Færsluflokkur: Bloggar

Konudagur

Ég vil óska öllum konum landsins innilega til hamingju með daginn.

Móðurbróðir minn, Helgi Seljan, fyrrum alþingismaður, er þekktur hagyrðingur og hann orti eitt sinn ljóðið Kvennaminni, sem er fallegt mjög, það eru 20 erindi - óður til kvenna. Birti hér nokkur erindi.


Konur okkur gleði gefa,
geta náð að hugga og sefa.
Dásamlegar utan efa
við að knúsa og kela,
kossum mætti stela.

Kostum ykkar karlar lýsa,
kannski á suma galla vísa,
fegurð ykkar frómir prísa,
færa lof í kvæði,
njóta ykkar í næði.

Ekki má ég einni gleyma,
yndi mínu og gleði heima.
Í hjarta mér sem gull vil geyma,
gjöfin lífsins besta.
Konan kostamesta.

Ykkur konum yl ég sendi,
á ástarþokkann glaður bendi.
Mínu kvæði í kross bendi,
kyssi ykkur í anda
enn til beggja handa.

mbl.is Blóm fyrir elskuna í dag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Áramótakveðja

Flugeldar
Í þessari síðustu bloggfærslu minni á árinu 2009 vil ég færa lesendum vefsins og vinum mínum og kunningjum, nær og fjær, mínar innilegustu nýárskveðjur, með þakkir fyrir allt hið gamla og góða.

Óska ég þeim farsældar á nýju ári og þakka þeim samfylgdina á árinu sem er að líða. Kærar þakkir fyrir allt hið góða.

Hafið það gott á nýju ári - vonandi verður það okkur öllum gjöfult og gott!

nýárskveðjur frá Akureyri
Stefán Friðrik Stefánsson



Nú árið er liðið í aldanna skaut
og aldrei það kemur til baka,
nú gengin er sérhver þess gleði og þraut,
það gjörvallt er runnið á eilífðar braut,
en minning þess víst skal þó vaka.

En hvers er að minnast? Og hvað er það þá,
sem helst skal í minningu geyma?
Nú allt er á fljúgandi ferð liðið hjá,
það flestallt er horfið í gleymskunnar sjá.
En miskunnsemd Guðs má ei gleyma.

Hún birtist á vori sem vermandi sól,
sem vöxtur í sumarsins blíðum,
í næðingum haustsins sem skjöldur og skjól,
sem skínandi himinn og gleðirík jól
í vetrarins helkuldahríðum.

Hún birtist og reynist sem blessunarlind
á blíðunnar sólfagra degi,
hún birtist sem lækning við böli og synd,
hún birtist þó skærast sem frelsarans mynd,
er lýsir oss lífsins á vegi.

Nú Guði sé lof fyrir gleðilegt ár
og góðar og frjósamar tíðir,
og Guði sé lof, því að grædd urðu sár,
og Guði sé lof, því að dögg urðu tár.
Allt breyttist í blessun um síðir.

Ó, gef þú oss, Drottinn, enn gleðilegt ár
og góðar og blessaðar tíðir.
Gef himneska dögg gegnum harmanna tár,
gef himneskan frið fyrir lausnarans sár
og eilífan unað um síðir.

Valdimar Briem


Vænn skammtur af hvítum jólum á Akureyri

Ég vona að allir hafi notið jólanna, haft yndislega stund með vinum og ættingjum, lesið góðar bækur eða horft á góðar myndir um jólin. Jólahátíðin er sælustund par excellance - hér fyrir norðan hefur snjórinn sett mikinn svip á hátíðina, mikið snjóað og verið þungfært um bæinn. Hef verið lítið á ferð um helgina; lesið jólabækurnar, horft á jólamyndir og borðað góðan mat. Eins og þetta gerist best.

Stemmningin minnir allnokkuð á jólin 2004 þegar mikill snjór var í bænum og blindbylur á aðfangadag. Þá var ekki hægt að komast upp í kirkjugarð á aðfangadag en það gekk betur nú þó mikið hefði snjóað uppi á höfða og mikill kuldi. En margir fóru þangað að þessu sinni og áttu notalega stund síðdegis á aðfangadag, rétt fyrir komu jólanna.

Hef forðast alveg að hlusta á fréttir um hátíðirnar og fyrst og fremst reynt að forðast að eyða miklum tíma í að moka snjó en þess í stað eiga góða og notalega stund heima. Bækurnar eru góðar að þessu sinni og alltaf nóg til af góðum myndum. Því er um að gera að taka því rólega.

En óhætt að segja að vænn skammtur hafi verið af hvítum jólum hér þetta árið. Þeir sem vildu hvít jól fengu allavega ósk sína uppfyllt og gott betur en það. Kannski einum of :)

mbl.is Mikið fannfergi á Akureyri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Jólakveðja

Jólakveðja
Ég færi lesendum vefsins, og vinum nær og fjær, innilegar óskir mínar um gleðilega og kærleiksríka jólahátíð. Hafið það öll sem best yfir hátíðirnar.

jólakveðja frá Akureyri
Stefán Friðrik Stefánsson
















Sorglegt mál

Hugur minn er hjá fólkinu á Fáskrúðsfirði. Sorg einnar fjölskyldu verður að sorg heillar byggðar þegar svona sorglegt slys verður. Dapurleg slys af þessu tagi vekja vonandi alla í umferðinni til umhugsunar. Ég votta aðstandendum innilega samúð mína.

mbl.is Bænasamkoma á Fáskrúðsfirði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sumarkveðja

Sumarblóm

Ég vil óska lesendum vefsins gleðilegs sumars og þakka fyrir góð samskipti á liðnum vetri. Þetta hefur verið sviptingasamur vetur, sviptingar í veðri, pólitík og ýmsu mannlegu svosem. Þetta hefur líka verið mjög skemmtilegur vetur í skrifum hér.

Dagurinn var notalegur og góður hér á Akureyri. Ég fór í vöfflukaffi með sjálfstæðismönnum á Kaffi Akureyri og fór svo á tónleika hjá kór eldri borgara í Akureyrarkirkju kl. 17:00. Amma mín, Hanna Stefánsdóttir, hefur verið í kórnum frá stofnun og mjög virk í starfi hans alla tíð. Yndislegir tónleikar - flott lagaval og góð stemmning.

Vonandi verður sumarið okkur öllum svo gjöfult og gott.

Áramótakveðja

Flugeldar
Í þessari síðustu bloggfærslu minni á árinu 2008 vil ég færa lesendum vefsins og vinum mínum og kunningjum, nær og fjær, mínar innilegustu nýárskveðjur, með þakkir fyrir allt hið gamla og góða. Óska ég þeim farsældar á nýju ári og þakka þeim samfylgdina á árinu sem er að líða. Þeim sem ég hef kynnst á árinu vil ég þakka fyrir notaleg kynni.

Kærar þakkir fyrir allt hið góða. Hafið það gott á nýju ári - vonandi verður það okkur öllum gjöfult og gott!

nýárskveðjur frá Akureyri
Stefán Friðrik Stefánsson


Nú árið er liðið í aldanna skaut
og aldrei það kemur til baka,
nú gengin er sérhver þess gleði og þraut,
það gjörvallt er runnið á eilífðar braut,
en minning þess víst skal þó vaka.

En hvers er að minnast? Og hvað er það þá,
sem helst skal í minningu geyma?
Nú allt er á fljúgandi ferð liðið hjá,
það flestallt er horfið í gleymskunnar sjá.
En miskunnsemd Guðs má ei gleyma.

Hún birtist á vori sem vermandi sól,
sem vöxtur í sumarsins blíðum,
í næðingum haustsins sem skjöldur og skjól,
sem skínandi himinn og gleðirík jól
í vetrarins helkuldahríðum.

Hún birtist og reynist sem blessunarlind
á blíðunnar sólfagra degi,
hún birtist sem lækning við böli og synd,
hún birtist þó skærast sem frelsarans mynd,
er lýsir oss lífsins á vegi.

Nú Guði sé lof fyrir gleðilegt ár
og góðar og frjósamar tíðir,
og Guði sé lof, því að grædd urðu sár,
og Guði sé lof, því að dögg urðu tár.
Allt breyttist í blessun um síðir.

Ó, gef þú oss, Drottinn, enn gleðilegt ár
og góðar og blessaðar tíðir.
Gef himneska dögg gegnum harmanna tár,
gef himneskan frið fyrir lausnarans sár
og eilífan unað um síðir.

Valdimar Briem


Jólakveðja

Jólakort Stefáns Friðriks Stefánssonar 2008
Ég færi lesendum vefsins, og vinum nær og fjær, innilegar óskir mínar um gleðilega og kærleiksríka jólahátíð. Hafið það öll sem best yfir hátíðirnar.

jólakveðjur frá Akureyri
Stefán Friðrik Stefánsson













Í minningu Línu ömmu

Lína ammaAmma mín, Sigurlín Kristmundsdóttir, hefði orðið 95 ára í dag. Hún var kjarnakona með alþýðutaug og skaplag úr gulli. Lína amma var alþýðukona að austan. Hún þekkti bæði lífsins gleði og sorgir. Ung missti hún frumburð sinn í hörmulegu slysi. Hún bar þann missi alltaf innra með sér. Sennilega var ég einn af örfáum sem hún treysti síðar fyrir sorg sinni og lýsti angistinni sem greip hana nóvemberdagana árið 1944 þegar að Veiga skildi við.

Við vorum alla tíð mjög náin. Á mikilvægum stundum á ævi minni var hún til staðar með góð ráð og notalegheit sem var mjög mikils virði. Hún kenndi mér lífsins gullnu reglur. Hún var amman í kjallaranum: bjó á neðrihæðinni hjá okkur í Norðurbyggð, sá um okkur börnin fyrir og eftir skóla og var okkur svo innilega ómetanleg. Hún var auðvitað kletturinn okkar systkinanna; algjörlega einstök og hefur þann sess í huga okkar.

Hún eldaði alltaf hádegismatinn meðan að mamma var að vinna og var til staðar. Það er gylltur ljómi yfir minningu hennar í huga mér. Við hana gat ég allt rætt og við treystum hvoru öðru fyrir miklu. Við vorum trúnaðarvinir. Ég reyndi mitt besta að launa henni alla hlýjuna og trygglyndið seinustu árin er halla tók undan fæti hjá henni og heilsan byrjaði að dala. Hún átti það skilið að njóta atlætis míns þegar að hún gat ekki lengur séð um sig sjálf.

Amma kenndi mér að láta hjartað alltaf ráða för. Hún var ekki sammála mér í stjórnmálum og var ófeimin við að skamma mig og leiðbeina mér. Hún var með heilsteypt og góð ráð og alltaf til staðar. Slíkt er og verður ómetanlegt og hún hefur stóran sess í hjarta mér.

Blessuð sé minning hennar.


Bloggskrifin halda áfram

Ég hef ákveðið að halda áfram skrifum á Moggabloggið. Eftir mikla umhugsun tel ég ekki rétt að fara héðan og hef ákveðið að skrifa áfram með þeim hætti sem verið hefur í 23 mánuði. Önnur verkefni mín munu ekki hafa áhrif á það og því verður vefurinn með þeim hætti sem verið hefur síðustu tvö árin. Mér hefur þótt vænt um þennan vettvang og það sem ég hef skrifað hér og vil halda því áfram.

Fyrst og fremst þakka ég góð orð um mig og vefinn síðustu daga. Þykir vænt um það og finnst réttast að fara hvergi við þær aðstæður sem hafa skapast síðustu dagana. Mun því halda áfram með vefinn.


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband