málið fyrir forsetakosningar, sem verða eftir 10 daga. Í dag, þegar ég flaug aftur heim eftir góðan gærdag í borginni, ræddi ég við mann í flugvélinni sem hafði mjög sterkar skoðanir á þessu máli og hafði lesið skrif mín um það og heyrt af ályktun okkar í SUS. Var mjög gaman að fara yfir þetta mál með honum. Þar sem ég veit að viðkomandi les þessi skrif, vil ég þakka honum kærlega fyrir gott spjall.

Ein er sú kvikmynd sem almennt er talin skyldueign fyrir hvern kvikmyndaáhugamann og er því eitt af meistaraverkum kvikmyndasögunnar. Í Lawrence of Arabia er rakin hins goðsagnakennda landkönnuðar T.E. Lawrence, sem lést árið 1935. Hann hélt út í eyðimörkina í fyrri heimsstyrjöldinni sem breskur hermaður og náði að sameina Araba í stríðinu gegn Tyrkjum. Þetta stórglæsilega kvikmyndaverk David Lean er ævintýralegt í jafnt umgjörð sem innihaldi, frábærlega kvikmynduð, klippt, skrifuð og leikin og nýtur sín hvergi betur en á breiðtjaldi. Sögulegur stórmyndastíll leikstjórans er varla tilþrifameiri en í þessu verki, það er mjög listilega spunnið við hið smáa mannlega. Leikaraliðið er ekki af verri endanum með Peter O'Toole í sínu frægasta og langbesta hlutverki, en hann fer á kostum í hlutverki Lawrence og vann sinn stærsta leiksigur í þessu hlutverki. Meðal annarra stórleikara eru Sir Alec Guinness, Omar Sharif, Anthony Quinn, Claude Rains og José Ferrer. Var tilnefnd til 10 óskarsverðlauna en hlaut sjö, þ.á m. sem besta kvikmynd ársins, fyrir leikstjórn Lean, magnaða tónlist Maurice Jarré og kvikmyndatöku Freddie Young, sem enn er jafn stórfengleg nú og árið 1962. Ég hvet alla kvikmyndaunnendur til að sjá þetta magnaða meistaraverk ef þeir eiga tök á því, betri mynd er vart hægt að sjá. Ráðlegg ég að horft sé á lengstu útgáfu sem mögulegt er að sjá, því lengri sem myndin er, því betra og heilsteyptara meistaraverk sérðu.

Áhugavert á Netinu
Ályktun stjórnar SUS um ákvörðun Ólafs Ragnars Grímssonar
Um slæma ákvörðun - grein Hafsteins Þórs Haukssonar formanns SUS
Sigurður Kári Kristjánsson sigurvegari frelsisdeildarinnar 2004
Lokauppgjör frelsisdeildarinnar 2004 - pistill ritstjóra frelsi.is
Vigdís Finnbogadóttir forseti, afhendir ekki verðlaun á Grímunni
Geir Haarde fjármálaráðherra, á fundi um viðskipti og þróun
Stjórnarandstaðan sameinast um frumvarp um þjóðaratkvæðagreiðslur
Baldur Ágústsson forsetaframbjóðandi, vill draga úr orðuveitingum
Sturla Böðvarsson samgönguráðherra, sprengir fyrsta haftið í Almannaskarði
Visir.is opnar á ný eftir gagngerar endurbætur - ferskari fréttavefur en áður
Upphaflega stóð til að ræna 10 flugvélum, 11. september 2001
Engin tengsl milli al-Qaeda og Íraks vegna 11. september 2001
Harðvítug kosningabarátta vegna kanadísku þingkosninganna eftir 10 daga
Tony Blair skammar breskar boltabullur í Portúgal og segir þá þjóðarskömm
Ryan Seacrest segir að Simon Cowell sé hrokafullur og harkalegur við keppendur
Umfjöllun um ævi söngvarans Ray Charles sem verður jarðsunginn á föstudag
Fjöldi aðila minna Akureyringa á mikilvægi neysluvatns - gott átak
Blátt blóð á Bessastöðum? - Dorrit eldar með breskum sjónvarpskokk
Spánverjinn Rafael Benitez ráðinn knattspyrnustjóri hjá Liverpool
Jafntefli hjá Þjóðverjum og Hollendingum á EM - upplýsingar um EM í Portúgal
Dagurinn í dag
1877 Ísafold var prentað í fyrsta skipti - Ísafoldarprentsmiðja stofnuð formlega
1909 Vatnsveita Reykjavíkur tekur til starfa, vatni úr Elliðaám hleypt á dreifikerfi borgarbúa
1944 Alþingi Íslendinga samþykkir formlega lýðveldisstofnun á Þingvöllum daginn eftir
1992 Umdeild bók um Díönu prinsessu af Wales gefin út í Bretlandi - Díana og Karl prins skildu síðar sama ár, en lögskilnaður þeirra varð að veruleika 1996. Díana lést 31. ágúst 1997
1999 Ný kjördæmaskipan samþykkt á Alþingi, gerði ráð fyrir 6 kjördæmum í stað 8 áður en sama fjölda þingmanna - lögin urðu formlega að veruleika með þingkosningum 10. maí 2003
Snjallyrði dagsins
Ronald Reagan was a president who inspired his nation and transformed the world. He possessed a rare and prized gift called leadership -- that ineffable and sometimes magical quality that sets some men and women apart so that millions will follow them as they conjure up grand visions and invite their countrymen to dream big and exciting dreams.
Brian Mulroney fv. forsætisráðherra Kanada (í minningarræðu um Reagan forseta)

Þakka ég þau góðu komment sem ég hef fengið vegna pistils míns um ævi Ronalds Reagans og þá umfjöllun sem hann hefur fengið víða
Breytt 18.9.2006 kl. 08:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.6.2004 | 13:40
Engin fyrirsögn

Ólafur Ragnar Grímsson hefur ekki enn tjáð sig efnislega um fjölmiðlalögin og þá ákvörðun sína að synja þeim um staðfestingu. Fyrir 13 dögum, á blaðamannafundi á Bessastöðum sagði Ólafur að hann myndi svara spurningum blaðamanna á hentugum tímapunkti. Ég veit ekki hvaða tími er hentugri til að ræða þetta mál en einmitt núna. Þetta er það eina mál sem er í umræðunni í stjórnmálum hérlendis nú í sumarblíðunni og verður næstu vikur án nokkurs vafa. Það vekur því óneitanlega mikla athygli að hinn pólitíski forseti sé nú flúinn, kominn í felur fyrir fjölmiðlamönnum og mótframbjóðendum sínum til forsetaembættisins. Forsetakosningar verða eftir 11 daga og ekki ber mikið á að forseti vilji ræða ákvörðun sína og það hvernig hann hyggst haga þessum málum í framtíðinni. Væntanlega kemur að því á næstu dögum að hann muni tjá sig, enda eru fyrirhugaðir spjallþættir við alla frambjóðendur í næstu viku og sameiginlegur umræðuþáttur að kvöldi 25. júní, kvöldið fyrir kjördag. Vonandi fæst þar fram sú nauðsynlega umræða um hlutverk forsetaembættisins og þær breytingar sem Ólafur hefur gert á embættinu, sem hefur vantað tilfinnanlega að undanförnu meðan sitjandi forseti hefur verið í felum eftir tilkynningu sína.

Áhugavert á Netinu
Annir evrópska umboðsmannsins - pistill Heiðrúnar Lindar Marteinsdóttur
Þinghald verður í þingsalnum 5. júlí, þrátt fyrir viðgerðir í þinghúsi
Skattalækkanir og einkavæðing ástæða uppsveiflunnar - Davíð Oddsson
Forsetakosningar í lok næstu viku - lítt sýnileg kosningabarátta í gangi
KB banki kaupir danskan banka - stækkar um helming við það
Getum þróað nýjar leiðir við meðferð hins formlega valds - Ólafur R. Grímsson
Saddam Hussein framseldur til Íraka samhliða valdaskiptunum 30. júní
Ariel Sharon og stjórn hans stóðu af sér vantrauststillögu í ísraelska þinginu
John Edwards með mest fylgi sem væntanlegt varaforsetaefni Johns Kerry
Romano Prodi að hætta hjá ESB - hver tekur við af honum?
Kosningaslagur milli Bush og Kerry kominn á fullt að nýju, eftir stutt hlé
Blaðamannafundur hjá Blair í dag - forsætisráðherrann við öllu búinn
Ísland er fimmta mesta bjórdrykkjuþjóðin samkvæmt rannsóknum
Bush og Clinton afhjúpa málverk - pólitískir andstæðingar grafa stríðsöxina
George H. W. Bush fagnar áttræðisafmæli sínu með fallhlífarstökki
Shrek 2 slær í gegn - er orðin vinsælasta teiknimynd sögunnar
Baggalútur klikkar aldrei - stuðningslag til heiðurs Vigdísi Finnbogadóttur
Svíar taka Búlgari í kennslustund á EM - upplýsingar um EM í Portúgal
Dagurinn í dag
1864 Arlington þjóðargrafreiturinn í Washington vígður - herkirkjugarður þar sem stríðshetjur og leiðtogar eru grafnir. Þar er t.d. John Fitzgerald Kennedy 35. forseti Bandaríkjanna, grafinn
1926 Kristján 10. Danakonungur kom fyrsta sinni í opinbera heimsókn til Íslands
1954 UEFA knattspyrnusamtökin stofnuð í Basle í Sviss - forystusamtök í knattspyrnu
1996 Bandaríska jazzsöngkonan Ella Fitzgerald deyr í Los Angeles, 79 ára að aldri
2001 Um 6000 manns hlýddu á tónleika þýsku rokksveitarinnar Rammstein í Laugardalshöll
Snjallyrði dagsins
As his vice president for eight years, I learned more from Ronald Reagan than from anyone I encountered in all my years of public life. I learned kindness; we all did. I also learned courage; the nation did.
George H. W. Bush forseti Bandaríkjanna (í minningarræðu um Reagan forseta)
Breytt 18.9.2006 kl. 08:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.6.2004 | 17:24
Engin fyrirsögn

Í tilefni af 10 ára valdaafmæli R-listans í gær ákvað ég að fjalla örlítið um það afmæli í sunnudagspistli mínum og taka fyrir nokkur atriði um þá sundrungu og valdþreytu sem blasir við innan R-listans. Er ég skrifaði pistilinn seinnipart laugardags fjallaði ég um þætti sem blöstu við á þeim tímapunkti, t.d. óeininguna vegna málþings R-listans sem aldrei var haldið vegna óeiningar, þar sem ekki einu sinni var hægt að koma sér saman um ræðumenn við það tilefni og brottreknum leiðtoga valdabandalagsins var ekki einu sinni treyst fyrir því að setja málþingið. Setti ég pistilinn inn á vefinn að kvöldi laugardags og átti þá satt best að segja ekki von á þeirri sprengju sem falla myndi innan sólarhrings. Í viðtali við Fréttablaðið í gær segir Helgi Hjörvar einn stofnenda R-listans og fyrrum forseti borgarstjórnar og núverandi varaborgarfulltrúi, að valdþreyta og forystuleysi einkenni samstarfið og segist ekki sáttur við hvernig Ráðhúsklíka embættismanna (væntanlega Þórólfur Árnason og hans nánasta hjörð) stjórni því sem fram fari. Þessar yfirlýsingar Helga koma á þeim tímapunkti að samstarfið minnir orðið á ástlaust hjónaband, en aðrir hagsmunir halda fólkinu saman. Fáir þekkja R-listann betur en Helgi og því gott að fá þetta fram, enda er erfitt að véfengja orð hans um það fyrirbæri sem hann átti þátt í að koma á koppinn. Tekur hann í þessu viðtali undir allt það sem borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins hafa sagt um samstarfið eftir að Ingibjörgu var hent út á guð og gaddinn, eftir að hafa svikið samstarfsfólk sitt. Valdagræðgi og stólarnir halda fólki saman þarna, hugsjónirnar eru löngu foknar út í veður og vind. Ekki eru menn sammála um neitt nema halda í horfinu og því verður fróðlegt að fylgjast með hvað gerist þegar kjörtímabilinu lýkur, þ.e.a.s. ef R-listinn endist svo lengi. Er þetta viðtal og viðbrögð samstarfsmanna Helga í R-listanum efni í langan pistil, ákvað ég þó að breyta ekki þeim pistli sem ég skrifaði á laugardag, en mun skrifa um þetta ítarlega fljótlega. Dauðasvipurinn á R-listanum verður sífellt greinilegri og enginn reynir að dylja það lengur nema þeir allra valdagírugustu innanborðs.


Evrópumeistaramótið í fótbolta hófst loks í Lissabon í Portúgal á laugardag, öllu fótboltaáhugafólki til mikillar ánægju. Opnunarleikurinn milli Portúgala og Grikkja varð vettvangur óvæntra tíðinda enda urðu heimamenn að lúta í gras. Spánverjar unnu svo Rússa að kvöldi laugardags og í gær varð markalaust jafntefli milli Svisslendinga og Króata. Aðalleikurinn í gær var viðureign Evrópumeistara Frakka og Englendinga. Var það vægast sagt dramatískur leikur, enda Englendingar með 1:0 stöðu allt þar til tvær mínútur voru til leiksloka. Zinedine Zidane jafnaði þá með glæsilegri aukaspyrnu er dæmd var eftir að Heskey braut á Makelele. Á lokamínútunni skoraði svo Zidane sigurmarkið úr vítaspyrnu. Fögnuðu Frakkar mjög sem von er, en Englendingar voru frekar súrir og kenndu slakri dómgæslu um hvernig fór. Boltaáhugamenn fagna því að fá að sjá bolta á besta tíma á hverjum degi núna, en sami gamli söngurinn er hafinn hjá þeim sem hata boltann og vilja fréttatímann kl. 7 og telja helgispjöll að færa hann til, er þessi umræða að hefjast núna og er alltaf þegar stórmót er, annaðhvort er kvartað yfir tilfærslu dagskrárliða eða því að þessi "andskotans bolti" eins og sumir nefna hann sé alltaf á dagskrá. Þessu fólki er ráðlagt að setja spólu í eða einfaldlega horfa á boltann án fordóma, og áður en varir eru viðkomandi komnir á lagið. Öll umfjöllun vegna mótsins er vönduð og góð, sérstaklega þáttur Þorsteins J. seinnipart kvölds þar sem farið er yfir stöðu mála. Þetta verður gott boltasumar.
Áhugavert á Netinu
Helgarpistill Björns Bjarnasonar dómsmálaráðherra - 13. júní 2004
ASÍ kyrjar sama gamla sönginn - pistill á Vef-Þjóðviljanum
Ronald Reagan kvaddur hinsta sinni í Kaliforníu - Bush minnist Reagans
Málverk af Clinton-hjónunum kynnt í Hvíta húsinu - Bush ber lof á Clinton
Fréttablaðið: Hlutlaus og óháður fjölmiðill eða pólitískt áróðurstæki?
Stjórnarflokkar í gervallri Evrópu tapa stórt í kosningum til Evrópuþingsins
Dr. Kristján Eldjárn blandaði sér ekki í stjórnmáladeilur á forsetastóli
Hverjar munu pólitískar afleiðingar Evrópuþingkosninganna verða?
Frambjóðandinn Ralph Nader sakaður um spillingu í kosningabaráttunni
Utanríkisráðuneytið svarar áskorunum um mannréttindabrot í Guantanamo
Kosið á milli Adamkus og Prunskiene í seinni umferð forsetakjörs í Litháen
Fylgismaður Milosevic hlýtur mest fylgi í fyrri umferð forsetakjörs í Serbíu
Umfjöllun um baráttu Nancy Reagan í málefnum Alzheimer sjúkdómsins
George H. W. Bush fagnar áttræðisafmæli sínu með fallhlífarstökki
Michael Moore segist ekki ætla að gera heimildarmynd um Tony Blair
Eigur óskarsverðlaunaleikkonunnar Katharine Hepburn boðnar upp
Ökuþórinn Michael Schumacher fagnar formúlumeti í Montreal
Frakkar sigra Englendinga á EM - allar upplýsingar um EM í Portúgal
Dagurinn í dag
1940 Þjóðverjar hernema París - sókn nasista í seinna stríðinu var ekki stöðvuð fyrr en í Sovétríkjunum 1942, eftir það misstu þeir hvert vígið eftir annað, þar til veldi þeirra féll 1945
1949 Þyrlu flogið á Íslandi í fyrsta sinn, notuð aðallega til björgunarstarfa og strandgæslu
1975 Smyrill kom til Seyðisfjarðar fyrsta sinni - ferjusamgöngur milli Íslands og Færeyja hefjast
1982 Samið um vopnahlé í Falklandseyjastríði Breta og Argentínumanna - 800 manns létust á þeim mánuðum sem átökin stóðu en Bretar unnu stóran sigur í samningum um vopnahlé og náðu sínu fram undir forystu Margaret Thatcher sem hikaði hvergi á meðan átökum stóð
1998 Sjálfstæðisflokkurinn sest á ný í meirihluta bæjarstjórnar Akureyrar - Kristján Þór Júlíusson tekur við embætti bæjarstjóra. Kristján var áður bæjarstjóri á Dalvík og Ísafirði
Snjallyrði dagsins
In his lifetime, Ronald Reagan was such a cheerful and invigorating presence that it was easy to forget what daunting historic tasks he set himself. He sought to mend America's wounded spirit, to restore the strength of the free world and to free the slaves of communism.
Margaret Thatcher forsætisráðherra Bretlands (í minningarræðu um Reagan forseta)
Breytt 18.9.2006 kl. 08:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.6.2004 | 01:08
Engin fyrirsögn

Ronald Reagan hefur nú kvatt hinsta sinni. Merkum kafla í sögu Bandaríkjanna hefur nú verið lokað. Segja má með sanni að seinasti hluti þessa merka kafla hafi verið tignarlegur. Fylgdist ég á föstudag vel með bæði jarðarför forsetans í Washington og svo kveðjustundinni við forsetabókasafn hans á hæðinni í Simi-dal, í gegnum erlendar fréttavefsíður og beina útsendingu á netinu. Kom vel fram við þessar athafnir hversu gríðarlega sterkur leiðtogi og kraftmikil persóna var kvaddur, þjóðin var sameinuð í að veita þessum manni þá kveðjustund sem hann bæði átti skilið og landsmenn vildu veita honum, þvert á flokkslínur. Trygg staða Reagans í sögu Bandaríkjanna var þarna endanlega staðfest. Fyrir rúmum áratug, áður en hann missti heilsuna vegna grimmdarlegs sjúkdóms sem rænir fólk og alla ættingja þeirra allri lífshamingju, hafði hann í smáatriðum skipulagt hvernig hann vildi kveðja og með hvaða hætti sú stund kæmi endanlega út. Árið 1989, strax við starfslok sín, hafði hann ákveðið hvar hann vildi hvíla. Sú ákvörðun var tekin samhliða byggingu minningarsafns hans í Kaliforníu. Fræg er sagan af því er hann bar undir Nancy eiginkonu sína, þetta val sitt á meðan þau voru enn í Hvíta húsinu. Hún mun hafa spurt hann hvort hann vildi ekki verða jarðsettur í Arlington þjóðargrafreitnum í Washington, eins og hann ætti í raun rétt á sem forseti landsins og hermaður í seinna stríðinu. Því hafnaði hann og mun hafa sagt: ég vil hvergi hvíla nema í Kaliforníu og þessi hæð við safnið er mér kær, þar er bæði útsýni yfir Kyrrahafið og þar er sólsetrið hvergi fegurra. Hann hafði sitt fram, hugur hans var alla tíð á heimaslóðum.


Að þessu sinni fjalla ég um væntanlega þjóðaratkvæðagreiðslu, bendi á mínar skoðanir á því hvaða leikreglur eigi að setja um slíka kosningu og minni á að horfa þarf til framtíðar til ákvarðanatöku um það, ekki stundarhagsmuni. Ennfremur bendi ég á breytt hlutverk forsetaembættisins og undrast fjarveru forseta frá umræðunni um mál málanna og fjalla um fréttamat dagblaðs eins. Að auki fjalla ég um 10 ára valdaafmæli R-listans sem stendur nú mjög óstöðugum fótum og að lokum um þau tímamót sem eru að eiga sér stað í breskum stjórnmálum, nú þegar Tony Blair er á fallanda fæti. Tímamót eru að eiga sér stað í breskum stjórnmálum. Ægivald Tony Blair sem forsætisráðherra og leiðtoga Verkamannaflokksins, er augljóslega að líða undir lok. Niðurstöður sveitarstjórnarkosninganna í landinu á fimmtudag eru í senn bæði reiðarslag fyrir forsætisráðherrann og þungur dómur yfir ríkisstjórn vinstrimanna í landinu. Missti flokkurinn 476 sveitarstjórnarfulltrúa sína og varð fyrir áfalli, enda missti flokkurinn forystuhlutverk sitt í héruðum sem almennt voru talin traust vígi flokksins. Greinilegt var á fyrstu viðbrögðum forsætisráðherrans við úrslitunum, þar sem hann tjáði sig um þau á leiðtogafundi iðnríkjanna í Sea Island í Georgíu fylki í Bandaríkjunum, að úrslitin voru sem köld vatnsgusa og án nokkurs vafa mesta pólitíska áfall ferils hans. Öll pólitísk staða hans hefur breyst til samræmis við þetta. Þegar er ljóst að hafnar eru björgunaraðgerðir af hálfu hans og stuðningsmanna innan flokksins til að snúa vörn í sókn. Staða Blairs er að verða það veik að honum verður vart sætt mikið lengur. Það sem líklega mun leiða til endaloka valdaferils hans verður þó ekki rimma við andstæðinga úr öðrum flokkum, heldur innanflokkserjur gegn þeim sem telja hann dragbít á stöðu flokksins.
Dagurinn í dag
1870 Gránufélagið stofnað á Akureyri, til að efla innlenda verslun - sameinaðist KEA 1912
1922 Gengisskráning íslensku krónunnar hófst - hún hafði áður fylgt dönsku krónunni
1941 Sigurður Jónsson kaupmaður, gaf ríkinu Bessastaði á Álftanesi - varð forsetabústaður
1971 Viðreisnarstjórnin, stjórn Sjálfstæðisflokks og Alþýðuflokks, féll eftir tólf ára valdasetu
1973 Undirritað samkomulag um frið í Víetnam, eftir blóðuga styrjöld í tæpan áratug
Snjallyrði dagsins
We've done our part. And as I walk off into the city streets, a final word to the men and women of the Reagan revolution, the men and women across America who for 8 years did the work that brought America back. My friends: We did it. We weren't just marking time. We made a difference. We made the city stronger, we made the city freer, and we left her in good hands. All in all, not bad, not bad at all. And so, goodbye, God bless you, and God bless the United States of America.
Ronald Reagan forseti Bandaríkjanna (1911-2004) - kveðjuræða Reagans (1989)
Breytt 18.9.2006 kl. 08:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.6.2004 | 16:52
Engin fyrirsögn

Ronald Reagan 40. forseti Bandaríkjanna, var jarðsunginn í þjóðardómkirkjunni í Washington í dag. Á fjórða þúsund manns vottaði forsetanum virðingu sína við athöfnina sem var stórglæsileg og var á allan hátt svo viðeigandi þegar kvaddur er hinsta sinni maður sem hefur sett jafn jákvætt mark á líf svo margra eins og Reagan forseti gerði. Fjórir fyrrverandi forsetar Bandaríkjanna: Bill Clinton, George Bush, Jimmy Carter og Gerald Ford vottuðu Reagan virðingu sína ásamt eiginkonum sínum. Ennfremur voru viðstaddir embættismenn ríkisstjórna Reagans og samverkamenn á vettvangi stjórnmála og leiklistar í gegnum tíðina. Minningarorð fluttu George W. Bush forseti Bandaríkjanna, George Bush varaforseti Reagan stjórnarinnar og eftirmaður hans á forsetastóli, Margaret Thatcher fyrrum forsætisráðherra Bretlands, og Brian Mulroney fyrrum forsætisráðherra Kanada. Í tignarlegum ræðum sínum lýstu þau öll vel mannkostum Reagans og kraftmikilli forystu hans, hvort sem um var að ræða á vettvangi stjórnmála og eða leiklistar. Að athöfninni lokinni var kista forsetans flutt til Andrews herflugvallarins, sem er skammt frá Washington. Þaðan flaug forsetaflugvélin, Air Force One, með kistuna til Kaliforníu. Hinsta för Reagans mun ljúka í kvöld við forsetabókasafn hans í Simi-dalnum, þar mun hann verða jarðsettur við sólsetur. Grafreiturinn hefur útsýni yfir Kyrrahafið, valdi Reagan staðinn sjálfur á níunda áratugnum. Merkum og glæsilegum kafla í sögu Bandaríkjanna er nú lokið. Leiðtoginn hefur kvatt hinsta sinni og verður hans minnst alla tíð. Aldrei mun fenna í fótspor mikilmennis, var eitt sinn sagt. Þau merku orð eiga vel við þennan glæsilega leiðtoga hægrimanna á vettvangi alþjóðastjórnmála, á kveðjustund.

Áhugavert á Netinu
Jarðarför Ronalds Reagans forseta - 11. júní 2004
Ronald Reagan forseti, kvaddur - pistill Stefáns Friðriks Stefánssonar
Ronald Reagan kvaddur hinsta sinni við tignarlega athöfn í Washington og Kaliforníu
Eftirminnilegustu ræður Ronalds Reagans á forsetastóli 1981-1989
Minningarræða George W. Bush forseta Bandaríkjanna, til heiðurs Ronald Reagan
Ronald Reagan varð að tákni Bandaríkjanna - umfjöllun um ræðu Bush forseta
Minningarræða Margaret Thatcher til heiðurs Ronald Reagan forseta
Minningarræða George H. W. Bush forseta, um Ronald Reagan forseta
Minningarræða Brian Mulroney um Ronald Wilson Reagan forseta
Um Herdísi, nefndarmenn og kennara - pistill á Vef-Þjóðviljanum
Ástþór vill að forsetakosningum verði frestað - kærir RÚV fyrir ritskoðun
Verkamannaflokkurinn geldur afhroð í byggðakosningum í Bretlandi
Hversu slæm eru úrslit kosninganna fyrir Tony Blair forsætisráðherra?
Bankastjórn Seðlabankans gerir ráð fyrir vaxtahækkunum á næstunni
Dvínandi áhugi fyrir Evrópusambandsaðild í Noregi, skv. skoðanakönnun
Reykjanesbær fagnar 10 ára afmæli sínu - afmælishátíð bæjarins
Tónlistarmaðurinn Ray Charles látinn, 73 ára að aldri - Ray Charles minnst
Andy Serkis mun túlka King Kong, en hann gerði Gollum ódauðlegan í LOTR
Leikkonan Meryl Streep heiðruð fyrir glæsilegan leikferil sinn
Fótboltaveislan að hefjast - EM í knattspyrnu hefst í Portúgal á morgun
Dagurinn í dag
1928 Fyrsta áætlunarflugið milli Akureyrar og Reykjavíkur - flogið fyrst með sjóflugvélinni Súlunni, en hún tók fimm farþega. Var þá ekki annað hægt en að lenda á sjófletinum við bæinn. Flugvöllur reis við Akureyri loks árið 1952. Nú, 76 árum síðar, er flogið á milli Akureyrar og Reykjavíkur 7 sinnum á dag og sætaframboðið er mun ríflegra nú en árið 1928
1935 Auður Auðuns lauk lögfræðiprófi fyrst íslenskra kvenna - Auður varð fyrst kvenna borgarstjóri í Reykjavík og ráðherra, að auki var hún forseti borgarstjórnar Reykjavíkur
1987 Margaret Thatcher leiðir breska Íhaldsflokkinn til þriðja kosningasigurs síns í þingkosningum í Bretlandi - hún var eini stjórnmálamaður Bretlands á 20. öld sem afrekaði að vinna þrjár kosningar í röð og sá eini til þessa í sögu landsins - Thatcher sat á valdastóli til 28. nóvember 1990 og Íhaldsflokkurinn vann fjórðu kosningarnar 1992, leiddi stjórn til 1997
2001 Timothy McVeigh tekinn af lífi í alríkisfangelsinu í Terre Haute í Indiana - hann var dæmdur til dauða fyrir sprengjutilræðið við stjórnsýslubygginguna í Oklahoma í apríl 1995
2004 Ronald Reagan 40. forseti Bandaríkjanna, jarðsunginn í dómkirkjunni í Washington og jarðsettur við sólsetur við forsetabókasafn sitt í Simi-dalnum í Kaliforníu
Morgundagurinn
1935 Huey Long öldungadeildarþingmaður, flytur lengstu ræðu í sögu þingsins - stóð í 15 tíma
1987 Ronald Reagan forseti Bandaríkjanna, flytur eftirminnilega ræðu við Berlínarmúrinn og skorar á Mikhail Gorbachev Sovétleiðtoga, að fella múrinn - hann féll loks 9. nóvember 1989
1991 Boris Yeltsin kjörinn forseti Rússlands - var umdeildur þjóðarleiðtogi en náði þó að ávinna sér virðingu vestrænna þjóðarleiðtoga. Yeltsin sagði af sér 31. desember 1999 til að tryggja vænlega stöðu valins eftirmanns síns, Vladimir Putin sem tók við forsetaembættinu
1994 Nicole Brown Simpson og Ron Goldman myrt við heimili hennar í Los Angeles. Fyrrum eiginmaður Nicole, O.J. Simpson, var sakaður um morðin og réttað yfir honum í beinni útsendingu sjónvarpsstöðva - umdeilt þótti mjög er hann var sýknaður í október 1995
2003 Óskarsverðlaunaleikarinn Gregory Peck deyr á heimili sínu í Los Angeles, 87 ára að aldri
Snjallyrði dagsins
We will always remember. We will always be proud. We will always be prepared, so we may always be free.
Ronald Reagan forseti Bandaríkjanna (1911-2004)
Breytt 18.9.2006 kl. 08:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.6.2004 | 17:58
Engin fyrirsögn

Ólafur Ragnar Grímsson tók þá geðþóttaákvörðun fyrir 8 dögum að breyta algjörlega eðli forsetaembættisins og gera það að pólitísku bitbeini almennings og afmáði endanlega allan virðingarstimpil á embættinu. Gott og vel, það er hans val, sem hann verður að axla alla ábyrgð á. Það vekur því óneitanlega mikla athygli að hinn pólitíski forseti sé nú flúinn, kominn í felur fyrir fjölmiðlamönnum og mótframbjóðendum sínum til forsetaembættisins í kosningunum þann 26. júní. Hann svarar ekki spurningum fjölmiðlamanna og eins mótframbjóðanda síns um hina umdeildu ákvörðun sína um að synja lögum frá Alþingi um samþykki sitt. Fyrst Ólafur vill verða í raun pólitískur forseti, eins og hann hefur óneitanlega gert sig að undanfarna daga, er ekkert eðlilegra en að hann svari fyrir gjörðir sínar og verk í fjölmiðlum eins og aðrir pólitíkusar hérlendis. Það er því mjög merkilegt hversu miklum silkihönskum fjölmiðlar fara um forseta nú, eftir ákvörðun sína. Auðvitað á hann að svara spurningum fjölmiðlamanna og mæta meðframbjóðendum sínum í umræðuþáttum. Allt annað er bara út í hött miðað við hvernig forseti hefur sjálfur mótað hlutverk sitt og framgöngu af hálfu embættisins í málum að undanförnu. Við hvað er forseti eiginlega hræddur, hversvegna getur þetta sundrungartákn á stjórnmálavísu ekki tjáð sig um þetta mál? Er kannski málið þannig vaxið að hann getur ekki varið ákvörðun sína á efnislegum forsendum? Hvar er pressan núna, á ekki að fá svör við öllum spurningunum sem krauma undir niðri, frá stjórnmálamanninum á Bessastöðum?


Fátt betra á góðu kvöldi en að horfa á meistaraverk úr kvikmyndasögunni. Að þessu sinni var horft á Rear Window, kvikmynd Sir Alfred Hitchcock. Segir frá ljósmyndaranum L. B. Jeffries sem fótbrotnar í vinnuslysi og neyðist í kjölfar þess að vera heima og hefur lítið fyrir stafni og hundleiðist það. Hans tómstundaiðja heima við verður að nota sjónkíkinn sinn til að fylgjast mannlífinu hjá nágrönnum hans og uppgötvar hann sér brátt til mikillar skelfingar að einn þeirra hefur myrt eiginkonu sína og hefur hulið spor sín svo vel að líkið mun aldrei finnast nema hann leysi málið sjálfur. En þá vandast málin, hvernig getur hann sannfært aðra um að nágranninn hafi framið verknaðinn og að hann hafi nokkru sinni átt sér stað. Sú eina sem virðist trúa honum er kærastan hans Lisa, en það er ekki nóg, hann verður að fá liðsinni lögreglunnar áður en nágranninn kemst að hann hefur verið staðinn að verki, þá gæti allt verið orðið of seint. Hér gengur bókstaflega upp til að skapa ómótstæðilegt og klassískt meistaraverk að hætti Hitchcocks. James Stewart vinnur einn af stærstu leiksigrum sínum í hlutverki ljósmyndarans og stendur sig gríðarlega vel í þessu mikla burðarhlutverki myndarinnar. Grace Kelly er sannkallað augnayndi í hlutverki Lisu Freemont, hinnar trygglyndu og vellauðugu unnustu Jeffries. Gamanleikkonan Thelma Ritter er eftirminnileg í hlutverki sjúkranuddarans Stellu sem kemur með hnyttna brandara þegar vel við á. Mynd sem setti mikinn svip á kvikmyndasöguna, hvet ég alla til að sjá hana, eigi þeir kost á því.

Áhugavert á Netinu
Líkkista Reagans forseta, á virðingarstalli í þinghúsinu í Washington
Tugir þúsunda standa í biðröðum í Washington til að heiða minningu Reagans
Nancy Reagan vinnur hug og hjörtu Bandaríkjamanna á kveðjustundinni
Margaret Thatcher vottar Reagan virðingu sína - útför Reagans á morgun
Minningarræða Dick Cheney varaforseta, um Ronald Reagan forseta
Hátíðleg athöfn við þinghúsið - hinsta för Reagans til Washington
75%-markið og R-listinn - grein Björns Bjarnasonar dómsmálaráðherra
Ólafur Ragnar þá og nú - um þjóðaratkvæðagreiðslu - pistlar á andríki
Þjóðaratkvæðagreiðsla um fjölmiðlalög verður væntanlega í ágúst
Um kjarasamninga sjómanna - pistill Steingríms Arnars Finnssonar
Davíð tekur við viðurkenningu í Washington og verður við útför Reagans
Umboðsmaður Alþingis skammar Ríkisútvarpið vegna fréttavefs
Helgi Jóhannesson hættir skyndilega sem verjandi Baugsmanna
Leiðtogar iðnríkjanna vilja vinna að friði í M-austurlöndum - vefur fundarins
Tillaga Bush milduð á fundi leiðtoga iðnríkjanna í Sea Island í Georgíu
Jacques Chirac og George W. Bush ósammála um Írak, NATÓ og fleiri mál
John Howard forsætisráðherra Ástralíu, segist hrifinn af rokktónlist
Frances Shand Kydd, móðir Díönu prinsessu, jarðsungin í Skotlandi
Dagurinn í dag
1940 Þjóðverjar hernema Noreg - Hákon konungur og konungsfjölskyldan sett í stofufangelsi
1967 Sex daga stríðinu í Miðausturlöndum lýkur - Ísrael og Sýrland semja um vopnahlé
1986 5000 króna seðill settur í umferð - prýddur með mynd af Ragnheiði Jónsdóttur
2000 Hafez al-Assad forseti Sýrlands, deyr í Damaskus, 69 ára að aldri. Hann var forseti í tæpa þrjá áratugi, frá 1971 til dauðadags. Bashar sonur hans tók við völdum við dauða hans
2001 Konur fluttu í fyrsta skipti ávörp við sjómannadagshátíð í Reykjavík - sjávarútvegsráðherra og fulltrúum útgerðarmanna var ekki boðin þátttaka þá vegna lagasetningar á sjómenn
Snjallyrði dagsins
Politics is supposed to be the second oldest profession. I have come to realize that it bears a very close resemblance to the first.
Ronald Reagan forseti Bandaríkjanna (1911-2004)
Breytt 18.9.2006 kl. 08:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.6.2004 | 06:09
Engin fyrirsögn

Fundur forystumanna stjórnar- og stjórnarandstöðuflokkanna í Stjórnarráðshúsinu í gær stóð einungis í rúmar 15 mínútur. Davíð Oddsson forsætisráðherra, sleit fundi í kjölfar þess að þingflokksformaður vinstri grænna fór að setja skilyrði til að vinna eftir við lagasetningu um þjóðaratkvæðagreiðslur. Þessi lok fundarins komu fáum á óvart, vandséð var fyrir fundinn hvernig ólík sjónarmið flokkanna gætu farið saman og hægt væri að vinna útfrá því. Það er vonlaust að ná samkomulagi við stjórnarandstöðuna, það vissu menn fyrir fundinn og fengu það staðfest með þessu. Það er með öllu óeðlilegt að stjórnarandstaðan komi á þessu stigi málsins fram með kröfur um lagasetninguna, enda hefur forsætisráðherra nú skipað starfshóp til að vinna að ítarlegum tillögum að lagasetningu um þjóðaratkvæðagreiðsluna. Í þessum starfshópi eiga sæti hæstaréttarlögmennirnir Karl Axelsson (sem verður formaður), Andri Árnason, Jón Sveinsson og Kristinn Hallgrímsson. Það verður þeirra að koma með tillögur að lögunum, en ekki stjórnmálamanna og því undarlegt af stjórnarandstöðunni að koma með kröfur vegna lagasetningarinnar og að auki tala um hvernig kosningunni verði háttað. Það verður hægt að ræða þessar tillögur vel þegar þær liggja fyrir. Upphlaup stjórnarandstöðunnar vekur því ekki athygli, með hliðsjón af fyrri yfirlýsingum úr þeirri áttinni. Sást reyndar vel að formaður Samfylkingarinnar á erfitt með að hemja skap sitt, enda svaraði hann fyrst ekki spurningum eftir útgöngu af fundinum en tók svo athyglina af hinum fulltrúum andstöðunnar þegar fjölmiðlamenn spurðu þá um stöðuna, er hann hafði náð tökum á sjálfum sér.

Og eitt að auki. Forsetinn er enn þögull sem gröfin, viku eftir að hann tilkynnti að hann myndi synja fjölmiðlalögunum um staðfestingu, án þess að tilgreina efnislega ástæður ákvörðunar sinnar. Margir vilja að hann rökstyðji ástæður þess að hann beitti þessu geðþóttavaldi sínu með jafnpólitískum hætti og raunin er. Ástþór Magnússon forsetaframbjóðandi, gengur mjög eftir því að forseti mæti sér í Kastljósi og þeir taki málið fyrir í debat þar. Svo virðist vera sem hann ætli ekki að gefa sig í þeirri viðleitni að draga forseta fram í dagsljósið á ný. Til marks um það eru eftirfarandi ummæli hans í dagblaði í dag: "Ég er akandi á eftir honum á 150 kílómetra hraða á Keflavíkurveginum til að reyna að fá svar við þeirri spurningu hvort hann muni taka áskorun minni um að mæta mér í sjónvarpssal.“

Ronald Reagan 40. forseti Bandaríkjanna, lést um seinustu helgi. Mikið hefur verið fjallað um ævi hans og stjórnmálaferil undanfarna daga á ýmsum vefsíðum og í sjónvarpi. Margir þjóðarleiðtogar hafa tjáð sig um persónu Reagans og verk hans á valdastóli, og virðist samdóma álit flestra að Reagan hafi verið einn af merkustu forsetum Bandaríkjanna í 228 ára sögu landsins. Er enginn vafi í mínum huga að svo sé. Er reyndar staðfest með viðbrögðum Bandaríkjamanna við láti hans, hversu gríðarlega sterk staða hans er í raun og veru í sögu landsins. Hef ég seinustu daga verið að lesa aftur bók sem ég eignaðist fyrir nokkrum árum og heitir President Reagan: The Role of a Lifetime og er eftir Lou Cannon. Er það gríðarlega vönduð samantekt og sennilega ein sú besta í bókarformi um forsetaferil Reagans. Cannon fylgdist sem blaðamaður með ríkisstjórakosningunum 1966 þegar Reagan tók fyrst þátt í stjórnmálum og síðar í forsetakosningunum 1980, er Reagan náði kjöri til forsetaembættis, og hefur mikið skrifað um stjórnmálaferil hans. Segir Cannon á leiftrandi hátt frá persónu Reagans og stefnumálum hans á valdastóli. Í gærkvöldi horfði ég á upptöku á heimildarþætti Árna Snævarrs, Refskák í Reykjavík, sem gerður var árið 1996, í tilefni 10 ára afmælis leiðtogafundarins í Reykjavík í október 1986. Var langt um liðið frá því ég sá þáttinn síðast og var gaman að líta á hann, enda leiðtogafundurinn einn af helstu merkisatburðum hér á landi á 20. öld og er órjúfanlega tengdur við Reagan forseta. Í þættinum eru mörg góð viðtöl og yfirlit yfir hvernig fundurinn gekk fyrir sig, en hann er almennt talinn sögulegur hluti af endalokum kalda stríðsins.
Áhugavert á Netinu
Alþingi kallað saman 5. júlí - samráðsfundi slitið eftir 15 mínútna viðræður
Samráðsfundi slitið vegna ósættis forystumanna stjórnmálaflokkanna
Kristján Eldjárn sagði forseta stefna embættinu í háska með að fara gegn þinginu
Aukin þátttaka er nauðsynlegt skilyrði - pistill Friðjóns R. Friðjónssonar
Ályktun stjórnar Heimdallar um endurkomu Ólafs R. Grímssonar í stjórnmál
Ástþór Magnússon vill ræða fjölmiðlalögin við Ólaf Ragnar Grímsson
Rúmlega 100.000 manns hafa vottað Reagan forseta, virðingu sína í Kaliforníu
Mikhail Gorbachev vottar minningu Ronalds Reagans virðingu sína
SÞ samþykkir samhljóða ályktun um Írak - Bush og Putin fagna ályktun SÞ
Fundur leiðtoga 8 helstu iðnríkja heims hefst í dag - vefur G8 fundarins
Mörg umræðuefni á leiðtogafundinum í Sea Island í Georgíu-fylki í BNA
Ríkisráðsfundur ekki á dagskrá þrátt fyrir að ekki skorti umræðuefnin
Nefnd skipuð til að móta lagasetningu um þjóðaratkvæðagreiðslur
Evrópuþingkosningar á morgun - hart barist um atkvæðin í Bretlandi
Sjálfstæðisflokkur leggur fram spurningar í borgarráði um Stjörnubíósreit
Hringadróttinssaga og Kill Bill valdar bestu myndirnar á MTV hátíðinni
George Bush eldri ætlar í fallhlífarstökk í tilefni áttræðisafmælis síns
Umhverfisráðherra í þriggja daga leiðangri með Jöklarannsóknarfélaginu
Íslandsvinurinn Andrés önd sjötugur í dag - merkisafmæli fagnað
Dagurinn í dag
1880 Hornsteinn lagður að Alþingishúsinu við Austurvöll í Reykjavík
1957 Sir Anthony Eden segir af sér embætti sem forsætisráðherra Bretlands
1975 Sjónvarpað í fyrsta skipti beint frá breska þinginu - nú er almennt sýnt frá breska þinginu og BBC sýnir fyrirspurnartíma forsætisráðherra alla miðvikudaga á öllum stöðvum sínum
1983 Margaret Thatcher leiðir breska Íhaldsflokkinn til stærsta sigurs síns í þingkosningum í Bretlandi - Thatcher sat á valdastóli til nóvember 1990 og Íhaldsflokkurinn leiddi stjórn til 1997
2002 Hálfrar aldar valdaafmæli Elísabetar II Englandsdrottningar, fagnað í Bretlandi
Snjallyrði dagsins
How do you tell a communist? Well, it's someone who reads Marx and Lenin. And how do you tell an anti-communist? It's someone who understands Marx and Lenin.
Ronald Reagan forseti Bandaríkjanna (1911-2004)
Breytt 18.9.2006 kl. 08:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.6.2004 | 10:05
Engin fyrirsögn

Skoðanakannanir Fréttablaðsins vekja oftast athygli að því er virðist vera í samfélaginu. Þó hefur sést að undanförnu að útkoma kannananna skipta mismiklu máli þegar kemur að því að slá þeim upp sem forsíðufrétt. Fyrir skömmu mældist Samfylkingin stærri en stjórnarflokkarnir til samans og þá var þeirri frétt slegið upp á forsíðu með stóru letri. Í dag birtist könnun þar sem Sjálfstæðisflokkurinn mælist með meira fylgi en í þingkosningunum fyrir rúmu ári og því er auðvitað slegið upp í smárri klausu efst á forsíðu með vísan til fréttar inn í blaðinu. Kannski er þetta bara dæmi um fréttamat Fréttablaðsins og hvað þeir telja fréttir og ekki fréttir. Ég hélt að þeim þættu það fréttir að forystuflokkur ríkisstjórnarinnar fengi slíka mælingu eftir eitt mesta gerningaveður íslenskra stjórnmála, hin seinni ár að minnsta kosti. Það eru margir óákveðnir í þessari könnun, en þó taka fleiri afstöðu en seinast. Samfylkingin hefur naumt forskot á Sjálfstæðisflokkinn, skv. könnuninni. Framsóknarflokkurinn stendur veikt, vinstri grænir dala smá miðað við seinustu könnun og Frjálslyndir hafa rúm 3% sem kemur ekki á óvart miðað við framgöngu forystumanna þess flokks seinustu mánuði. Ríkisstjórnin bætir við sig fylgi í könnuninni. Ef eitthvað er að marka þessa könnun er rykið tekið að setjast vegna lagasetningarinnar um eignarhald á fjölmiðlum og landsmenn að átta sig vonandi á meingölluðum og fjarstæðukenndum málflutningi stjórnarandstöðunnar sem virðist stjórnast af einhverju allt öðru en efnislegri umræðu og áhuga á að ræða málið beint.

Og eitt að auki. Ekkert hefur enn heyrst í Ólafi Ragnari, en hann lofaði á fundi með blaðamönnum fyrir tæpri viku að svara spurningum þeirra fljótlega. Virðist forseti almennt ekki vera hræddur við sviðsljósið og því undarlegt að hann sé nú í felum. Kannski er hann að finna upp eitthvað plott til að bjarga sér úr flækjunni, eitthvað er allavega undarleg töfin á því að hann útskýri efnislega ástæður ákvörðunar sinnar og rökstyðji gjána sem hann gaf í skyn að væri til staðar. Gæti verið að breyting verði þar á, á næstunni enda hefur mótframbjóðandi hans til forsetaembættisins, Ástþór Magnússon, skorað á hann í kappræður um fjölmiðlalögin og ákvörðun Ólafs, í Kastljósinu, áður en þátturinn fer í sumarleyfi í lok vikunnar. Gullið tækifæri er þarna fyrir Ólaf til að tala hreint út um málin. Ástþór fær prik fyrir að skora á forseta á hólm í kappræðum í Kastljósinu, og reyna að lokka hann fram í sviðsljósið á ný.

Í pistli á heimasíðu sinni fjallar Björn um andlát Reagans forseta, valdaerjur innan R-listans og umræður um þjóðaratkvæðagreiðslu um fjölmiðlalög og hvort setja eigi lágmarkskjörsókn svo niðurstöður hennar teljist gildar. Í hlutanum um Reagan segir svo: "Ronald Reagan verður talinn meðal merkustu forseta Bandaríkjanna. Hann þorði að taka umdeildar ákvarðanir og standa við þær, hvað sem tautaði og raulaði. Hann sætti gagnrýni ekki síst frá hinum talandi stéttum, fjölmiðlungum, háskólafólki og kaffihúsaspekingum, án þess að láta það hið minnsta á sig fá. Hann var sakaður um að stofna heimsfriðnum í hættu, vegna þess að hann vildi ekki una hernaðarlegum yfirburðum Sovétmanna. Hann yfirgaf fundinn í Höfða, án þess að láta undan og hélt fast við áform sín um stjörnustríðsáætlunina. Hann hafði skýr markmið, skýrði þau á einfaldan hátt og hélt ótrauður að þeim. Honum var einstaklega lagið að ná til áheyrenda sinna og hafði næma tilfinningu fyrir æðaslögum bandarísku þjóðarinnar. Hann var glaður og reifur og gat snúið málum sér í vil á leiftrandi hátt. Hans verður minnst fyrir að halda þannig á málum gagnvart Sovétríkjunum, að þau báru ekki sitt barr eftir friðsamleg átök við hann og lögðu síðan upp laupana. Ég tel forréttindi að hafa sinnt störfum sem fréttaskýrandi og fréttastjórnandi erlendra málefna á Morgunblaðinu í forsetatíð Reagans og hafa haft tækifæri til að fylgjast með störfum hans og stefnu frá degi til dags auk þess að taka þátt í að verja stefnu hans og Atlantshafsbandalagsins gagnvart úrtölumönnum, sósíalistum og kommúnistum hér á landi á níunda áratug tuttugustu aldarinnar."
Áhugavert á Netinu
Umfjöllun um skattadaginn og skattadagsskýrslu Heimdallar
Tengsl forsetans við Norðurljós eru augljós - pistill Jóns Hákons Halldórssonar
Konungsveldi á Íslandi? - pistill Stefáns Ottós Stefánssonar
Bandaríkjamenn minnast Reagans forseta - minningarathöfn
Margaret Thatcher og Bush-feðgarnir flytja minningarræður um Reagan
Umfjöllun um andlát Reagans - jarðarför Reagans á föstudag
Þingflokkur sjálfstæðismanna er einhuga að baki forsætisráðherra
Framkvæmd þjóðaratkvæðagreiðslu um fjölmiðlalög í athugun
Ástþór Magnússon vill mæta forseta í sjónvarpskappræðum
Hafrannsóknarstofnun leggur fram tillögu um minni þorskafla á næsta ári
Fundir framundan á Akureyri og í Hrísey vegna sameiningarkosningar
Sorpeyðing Eyjafjarðar bs. opnar glæsilega heimasíðu á Netinu
Ruslasafnarar ætla að hreinsa allt rusl af hæsta fjalli heims, Mount Everest
Van Morrison á leið til Íslands - með tónleika í Laugardalshöll 2. október
Vandaður alfræðivefur fyrir alla þá sem vilja grúska í mannkynssögunni
Phylicia Rashad vinnur Tony leiklistarverðlaunin, fyrst blökkukvenna
Leikir gærkvöldsins í Landsbankadeildinni í fótbolta - EM hefst um helgina
Dagurinn í dag
452 Atli Húnakonungur, ræðst inn í Ítalíu - einn stærsti sigur hans
1783 Skaftáreldar hófust með eldgosi úr Lakagígum - eitt mesta eldgos sögunnar á Íslandi
1866 Kanadíska þingið kemur saman í fyrsta skipti í Ottawa - Kanada er undir stjórn Englands
1968 James Earl Ray handtekinn fyrir morðið á Martin Luther King - lést í fangelsi árið 1999
1982 50 Bretar farast í loftárás argentínska hersins á tvö birgðaskip á Falklandseyjum
Snjallyrði dagsins
Whatever else history may say about me when I'm gone, I hope it will record that I appealed to your best hopes, not your worst fears; to your confidence rather than your doubts. My dream is that you will travel the road ahead with liberty's lamp guiding your steps and opportunity's arm steadying your way.
Ronald Reagan forseti Bandaríkjanna (1911-2004)
Breytt 18.9.2006 kl. 08:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.6.2004 | 15:03
Engin fyrirsögn

Um fátt hefur meira verið rætt um helgina en ákvörðun forseta Íslands þess efnis að synja fjölmiðlalögunum um samþykki sitt. Um helgina fór ég til Dalvíkur á menningarsamkomu þar sem frú Vigdís Finnbogadóttir fyrrverandi forseti Íslands, flutti erindi. Eftir samkomuna voru kaffiveitingar, ræddi ég smávegis við Vigdísi um forsetaembættið og sögu þess og ennfremur deilumál tengd 26. grein stjórnarskrárinnar. Var virkilega gaman að ræða þessi mál við fyrrum forseta og skiptast á skoðunum um það og ræða þær. Það sem ég hef helst talið ámælisvert við ákvörðun forseta í seinustu viku, er það að hann hafi ekki farið fram á að haldinn yrði ríkisráðsfundur, þar sem hann hefði getað fengið hið gullna tækifæri til að fara ítarlega yfir afstöðu sína og rökrætt hana við ráðherra ríkisstjórnarinnar. Fór forseti allt aðra leið í ákvarðanatöku samhliða þessu máli en frú Vigdís gerði er hún tók þá ákvörðun að staðfesta samninginn um EES í janúar 1993. Ræddi hún efnislega við leiðtoga allra stjórnmálaflokka, þingmenn úr öllum flokkum og lagasérfræðinga. Slíkt gerði núverandi forseti ekki og leitaði beinlínis til lítils hóps, allavega ekki ráðherra, þingmanna og forystumanna allra stjórnmálaflokkanna. Er ferlið við ákvörðunartökuna einmitt dæmi um hvernig ekki á að höndla ákvarðanatöku í slíku máli.


Töframaðurinn ungi, Harry Potter er mættur þriðja sinni á hvíta tjaldið. Í upphafi myndarinnar býr hann enn hjá skyldmennum sínum, hinni mjög svo pirrandi Dursley-fjölskyldu. Brátt heldur hann þó á nýjan leik í Hogwart skóla. Bestu vinir hans Ron Weasly og Hermione eru þar sem fyrr. Lenda þau í miklum ævintýrum er spyrst út að Sirius Black hafi sloppið úr Azkaban fangelsinu og vilji Harry illt. Kemst Harry að því von bráðar að þar er um að kenna foreldrum sínum og Voldemort, hinum forna fjanda fjölskyldu sinnar. Stórfengleg og vel gerð ævintýramynd. Handrit Steven Kloves eftir þriðju bók J.K. Rowling er meistaralega gerð og heldur athygli áhorfandans allan tímann. Myndin er gríðarlega vel leikin: Daniel Radcliffe er að festa sig í sessi í hlutverki Harrys og Rupert Grint fer á kostum sem fyrr í hlutverki hins skemmtilega Rons. Emma Watson, Julie Walters, David Thewlis, Alan Rickman, Dame Maggie Smith, Robbie Coltrane og Emma Thompson eiga stórleik ennfremur í myndinni. Senuþjófurinn er þó hiklaust Gary Oldman í hlutverki Sirius, hann er magnaður leikari og tekst alltaf að stela senunni í hverri mynd og á flotta innkomu í þessu hlutverki. Michael Gambon er tekinn við hlutverki Dumbledore af Richard Harris, sem lést árið 2002. Glæddi Harris persónuna sínu lífi og er eftirsjá af honum, en þrátt fyrir að Gambon standi sig með ágætum fellur hann í skuggann af Harris. Hafa aðalpersónurnar þroskast mjög og vart hægt að tala um Potter myndirnar sem barnamyndir lengur, nú þegar söguhetjurnar eldast hefst mikið þroskaferli hjá þeim.Tónlist snillingsins John Williams á vel við eins og ávallt og sérstaklega fannst mér kóralagið sem hljómar í byrjunni áhrifamikið. Mexíkaninn Alfonso Cuarón stendur sig vel í leikstjórastólnum og gerir mun betur en Chris Columbus sem leikstýrði fyrri myndunum tveimur. Er um að ræða langbestu myndina í seríunni. Óhætt er að mæla með Harry Potter and the Prisoner of Azkaban við alla sanna kvikmyndaáhugamenn.

Áhugavert á Netinu
Manngæska vinstrimanna - pistill Helgu Baldvinsdóttur Bjargardóttur
Umfjöllun um Ronald Reagan - pistill á Vef-Þjóðviljanum
Ronald Reagan forseti, verður jarðsunginn í Washington á föstudag
60 ár liðin frá hinum sögulega D-degi - 6. júní 1944
60 ára afmæli D-dagsins minnst í Frakklandi - Bush minnist Reagans
Þjóðarleiðtogar um allan heim minnast Ronalds Reagans við andlát hans
Ron og Maggie - vingjarnleg og traust samskipti Reagans og Thatchers
Geir H. Haarde fjármálaráðherra, telur forsetaembættið gjörbreytt
Stjórnsýslan ekki til fyrir starfsmenn hennar - Tryggvi Gunnarsson
Pierce Brosnan gagnrýnir Íslendinga harðlega fyrir hvalveiðar sínar
Homer og Marge Simpson kosin vinsælasta skáldaða par sögunnar
Tilnefningar til Grímunnar, íslensku leiklistarverðlaunanna tilkynntar
Uma Thurman fær MTV-verðlaunin fyrir magnaðan leik sinn í Kill Bill
Þriðja Harry Potter myndin vinsælli en þær fyrri - setur aðsóknarmet
Ísland tryggði sér sæti á HM í handbolta í Túnis - vonbrigði á Englandi
Dagurinn í dag
1904 Íslandsbanki, hinn eldri, tók til starfa - var lokað í febrúar 1930
1905 Konungssamband Noregs og Svíþjóðar afnumið - Hákon verður fyrsti konungur Noregs
1942 Japanir sigraðir í sjóorrustu um Midway eyju í Kyrrahafi - orrustan stóð í 3 daga
1977 Elísabet II Englandsdrottning, fagnar 25 ára valdaafmæli sínu - hefur ríkt frá 1952
1981 Ísraelska stjórnin fyrirskipar að kjarnorkuvinnslustöð í Írak sé eyðilögð - óttast var um að í vinnslustöðinni væru Írakar að vinna atómsprengjur til að ráðast að nágrannalöndum sínum
Snjallyrði dagsins
The nine most terrifying words in the English language are: I'm from the government and I'm here to help.
Ronald Reagan forseti Bandaríkjanna (1911-2004)
Breytt 18.9.2006 kl. 08:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.6.2004 | 00:00
Engin fyrirsögn

Ronald Reagan 40. forseti Bandaríkjanna, lést í gær á heimili sínu í Los Angeles, 93 ára að aldri, eftir mikil veikindi. Hann greindist árið 1994 með Alzheimer-sjúkdóminn og hafði heilsu hans hrakað ört hin seinni ár. Í gærmorgun var tilkynnt að hann ætti skammt eftir ólifað og lést hann síðdegis í gær. George W. Bush forseti Bandaríkjanna, minntist Reagan í ræðu sinni í París í gærkvöldi. Þar sagði hann að Reagan hefði áunnið sér virðingu heimsbyggðarinnar með manngæsku sinni og staðfastri stefnu. Hans framlag til mannkynssögunnar myndi aldrei gleymast. Ronald Reagan fæddist í smábænum Tampico í Illinois-fylki í Bandaríkjunum, þann 6. febrúar 1911. Reagan ólst upp á millistéttarheimili, var sonur hjónanna Nelle Wilson Reagan og John Edward Reagan, en hann var skókaupmaður. Reagan varð ungur íþróttafréttamaður í héraðsútvarpinu og síðar kynnir á leikjum Chicago Cubs. Er hann vann við íþróttalýsingar var hann almennt kallaður Dutch, það gælunafn festist við hann. Árið 1937 reyndi hann fyrir sér sem leikari og náði í samning við Warner Bros. Lék hann aðallega í b-myndum og aukahlutverk í betri myndum. Hann hafði þægilega sviðsframkomu og þótti stórglæsilegur leikari og öðlaðist heimsfrægð fyrir frammistöðu í mörgum stórmyndum eftirstríðsáranna. Lék hann alls í 50 kvikmyndum á ferli sínum, misjöfnum að gæðum, sagði hann síðar að hann hefði verið Errol Flynn B-myndanna. Þekktustu kvikmyndir hans eru This is the Army, Kings Row og Hellcats of the Navy. Hann giftist fyrri eiginkonu sinni, óskarsverðlaunaleikkonunni Jane Wyman, árið 1940 og áttu þau saman tvö börn, Michael og Maureen (hún lést í ágúst 2001 úr krabbameini). Jane og Ronald skildu árið 1948. Eftir skilnað þeirra hélt Jane áfram leik og hélst vinátta þeirra allt til loka. Ronald giftist seinni eiginkonu sinni, Nancy Davis, 4. mars 1952. Var sambúð þeirra mjög farsæl og fylgdi Nancy honum í blíðu og stríðu þar til yfir lauk. Kynntust þau í gegnum leiklistina, en Nancy var leikkona, áður en þau giftust. Léku þau saman í einni kvikmynd, Hellcats of the Navy.


Að þessu sinni fjalla ég um ákvörðun forseta Íslands að synja lögum frá Alþingi um staðfestingu í fyrsta skipti í lýðveldissögunni. Samhliða fjalla ég um þá stöðu sem uppi er vegna þess, þá gjá sem myndast milli þingmeirihlutans og forsetans og fer yfir málefni tengd væntanlegri þjóðaratkvæðagreiðslu. Meðal þess sem taka verður afstöðu til er hvort setja þurfi reglur um lágmarksþátttöku í kosningunni, svo hún teljist gild. Enginn vafi er á því í mínum huga að slíkt þarf að gera, til að afstaða þjóðarinnar til málsins sé marktæk og eðlilega að öllu staðið. Tel ég rétt að binda lágmarkskjörsókn svo niðurstaðan sé gild við 70-75% þátttöku. Tel ég að 75% talan sé bæði viðunandi og mjög eðlileg í þessum efnum. Það að ¾ þjóðarinnar mæti á kjörstað og taki afstöðu er ekki ósanngjarnt viðmið að mínu mati. Að auki tjái ég þá afstöðu mína að forseti sé ekki lengur sameiningartákn og minni á að eðlilegt sé að fólk sé bæði ósátt við afstöðu forseta og hann persónulega, tel ég rétt að benda á mína persónulega afstöðu til hans. Ronald Reagan 40. forseti Bandaríkjanna lést í gær, ég fjalla um ævi hans og stjórnmálaferil í lok pistilsins og bendi á hversu minnisstæður hann er í sögubókum seinni hluta 20. aldarinnar vegna verka sinna.
Ronald Reagan (1911-2004)
Ítarleg umfjöllun CNN um ævi og stjórnmálaferil Ronald Reagan
Umfjöllun BBC um ævi og stjórnmálaferil Ronald Reagan
Samantekt CBS um ævi og stjórnmálaferil Ronald Reagan
Samantekt NBC um ævi og stjórnmálaferil Ronald Reagan
Umfjöllun um andlát Reagan á fréttavef CNN
Umfjöllun um andlát Reagan á fréttavef BBC
Umfjöllun um andlát Reagan á mbl.is
Ronald Reagan - myndasafn
Ræðusafn Ronalds Reagans forseta
Hljóð og myndskrár af Ronald Reagan forseta
Ein þekktasta ræða Reagans - flutt á D-daginn í Frakklandi 1984
Grein Margaret Thatcher um Ronald Reagan
Ræða William F. Buckley um forsetatíð Reagans
Kveðjuræða Ronalds Reagans á forsetastóli - 11. janúar 1989
Kveðjubréf Ronalds Reagans til bandarísku þjóðarinnar
Umfjöllun um andlát Reagans
Dagurinn í dag
1584 Prentun Guðbrandsbiblíu lauk á Hólum í Hjaltadal - var gefin út í 500 eintökum
1800 Alþingi var afnumið með konunglegri tilskipun - var endurreist að nýju 1. júlí 1845
1938 Sjómannadagurinn haldinn hátíðlegur í fyrsta skipti - alla tíð hátíðisdagur um allt land
1944 D-dagurinn - stórsókn bandamanna gegn her Þýskalands hófst. Blóðugum bardaganum lauk með sigri bandamanna og var sigurinn þar upphaf að endalokum seinna stríðsins
1968 Robert F. Kennedy öldungadeildarþingmaður, deyr á sjúkrahúsi í Los Angeles, 43 ára að aldri. Daginn áður hafði hann verið skotinn af palestínskum manni eftir að hafa fagnað sigri í forkosningum í Kaliforníu, hann þótti sigurstranglegastur í forsetakjörinu sem framundan var - hann lét eftir sig eiginkonuna Ethel og 11 börn, það yngsta fæddist skömmu eftir lát hans
Snjallyrði dagsins
When the Lord calls me home, whenever that day may be, I will leave with the greatest love for this country of ours and eternal optimism for its future. I now begin the journey that will lead me into the sunset of my life. I know that for America there will always be a bright dawn ahead.
Ronald Reagan forseti Bandaríkjanna (1911-2004)
Breytt 18.9.2006 kl. 08:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.6.2004 | 13:34
Engin fyrirsögn

Davíð Oddsson forsætisráðherra, sagði í viðtali við Kastljós Ríkissjónvarpsins í gærkvöldi, að ekki yrði hjá því komist að halda þjóðaratkvæðagreiðslu um fjölmiðlalögin, í kjölfar synjunar forseta á lögunum á miðvikudag. Fór Davíð ítarlega yfir málið í viðtalinu og sagðist m.a. vera hissa á að þessu umdeilda ákvæði væri beitt af ekki stærra tilefni, fjölmiðlalögin væru ekki stórkostlegt hagsmunamál fyrir fólkið í landinu. Ákvörðun Ólafs Ragnars hefði komið sér og þjóðinni á óvart. Tek ég undir ummæli Davíðs í þessu viðtali og var mjög sáttur við hans framgöngu þar, ég tel réttast að þessi kosning fari fram fyrst svona er komið málum og ennfremur er ég hlynntur því að flokkurinn komi ekki nálægt henni beint. En eftir stendur og verður ekki breytt að eðli forsetaembættisins er gjörbreytt og enginn virðingarstimpill á því lengur né hefur hann lengur stöðu sameiningartákns. Ég hef gagnrýnt harðlega að forseti hafi ekki haft nein efnisleg rök fyrir afstöðu sinni. Það eina sem hann notaði voru því miður gegnumtómir frasar sem ekkert skilja eftir sig. Forseti sem gengur þarna svo augljóslega erinda fyrirtækis, er augljóslega vanhæfur í þessu máli. Engin samstaða mun myndast um hann eða embættið meðan hann situr í því. Ámælisvert er að forseti hafi ekki haldið ríkisráðsfund samhliða ákvörðun sinni, eins og forveri hans gerði 1993 er hún staðfesti EES. Í staðinn var haldinn fjölmiðlasirkus að hætti hins athyglissjúka forseta og reyndar munu lögin ekki enn vera komin til baka til forsætisráðuneytisins, en þau verða að fara til baka sama hvort þau eru staðfest eða þeim er synjað. En ég tel engar líkur á að kosið verði um lögin, það verði kosið um hverjir styðja forseta eða ríkisstjórn, því miður og því hætta á pólitískri deilu um aðra þætti en þá sem skipta máli, og ekki verður séð fyrir endann á.

Umfjöllun um synjun forseta á fjölmiðlalögunum
Ólafur Ragnar synjar lögum - pistill Björns Bjarnasonar dómsmálaráðherra
Ekki komist hjá því að halda þjóðaratkvæðagreiðslu - Davíð Oddsson
Gjá milli þings og forseta lýðveldisins - Halldór Blöndal forseti Alþingis
Forseti Íslands kallar á umræðu - pistill Friðjóns R. Friðjónssonar
Litið til ummæla stuðningsmanna Ólafs 1996 - pistill á Vef-Þjóðviljanum
Skiptar skoðanir um synjunarvald forseta Íslands meðal fræðimanna
Atkvæðagreiðsla ekki ógnun við ríkisstjórn - Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir
Áhugavert á netinu
Afmælismálþingi R-listans frestað - óánægja innan valdabandalagsins
George Tenet tilkynnir um afsögn sína sem yfirmanns leyniþjónustunnar CIA
Búist við að stjórnarflokkar í Evrópu fái skell í Evrópuráðskosningum
Baldur Ágústsson opnar kosningaskrifstofu sína
Heimsókn Halldórs Blöndals forseta Alþingis, til Washington
Miðað við að Þingvellir fari á heimsminjaskrá UNESCO
DV braut siðareglur blaðamanna með nafnbirtingu
Beinskeyttar auglýsingar forsetaframboðs George W. Bush
Bush forseti heldur í opinbera heimsókn til Evrópu - Bush hittir páfa
15 ár liðin frá aðgerðunum á Torgi hins himneska friðar
Kommúnistastjórnin í Kína þaggar niður í andstæðingi sínum
Kínastjórn reynir að má út minningu Zhao Ziyang
Ævisaga Clintons fyrrum Bandaríkjaforseta að koma út
Umfjöllun um Harry Potter - þriðja myndin frumsýnd í dag
Frances Shand Kydd, móðir Díönu prinsessu, látin - um ævi Frances
Dagurinn í dag
1917 Pulitzer blaðamannaverðlaunin eru afhent fyrsta sinni, við hátíðlega athöfn í New York
1940 Sir Winston Churchill forsætisráðherra, sigurviss í ræðu eftir að tókst að verja Dunkirk
1959 Sjálfsbjörg, landssamband fatlaðra, stofnað til að hafa forystu í málefnum fatlaðra
1989 Samstaða vinnur kosningasigur í fyrstu frjálsu þingkosningunum í landinu
1989 Her og lögregla einræðisstjórnarinnar í Kína ráðast að mótmælendum stjórnarinnar á torgi hins himneska friðar í Peking. Námsmenn höfðu þar mótmælt í nokkurn tíma og kröfðust lýðræðisumbóta í landinu. Að minnsta kosti hundruðir manna, sennilega þúsundir, létu lífið er stjórnin sigaði skriðdrekum á fólkið og murkaði úr því lífinu. Atburðarásin var sýnd í beinni útsendingu sjónvarpsstöðva út um allan heim - leiddi til einangrunar Kína frá samfélagi siðaðra þjóða um allan heim og andstöðu mannréttindasamtaka. 15 árum síðar leyfir kínverski kommúnistaflokkurinn enga sjálfstæða stjórnmálastarfsemi og hneppir alla andófsmenn sem tjá aðrar skoðanir en stjórnin samþykkir, í fangelsi eða þá rekur þá úr landi. Margir hafa horfið sporlaust vegna skoðana sinna og talið að stjórnin standi að hvarfi þeirra
Morgundagurinn
1878 Thor Jensen kom fyrst til Íslands og gerðist verslunarþjónn við Hrútafjörð. Hann varð einn af umfangsmestu kaupsýslumönnum landsins á 20. öld og hafði mikil áhrif - hann lést árið 1947
1895 Bríet Bjarnhéðinsdóttir skrifar ritgerð í Fjallkonuna um menntun og almenn réttindi kvenna á Íslandi - greinin markaði mikil tímamót, sú fyrsta sem íslensk kona ritaði í blað
1944 Bandamenn ná völdum í Róm - íbúar í borginni fagna gríðarlega þessum tíðindum
1963 John Profumo varnarmálaráðherra Bretlands, segir af sér ráðherraembætti vegna hneykslismáls - hneykslið leiddi til falls hægristjórnarinnar í Bretlandi í kosningum árið eftir
1968 Robert F. Kennedy öldungadeildarþingmaður, skotinn á framboðsfundi í Los Angeles
1972 Edward VIII konungur og hertogi af Windsor, jarðsunginn í London
2004 Ronald Reagan 40. forseti Bandaríkjanna, deyr á heimili sínu í Los Angeles, 93 ára að aldri - varð Reagan langlífastur allra forseta landsins og einnig sá elsti til að ná kjöri til embættisins
Snjallyrði dagsins
Af minni hálfu var mjög varasamt að neita að skrifa undir samninginn. Með því væri ég að lýsa yfir stríði á hendur Alþingi og ríkisstjórn sem hefði samþykkt hann. Í þjóðaratkvæðagreiðslu hefði aldrei verið hægt að greina á milli um hvað hefði verið kosið, EES-samninginn eða ríkisstjórnina
Vigdís Finnbogadóttir forseti Íslands (1980-1996) - brot úr viðtali Ásdísar Höllu Bragadóttur við Vigdísi, er birtist í bókinni Í hlutverki leiðtogans (hvet alla til að lesa þá góðu bók)
Bloggfærslur verða ekki í sumar á laugardögum, en sunnudaga fjalla ég um sunnudagspistil minn með sama hætti og verið hefur. Að öðru leyti birtist ekki umfjöllun hér um helgar í sumar
Breytt 18.9.2006 kl. 08:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.6.2004 | 10:56
Engin fyrirsögn

Óhætt er að fullyrða að Ólafur Ragnar Grímsson hafi komið sér í sögubækurnar í gær, þegar hann varð fyrstur forseta til að synja lagafrumvarpi frá Alþingi um samþykki sitt. Í kostulegri yfirlýsingu sinni færði hann engin efnisleg rök fyrir afstöðu sinni og hann svaraði ekki spurningum fjölmiðlamanna eftir lestur hennar. Hefur hann með þessari ákvörðun sinni gjörbreytt eðli forsetaembættisins, sennilega til frambúðar, allavega í valdatíð sinni og kominn aftur í stjórnmálabaráttu og sett forsetaembættið í undarlega stöðu sem engin innistaða er fyrir í reynd. Sú fullyrðing hans að þessi ákvörðun sé ekki gagnrýni á þing og ríkisstjórn er náttúrulega eins og hvert annað rugl, enda gengur hann gegn þingræðinu og hlýtur ákvörðun forseta að túlkast sem algjört vantraust á þá sem lögðu fram fjölmiðlafrumvarpið og er án nokkurs vafa aðför að þingræðinu og þeirri hefð sem markast hefur hér. Ennfremur hefur Ólafur markað endalok þess að forsetaembættið sé sú táknræna tignarstaða sem markaðist í forsetatíð forvera hans og mun með þessu gersamlega opna alla beina pólitíska gagnrýni að sér persónulega og gera embættið með öllu berskjaldað fyrir árásum og gagnrýni sem ekki hefur tíðkast í sögu lýðveldisins. Óskandi er að sú gagnrýni verði beinskeytt og fjölmiðlar spyrji forsetann krefjandi spurninga um afhverju hann tók þessa ákvörðun og færi hana í samhengi við aðra þætti alls málsins, enda er það stórt í sniðum og umfangsmikið.

Horfði í gærkvöldi á Dr. Strangelove, meistaraverk leikstjórans Stanley Kubrick. Myndin var mikil áhætta fyrir Kubrick, enda tekið á mörgum hitamálum og það sett í gamanbúning. Mörgum þótti t.d. fjarstæða að hægt væri að gera gamanmynd um kjarnorku og stríðsógnir. Handritið var upphaflega skrifað sem dramatískt handrit, en Kubrick leit svo á að of margt í handritinu væri það fyndið í raun að ekki væri hægt að líta á það af alvöru. Ein magnaðasta satíra um bombuna sem gerð hefur verið. Bandarískur hershöfðingi sendir upp á sitt eigið fordæmi flugdeild búna kjarnorkuvopnum í árásarferð, Sovétríkin eru í sigtinu. Flugdeildin er sambandslaus og Sovét búið hinu eina, sanna varnarkerfi; ef landið verður fyrir kjarnorkuvopnaárás springur Móðir Jörð í loft upp. Gálgahúmorinn er allsráðandi, hvert atriðið öðru gráglettnara. Peter Sellers er hreint ógleymanlegur í þremur hlutverkum - sem breskur yfirmaður í NATO, forseti Bandaríkjanna og síðast en ekki síst gamli nasistinn, sprengjusmiðurinn. Slim Pickens fer einnig á kostum í hlutverki ævi sinnar sem Suðurríkjahermaðurinn sem fer gandreið á bombunni. Ekki má heldur gleyma stórleik þeirra George C. Scott, Sterling Hayden, Keenan Wynn og James Earl Jones. Hiklaust ein af þeim myndum sem mestan svip hafa sett á kvikmyndasögu seinni hluta 20. aldarinnar. Hvet alla til að sjá hana, eigi þeir kost á því.

Áhugavert á netinu
Vanhugsaðar aðgerðir forseta - pistill Snorra Stefánssonar
Forsetaembættið ekki lengur til í sömu mynd - pistill á Vef-Þjóðviljanum
Forseti Íslands staðfestir ekki lög þingsins um fjölmiðla
Synjun forsetans persónulega óheimil - Þór Vilhjálmsson
Ákvörðun forseta breytir eðli embættisins - Jón Steinar Gunnlaugsson
Tímamótaákvörðun hjá forseta Íslands - Björg Thorarensen
Ekki fullnægjandi rök hjá forseta fyrir synjun - Baldur Ágústsson
Íslenska friðargæslan stjórnar flugvellinum í Kabúl
Stríðið gegn hryðjuverkum jafnmikilvægt og seinna stríðið - Bush forseti
Ahmed Chalabi lak trúnaðarupplýsingum til óvina Bandaríkjanna
Hver verður varaforsetaefni John Kerry í forsetaframboði hans?
Fantasia og Diana halda tryggð við hvor aðra eftir lok keppninnar
Þriðja myndin um Harry Potter gríðarlega vinsæl
Skildi þrisvar við konuna vegna símnotkunar hennar
Styttist í EM í fótbolta í Portúgal - byrjar 12. júní
Dagurinn í dag
1844 Síðustu tveir geirfuglarnir drepnir á syllu við Eldey, suðvestur af Reykjanesi
1932 Ríkisstjórn Ásgeirs Ásgeirssonar tekur við - sat í rúm tvö ár. Ásgeir varð forseti 1952
1989 Jóhannes Páll páfi II kemur í opinbera heimsókn til Íslands, fyrstur allra páfa
1989 Ayatollah Khomeini erkiklerkur og trúarleiðtogi Írans deyr, 89 ára að aldri
2001 Óskarsverðlaunaleikarinn Anthony Quinn deyr í Boston, 86 ára að aldri
Snjallyrði dagsins
Without discipline, there's no life at all.
Katharine Hepburn leikkona (1907-2003)
Breytt 18.9.2006 kl. 08:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.6.2004 | 18:23
Engin fyrirsögn

Forsetinn í pólitískri orrahríð – stjórnlagakreppa í sumar
Ólafur Ragnar Grímsson forseti Íslands, tilkynnti á blaðamannafundi á Bessastöðum seinnipartinn í dag að hann hefði ákveðið að staðfesta ekki fjölmiðlalögin, sem Alþingi samþykkti í síðustu viku og vísa þeim þannig í dóm þjóðarinnar í þjóðaratkvæðagreiðslu sem fari fram eins fljótt og unnt er. Samhliða ákvörðun sinni vísaði hann til 26. greinar stjórnarskrár Íslands. Þar segir: “Ef Alþingi hefur samþykkt lagafrumvarp, skal það lagt fyrir forseta lýðveldisins til staðfestingar eigi síðar en tveim vikum eftir að það var samþykkt, og veitir staðfestingin því lagagildi. Nú synjar forseti lagafrumvarpi staðfestingar, og fær það þó engu að síður lagagildi, en leggja skal það þá svo fljótt sem kostur er undir atkvæði allra kosningarbærra manna í landinu til samþykktar eða synjunar með leynilegri atkvæðagreiðslu. Lögin falla úr gildi, ef samþykkis er synjað, en ella halda þau gildi sínu.”
Ákvörðun forseta er einsdæmi í sögu hins íslenska lýðveldis og mun án nokkurs vafa leiða til mikils uppgjörs milli þings og forseta. Þetta er í fyrsta skipti í 60 ára sögu lýðveldisins sem forseti synjar lögunum sem lýðræðislega kjörinn meirihluti löggjafarþingsins hefur samþykkt. Hvað við tekur nú er næsta umfjöllunarefni. Eflaust mun þingið verða kallað saman og rætt um það á næstu vikum og mánuðum hvort forseti hafi yfir höfuð vald til að synja lögum með þessum hætti um samþykki sitt. Forseti sagði sjálfur árið 1977 að 26. greinin væri dauður bókstafur en gefið í skyn, bæði í kosningabaráttunni 1996 og ennfremur fyrr á þessu ári er hann tilkynnti um framboð til forseta þriðja sinni að þessi grein stjórnarskrárinnar væri virk. Hefur hann í seinni tíð sífellt orðið virkari talsmaður þess að forseti ætti að geta neitað lögum um samþykki og vakti þau viðbrögð hans til virkari umræðu um 26. greinina almennt.
Í 60 ára sögu forsetaembættisins hefur markast sú hefð að forseti staðfestir þau lög sem koma frá lýðræðislega kjörnu Alþingi sem tekur ákvarðanir með lögmætum hætti. Forseti hefur aldrei synjað lögum staðfestingar allan þann tíma. Hefur alltaf verið mitt mat að forseti eigi ekki að ganga gegn þingmeirihluta hverju sinni. Engu skipti hver sé forseti og hvaða flokkar sitji í ríkisstjórn. Meðan embættið er til eigi það að vera óháð og algjörlega hafið yfir flokkapólitík og flokkadrætti. Nú hefur forseti stigið af friðarstalli sínum og verður án nokkurs vafa beinn þátttakandi í pólitískri orrahríð fyrstur forseta landsins. Eðli embættisins og virðingarstimpillinn sem hefur einkennt það er nú á bak og burt og mikilvægt að líta á það nýjum augum og túlka stöðuna sem hefur breyst óhjákvæmilega allmikið.
Forseta Íslands var vissulega vandi á höndum við þessa ákvarðanatöku. Síðast þegar hann tjáði sig um eignarhald á fjölmiðlafyrirtækjum, í þingumræðu árið 1995 hvatti hann mjög eindregið þingmenn til að setja lög um eignarhaldið á svipuðum nótum og hefur nú kúvent í afstöðu sinni, 9 árum síðar, eflaust í pólitískum tilgangi. Ekki má heldur gleyma því að forstjóri Norðurljósa er formaður stuðningsmannafélags forsetans, talsmaður framboðsins nú er lögmaður fyrirtækisins og dóttir forseta er einn stjórnenda Baugs sem er stærsti hluthafi í stærsta fjölmiðlafyrirtæki landsins. Er því með ólíkindum að forseti telji sig hæfan að neita lögunum um samþykki, vanhæfi hans til að taka þá afstöðu sem hann hefur tekið er algjört og verður eflaust umfjöllunarefni nú í meira mæli en verið hefur. Hvernig forseti ætlar að vera beinn þátttakandi í orrahríðinni er ekki vitað en ekki situr hann lengur á friðarstóli, það er alveg ljóst.
Forsetaembættið hefur í sex áratugi verið í mótun. Sú stjórnlagakreppa sem nú er skollin á milli forsetaembættisins og þingsins mun hafa gríðarleg áhrif á mótun embættisins til framtíðar. Hver örlög núverandi forseta og virðingarstaða embættisins verður í framtíðinni er alls óviss núna þegar forseti er orðinn beinn þátttakandi í harkalegri pólitískri deilu og orrahríð við forystumenn ríkisstjórnarinnar, í fyrsta skipti í lýðveldissögunni. Ég er algjörlega ósammála afstöðu forseta og minni enn og aftur á þá skoðun mína að taka eigi á stjórnarskrárþáttum tengdum embættinu og taka af honum þennan rétt sem hann hefur notað í dag eða úrskurða hvort hann yfir höfuð getur notað hann. Deilur verða um öll þessi atriði í allt sumar og harkalegar deilur framundan.
Breytt 18.9.2006 kl. 08:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.6.2004 | 13:28
Engin fyrirsögn

Ólafur Ragnar Grímsson forseti Íslands, hefur boðað til blaðamannafundar á Bessastöðum klukkan 16:15 í dag. Gera má ráð fyrir að fjölmiðlalögin séu tilefni fundarins og hann muni tilkynna um afstöðu sína til laganna á þeim fundi. Eins og ég hef áður sagt hér á þessum vettvangi er afdráttarlaust mín skoðun að forseti Íslands eigi að staðfesta þessi lög. Hefur alltaf verið mitt mat að forseti eigi ekki að ganga gegn þingmeirihluta hverju sinni. Engu skipti hver sé forseti og hvaða flokkar sitji í ríkisstjórn. Meðan embættið er til eigi það að vera óháð og algjörlega hafið yfir flokkapólitík og flokkadrætti. Einmitt á þeim forsendum hefur enginn forseti stigið það skref að ganga gegn samþykktum þingsins, þó nokkrum sinnum hafi forsetinn velt fyrir sér hvaða afstöðu eigi að taka. Nærtækasta dæmið er EES málið árið 1993. Gangi forseti gegn hefðinni yrði hann beinn þátttakandi í flokkspólitískum átökum og áferð embættisins yrði aldrei söm, hann yrði eins og hver annar aðili í deilu og allt tal um sameiningartákn á forsetastóli liði endanlega undir lok. Er reyndar kominn tími til að taka endanlega á öllum vafaatriðum tengdum forsetaembættinu í stjórnarskrá og eins og ég hef áður sagt hér, þarf að gera það skýrt að forseti eigi ekki að hafa málskotsrétt einn.


Árið 2002 er ég varð 25 ára, fékk ég athyglisverða afmælisgjöf frá einum vina minna. Hann vissi auðvitað hvar ég var staddur í pólitík og ákvað að eigin sögn að gera mér þann óleik að gefa mér í gjöf viðtalsþáttinn Prívat þar sem Hans Kristján Árnason fjölmiðlamaður, ræddi við Jón Baldvin Hannibalsson sendiherra og fyrrum ráðherra og formann Alþýðuflokksins. Viðtalið sem gefið var út á myndbandsspólu árið 2001 og var á dagskrá Stöðvar 2 fyrr sama ár er mjög fróðlegt og gagnlegt og áhugavert á að horfa. Hrekkurinn hjá þessum mæta vini mínum sem er vinstrimaður og krati frá æskuárum gekk ekki upp, enda tilkynnti ég honum er ég opnaði gjöfina og ræddi við hann um hana að ég hefði lengi borið mikla virðingu fyrir Jóni Baldvini og hefði haft álit á honum sem stjórnmálamanni, þrátt fyrir að vera stundum mjög ósammála honum, en það er önnur saga. Ég hef nokkrum sinnum horft á þetta ítarlega viðtal og alltaf haft gaman af, seinast um hvítasunnuhelgina. Einn helsti kostur Jóns er frásagnarhæfileikinn og það er engu líkt að hlusta á hann fjalla um málefni Eystrasaltsríkjanna, EES málið og fleiri hitamál stjórnmálaferils hans. Hvet ég alla til að fá sér þessa spólu ef möguleiki er á og lesa ennfremur fyrra bindi góðrar ævisögu hans, en hún heitir Tilhugalíf og kom út árið 2002.
Áhugavert á netinu
Fastur í spennitreyju? - pistill Atla Rafns Björnssonar
Reykingabann og yfirlýsingar varaþingmanns - pistill á Vef-Þjóðviljanum
Forseti Íslands boðar til blaðamannafundar á Bessastöðum
Hvalveiðar í sumar - stefnt að því að leyfa að veiða 25 hrefnur
Málfundur Sambands ungra sjálfstæðismanna um forsetaembættið
Bush forseti ánægður með nýja ríkisstjórn Íraks
Umfjöllun um hinn nýja forseta Íraks - Ghazi Yawer
Lítill áhugi á kosningum til Evrópuþingsins í aðildarríkjum ESB
Reykingar bannaðar á veitingastöðum í Noregi
Fréttastjóra sagt upp á DV - voru orðnir þrír nú undir lokin
Poppstjarnan Fantasia Barrino íhugar framtíðina
Michael Howard styður líklega bensínmótmæli
Vinsældir Elvis Presley enn miklar - 27 árum eftir lát hans
Heimildarmynd um Bubba Morthens væntanleg
Mourinho til Chelsea - Ranieri til Valencia
Dagurinn í dag
1897 Rithöfundurinn Mark Twain segir að allt tal um dauða sinn sé stórlega ýkt
1934 Dalvíkurskjálftinn, einn stærsti jarðskjálfti við þéttbýli - mældist 6,2 á Richter
1941 Hafnaboltaleikmaðurinn Lou Gehrig deyr úr hrörnunarsjúkdómi, 38 ára að aldri. Einn þekktasti hafnaboltamaður sögunnar - saga hans birtist í myndinni The Pride of the Yankees
1953 Elísabet II Englandsdrottning krýnd við hátíðlega athöfn í Westminster Abbey
1997 Timothy McVeigh dæmdur til dauða fyrir sprengjutilræðið við stjórnsýslubygginguna í Oklahoma í apríl 1995 - hann var tekinn af lífi 11. júní 2001
Snjallyrði dagsins
Raunar eru æsingafull stóryrði mannsins slík í ræðustól á þingi, að þau falla jafnan dauð.
Björn Bjarnason dómsmálaráðherra (um þingfl.form. Frjálsl. fl.)
Breytt 18.9.2006 kl. 08:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
31.5.2004 | 20:10
Engin fyrirsögn

Mikil óánægja er innan Sjálfstæðisflokksins vegna þess að ekki náðist samkomulag við samstarfsflokk okkar í ríkisstjórn um að leggja fram skattatillögur stjórnarinnar, sem lofað var fyrir seinustu kosningar og sagt var í stjórnarsáttmálanum að yrðu kynntar eftir að samið hefði verið við verkalýðshreyfinguna. Er framkoma samstarfsflokks okkar með öllu óásættanleg. Í pistli dagsins á frelsinu fjalla ég um þetta mál. Pistillinn endar með þessum orðum: "Styttist nú óðum í að Halldór Ásgrímsson formaður Framsóknarflokksins, taki við af Davíð Oddssyni sem forsætisráðherra. Það skyldi þó ekki vera að Halldór vilji tefja málið sem mest einmitt á þeim forsendum. Þessi töf er með öllu óásættanleg og mun veikja stjórnarsamstarfið, enda er ólíðandi að framsóknarmenn gangi á bak loforða sinna og komi í veg fyrir að skattatillögur beggja stjórnarflokkanna séu kynntar. Framsóknarflokkurinn ber því alla ábyrgð á stöðu mála og verður að axla ábyrgðina á því að þetta kosningaloforð sé ekki efnt á tilsettum tíma. Framkoma forystumanna Framsóknarflokksins eru hrein og klár svik við kjósendur Sjálfstæðisflokksins og verður vart liðin. Ólíklegt er að samstarf flokkanna verði jafn traust framvegis og verið hefur ef framhald verður á svona vinnubrögðum af hálfu framsóknarmanna." Ef efndir koma ekki fram á þessu kosningaloforði í sumar og staðið að fullu við þau fyrir forsætisráðherraskipti í haust, tel ég útilokað að stjórnarsamstarfið geti gengið lengur, en það er framsóknarmanna að ráða hvort þeir standa við loforðin eður ei. Sjálfstæðismenn geta ekki með góðu unnið með þessum flokki áfram ef þetta loforð verður ekki efnt fljótlega.
Dagurinn í dag
1884 John Harvey Kellogg kynnir kornflögur - varð vinsælasti morgunmatur sögunnar
1952 Dwight D. Eisenhower lætur af störfum í hernum - varð forseti landsins ári síðar
1973 Richard M. Nixon forseti Bandaríkjanna, og Georges Pompidou forseti Frakklands, hittust á leiðtogafundi í Reykjavík og ræddu heimsmálin á Kjarvalsstöðum. Báðir voru komnir að lokum valdaferils síns, Pompidou lést úr krabbameini 2. apríl 1974 og Nixon varð að segja af sér embætti, fyrstur forseta Bandaríkjanna, 9. ágúst 1974 vegna Watergate-hneykslisins
1991 Alþingi kom saman í fyrsta skipti eftir að deildaskipting hafði verið afnumin - starfaði í tveim málstofum, efri og neðri í 116 ár. Fyrsti forseti Alþingis varð Salome Þorkelsdóttir
1997 Ísland lenti í fimmta sæti á HM í handbolta í Japan - besti árangur okkar á HM
2003 Seinasta flug Concorde þotu - söguleg stund í sögu flugsins
Snjallyrði dagsins
Only those who dare to fail greatly can ever achieve greatly.
Robert F. Kennedy öldungadeildarþingmaður (1925-1968)
Breytingar verða á blogginu frá morgundeginum, færslurnar verða styttri í sumar en verið hefur í vetur og smá breytingar verða á föstum flokkum. Í dag birtist flokkurinn "Svona er frelsið í dag" í síðasta sinn. Hér eftir munu pistlar af frelsinu verða efst í nýjum flokki sem hefst á morgun og inniheldur 15-20 tengla, sem ég vil benda á í færslunum. Bloggfærslur verða ekki á laugardögum í sumar og á sunnudögum verður einungis fjallað um sunnudagspistil minn auk sögu dagsins og snjallyrðisins, sem er fastur endir á hverri færslu. Þessar breytingar koma vel fram á næstu dögum.
Breytt 18.9.2006 kl. 08:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
30.5.2004 | 15:52
Engin fyrirsögn

Að þessu sinni fjalla ég um ársafmæli sunnudagspistlanna og heimasíðu minnar, en 1. júní nk. er ár liðið frá því vefurinn opnaði á léninu stebbifr.com. Ennfremur fjalla ég um ýmis álitamál tengd fjölmiðlalögunum, en bráðlega mun ráðast hvort forseti muni staðfesta þau, minni ég á það hvernig forsetaembættið hefur þróast í 60 ára sögu lýðveldisins og mikilvægi þess að forseti gangi ekki gegn meirihluta þingmanna. Að lokum fjalla ég um eldhúsdagsumræðurnar og framkomu stjórnarandstöðunnar á þingi að undanförnu, en þinghaldi lauk á föstudag. Biturð og gremja einkenndi allan málflutning stjórnarandstöðuþingmanna seinustu vikur þinghaldsins og birtist það best í beinni sjónvarpsútsendingu frá eldhúsdagsumræðunum. Er það svosem ekki óeðlilegt þegar litið er til þeirrar staðreyndar að þarna koma saman fulltrúar þeirra látnu vinstriflokka sem hafa verið að mestu leyti valdalausir í landsmálunum undanfarinn áratug. Litlar horfur eru á því að breyting verði á stöðu þeirra, nema höggva að formönnum stjórnarflokkanna og sérstaklega að Davíð Oddssyni forsætisráðherra. Hefur fjölmiðlum verið markvisst beitt pólitískt gegn persónu Davíðs og vinstriflokkarnir fylgja þeirri umfjöllun eftir í þingsölum, eina frumkvæði þingmanna að umræðum virðast koma úr slúðurfréttum DV. Gremja vinstrimanna með aumt hlutskipti sitt í eyðimerkurgöngu undanfarinna ára birtist best í því að einu valdastólarnir sem þeir geta fengið með góðu til að sitja í utan þingsætanna eru stólar ráðherra ríkisstjórnarinnar í mötuneyti þingsins.
Dagurinn í dag
1431 Jóhanna af Örk brennd á báli, var þá 19 ára gömul - var gerð að dýrlingi 16. maí 1920
1768 Eggert Ólafsson lögmaður og skáld, drukknaði á Breiðafirði, 42 ára að aldri
1851 Jón Sigurðsson var kosinn forseti Kaupmannahafnardeildar Hins Íslenska bókmenntafélags - gegndi Jón embættinu til dauðadags í desember 1879
1984 Sett voru stjórnskipunarlög sem kváðu á um fjölgun alþingismanna úr 60 í 63
2001 Roland Dumas fyrrum utanríkisráðherra Frakklands og einn helsti samstarfsmaður Mitterrands fyrrum forseta Frakklands, dæmdur til fangavistar vegna spillingar
Snjallyrði dagsins
A pessimist sees the difficulty in every opportunity; an optimist sees the opportunity in every difficulty.
Sir Winston Churchill forsætisráðherra Bretlands (1874-1965)
Breytt 18.9.2006 kl. 08:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
29.5.2004 | 10:45
Engin fyrirsögn

Davíð Oddsson forsætisráðherra, las upp forsetabréf um frestun funda Alþingis á níunda tímanum í gærkvöldi. Með því lauk störfum þingsins á þessu starfstímabili, og mun þingið koma aftur saman að öllu óbreyttu, föstudaginn 1. október nk. Starfaði þingið þrem vikum lengur en áður var áætlað. Fram kom í ræðu Sólveigar Pétursdóttur starfandi forseta Alþingis, við þingslitin í gærkvöldi, að á þessu þingi hefðu verið samþykkt alls 123 lög og 29 þingsályktunartillögur. Þingskjöl voru fleiri en nokkru sinni í sögu þingsins, alls 1890. Á seinasta starfsdeginum voru samþykkt á sjötta tug laga, í kjölfar samkomulags milli stjórnar og stjórnarandstöðu um fjölda mála. Gengu þingstörf hratt fyrir sig eftir að þingið hafði samþykkt smábátafrumvarp sjávarútvegsráðherra. Ekki kom fram frumvarp um skattatillögur ríkisstjórnarinnar, eins og gefið hafði verið í skyn í eldhúsdagsumræðum fyrr í vikunni. Er það algjörlega óásættanlegt að framsóknarmenn tefji málið með þeim hætti sem verið hefur og er hvorugum stjórnarflokknum til framdráttar, það eina sem gæti bætt stöðu mála er að útfærslur tillagnanna verði kynntar í sumar, fyrir forsætisráðherraskipti í september að minnsta kosti. En framsóknarmenn klikka algjörlega í þessu máli og bera alla ábyrgð á frestun málsins.


Keypti mér í vikunni kvikmyndina The Lord of the Rings: The Return of the King, en hún er nú komin út á DVD. Þessi stórfenglega mynd er endapunkturinn á hina mögnuðu Hringadróttinssögu eftir J.R.R. Tolkien og hlaut fyrr á þessu ári 11 óskarsverðlaun, þ.á.m. sem besta kvikmynd ársins 2003. Hef ég lengi haft mikinn áhuga á bókunum og er mikill unnandi myndanna. Í desember skrifaði ég kvikmyndagagnrýni um þriðju myndina og þar kom eftirfarandi fram: "Hvert smáatriði er úthugsað, hér er um að ræða meistaraverk í kvikmyndagerð. Meistarinn og sá sem stjórnar þessu vel unna verki er Peter Jackson. Hann hefur skapað eftirminnilegustu trílógíu kvikmyndasögunnar. The Return of the King er besta mynd trílógíunnar, betri en hinar tvær fyrri til samans. Hérna birtast eftirminnilegustu bardagasenur í kvikmynd, baráttan við Mínas Tírith er svo undursamlega kvikmynduð að leitun er að betri bardagsenu í kvikmynd til þessa. Hér eru allir lausir endar fyrri myndanna bundnir saman. Útkoman er mynd sem stendur uppúr í kvikmyndagerð seinustu áratuga. Besta kvikmynd ársins 2003 - en jafnframt svo miklu meira en það. Meistarasmíð í kvikmyndagerð eins og þær gerast allra bestar." Hringadróttinssaga eftir J.R.R. Tolkien er sennilega einhver rómaðasta skáldsaga allra tíma, og kvikmyndirnar munu halda uppi merki þeirra um ókomna tíð. Seinasta myndin er skyldueign fyrir alla kvikmyndaunnendur.


Hver myndu örlög mannkyns verða ef verstu spár rættust varðandi gróðurhúsaáhrif og hlýrri loftvinda um allan heim? Þetta er umfjöllunarefni nýjustu kvikmyndar leikstjórans Rolands Emmerich sem gerði tæknibrellumeistaraverkið The Independence Day árið 1996. Sú mynd fjallaði um árás geimvera að jarðarbúum er ætluðu sér heimsyfirráð. Rétt eins og hún er The Day After Tomorrow sannkallað tæknibrellumeistaraverk og er mjög líklegt að myndin fái óskarinn að ári fyrir tæknibrellurnar, svo gríðarlega vel eru þær gerðar og fléttaðar inn í söguna að ekkert annað orð en stórfenglegt á við. Hörmungum jarðarbúa samhliða náttúruhamförum vegna loftslagsbreytinga sem vísindamenn spáðu árið 2000 að gætu gerst seinnipart 21. aldarinnar, er lýst með meistaralegum hætti. Gallarnir við þessa mynd eru hinsvegar nokkrir og áþreifanlegir, handritið er veikt og ennfremur leikurinn að miklu leyti. Það hefði mátt standa betur að vali á sumum leikurunum, en uppúr leikarahópnum standa þó þeir Jake Gyllenhaal og Dennis Quaid auk Ian Holm sem stelur senunni í litlu hlutverki. Tónlistin er áhrifamikil og passar vel inn í myndina þegar spennan eykst. Fyrir þá sem vilja sjá áhrifamikið tæknibrellumeistaraverk er The Day After Tomorrow rétta myndin í bíó um þessar mundir.

Dagurinn í dag
1886 Lyfjafræðingurinn John Pemberton kynnir fyrsta sinni nýjan svaladrykk undir nafninu Coca Cola sem slær í gegn í fyllingu tímans og verður vinsælasti gosdrykkur sögunnar
1917 John F. Kennedy 35. forseti Bandaríkjanna, fæðist í Brookline - var kjörinn forseti árið 1960 og sat í embætti allt til dauðadags 22. nóvember 1963 er hann féll fyrir byssukúlu tilræðismanns
1947 Flugvél á leið frá Reykjavík til Akureyrar ferst við Hestfjall í Héðinsfirði - 25 manns fórust, þ.á.m. Garðar Þorsteinsson alþingismaður. Mesta flugslys Íslandssögunnar
1953 Edmund Hillary og Tenzing Norgay ná fyrstir manna í sögunni á tind Mount Everest
1999 Selma Björnsdóttir varð í öðru sæti í Eurovision söngvakeppninni með lagið All Out of Luck - hlaut 146 stig, 17 stigum færra en framlag Svía. Besti árangur Íslands í keppninni til þessa
Snjallyrði dagsins
Look at a day when you are supremely satisfied at the end. It's not a day when you lounge around doing nothing; its when you had everything to do, and you've done it.
Margaret Thatcher forsætisráðherra Bretlands (1979-1990)
Breytt 18.9.2006 kl. 08:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.5.2004 | 16:16
Engin fyrirsögn

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra, stefnir að því að leggja fram frumvarp til laga um breytingar á útvarpslögum á næsta þingi og ætlar að vinna að því í sumar að ná endanlegu samkomulagi milli stjórnarflokkanna um breytingar á Ríkisútvarpinu. Undirbúningsvinna er þegar hafin og nefnd sem mun vinna að þessu mun taka til starfa innan skamms og skila af sér skýrslu og tillögum að frumvarpi í lok sumarsins. Ráðherra stefnir að því að ná einkum samkomulagi um að leggja niður afnotagjöldin og gjörbreyta hlutverki útvarpsráðs, til greina kemur að afnuma pólitíska stjórnun á því. Vill ráðherra að í stað afnotagjaldanna verði tekinn upp nefskattur eða jafnvel gjöld tengd fasteignagrunni. Jafnframt breytingunum yrði stjórnskipulag RÚV stokkað upp. Tillögur ráðherra sem fyrr eru nefndar eru ágætis byrjun á allsherjarbreytingum á rekstrinum. Það er undarlegt að ekki eru nefndar tillögur sem leiða að breytingum á sjálfu rekstrarfyrirkomulaginu, þannig að líklegt er að ráðherra ætli ekki einu sinni að vinna að breytingum í þá átt. Það er alveg lágmark í stöðunni að rekstur RÚV verði hlutafélagavæddur, allt annað er tímaskekkja. Helst ætti reyndar að selja stofnunina. Löngu er kominn tími til að afnema afnotagjöldin, en hafna ber annarskonar skattheimtu. Þeir sem vilja borga áskrift sjálfviljugir eiga að halda uppi rekstrinum, ekki á að halda áfram á sömu braut og verið hefur. Þessar tillögur eru fín byrjun, en ganga alltof skammt til raunverulegra breytinga.



Tveir virkilega góðir pistlar á frelsinu í dag. Annarsvegar er pistill eftir Jón Elvar um skattamál. Þar segir orðrétt: "Sú stefna sem verið hefur í skattamálum hér á landi og hefur leitt til verulegrar lækkunar á tekjuskattshlutfalli félaga, eignarskatti, fjármagnstekjuskatti, erfðafjárskatti o.fl. verður að telja mjög til bóta frá því ástandi sem áður ríkti. Jafnframt verður að telja að boðaðar breytingar til lækkunar á tekjuskattshlutfalli einstaklinga og afnám eignarskatts verði til að bæta ástandið hér í skattamálum enn frekar þó auðvitað megi gera enn betur." Einnig er pistill eftir Helgu um jafnréttismál. Þar segir orðrétt: "Jafn réttur einstaklinga fyrir lögum og gegn ómálefnanlegri mismunun á ekkert skylt við jöfnun hlutfalla milli einstakra hópa samfélagsins. Slíkar jöfnunaraðgerðir geta þvert á móti brotið gegn jafnrétti með því að draga inn (kven)kyn sem sérstakan verðleika í stjórnun fyrirtækja. Jafnréttisbarátta fyrri alda snerist að miklu leyti um að litið væri á konur sem hæfa starfskrafta þrátt fyrir kyn þeirra. Hún snerist um að uppræta allar þær forneskjulegu hugmyndir um konur sem leiddu til þess að lítið var gert úr verðleikum þeirra. Í dag eru slík viðhorf úreld og ekki nema einstaka flón sem heldur því fram að konur geti ekki sinnt störfum jafn vel og karlar sökum þess að þær séu svo miklar tilfinningaverur eða kunni ekki rökhugsun." Góðir pistlar, sem ég hvet lesendur þessa vefs til að kynna sér.

Mikil veðurblíða hefur verið hér seinustu daga á Norðurlandi, sannkölluð hitabylgja. Það er freistandi að álykta sem svo að sumarið sé komið, allavega hefur fólk verið alsælt yfir veðrinu. Á miðvikudag fékk ég í heimsókn gesti sem verða hér fram að helgi, hefur verið gott að geta notað tímann seinnipartana til að sýna þeim bæinn og svona kynna þeim það helsta, sem þau vilja skoða. Það er svo margt sem stendur upp úr sem hægt er að sýna ferðafólki hér, það eru auðvitað öll söfnin, fórum t.d. í gær að sjá listsýninguna í Listasafninu þar sem eru myndir Goya. Í gærkvöldi fórum við út í Hrísey, alltaf gaman að koma þangað. Bráðum verða Akureyri og Hrísey eitt sveitarfélag, sem er mjög gott. Fengum okkur að borða á veitingastaðnum Brekku, útsýnið er alltaf unaðslegt frá veitingastaðnum yfir í land. Fórum svo á eftir smá göngutúr um eyjuna en tókum svo ferjuna til baka. Er aftur kom heim til Akureyrar fórum við í bíó og á eftir á kaffihús. Í dag er enn sama einstaka veðurblíðan og nú er bara að vona að hitabylgjan verði hjá okkur yfir helgina.
Dagurinn í dag
1972 Edward VIII deyr í Frakklandi, 77 ára að aldri. Hann varð konungur Englands í janúar 1936, en varð að segja af sér krúnunni í desember sama ár til að geta gifst unnustu sinni, Wallis Warfield Simpson. Hún var tvífráskilin og þingið og þjóðkirkjan sættu sig ekki við ráðahaginn. Frá afsögn sinni til dauðadags bjó Edward í útlegð í Frakklandi og sleit nær öllu sambandi við fjölskyldu sína, en hafði undir lok ævi sinnar mikil samskipti við Karl ríkisarfa, frænda sinn
1978 Meirihluti Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn fellur - vinstriflokkar ná meirihluta
1983 Eldgos hófst í Grímsvötnum í Vatnajökli, það stóð einungis í nokkra daga
1994 R-listinn vinnur kosningasigur í borgarstjórnarkosningum - hefur setið við völd síðan
1999 Þriðja ríkisstjórn Davíðs Oddssonar tekur við völdum - hún sat til ársins 2003
Snjallyrði dagsins
Í 26. grein stjórnarskrár er forseta veitt heimild til að synja lagafrumvarpi staðfestingar, þar eð enginn forseti hefur beitt þessu ákvæði er það í reynd dauður bókstafur.
Ólafur Ragnar Grímsson forseti Íslands (um 26. grein stjórnarskrár - 1977)
Breytt 18.9.2006 kl. 08:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)